13. október 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG)
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) fræðslusvið
- Þrúður Hjelm fræðslusvið
- Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Fjalar Freyr Einarsson (FFE) áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kynning á skólabyrjun haustsins 2015 - grunnskólar201510123
Skólastjórar Lágafellsskóla, Varmárskóla og Krikaskóla kynna fyrir fræðslunefnd skólabyrjun grunnskólanna haustið 2015.
Skólastjórar grunnskólanna fóru yfir skólastarf í haustbyrjun 2015.
2. Eftirfylgni með könnun á innleiðingu laga um grunnskóla nr.91/20082015081647
Lagt fram til upplýsinga
Lagt fram.
Grunnskólunum falið að svara athugasemdum og kynna bréfin í fræðslunefnd.
3. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ201301573
Kynnt er þarfagreining fyrir nýjan skóla í Helgafellslandi
Lögð fram drög að þarfagreiningu fyrir nýjan skóla í Helgafellslandi.
Fræðslunefnd felur Skólaskrifstofu að kynna þessa þarfagreiningu og leita til kennara, stjórnenda, foreldra og annarra íbúa eftir athugasemdum við greininguna. Þær athugasemdir verði síðan kynntar kjörnum fulltrúum í fræðslunefnd og að því loknu verður þarfagreiningin lögð fram í fræðslunefnd að nýju.
Í framhaldinu er Skólaskrifstofu falið að upplýsa fræðslunefnd með reglulegu millibili um framgang verksins.