1. júlí 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Almenningssamgöngustefna Reykjavíkur201405358
Reykjavíkurborg vísar Almenningssamgöngustefnu fyrir Reykjavík, stefnumörkum í almenningssamgöngum, til umsagnar hjá Mosfellsbæ. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar um erindið.
Skipulagsnefnd felur embættismönnum að vinna drög að umsögn um málið.
2. Gönguþverun yfir Skeiðholt201405357
Lögð fram tillaga að nýrri gönguþverun yfir Skeiðholt, niður af leikskólanum Hlíð.
Skipulagsnefnd leggur til að samþykkt verði gönguþverun yfir Skeiðholt gegnt Hlaðhömrum og bæjarverkfræðingi falið að annast ferlið.
3. Umferðar- og skipulagsmál við Baugshlíð201406243
Kynntar verða tillögur að útfærslu gangbrauta og gönguleiða yfir og meðfram Baugshlíð í nágrenni skóla og sundlaugar.
Bæjarverkfræðingur kynnti tillögur að bættum umferðarmannvirkjum við Baugshlíð og í nágrenni skóla og sundlaugar.
Skipulagsnefnd leggur til að samþykkt verði gönguþverun á Baugshlíð gegnt skóla við Æðarhöfða og bæjarverkfræðingi falið að annast ferlið.4. Skipulags- og umferðarmál við Skeiðholt201406242
Kynntar verða hugmyndir um næstu framkvæmdaáfanga og hugsanlegar breytingar á skipulagi á Skeiðholti milli Þverholts og Skólabrautar.
Bæjarverkfræðingur kynnti stöðu mála við undirbúning framkvæmda og breytinga við Skeiðholt og Þverholt.
Fyrir liggur að skipaður hefur verið starfshópur með íbúum á svæðinu vegna hönnunar og fyrirhugaðra framkvæmda.5. Úr Miðdalslandi nr. 125202, ósk um breytta landnotkun201406022
Erindi Söndru Gunnarsdóttur og Péturs Hallgrímssonar, sem óska eftir að landnotkun skikans verði breytt í svæði fyrir frístundabyggð.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem það er stefna í aðalskipulagi Mosfellsbæjar að auka ekki frístundabyggð.
6. Seljadalsnáma, mat á umhverfisáhrifum 2014201403446
Skipulagsstofnun óskar 10.6.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Frestur er gefinn til 4. júlí 2014.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða umsögn og felur bæjarverkfræðingi að senda hana til skipulagsstofnunar þar sem meðal annars er gerð krafa um eftirlit Mosfellsbæjar á verktíma, bætt ástand vega, rykmengun, verndun stuðlabergs sem í ljós kemur við efnisvinnslu og að hnykkt verði á með hvaða hætti gengið verður frá svæðinu á verktíma og að námuvinnslu lokinni.
7. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ201301573
Lögð fram gögn um mannfjölda eftir hverfum og hljóðstig við Vesturlandsveg/Sunnukrika ásamt glærukynningu frá fulltrúum íbúa, sem fjallar um hugmyndina um miðlægan grunnskóla.
Formaður kynnti framlögð gögn.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að yfirfara gögnin.8. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Tekin fyrir að nýju verkefnislýsing fyrir gerð deiliskipulags fyrir alifuglabú. Einnig lögð fram umsögn umhverfisnefndar, sbr. bókun á 368. fundi. (Ath: setja umsögnina inn sem fylgiskjal).
Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna til umsagnar og kynningar og stefnt verði að sameiginlegri heimsókn umhverfisnefndar og skipulagsnefndar í Reykjabúið á haustdögum.
9. Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012201210297
Kynntar verða fjórar tillögur að breyttri útfærslu hverfistorgstorgs, götu og bílastæða, sem fram hafa komið í tengslum við samráð við fulltrúa íbúa.
Formaður kynnti stöðu mála vegna mögulegra deiliskipulagsbreytinga í Krikahverfi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kanna afstöðu húseigenda við Litlakrika 1 og Stórakrika 2 gagnvart mögulegum breytingum á lóðamörkum þeirra og staðetningu bílastæða miðað við fyrirliggjandi tillögur.10. Gerplustr. 7-11 og Vefarastr. 32-46, erindi um deiliskipulagsbreytingar201405097
Tekið fyrir að nýju erindi Odds Víðissonar f.h. lóðarhafa um breytingar á deiliskipulagi, sem feli í sér tilslökun á kröfum um bílastæði og breytt fyrirkomulag bílastæða. Áður á dagskrá 368. fundar.
Frestað.
11. Snæfríðargata 20, fyrirspurn um ákvæði deiliskipulags201406297
Guðmundur Örn Kjærnested Flesjakór 1 Kópavogi spyr hvort heimilt sé að byggja einnar hæðar einbýlishús á lóðinni nr. 20 við Snæfríðargötu samkvæmt framlögðum gögnum en í deiliskipulagi er gert ráð fyrir að bygg verði tveggja hæða hús. Jafnframt spyr hann hvort leyft verði að húsið byggist smávægilega út fyrir byggingarreit í suð- austurhluta lóðarinnar.
Nefndin lítur svo á að frávikin séu svo óveruleg að þau geti fallið undir 3. mgr 43. gr skipulagslaga.
12. Elliðakotsland/Brú,endurbygging sumarbústaðs.201406295
Sævar Geirsson Hamraborg 15 Kópavogi fh.Datca ehf spyr hvort leyft verði að endurbyggja sumarbústað í landi Elliðakots landnr. 125216 í samræmi við framlögð gögn. Gamli sumarbústaðurinn brann fyrr á árinu.
Samkvæmt aðalskipulagi er heildar hámarksstærð húss á lóðinni 130 m2. Nefndin er neikvæð fyrir gerð skriðkjallara undir húsi og verönd en heimilar grenndarkynningu á málinu þegar breyttir uppdrættir liggja fyrir.
Fundargerðir til staðfestingar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 247201406023F
.
Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 247
13.1. Gerplustræti 16 - 24, umsókn um byggingarleyfi 201405256
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja þriggja hæða 8 íbúða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16 - 24 við Gerplustræti samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð húss nr. 16: 1. hæð 296,7 m2, 2. hæð 260,4 m2, 3. hæð 260,4 m2, samtals 2550,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.2. Reykjadalur 2, umsókn um byggingarleyfi 201405076
Bára Sigurðardóttir Engjavegi 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið í Reykjadal 2 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina.
Stækkun húss 182,6 m2, 517,7 m3.
Stærð húss eftir breytingu 262,7 m2, 832,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.3. Uglugata 64, umsókn um byggingarleyfi 201405237
Þorvaldur Einarsson Berjarima 24 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr. 64 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Íbúðarhús 242,6 m2, bílgeymsla 44,7 m2, samtals 1232,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.4. Æðarhöfði 2, umsókn um byggingarleyfi 201406180
Mosfellsbær Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja færanlegar skólastofur og tengibyggingar úr timbri á lóðinni nr. 2 við Æðarhöfða samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: Matshluti 2, tengibygging 273,8m2, kennslustofa nr.13, 87,1 m2, kemmslustofa nr.14, 87,1 m2, kennslustofa nr.7, 80,9 m2, kennslustofa nr.11, 80,9 m2, kennslustofa nr.12, 80,9 m2, samtals 2237,5 m3.
Matshluti 3, kennarastofa 104,5 m2, 314,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.