30. september 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040201306129
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins óskar eftir staðfestingu Mosfellsbæjar á ákvörðun um auglýsingu tillögu að nýju svæðisskipulagi 2015-2040. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 373. fundi.
Skipulagsfulltrúa er falið að senda bæjarráði umsögn nefndarinnar.
2. Vefarastræti 7-13, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201409209
Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. óskar f.h. Eyktar ehf. eftir áliti skipulagsnefndar á hugmyndum að breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi nýjum gögnum. Frestað á 373. fundi.
Umræður um málið, afgreiðslu frestað.
3. Tillaga Önnu Sigríðar Guðnadóttur um fund með "Miðbæjarskólahópi"201409246
Bæjarráð vísar tillögu Önnu Sigríðar Guðnadóttur bæjarráðsmanns Samfylkingarinnar til umfjöllunar í skipulagsnefnd, en í tillögunni er lagt til að bæjarfulltrúar og kjörnir nefndarmenn í fræðslunefnd og skipulagsnefnd fundi með þeim aðilum sem lagt hafa fram tillögur varðandi byggingu skóla miðsvæðis í bænum, sbr. gögn sem fylgja máli nr. 201301573 - Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ.
Nefndin samþykkir tillöguna og felur formanni og skipulagsfulltrúa að undirbúa slíkan fund.
4. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ201301573
Framhald umræðna á 371. fundi.
Umræður.
5. Erindi Lágafellsbygginga varðandi deiliskipulag Lágafells201407125
Framhald umræðu á 371. fundi um erindi sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar til umsagnar. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um lóðir á nýbyggingarsvæðum. Frestað á 373 fundi.
Skipulagsfulltrúa er falið að senda bæjarráði umsögn nefndarinnar.
6. Tillaga Samsonar Bjarnars Harðarsonar um endurskoðun deiliskipulags Helgafells- og Leirvogstunguhverfa201409458
Tekin fyrir svohljóðandi tillaga nefndarmanns SBH: Fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd leggur til að vegna breyttra forsenda á húsnæðismarkaði verði deiliskipulög Helgafellslands og Leirvogstungu endurskoðuð. Lögð verði áhersla á að auka hlutfall lítilla og meðalstórra íbúða en jafnframt að halda í þá skipulagsheild sem hverfin voru hönnuð í. Athuga hvort breyta megi áætluðum einbýlishúsum í raðhús og lítil fjölbýli.
Tillagan felld með 4 atkvæðum gegn einu.
Fulltrúar D- og V-lista óska bókað: Meirihluti D- og V-lista telja ekki ástæðu til að fara í breytingar á deiliskipulagi hverfanna enda óvíst að hægt sé að koma til móts við eigendur og væntanlega byggjendur á lóðunum. Jafnframt telur meirihlutinn óæskilegt að fjölga umtalsvert íbúðum í umræddum hverfum.
Fulltrúi S-lista óskar bókað: Fulltrúi Samfylkingarinnar harmar þá skammsýni meirihlutans að hafna endurskoðun gildandi deiliskipulags Leirvogstungu og Helgafellslands. Með heildstæðri endurskoðun deiliskipulags má koma til móts við þarfir á húsnæðismarkaði með auknu framboði á litlu og meðalstóru húsnæði. Jafnframt væri komið í veg fyrir stöðugar bútasaumsbreytingar á gildandi deiliskipulagi og heildaryfirbragð tryggt.7. Erindi Ráðgjafar ehf varðandi lóðir og skipulag við Bröttuhlíð201409301
Ráðgjöf ehf. f.h. Tré-búkka ehf. óskar 16. september 2014 eftir afstöðu Mosfellsbæjar m.a. til mögulegrar þéttingar byggðar á svæðinu. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar varðandi þann lið erindisins.
Frestað
8. Reykjahvoll 27, ósk um stækkun byggingarreits201409414
Guðrún Ólafsdóttir og Ingi Ragnar Pálmarsson óska með bréfi 18. september 2014 eftir stækkun á byggingarreit á lóðinni til norðausturs eins og meðf. skissa sýnir.
Frestað
9. Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012201210297
Lagðir fram tölvupóstar frá formanni húsfélags Stórakrika 2 og framkvæmdastjóra Búseta hsf., eiganda Litlakrika 1, varðandi afstöðu til tillagna um breytingar á fyrirkomulagi umferðar og bílastæða á hverfistorgi, sbr. bókun á 370. fundi.
Frestað
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 252201409013F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Lagt fram til kynningar.
10.1. Álmholt 2 , umsókn um byggingarleyfi 201409090
Kristján Jósson Álmholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka sólstofu úr timbri og gleri við húsið nr. 2 við Álmholt samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun 6,1 m2, 14,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
10.2. Egilsmói 5, umsókn um byggingarleyfi 201405023
Maríanna Gunnarsdóttir Egilsmóa 5 (Brávöllum) sækir um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu í íbúðarrými og stækka íbúðarhúsið að Egilsmóa 5 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss 37,1 m2, 104,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
10.3. Hlíðartún 2,umsókn um byggingarleyfi 201407163
Pétur R Sveinsson Hlíðartúni 2 sækir um leyfi til að byggja sólstofu úr timbri og gleri og stækka úr steinsteypu bílskúr hússins nr. 2 við Hlíðartún samkvæmt framlögðum gögnum.
Særð sólstofu: 12,1 m2, 34,0 m3,
Stækkun bílskúrs: 14,7 m2, 43,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
10.4. Litlikriki 37, umsókn um byggingarleyfi 201409213
Óskar J Sigurðsson Litlakrika 45 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta útitröppum, fyrirkomulagi og gluggum á neðri hæð hússins nr. 37 við Litlakrika í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
10.5. Varmárbakkar, umsókn um byggingarleyfi, stækkun félagsheimilis 201311028
Hestamannafélagið Hörður Varmárbökkum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri félagsheimilið Harðarból samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss 115,5 m2 399,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.