17. apríl 2013 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varabæjarfulltrúi
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
- Bryndís Haraldsdóttir (BH)
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2012201304042
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 sem vísað er frá bæjarráði til fyrstu umræðu í bæjarstjórn.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Hlynur Sigurðsson (HLS) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Forseti gaf Haraldi Sverrissyni orðið og fór hann yfir ársreikninginn bæði A hluta aðalsjóðs og B hluta stofnana Mosfellsbæjar vegna ársins 2012. Hlynur Sigurðsson endurskoðandi Mosfellsbæjar fór yfir drög að endurskoðunarskýrslu sinni. Endurskoðandi þakkaði að lokum fyrir gott samstarf við starfsmenn.
Forseti þakkaði bæjarstjóra og endurskoðanda fyrir þeirra tölu og útskýringar og fyrir vel unnin störf, einnig færði hann starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir þeirra framlag fyrir hönd bæjarstjórnar.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2012 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar:
"Markmiðið með samanburði á áætlun og niðurstöðu ársreikninga er að bera saman hvernig bæjarfélagið stóðst fjárhagsáætlun. Breytingar sem gerðar eru á áætluninni á tímabilinu eru nefndir viðaukar en það orð er oft notað yfir ítarefni eða aukaefni í ritum og bókum og þá gefið út á sama tíma. Viðaukar fjárhagsáætlunar eru hins aldrei gefnir út á sama tíma, þeir verða til á öllu tímabilinu og geta jafnvel verið gerðir í lok desember, en þá erum við að bera saman áætlun sem gerð var einhverjum dögum áður en ársreikningurinn. Tilgangsleysi þess að sýna og bera saman áætlun með breytingum ætti að vera nokkuð augljóst. Viðaukar eiga að vera neðanmáls til þess að útskýra hvers vegna breyta þurfti áætluninni.
Í 61. gr. Sveitarstjórnarlaga segir m.a. Í ársreikningi skal koma fram samanburður við a) ársreikning undanfarins árs, b) upphaflega fjárhagsáætlun ársins og c) fjárhagsáætlun ársins ásamt viðaukum.""Tillaga:
Íbúahreyfingin leggur til að ársreikningurinn verði settur upp í samræmi við sveitarstjórnarlög svo að auðveldlega sé hægt að bera saman upprunalega fjárhagsáætlun og ársreikninginn."Fram kom tillaga um að vísa tillögu íbúahreyfingarinnar frá. Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu.
Jónas Sigurðsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Bókun bæjarfulltrúa D- og V-lista
"Ársreikningur Mosfellbæjar er settur fram í samræmi við sveitarstjórnarlög. Framsetningin er í fullu samræmi við tilmæli Innanríkisráðuneytisins sem fram koma í auglýsingu ráðuneytisins um framsetningu ársreikninga sveitarfélaga. Það er rangt að ekki sé samanburður á upprunarlegri áætlun, áætlun með viðaukum og niðurstöðu ársreiknings. Allar þessar upplýsingar eru settar fram í ársreikningum sjálfum sem og endurskoðunarskýrslu endurskoðenda bæjarins."
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1115201304001F
Fundargerð 1115. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 603. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi uppgræðslu í beitarhólfi á Mosfellsheiði 201211042
Lögð fram umsögn umhverfisnefndar vegna erindis Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir framlagi að upphæð 150 þúsund krónur á árinu 2013 vegna uppgræðsluverkefnis í beitarhólfi á Mosfellsheiði,sem bæjarráð vísaði til umhverfisnefndar til umsagnar.
Hjálögð er umsögn nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um barnalög 201302027
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytingu á lögum um barnalög, 323. mál.
Hjálögð er umsögn framvæmdastjóra fjölskyldusviðs.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
2.3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um útlendinga 201303030
Alþingi óskar umsagnar um frumvarp til laga um útlendinga.
Hjálögð er umsögn framvæmdastjóra fjölskyldusviðs.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga 201303229
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga, 635. mál.
Hjálögð er umsögn framvæmdastjóra fjölskyldusviðs.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning 201303230
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning, 636. mál.
Hjálögð er umsögn framvæmdastjóra fjölskyldusviðs.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.6. Útboð á sorphirðu 2013 201301469
Um er að ræða niðurstöðu á útboði á sorphirðu fyrir árin 2013-2017.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.7. Framhaldsskóli - nýbygging 2010081418
Framkvæmdasýsla Ríkisins mótmælir skuldajöfnun gatnagerðargjalda.
Drög að svari við bréfi Framkvæmsasýslunnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.8. Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar 201109385
Meðfylgjandi er svar Innanríkisráðuneytisins vegna málsins frá 15. mars 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Fulltrúi íbúahreyfingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:$line$$line$"Í bréfi frá innanríkisráðuneytinu segir:$line$"Um matskennt lagaákvæði er að ræða og skiptir miklu að lagt sé mat hverju sinni á hagsmuni þess lögaðila sem upplýsingarnar varða. Líkt og lýst er í athugasemdum við 9.gr. Í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 þarf almennt við slíkt mat að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi"$line$$line$Óskað var ítrekað eftir því að bæjarstjórn tæki afstöðu í þessu máli. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar hefur einn lýsti yfir að hér séu um mikilvægar upplýsingar að ræða um ráðstöfun opinberra hagsmuna sem útsvarsgreiðendur eigi rétt á að vita og að Mosfellsbær eigi að upplýsa um. $line$Aðrir bæjarfulltrúar hafa með afstöðuleysi lýst yfir að þessar upplýsingar séu leyndarmál sem ekkert erindi eigi við útsvarsgreiðendur Mosfellsbæjar og bera fyrir sig að fara verði að lögum, en lögin segja að það séu þeir sjálfir sem eigi að meta eins og fulltrúi Íbúahreyfingarinnar hefur bent á og kemur fram í bréfi innanríkisráðuneytisins.$line$Gengið var svo langt í þessu máli að pantað var lögfræðiálit þar sem mælst var til þess að fulltrúi Íbúahreyfingarinnar væri kærður til saksóknara fyrir að birta upplýsingar er varða óumdeilanlega almannahag.$line$$line$Hve lengi ætla þessir bæjarfulltrúar að leyna upplýsingum fyrir bæjarbúum. Það er aftur búið að afskrifa skuldir lögaðila og einstaklinga og enn er þessum upplýsingum haldið leyndum, ekki vegna þess að lög kveða á um að svo skuli vera heldur vegna þess að aðrir bæjarfulltrúar með afstöðuleysi lýsa yfir að það sé leyndarmál."$line$$line$Bókun D og V lista.$line$$line$"Eins og kunnugt er liggur fyrir lögfræðiálit lögfræðinga bæjarins þess efnis að birting umræddra gagna sé ekki heimil nema að undangegnu upplýstu samþykki málsaðila. Til að fá frekari skoðun á þessu máli samþykkti bæjarráð að leita til Sambands íslenskra sveitarfélaga um nánari túlkun málsins. Bæjarfulltrúar V og D lista vísa því að sjálfsögu á bug að þeir séu að leyna upplýsingum fyrir bæjarbúum, heldur einvörðungu að stunda vandaða stjórnsýslu og fara skv. lögum."
2.9. Landspilda úr landi Varmalands í Mosfellsdal 201206325
Landspilda úr landi Varmalands í Mosfellsdal krafa um beitarnýtingu.
Viðbrögð við afgreiðslu bæjarráðs frá 2012.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.10. Opnir fundir nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga 201210269
Lögð eru fyrir drög að reglum vegna opinna funda nefnda Mosfellsbæjar. Afgreiðslu frestað á 1113. fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
2.11. Erindi Eirar, drög að skipulagsskrá til kynningar 201303319
Erindi Eirar, drög að nýrri skipulagsskrá fyrir Eir hjúkrunarheimili til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.12. Fyrirspurn um leigu eða kaup á landi 201303341
Fyrirspurn Þrastar Sigurðssonar og Júlíönnu Rannveigar Einarsdóttur um leigu eða kaup á landi sunnan við Suðurá í Mosfellsdal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.13. Öryggisreglur sundstaða - hæfnispróf sundkennara 201304015
Erindi framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþróttafulltrúa varðandi hæfnispróf sundkennara.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1116201304013F
Fundargerð 1116. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 603. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2012 201304042
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 lagður fram í bæjarráði á leið sinni til fyrstu umræðu í bæjarstjórn. Fjármálastjóri sendir bæjarráðsmönnum ársreikninginn í tölvupósti síðar í dag.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs, að vísa ársreikningi 2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn, samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.2. Leik- og grunnskóli - ný aðstaða 201304187
Minnisblað umhverfissviðs varðandi undirbúning að nýrri aðstöðu vegna skóla á verstursvæði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Bókun S-lista Samfylkingar.$line$"Þar sem ekki lágu fyrir fullnægjandi gögn í málinu í bæjarráði sat ég hjá við afgreiðslu málsins. Mál þetta er hluti af klúðri meirihluta sjálfstæðismanna og VG sem meirihlutinn hefur komið bæjarfélaginu í með því að vanrækja það hlutverk sitt að móta með nægjanlegum fyrirvara stefnu um uppbyggingu á aðstöðu leik- og grunnskóla þrátt fyrir fyrirsjáanlega aukningu nemenda og að í óefni stefndi. Ekki hefur verið hlustað á ítrekaðar viðvaranir bæjarfulltrúa Samfylkingar hvað þetta varðar heldur er sífellt beitt skammtíma bútalausnum sem eru mótaðar með litlum fyrirvara."$line$$line$Fulltrúi íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun S-lista.$line$$line$Bókun D og V lista:$line$"Mosfellsbær státar af góðum skólum og öflugri skólastefnu sem mótuð hefur verið í lýðræðislegu ferli í sátt við samfélagið. Uppbygging skólamannvirkja í Mosfellsbæ hefur verið metnaðarfull á undanförnum árum. Í því sambandi má nefna Krikaskóla sem tekinn var í notkun 2010 og Leirvogstunguskóla árið 2011.$line$ $line$Að undanförnu hafa skólamál á vestursvæði verið til umfjöllunar í nánu samráði við skólasamfélagið. Niðurstaða samráðsins er að hefja uppbyggingu á nýjum leikskóla á vestursvæði. Það ber í bakkafullan lækinn að gera athugsemd við að niðurstaða í máli sem þessu hafi fengist í samráði við foreldra og skólasamfélagið. Öll gögn málsins liggja fyrir varðandi umrætt mál. Í fyrsta lagi var fjallað um málið í vinnu við fjárhagsáætlun og afgreiðslu hennar og í öðru lagi hefur málið verið til umfjöllunar á undanförnum fræðslunefndarfundum þar sem gögn liggja fyrir og hafði bæjarfulltrúinn alla möguleika á að kynna sér þau."
3.3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017 201302269
Tímaáætlun vegna vinnslu fjárhagsáætlunar 2014 til kynningar bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
3.4. Skuldbreyting erlendra lána 201106038
Bréf Íslandsbanka hf. þar sem bankinn hafnar kröfu Mosfellsbæjar um lækkun erlendra lána.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.5. Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 201301599
Minnisblað fjármálastjóra varðandi styrki til greiðslu fasteignaskatts félaga og félagasamtaka.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.6. Félag aldraðra í Mosfellsbæ, ósk um samning við Mosfellsbæ. 201302008
Samstarfssamningur Mosfellsbæjar og Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.7. Alþingiskosningar 2013 201303053
Umboð til bæjarstjóra vegna framlagningar kjörskrár
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.8. Erindi Skíðasambands Íslands varðandi aðstöðumál skíðamanna á höfuðborgarsvæðinu 201304025
Erindi Skíðasambands Íslands varðandi aðstöðumál skíðamanna á höfuðborgarsvæðinu, samþykkt stjórnar Skíðasambands Íslands frá fundi 25. febrúar 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.9. Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2012 201304058
Tilkynning um arðgreiðslu til Mosfellsbæjar frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2012 að upphæð 6.075.000 krónur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
3.10. Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf. 201304064
Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf. þar sem fyrirtækið kvartar yfir einokun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á svokölluðum bláum endurvinnslutunnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1116. fundar bæjarráðs samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 203201304009F
Haraldur Sverrisson vék af fundi það sem eftir lifði fundar og í hans stað kom á fundinn Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi.
Fundargerð 203. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 603. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Barnaverndarmálafundur - 230 201303018F
Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerðin lögð fram með fundargerð 203. fundar fjölskyldunefndar, efnisatriði færð í trúnaðarbók.
4.2. Barnaverndarmálafundur - 231 201304004F
Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerðin lögð fram með fundargerð 203. fundar fjölskyldunefndar, efnisatriði færð í trúnaðarbók.
4.3. Barnaverndarmálafundur - 232 201304007F
Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerðin lögð fram með fundargerð 203. fundar fjölskyldunefndar, efnisatriði færð í trúnaðarbók.
4.4. Trúnaðarmálafundur - 767 201303019F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerðin lögð fram með fundargerð 203. fundar fjölskyldunefndar, efnisatriði færð í trúnaðarbók.
4.5. Trúnaðarmálafundur - 768 201303024F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerðin lögð fram með fundargerð 203. fundar fjölskyldunefndar, efnisatriði færð í trúnaðarbók.
4.6. Trúnaðarmálafundur - 769 201303028F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerðin lögð fram með fundargerð 203. fundar fjölskyldunefndar, efnisatriði færð í trúnaðarbók.
4.7. Trúnaðarmálafundur - 770 201304005F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerðin lögð fram með fundargerð 203. fundar fjölskyldunefndar, efnisatriði færð í trúnaðarbók.
4.8. Trúnaðarmálafundur - 771 201304006F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerðin lögð fram með fundargerð 203. fundar fjölskyldunefndar, efnisatriði færð í trúnaðarbók.
4.9. Starfsáætlun fjölskyldunefndar árið 2013 201301222
Starfsáætlun fjölskyldunefndar árið 2013, tillaga um breytingu á umfjöllun um málaflokka.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.10. Félag aldraðra í Mosfellsbæ, ósk um samning við Mosfellsbæ. 201302008
Samstarfssamningur Mosfellsbæjar og Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.11. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um barnalög 201302027
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytingu á lögum um barnalög, 323. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
4.12. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning 201303230
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning, 636. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
4.13. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga 201303229
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga, 635. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
4.14. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um útlendinga 201303030
Alþingi óskar umsagnar um frumvarp til laga um útlendinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
4.15. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012 201302068
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
4.16. Heimilisofbeldi, framlenging á verkefni 201303094
Beiðni Barnaverndarstofu um framlengingu umboðs barnaverndarnefndar vegna framlengingu tilraunaverkefnsis vegna heimilisofbeldis til 1. júní 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.17. Ný reglugerð um framlög vegna þjónustu við fatlað fólk 201207037
Úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði vegna NPA árið 2012.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
4.18. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013 201301560
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 sendur frá umhverfisnefnd til fjölskyldunefndar til kynningar.
Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 139. fundi umhverfisnefndar þann 21. mars 2013.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
4.19. Bakvaktir í barnaverndarmálum 201202101
Á fundi stjórnar SSH hinn 4. mars 2013 var lögð fram tillaga starfshóps SSH vegna sameiginlegra bakvakta barnaverndar.
Stjórn SSH samþykkti að senda tillögu starfshópsins og aðildarsveitarfélaganna til umfjöllunar og afgreiðslu. aukafjárveitingNiðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
4.20. Barnaverndarmál, kynning. 201304051
Umfjöllun um barnaverndarmál skv. starfsáætlun fjölskyldunefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
4.21. Beiðni Barnaverndarstofu um fund 201301581
Fulltúar Barnaverndarstofu mæta til fundar við fjölskyldunefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 203. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 279201304011F
Fundargerð 279. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 603. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013 201301560
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 sendur frá umhverfisnefnd til fræðslunefndar til kynningar.
Verkefnalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 139. fundi umhverfisnefndar þann 21. mars 2013.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 279. fundar fræðslunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012 201302068
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 279. fundar fræðslunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
5.3. Málefni dagforeldra vorið 2013 201304062
Farið yfir málefni dagforeldra í Mosfellsbæ vorið 2013 og gert grein fyrir fjölda barna, fjölda dagforeldra og þeirri þjónustu og eftirliti sem Mosfellsbær veitir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 279. fundar fræðslunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Samstarf skólaskrifstofa á höfuðborgarsvæðinu um endurmenntun - Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2013 201304061
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar hefur tekið þátt í samstarfsverkefni skólaskrifstofa sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu um endurmenntun grunnskólakennara á yfirstandandi skólaári. Verkefnið kynnt og kynnt úthlutun úr endurmenntunarsjóði til frekari verkefna á skólaárinu 2013-14.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 279. fundar fræðslunefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
5.5. Uppbygging skólamannvirkja og þróun nemendafjölda til 2012 og áætlun fram til 2018. 201301573
Staða mála kynnt. Niðurstöður könnunar meðal foreldra á barna sem fædd eru 2008 og er á leikskólanum Huldubergi á valkostum um fyrirkomulag 5 ára deilda við leik- og grunnskóla á Vestursvæði skólaárið 2013-14. Hugmyndir og tillögur um framhald kynntar á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun S-lista Samfylkingar.$line$"Það er dapurlegt að starfsfólk bæjarins sé sett í þá aðstöðu að þurfa að prjóna saman þvílíkt kraðak skammtímalausna, sem björgunaraðgerðir vegna húsnæðisvanda sem skólar bæjarins standa frami fyrir. Enn og aftur skal bent á vanrækslu meirihluta sjálfstæðismanna og VG á að móta stefnu fyrir sveitarfélagið um uppbyggingu skólamannvirkja leik- og grunnskóla þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og viðvaranir bæjarfulltrúa Samfylkingar þar um. Sífellt eykst hættan á, að því góða starfi sem starfsfólk fræðslusviðs og skólastofnana bæjarins innir af hendi sé stefnt í voða vegan aðstöðuleysis. $line$$line$Vegna orðalags í bókun fræðslunefndar skal á það bent að ekki er hægt að tala um uppbyggingu í þessu sambandi heldur er um kosnaðarsamar bráðabirgðalausnir að ræða. Jafnframt vekur það spurningar hvers vegna hafi eingöngu verið gerð könnun og fundað með foreldrum í einum árgang leikskólans á vestursvæði þar sem fleiri árgöngum munu mæta sömu aðstæður á næstu árum.$line$$line$Einnig ætti það að vera áhyggjuefni hvaða áhrif þessar tilfæringar hafa á verkefnið að brúa bilið milli leik- og grunnskóla."$line$$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun S-lista.$line$$line$Bókun D og V lista.$line$$line$"Fulltrúar V og D lista vísa alfarið á bug ásökunum fulltrúa minnihluta um vanrækslu í skólamálum. Enn og aftur skal það ítrekað að Mosfellsbær státar af góðum skólum og öflugri skólastefnu sem mótuð hefur verið í lýðræðislegu ferli í sátt við samfélagið. Uppbygging skólamannvirkja í Mosfellsbæ hefur verið metnaðarfull á undanförnum árum og má þar nefna Krikaskóla og Leirvogstunguskóla.$line$$line$Meirihlutinn aðhyllist lýðræðisleg vinnubrögð og leggur mikla áherslu á að vinna að uppbyggingu skólamála í Mosfellsbæ í fullu samráði við foreldra og skólasamfélagið allt. Á síðustu vikum hefur verið haldinn fjöldi funda með foreldrum og starfsfólki skóla í Mosfellsbæ. Fundað hefur verið með foreldrum í Leirvogstunguskóla og hugur þeirra kannaður. Fundað hefur verið með starfsmönnum Huldubergs og foreldra þar. Einnig hafa verið haldnir fundir með starfsmönnum Lágafellsskóla og opinn fundur fyrir foreldra um þessi mál. Skólamál er einn mikilvægasti málaflokkur sveitarfélagsins og því telur meirihlutinn nauðsynlegt að gefa samráðsferli við skólasamfélagið nægan tíma."$line$$line$Afgreiðsla 279. fundar fræðslunefndar samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 170201304012F
Fundargerð 170. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 603. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Styrkir til efnilegara ungmenna 2013 201302210
Tilnefning þeirra efnilegu ungmenna í Mosfellsbæ sem hljóta styrk til að stunda íþrótta sína, tómstund eða listir sumarið 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 170. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
6.2. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013 201301560
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 sendur frá umhverfisnefnd til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.
Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 139. fundi umhverfisnefndar þann 21. mars 2013.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 170. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
6.3. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012 201302068
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 170. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Bókun D og V lista vegna þjónustukönnunar$line$$line$"Í þjónustukönnun Gallup meðal sveitarfélaga kemur fram að 90,5% Mosfellinga voru ánægð með aðstöðu til íþróttaiðkunar árið 2009. Í könnuninni fyrir árið 2012 er samsvarandi hlutfall 90,8%. Það er því ekki rétt sem kemur fram í bókun fulltrúa S-lista í íþrótta- og tómstundanefnd að aukin ónægja sé með aðstöðu til íþróttaiðkunar samkvæmt þessari könnun. Þess má geta að samkvæmt könnuninni er Mosfellsbær í 3-4 sæti meðal sveitarfélaga hvað varðar útkomu úr þessari spurningu."$line$$line$Bókun S - lista:$line$"Í þjónustukönnuninni kemur fram að frá árinu 2009 er aukin óánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunnar í Mosfellsbæ. Það er í samræmi við könnun íþróttahreyfingarinnar (Rannsókn og greining 2012) þar sem fram kemur að íþróttaiðkendur í 8. - 10. bekk grunnskólanna í Mosfellsbæ eru einna óánægðastir með aðstöðu til íþróttaiðkunnar."
6.4. Samstarf við ÍSÍ um afreksfólk úr Mosfellsbæ 201201487
Umfjöllun um reglur fyrir afreksfólk úr Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 170. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir reglurnar.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 339201304010F
Fundargerð 339. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 603. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Málalisti skipulagsnefndar 201303075
Lagt fram og kynnt yfirlit yfir skipulagsmál sem komið hafa til kasta nefndarinnar á undanförnum misserum og stöðu þeirra. Frestað á 338. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 339. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013 201301560
Lagður fram verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013, sem umhverfisnefnd samþykkti á 139. fundi sínum og sendi skipulagsnefnd til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 339. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012 201302068
Lögð fram skýrsla um Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012, þar sem könnuð var skoðun íbúa á þjónustu 16 stærstu sveitarfélaganna.
Einnig lögð fram tillaga JS frá 599. fundi bæjarstjórnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 339. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
7.4. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024 200611011
Tillaga að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 og tilheyrandi umhverfisskýrsla voru auglýstar skv. 31. gr. skipulagslaga og 7. gr laga um umhverfismat áætlana 15. febrúar 2013 með athugasemdafresti til 2. apríl 2013. Meðfylgjandi 34 athugasemdir við tillöguna bárust ásamt umsögnum Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar um umhverfisskýrsluna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 339. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
7.5. Leirvogstunga og Tunguvegur, breytingar á deiliskipulagi 201304054
Lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu. Í tillögunni felst að lega Tunguvegar breytist lítillega og að reiðvegur færist vestur fyrir hann, auk ýmissa smærri breytinga á lóðarmörkum, húsgerðum og skilmálum á einstökum lóðum.
Niðurstaða þessa fundar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:$line$$line$"Tunguvegur er umdeild framkvæmd á viðkvæmum stað. Íbúahreyfingin leggur til að bæjarstjórn leggi lagningu Tunguvegar fyrir íbúa bæjarins með íbúakosningu."$line$$line$Tillaga Íbúahreyfingarinnar tekin til atkvæðagreiðslu. Tillagan felld með fimm atkvæðum gegn tveimur.$line$$line$Afgreiðsla 339. fundar skipulagsnefndar, að auglýsa tillöguna samkvæmt 43. gr. skipulagslaga, staðfest á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.6. Spóahöfði 17, fyrirspurn um byggingarleyfi 201301426
Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 339. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.7. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi lóðar við Desjarmýri 201301425
Lagðar fram skýringarmyndir sem sýna mögulegt fyrirkomulag geymsluhúsnæðis, alls 130 eininga á lóðinni Desjarmýri 7, sbr. bókun nefndarinnar á 337. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 339. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.8. Lóð til bráðabirgða fyrir skóla sunnan Þrastarhöfða 201304053
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu sbr. 40. gr. skipulagslaga fyrir áformað deiliskipulag skólalóðar til bráðabirgða vestan Baugshlíðar næst sunnan Þrastarlundar. Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir vaxandi húsnæðisþörf leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ og hvernig áætlað er að mæta þeirri þörf á næstu árum.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun S-lista Samfylkingar.$line$$line$"Það er minn skilningur á skipulagslögum að ekki hafi verið farið að þeim lögum við birtingu verkefnislýsingar fyrir áformað deiliskipulag til bráðabirgða með því að málið var ekki lagt fyrir bæjarstjórn. Það er ansi hart að vegna vanrækslu meirihluta sjálfstæðismanna og VG í stefnumörkun á lausnum á húsnæðismálum leik- og grunnskóla þurfi vegna tímaskorts að ganga á svig við skipulagslög."$line$$line$Bókun V og D lista.$line$$line$"Fulltrúar V og D lista vísa til 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem kveður á um að áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn skal hún kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Það var sú skylda sem verið var að uppfylla með opnum fundi í Lágafellsskóla síðastliðið mánudagskvöld."$line$$line$Afgreiðsla 339. fundar skipulagsnefndar, að fela skipulagsfulltrúa að kynna verkefnalýsinguna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga, staðfest á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.9. Völuteigur 23, fyrirspurn um leyfi fyrir fjarskiptamastri 201302070
Lagt fram bréf frá Hirti Líndal f.h. Nova dags. 20.3.2013, þar sem óskað er eftir því að veitt verði tímabundið leyfi til þess að hafa stagfestingu fyrir fjarskiptamastur utan lóðarmarka Völuteigs 23. Leyfið verði með því skilyrði að stagfestan skuli fjarlægð ef og þegar nauðsyn krefur, s.s. vegna stígagerðar um svæðið. Sjá einnig bókun á 337. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 339. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 603. fundi bæjarstjórnar.
8. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 340201304015F
Fundargerð 340. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 603. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Lóð til bráðabirgða fyrir skóla sunnan Þrastarhöfða 201304053
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi skólalóðar til bráðabirgða vestan Baugshlíðar næst sunnan Þrastarhöfða. Tillagan er unnin á Teiknistofu arkitekta af Árna Ólafssyni.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun S-lista Samfylkingar.$line$$line$"Hér í fundargerð skipulagsnefndar liggja fyrir þrjár skipulagstillögur sem allar miða að því að skapa rými fyrir færanlegar kennslustofur fyrir leik- og grunnskóla á vestursvæði. Enn einar bútalausnirnar til bráðabirgða. Afleiðingar þessara tillagna fela m.a.í sér enn eina skerðinguna á leiksvæði barna í Lágafellsskóla sem og skerðingar á leiksvæðum í grenndinni.$line$Enn og aftur skal bent á vanrækslu meirihluta sjálfstæðismanna og VG á að móta stefnu fyrir sveitarfélagið um uppbyggingu skólamannvirkja leik- og grunnskóla þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og viðvaranir bæjarfulltrúa Samfylkingar þar um.$line$$line$Samfylkingin hvetur til þess að án tafar verði hafin markviss vinna við stefnumótun á uppbyggingu varanlegrar aðstöðu fyrir leik- og grunnskóla í bæjarfélaginu. Í því sambandi verðið metnar mismunandi væntingar á uppbyggingu íbúðarsvæða og hugsanlegan uppbyggningar hraða þeirra. Ákvörðun um staðsetning á nýjum grunnskóla verði síðan byggð á niðurstöðu á því mati án þess að binda hana fyrri hugmyndum um staðsetningu skólamannvirkja." $line$$line$Fulltrúi Íbúahreyfingar ítrekar bókun fulltrúa hreyfingarinnar í nefndinni svohljóðandi: "Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að efnt verði til íbúaþings sem fyrst um framtíðarlausnir í skólamálum á vestursvæði."$line$$line$Fulltrúar V og D lista bóka eftirfarandi:$line$$line$"Fulltrúar V og D lista vísa enn og aftur á bug öllum ásökunum um vanrækslu varðandi skipulag skólastarfs í sveitarfélaginu og vísa til fyrri bókana um sama mál bæði á þessum fundi og fyrri fundum bæjarstjórnar sem og í fræðslunefnd."$line$$line$Afgreiðsla 340. fundar skipulagsnefndar, að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga, staðfest á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.2. Deiliskipulag Hulduhlíðar, Hjallahlíðar og Lágafellsskóla, breytingar 2013 201304230
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Hulduhlíðar, Hjallahlíðar og lóðar Lágafellsskóla, unnin á Umhverfissviði Mosfellsbæjar. Í tillögunni felst að settar verði tímabundið allt að 3 færanlegar kennslustofur á leikvöll við Hjallahlíð og ein til viðbótar á skólalóðina.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 340. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.3. Breyting á deiliskipulagi við Klapparhlíð 2013 201304229
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Klapparhlíðar, unnin á Umhverfissviði Mosfellsbæjar. Í tillögunni felst að settar verði tímabundið færanlegar kennslustofur á grenndarvöll austan leikskólans Huldubergs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 340. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.4. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024 200611011
Teknar fyrir að nýju athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi, sem lagðar voru fram á 339. fundi, auk athugasemdar frá Landssamtökum hjólreiðamanna sem barst 4.4.2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 340. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 227201303025F
Fundargerð 227. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 603. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Fundargerð 227. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 603. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Lundur 123710, umsókn um byggingarleyfi 201303091
Hafberg þórisson Lambhagavegi 23 113 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta útliti og fyrirkomulagi bíslags við bílgeymslu / starfsmannaaðstöðu að Lundi samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærðir húss breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 227. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 603. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Miðdalsland 221372 umsókn um byggingarleyfi 201303100
G. Árni Sigurðsson Reykjabyggð 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sumarbústað og frístandandi geymslu úr timbri á lóð nr. 221372 í Miðdalslandi samkvæmt framlögðum gögnum.
Mannvirkin eru innan ramma gildandi deiliskipulags svæðisins.
Stærð: Sumarbústaður 110,0 m2, 371,3 m3,
geymsla 20,0 m2, 65,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 227. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 603. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Minna - Mosfell, umsókn um byggingarleyfi 201303167
Valur Þorvaldsson Minna Mosfelli sækir um leyfi til að stækka úr timbri, kvist á suður hlið hússins að Minna Mosfelli samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss 2,7 m2, 23,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 227. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 603. fundi bæjarstjórnar.
9.4. Reykjahvoll 41, umsókn um byggingarleyfi. 201211030
Kristín Ólafsdóttir Reykjahvoli 41 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr. 41 við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn.
Stærð bílgeymslu 114,2 m2, 797,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 227. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 603. fundi bæjarstjórnar.
9.5. Þrastarhöfði 28 umsókn um byggingarleyfi 201303179
Karl Gunnlaugsson Þrastarhöfða 28 sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi hússins nr. 28 við Þrastarhöfða samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 227. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 603. fundi bæjarstjórnar.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 228201304003F
Fundargerð 228. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.
Afgreiðsla 339. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10.1. Skólabraut 2-4, umsókn um byggingarleyfi 201303302
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja við íþróttamiðstöðina að Varmá að Skólabraut 2 - 4.
Byggt verður úr steinsteypu og forsteyptum einingum samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð húss: 1. hæð 1412,2 m2, 2. hæð 678,4 m2, 3. hæð 61,5 m2, samtals 14007,3 m3.
Norð vesturhluti byggingarinnar fer lítilsháttar út fyrir byggingarreit. Þar sem frávikið er óverulegt og skerðir í engu hagsmuni nágranna kallar það ekki á breytingu deiliskipulags með grenndarkynningu samanber gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 603. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 317. fundar Sorpu bs.201304212
Fundargerð 317. fundar Sorpu bs. frá 8. apríl 2013.
Fundargerð 317. fundar Sorpu bs. frá 8. apríl 2013 lögð fram.
12. Fundargerð 329. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201304210
Fundargerð 329. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 25. mars 2013.
Fundargerð 329. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 25. mars 2013 lögð fram.
13. Fundargerð 330. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201304211
Fundargerð 330. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 4. apríl 2013.
Fundargerð 330. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 4. apríl 2013 lögð fram.
14. Fundargerð 388. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins201304213
Fundargerð 388. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins frá 8. apríl 2013.
Fundargerð 388. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins frá 8. apríl 2013 lögð fram.
Almenn erindi
15. Kosning í kjördeildir201304071
Yfirkjörstjórn óskar eftir kosningu í kjördeildir í stað þeirra sem eru brottfluttir eða hafa beðist undan störfum í kjördeildum.
Eftirfarandi tilnefningar komu fram um aðal- og varamenn í kjördeildir:
Kjördeild 1, varamaður í stað Hönnu Símonardóttur, Helga Friðriksdóttir.
Kjördeild 2, aðalmaður í stað Sævars Inga Eiríkssonar, Ólafur Karlsson.
Kjördeild 2, varamaður í stað Ólafs Karlssonar, Pálmi Steingrímsson.
Kjördeild 2, varamaður í stað Fanneyjar F Leósdóttur, Sturla Sær Erlendsson.
Kjördeild 3, aðalmaður í stað Jónasar Björnssonar, Ásdís Magnes Erlendsdóttir.
Kjördeild 3, varamaður í stað Hafdísar Rutar Rudolfsdóttur, Elías Pétursson.
Kjördeild 4, aðalmaður í stað Hjördísar Kvaran Einarsdóttur, Stefán Óli Jónsson.
Kjördeild 4, varamaður í stað Þóris Helga Bergssonar, Ólafur Ingi Óskarsson.Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast ofangreindir rétt kjörnir til setu sem aðal- og varamenn í ofangreindum kjördeildum.
16. Kosning í nefndir, Íbúahreyfingin201009094
Íbúahreyfingin óskar eftir erindinu á dagskrá fundarins en hreyfingin mun á fundinum tilnefna nýjan áheyrnarfulltrúa í umhverfisnefnd.
Eftirfarandi tilnefning kom fram um Hildi Margrétardóttur sem áheyrnarfulltrúa í umhverfisnefnd í stað Sigrúnar Guðmundsdóttur.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast ofangreindur rétt kjörinn til setu sem áheyrnarfulltrúi í umhverfisnefnd.