29. október 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Fjalar Freyr Einarsson áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) vara áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
- Óskar Grímur Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elísabet S Valdimarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Uppbygging skólamannvirkja og þróun nemendafjölda til 2012 og áætlun fram til 2018.201301573
Lögð fram skýrsla um skólahverfi í Mosfellsbæ og uppbyggingu skólamannvirkja
Á fundinn mætti Helgi Grímsson skólaráðgjafi og einn höfundur framlagðrar skýrslu.
Skýrslan kynnt.
Fræðslunefnd leggur til að skýrsla þessi verði nú kynnt í skólasamfélaginu í samræmi við áætlanir um samráð við skóla og foreldra. Skýrslan verði send hverri skólastofnun og foreldraráðum og óskað eftir ábendingum við framlagðar tillögur sem fram koma í skýrslunni. Ábendingar þurfa að liggja fyrir áður en til skólaþings kemur.
Jafnframt verði Skólaskrifstofu falið að fara nánar yfir framlagðar hugmyndir og skila frekari samantekt á kostnaði við hverja tillögu, kostum og göllum. Samantektin verði lögð fram með skýrslunni.
2. Stefnumót við framtíð - Skólaþing201305149
Framhald varðandi stefnumótun til framtíðar.
Í samræmi við áætlun um framkvæmd samráðs við skólasamfélagið um framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ var fjallað um fyrirkomulag væntanlegs skólaþings.
Fræðslunefnd leggur til að skólaþing verði haldið 26. nóvember. Skólaskrifstofu falið að undirbúa málið og kynna.