Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. mars 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Pálmi Steingrímsson aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Ýr Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Gyða Vigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
  • Þorbjörg María Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Gunnhildur María Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skóla­daga­töl 2015-16201502199

    Lagt fram til samþykktar

    Skóla­da­gatal Lista­skóla og Skóla­hljóm­sveit­ar fyr­ir skóla­ár­ið 2015-16. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 2. Starfs­áætlan­ir leik­skóla 2016201503296

    Lagt fram til staðfestingar

    Leik­skóla­stjór­ar mættu á fund­inn og kynntu starfs­áætlan­ir skóla sinna fyr­ir næsta skóla­ár og helstu verk­efni. Sér­stök áhersla í öll­um skól­un­um er á læsi fyr­ir leik­skóla­börn og er það í takt við Hvera­dala­sátt­mál­ann. Hvera­dala­sátt­mál­inn fjall­ar um efl­ingu lest­urs og læsi í leik- og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar. Starfs­áætlan­irn­ar sam­þykkt­ar með fimm at­kvæð­um.

    • 3. Starfs­áætlan­ir grunn­skóla 2015-17201503297

      Endurskoðaðar starfsáætlanir grunnskóla lagðar fram til samþykktar

      Skóla­stjór­ar grunn­skól­anna mættu á fund­inn og kynntu starfs­áætlan­ir skóla sinna fyr­ir næsta skóla­ár og helstu verk­efni. Grunn­skól­arn­ir munu leggja sér­staka áherslu á lest­ur allra ár­ganga næstu skóla­ár, í takti við Hvera­dala­sátt­mál­ann auk ann­arra átaks- og þró­un­ar­verk­efna. Starfs­áætl­un­an­irn­ar verða birt­ar á heima­síð­um skól­anna. Starfs­áætlan­irn­ar sam­þykkt­ar með fimm at­kvæð­um.

      • 4. Bann bið sýn­ingu kvik­mynda í skól­um nema með sam­þykki201503029

        Lagt fram til upplýsinga

        Lagt fram og kynnt. Skóla­skrif­stofa mun kynna regl­urn­ar í leik- og grunn­skól­um bæj­ar­ins.

        • 5. Breyt­ing á reglu­gerð um nem­end­ur með sér­þarf­ir í grunn­skóla201502403

          Til fram til upplýsinga

          Lagt fram og kynnt. Breyt­ing­in verði kynnt sér­stak­lega skóla­stjórn­end­um og starfs­mönn­um skóla­þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar.

          • 6. Starfs­þró­un kenn­ara, grein­ing á sjóð­aum­hverfi201502402

            Lagt fram til upplýsinga

            Lögð fram skýrsla frá mennta­mál­ráðu­neyt­inu um sjóð­aum­hverfi kenn­ara.

            • 7. Vinnu­stofa um mál­efni bráð­gerra nem­enda201409387

              Lagt fram til upplýsinga

              Lagt fram til kynn­ing­ar.

              • 8. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og skóla­hverfi í Mos­fells­bæ201301573

                Fagleg skoðun á miðskóla við Sunnukrika.

                Lögð fram sam­an­tekt á fag­legri og fjár­hags­legri skoð­un á bygg­ingu mið­skóla við Sunnukrika. Skoð­un­in sam­an­stend­ur af fag­legri ráð­gjöf skóla­ráð­gjafa og minn­is­blaði fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs.
                Til­laga meiri­hluta D og V lista er þessi: Fræðslu­nefnd hef­ur yf­ir­far­ið til­lög­ur um upp­bygg­ingu mið­bæj­ar­skóla og feng­ið álit skipu­lags­nefnd­ar og aflað álits frá ráð­gjafa um skóla­mál.
                Nefnd­in tel­ur ekki ástæðu til að gera breyt­ing­ar á fyr­ir­liggj­andi ákvörð­un um upp­bygg­ingu skóla­mann­virkja.
                Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um, eitt mót­atkvæði.

                Íbúa­hreyf­ing­in hvet­ur til þess að áfram verði kann­að hvern­ig upp­bygg­ingu og for­gangs­röðun skóla­mann­virkja Mos­fells­bæj­ar verði best háttað. Þær fram­kvæmd­ir sem nú fara fram við skóla­bygg­ingu við Æð­ar­höfða vegna fram­tíð­ar­byggð­ar í Blikastaðalandi eru al­gjör­lega ótíma­bær­ar, og ekki fyr­ir­sján­leg fjölg­un skóla­barna í því nærum­hverfi, líkt og fram kem­ur í stefnu­mót­un­ar­skýrslu um upp­bygg­ingu skóla­hverfa og bygg­ing nýrra skóla í Mos­fells­bæ, 2013. Fyr­ir ligg­ur að bær­inn er skuld­bund­inn til að reisa skóla í Helga­fellslandi og í Leir­vogstungu, þeg­ar að upp­bygg­ing þeirra hverfa er komin lengra. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur rök FGMOS fyr­ir mið­bæj­ar­skóla áhuga­verð og að það beri að virða vilja þess stóra meiri­hluta for­eldra sem bak við þau sam­tök standa til að kanna bet­ur hvern­ig skatt­fé íbúa bæj­ar­ins til skóla­mála verði best var­ið.

                Bók­un S-lista.
                Í þeim gögn­um sem liggja fyr­ir fræðslu­nefnd­ar­fundi og eiga að leggja mat á fag­lega þætti hug­mynd­ar um skóla mið­svæð­is eru ekki færð nægj­an­lega sann­fær­andi rök fyr­ir þeim vanda­mál­um sem sagt er að breytt upp­töku­svæði skóla hafi í för með sér. Þá eru innri mót­sagn­ir ann­ars veg­ar varð­andi það skipu­lag sem er nú þeg­ar í gangi varð­andi skipti milli skóla­hverfa, sbr. nem­end­ur í Krika­skóla sem fara í ann­an skóla eft­ir 4. bekk, og hins veg­ar áherslu á skóla­hverf­ið með heild­stæð­an skóla sem mið­punkt fé­lags­legr­ar heild­ar. Þá liggja ekki nægi­lega skýr rök fyr­ir þeirri álykt­un að upp­bygg­ing skóla mið­svæð­is gæti haft nei­kvæð áhrif á fjöl­breytni og breidd skólastarfs og lær­dóms­sam­fé­lag hvers skóla fyr­ir sig. Sú fag­lega út­tekt sem hér ligg­ur fyr­ir er ekki nægi­lega um­fangs­mik­il til að nið­ur­stöð­ur henn­ar sýni með óyggj­andi hætti að hug­mynd­in um skóla mið­svæð­is sé fag­lega óskyn­sam­leg fram­kvæmd.
                Af of­an­greind­um or­sök­um greið­ir full­trúi Sam­fylk­ing­ar at­kvæði gegn ákvörð­un fræðslu­nefnd­ar.
                Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir

                Bók­un full­trúa D- og V-lista á 305. fræðslu­nefnd­ar­fundi
                Fyr­ir ligg­ur um­sögn skipu­lags­nefnd­ar þar sem ekki er mælt með því að að­al­skipu­lagi verði breytt vegna hug­mynda um skóla við Sunnukrika. Mál­ið hef­ur einn­ig ver­ið skoð­að frá fag­legu og fjár­hags­legu sjón­ar­horni. Fékk Skóla­skrif­stofa til liðs við sig ráð­gjafa sem unn­ið hef­ur í þess­um mál­efn­um fyr­ir Skóla­skrif­stof­una. Í sam­an­tekt hans kem­ur fram að það sé nið­ur­stað­an að ekki sé mælt með bygg­ingu skóla við Sunnukrika. Helstu rökin eru þau að upp­töku­svæð­ið er ekki nægi­legt til að skapa eina skóla­heild. Til að stækka upp­töku­svæð­ið þyrfti að minnka skóla­svæði Varmár­skóla og Lága­fells­skóla um­fram þær ákvarð­an­ir sem búið er að taka og varða fyr­ir­hug­að­ar skóla­bygg­ing­ar, þ.e. bygg­ingu skóla við Æð­ar­höfða og í Helga­fellslandi. Það myndi leiða af sér minni nýt­ingu allra skóla í Mos­fells­bæ sem gæti haft nei­kvæð áhrif á fjöl­breytni og breidd skólastarfs og á það sér­stak­lega við um eldri nem­end­ur grunn­skól­ans og lær­dóms­sam­fé­lag hvers skóla. Fram kom í sam­an­tekt ráð­gjafa að bygg­ing skóla við Sunnukrika væri veru­leg­ur við­bót­ar­kostn­að­ur við áður sam­þykkt­ar áætlan­ir. Und­ir þessi sjón­ar­mið tek­ur fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs.
                Full­trúi V list­ans vék af fundi þeg­ar hér var kom­ið.

                Full­trúi M lista bók­ar: Ljóst er að það er langt frá því að það sé ein­ing um þessa nið­ur­stöðu, hvorki hjá for­eldra­sam­fé­lag­inu eða hjá póli­tískt kjörn­um full­trú­um bæj­ar­ins og er það ekki gott vega­nesti inn í fram­tíð­ina.

                • 9. Er­indi vegna full­trúa for­eldra í fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar201412287

                  Erindi frá FGMOS vegna fulltrúa grunnskólaforeldra á fundi fræðslunefndar.

                  Lagt til að full­trú­ar for­eldra grunn­skóla­nem­enda verði tíma­bund­ið tveir í fræðslu­nefnd­inni út skóla­ár­ið eða fram til hausts­ins 2015. Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.