Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. júlí 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Al­menn­ings­sam­göngu­stefna Reykja­vík­ur201405358

    Reykjavíkurborg vísar Almenningssamgöngustefnu fyrir Reykjavík, stefnumörkum í almenningssamgöngum, til umsagnar hjá Mosfellsbæ. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar um erindið.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur emb­ætt­is­mönn­um að vinna drög að um­sögn um mál­ið.

    • 2. Göngu­þverun yfir Skeið­holt201405357

      Lögð fram tillaga að nýrri gönguþverun yfir Skeiðholt, niður af leikskólanum Hlíð.

      Skipu­lags­nefnd legg­ur til að sam­þykkt verði göngu­þverun yfir Skeið­holt gegnt Hlað­hömr­um og bæj­ar­verk­fræð­ingi fal­ið að ann­ast ferl­ið.

      • 3. Um­ferð­ar- og skipu­lags­mál við Baugs­hlíð201406243

        Kynntar verða tillögur að útfærslu gangbrauta og gönguleiða yfir og meðfram Baugshlíð í nágrenni skóla og sundlaugar.

        Bæj­ar­verk­fræð­ing­ur kynnti til­lög­ur að bætt­um um­ferð­ar­mann­virkj­um við Baugs­hlíð og í ná­grenni skóla og sund­laug­ar.
        Skipu­lags­nefnd legg­ur til að sam­þykkt verði göngu­þverun á Baugs­hlíð gegnt skóla við Æð­ar­höfða og bæj­ar­verk­fræð­ingi fal­ið að ann­ast ferl­ið.

        • 4. Skipu­lags- og um­ferð­ar­mál við Skeið­holt201406242

          Kynntar verða hugmyndir um næstu framkvæmdaáfanga og hugsanlegar breytingar á skipulagi á Skeiðholti milli Þverholts og Skólabrautar.

          Bæj­ar­verk­fræð­ing­ur kynnti stöðu mála við und­ir­bún­ing fram­kvæmda og breyt­inga við Skeið­holt og Þver­holt.
          Fyr­ir ligg­ur að skip­að­ur hef­ur ver­ið starfs­hóp­ur með íbú­um á svæð­inu vegna hönn­un­ar og fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda.

          • 5. Úr Mið­dalslandi nr. 125202, ósk um breytta land­notk­un201406022

            Erindi Söndru Gunnarsdóttur og Péturs Hallgrímssonar, sem óska eftir að landnotkun skikans verði breytt í svæði fyrir frístundabyggð.

            Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu þar sem það er stefna í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar að auka ekki frí­stunda­byggð.

            • 6. Selja­dals­náma, mat á um­hverf­isáhrif­um 2014201403446

              Skipulagsstofnun óskar 10.6.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Frestur er gefinn til 4. júlí 2014.

              Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir fram­lagða um­sögn og fel­ur bæj­ar­verk­fræð­ingi að senda hana til skipu­lags­stofn­un­ar þar sem með­al ann­ars er gerð krafa um eft­ir­lit Mos­fells­bæj­ar á verktíma, bætt ástand vega, ryk­meng­un, vernd­un stuðla­bergs sem í ljós kem­ur við efn­is­vinnslu og að hnykkt verði á með hvaða hætti geng­ið verð­ur frá svæð­inu á verktíma og að námu­vinnslu lok­inni.

              • 7. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og skóla­hverfi í Mos­fells­bæ201301573

                Lögð fram gögn um mannfjölda eftir hverfum og hljóðstig við Vesturlandsveg/Sunnukrika ásamt glærukynningu frá fulltrúum íbúa, sem fjallar um hugmyndina um miðlægan grunnskóla.

                Formað­ur kynnti fram­lögð gögn.
                Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að yf­ir­fara gögn­in.

                • 8. Að Suð­ur Reykj­um, deili­skipu­lag fyr­ir stækk­un ali­fugla­bús201405114

                  Tekin fyrir að nýju verkefnislýsing fyrir gerð deiliskipulags fyrir alifuglabú. Einnig lögð fram umsögn umhverfisnefndar, sbr. bókun á 368. fundi. (Ath: setja umsögnina inn sem fylgiskjal).

                  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir lýs­ing­una til um­sagn­ar og kynn­ing­ar og stefnt verði að sam­eig­in­legri heim­sókn um­hverf­is­nefnd­ar og skipu­lags­nefnd­ar í Reykja­bú­ið á haust­dög­um.

                  • 9. Krika­hverfi, deili­skipu­lags­breyt­ing­ar 2012201210297

                    Kynntar verða fjórar tillögur að breyttri útfærslu hverfistorgstorgs, götu og bílastæða, sem fram hafa komið í tengslum við samráð við fulltrúa íbúa.

                    Formað­ur kynnti stöðu mála vegna mögu­legra deili­skipu­lags­breyt­inga í Krika­hverfi.
                    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að kanna af­stöðu hús­eig­enda við Litlakrika 1 og Stórakrika 2 gagn­vart mögu­leg­um breyt­ing­um á lóða­mörk­um þeirra og stað­etn­ingu bíla­stæða mið­að við fyr­ir­liggj­andi til­lög­ur.

                    • 10. Gerplustr. 7-11 og Vefarastr. 32-46, er­indi um deili­skipu­lags­breyt­ing­ar201405097

                      Tekið fyrir að nýju erindi Odds Víðissonar f.h. lóðarhafa um breytingar á deiliskipulagi, sem feli í sér tilslökun á kröfum um bílastæði og breytt fyrirkomulag bílastæða. Áður á dagskrá 368. fundar.

                      Frestað.

                      • 11. Snæfríð­argata 20, fyr­ir­spurn um ákvæði deili­skipu­lags201406297

                        Guðmundur Örn Kjærnested Flesjakór 1 Kópavogi spyr hvort heimilt sé að byggja einnar hæðar einbýlishús á lóðinni nr. 20 við Snæfríðargötu samkvæmt framlögðum gögnum en í deiliskipulagi er gert ráð fyrir að bygg verði tveggja hæða hús. Jafnframt spyr hann hvort leyft verði að húsið byggist smávægilega út fyrir byggingarreit í suð- austurhluta lóðarinnar.

                        Nefnd­in lít­ur svo á að frá­vik­in séu svo óveru­leg að þau geti fall­ið und­ir 3. mgr 43. gr skipu­lagslaga.

                        • 12. Ell­iða­kots­land/Brú,end­ur­bygg­ing sum­ar­bú­staðs.201406295

                          Sævar Geirsson Hamraborg 15 Kópavogi fh.Datca ehf spyr hvort leyft verði að endurbyggja sumarbústað í landi Elliðakots landnr. 125216 í samræmi við framlögð gögn. Gamli sumarbústaðurinn brann fyrr á árinu.

                          Sam­kvæmt að­al­skipu­lagi er heild­ar há­marks­stærð húss á lóð­inni 130 m2. Nefnd­in er nei­kvæð fyr­ir gerð skriðkjall­ara und­ir húsi og ver­önd en heim­il­ar grennd­arkynn­ingu á mál­inu þeg­ar breytt­ir upp­drætt­ir liggja fyr­ir.

                          Fundargerðir til staðfestingar

                          • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 247201406023F

                            .

                            Af­greiðslufund­ur bygg­inga­full­trúa - 247

                            • 13.1. Gerplustræti 16 - 24, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201405256

                              Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Bakki Þver­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja þriggja hæða 8 íbúða fjöl­býl­is­hús úr stein­steypu á lóð­inni nr. 16 - 24 við Gerplustræti sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                              Stærð húss nr. 16: 1. hæð 296,7 m2, 2. hæð 260,4 m2, 3. hæð 260,4 m2, sam­tals 2550,6 m3.

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Lagt fram.

                            • 13.2. Reykja­dal­ur 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201405076

                              Bára Sig­urð­ar­dótt­ir Engja­vegi 3 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri íbúð­ar­hús­ið í Reykja­dal 2 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um. Fyr­ir ligg­ur sam­þykkt deili­skipu­lag fyr­ir lóð­ina.
                              Stækk­un húss 182,6 m2, 517,7 m3.
                              Stærð húss eft­ir breyt­ingu 262,7 m2, 832,3 m3.

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Lagt fram.

                            • 13.3. Uglugata 64, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201405237

                              Þor­vald­ur Ein­ars­son Berj­arima 24 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja ein­býl­is­hús og bíl­geymslu úr stein­steypu á lóð­inni nr. 64 við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                              Stærð húss: Íbúð­ar­hús 242,6 m2, bíl­geymsla 44,7 m2, sam­tals 1232,5 m3.

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Lagt fram.

                            • 13.4. Æð­ar­höfði 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201406180

                              Mos­fells­bær Þver­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja fær­an­leg­ar skóla­stof­ur og tengi­bygg­ing­ar úr timbri á lóð­inni nr. 2 við Æð­ar­höfða sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                              Stærð: Mats­hluti 2, tengi­bygg­ing 273,8m2, kennslu­stofa nr.13, 87,1 m2, kemmslu­stofa nr.14, 87,1 m2, kennslu­stofa nr.7, 80,9 m2, kennslu­stofa nr.11, 80,9 m2, kennslu­stofa nr.12, 80,9 m2, sam­tals 2237,5 m3.
                              Mats­hluti 3, kenn­ara­stofa 104,5 m2, 314,0 m3.

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Lagt fram.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.