17. mars 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Ýr Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) áheyrnarfulltrúi
- Gyða Vigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
- Þorbjörg María Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skóladagatöl 2015-16201502199
Lagt fram til samþykktar
Skóladagatal Listaskóla og Skólahljómsveitar fyrir skólaárið 2015-16. Samþykkt með fimm atkvæðum.
2. Starfsáætlanir leikskóla 2016201503296
Lagt fram til staðfestingar
Leikskólastjórar mættu á fundinn og kynntu starfsáætlanir skóla sinna fyrir næsta skólaár og helstu verkefni. Sérstök áhersla í öllum skólunum er á læsi fyrir leikskólabörn og er það í takt við Hveradalasáttmálann. Hveradalasáttmálinn fjallar um eflingu lesturs og læsi í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar. Starfsáætlanirnar samþykktar með fimm atkvæðum.
3. Starfsáætlanir grunnskóla 2015-17201503297
Endurskoðaðar starfsáætlanir grunnskóla lagðar fram til samþykktar
Skólastjórar grunnskólanna mættu á fundinn og kynntu starfsáætlanir skóla sinna fyrir næsta skólaár og helstu verkefni. Grunnskólarnir munu leggja sérstaka áherslu á lestur allra árganga næstu skólaár, í takti við Hveradalasáttmálann auk annarra átaks- og þróunarverkefna. Starfsáætlunanirnar verða birtar á heimasíðum skólanna. Starfsáætlanirnar samþykktar með fimm atkvæðum.
4. Bann bið sýningu kvikmynda í skólum nema með samþykki201503029
Lagt fram til upplýsinga
Lagt fram og kynnt. Skólaskrifstofa mun kynna reglurnar í leik- og grunnskólum bæjarins.
5. Breyting á reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla201502403
Til fram til upplýsinga
Lagt fram og kynnt. Breytingin verði kynnt sérstaklega skólastjórnendum og starfsmönnum skólaþjónustu Mosfellsbæjar.
6. Starfsþróun kennara, greining á sjóðaumhverfi201502402
Lagt fram til upplýsinga
Lögð fram skýrsla frá menntamálráðuneytinu um sjóðaumhverfi kennara.
7. Vinnustofa um málefni bráðgerra nemenda201409387
Lagt fram til upplýsinga
Lagt fram til kynningar.
8. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ201301573
Fagleg skoðun á miðskóla við Sunnukrika.
Lögð fram samantekt á faglegri og fjárhagslegri skoðun á byggingu miðskóla við Sunnukrika. Skoðunin samanstendur af faglegri ráðgjöf skólaráðgjafa og minnisblaði framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
Tillaga meirihluta D og V lista er þessi: Fræðslunefnd hefur yfirfarið tillögur um uppbyggingu miðbæjarskóla og fengið álit skipulagsnefndar og aflað álits frá ráðgjafa um skólamál.
Nefndin telur ekki ástæðu til að gera breytingar á fyrirliggjandi ákvörðun um uppbyggingu skólamannvirkja.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, eitt mótatkvæði.Íbúahreyfingin hvetur til þess að áfram verði kannað hvernig uppbyggingu og forgangsröðun skólamannvirkja Mosfellsbæjar verði best háttað. Þær framkvæmdir sem nú fara fram við skólabyggingu við Æðarhöfða vegna framtíðarbyggðar í Blikastaðalandi eru algjörlega ótímabærar, og ekki fyrirsjánleg fjölgun skólabarna í því nærumhverfi, líkt og fram kemur í stefnumótunarskýrslu um uppbyggingu skólahverfa og bygging nýrra skóla í Mosfellsbæ, 2013. Fyrir liggur að bærinn er skuldbundinn til að reisa skóla í Helgafellslandi og í Leirvogstungu, þegar að uppbygging þeirra hverfa er komin lengra. Íbúahreyfingin telur rök FGMOS fyrir miðbæjarskóla áhugaverð og að það beri að virða vilja þess stóra meirihluta foreldra sem bak við þau samtök standa til að kanna betur hvernig skattfé íbúa bæjarins til skólamála verði best varið.
Bókun S-lista.
Í þeim gögnum sem liggja fyrir fræðslunefndarfundi og eiga að leggja mat á faglega þætti hugmyndar um skóla miðsvæðis eru ekki færð nægjanlega sannfærandi rök fyrir þeim vandamálum sem sagt er að breytt upptökusvæði skóla hafi í för með sér. Þá eru innri mótsagnir annars vegar varðandi það skipulag sem er nú þegar í gangi varðandi skipti milli skólahverfa, sbr. nemendur í Krikaskóla sem fara í annan skóla eftir 4. bekk, og hins vegar áherslu á skólahverfið með heildstæðan skóla sem miðpunkt félagslegrar heildar. Þá liggja ekki nægilega skýr rök fyrir þeirri ályktun að uppbygging skóla miðsvæðis gæti haft neikvæð áhrif á fjölbreytni og breidd skólastarfs og lærdómssamfélag hvers skóla fyrir sig. Sú faglega úttekt sem hér liggur fyrir er ekki nægilega umfangsmikil til að niðurstöður hennar sýni með óyggjandi hætti að hugmyndin um skóla miðsvæðis sé faglega óskynsamleg framkvæmd.
Af ofangreindum orsökum greiðir fulltrúi Samfylkingar atkvæði gegn ákvörðun fræðslunefndar.
Anna Sigríður GuðnadóttirBókun fulltrúa D- og V-lista á 305. fræðslunefndarfundi
Fyrir liggur umsögn skipulagsnefndar þar sem ekki er mælt með því að aðalskipulagi verði breytt vegna hugmynda um skóla við Sunnukrika. Málið hefur einnig verið skoðað frá faglegu og fjárhagslegu sjónarhorni. Fékk Skólaskrifstofa til liðs við sig ráðgjafa sem unnið hefur í þessum málefnum fyrir Skólaskrifstofuna. Í samantekt hans kemur fram að það sé niðurstaðan að ekki sé mælt með byggingu skóla við Sunnukrika. Helstu rökin eru þau að upptökusvæðið er ekki nægilegt til að skapa eina skólaheild. Til að stækka upptökusvæðið þyrfti að minnka skólasvæði Varmárskóla og Lágafellsskóla umfram þær ákvarðanir sem búið er að taka og varða fyrirhugaðar skólabyggingar, þ.e. byggingu skóla við Æðarhöfða og í Helgafellslandi. Það myndi leiða af sér minni nýtingu allra skóla í Mosfellsbæ sem gæti haft neikvæð áhrif á fjölbreytni og breidd skólastarfs og á það sérstaklega við um eldri nemendur grunnskólans og lærdómssamfélag hvers skóla. Fram kom í samantekt ráðgjafa að bygging skóla við Sunnukrika væri verulegur viðbótarkostnaður við áður samþykktar áætlanir. Undir þessi sjónarmið tekur framkvæmdastjóri fræðslusviðs.
Fulltrúi V listans vék af fundi þegar hér var komið.Fulltrúi M lista bókar: Ljóst er að það er langt frá því að það sé eining um þessa niðurstöðu, hvorki hjá foreldrasamfélaginu eða hjá pólitískt kjörnum fulltrúum bæjarins og er það ekki gott veganesti inn í framtíðina.
9. Erindi vegna fulltrúa foreldra í fræðslunefnd Mosfellsbæjar201412287
Erindi frá FGMOS vegna fulltrúa grunnskólaforeldra á fundi fræðslunefndar.
Lagt til að fulltrúar foreldra grunnskólanemenda verði tímabundið tveir í fræðslunefndinni út skólaárið eða fram til haustsins 2015. Samþykkt með fjórum atkvæðum.