Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. september 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

    Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins óskar eftir staðfestingu Mosfellsbæjar á ákvörðun um auglýsingu tillögu að nýju svæðisskipulagi 2015-2040. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 373. fundi.

    Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að senda bæj­ar­ráði um­sögn nefnd­ar­inn­ar.

    • 2. Vefara­stræti 7-13, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201409209

      Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. óskar f.h. Eyktar ehf. eftir áliti skipulagsnefndar á hugmyndum að breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi nýjum gögnum. Frestað á 373. fundi.

      Um­ræð­ur um mál­ið, af­greiðslu frestað.

      • 3. Til­laga Önnu Sig­ríð­ar Guðna­dótt­ur um fund með "Mið­bæj­ar­skóla­hópi"201409246

        Bæjarráð vísar tillögu Önnu Sigríðar Guðnadóttur bæjarráðsmanns Samfylkingarinnar til umfjöllunar í skipulagsnefnd, en í tillögunni er lagt til að bæjarfulltrúar og kjörnir nefndarmenn í fræðslunefnd og skipulagsnefnd fundi með þeim aðilum sem lagt hafa fram tillögur varðandi byggingu skóla miðsvæðis í bænum, sbr. gögn sem fylgja máli nr. 201301573 - Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ.

        Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una og fel­ur formanni og skipu­lags­full­trúa að und­ir­búa slík­an fund.

        • 4. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og skóla­hverfi í Mos­fells­bæ201301573

          Framhald umræðna á 371. fundi.

          Um­ræð­ur.

          • 5. Er­indi Lága­fells­bygg­inga varð­andi deili­skipu­lag Lága­fells201407125

            Framhald umræðu á 371. fundi um erindi sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar til umsagnar. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um lóðir á nýbyggingarsvæðum. Frestað á 373 fundi.

            Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að senda bæj­ar­ráði um­sögn nefnd­ar­inn­ar.

            • 6. Til­laga Sam­son­ar Bjarn­ars Harð­ar­son­ar um end­ur­skoð­un deili­skipu­lags Helga­fells- og Leir­vogstungu­hverfa201409458

              Tekin fyrir svohljóðandi tillaga nefndarmanns SBH: Fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd leggur til að vegna breyttra forsenda á húsnæðismarkaði verði deiliskipulög Helgafellslands og Leirvogstungu endurskoðuð. Lögð verði áhersla á að auka hlutfall lítilla og meðalstórra íbúða en jafnframt að halda í þá skipulagsheild sem hverfin voru hönnuð í. Athuga hvort breyta megi áætluðum einbýlishúsum í raðhús og lítil fjölbýli.

              Til­lag­an felld með 4 at­kvæð­um gegn einu.
              Full­trú­ar D- og V-lista óska bókað: Meiri­hluti D- og V-lista telja ekki ástæðu til að fara í breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi hverf­anna enda óvíst að hægt sé að koma til móts við eig­end­ur og vænt­an­lega byggj­end­ur á lóð­un­um. Jafn­framt tel­ur meiri­hlut­inn óæski­legt að fjölga um­tals­vert íbúð­um í um­rædd­um hverf­um.
              Full­trúi S-lista ósk­ar bókað: Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar harm­ar þá skamm­sýni meiri­hlut­ans að hafna end­ur­skoð­un gild­andi deili­skipu­lags Leir­vogstungu og Helga­fellslands. Með heild­stæðri end­ur­skoð­un deili­skipu­lags má koma til móts við þarf­ir á hús­næð­is­mark­aði með auknu fram­boði á litlu og með­al­stóru hús­næði. Jafn­framt væri kom­ið í veg fyr­ir stöð­ug­ar bútasaumsbreyt­ing­ar á gild­andi deili­skipu­lagi og heild­ar­yf­ir­bragð tryggt.

              • 7. Er­indi Ráð­gjaf­ar ehf varð­andi lóð­ir og skipu­lag við Bröttu­hlíð201409301

                Ráðgjöf ehf. f.h. Tré-búkka ehf. óskar 16. september 2014 eftir afstöðu Mosfellsbæjar m.a. til mögulegrar þéttingar byggðar á svæðinu. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar varðandi þann lið erindisins.

                Frestað

                • 8. Reykja­hvoll 27, ósk um stækk­un bygg­ing­ar­reits201409414

                  Guðrún Ólafsdóttir og Ingi Ragnar Pálmarsson óska með bréfi 18. september 2014 eftir stækkun á byggingarreit á lóðinni til norðausturs eins og meðf. skissa sýnir.

                  Frestað

                  • 9. Krika­hverfi, deili­skipu­lags­breyt­ing­ar 2012201210297

                    Lagðir fram tölvupóstar frá formanni húsfélags Stórakrika 2 og framkvæmdastjóra Búseta hsf., eiganda Litlakrika 1, varðandi afstöðu til tillagna um breytingar á fyrirkomulagi umferðar og bílastæða á hverfistorgi, sbr. bókun á 370. fundi.

                    Frestað

                    Fundargerðir til kynningar

                    • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 252201409013F

                      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

                      Lagt fram til kynn­ing­ar.

                      • 10.1. Álm­holt 2 , um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201409090

                        Kristján Jós­son Álm­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja og stækka sól­stofu úr timbri og gleri við hús­ið nr. 2 við Álm­holt sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                        Stækk­un 6,1 m2, 14,6 m3.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram til kynn­ing­ar.

                      • 10.2. Eg­ils­mói 5, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201405023

                        Marí­anna Gunn­ars­dótt­ir Eg­ils­móa 5 (Brávöll­um) sæk­ir um leyfi til að breyta notk­un bíl­geymslu í íbúð­ar­rými og stækka íbúð­ar­hús­ið að Eg­ils­móa 5 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                        Stækk­un húss 37,1 m2, 104,0 m3.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram til kynn­ing­ar.

                      • 10.3. Hlíð­ar­tún 2,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201407163

                        Pét­ur R Sveins­son Hlíð­ar­túni 2 sæk­ir um leyfi til að byggja sól­stofu úr timbri og gleri og stækka úr stein­steypu bíl­skúr húss­ins nr. 2 við Hlíð­ar­tún sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                        Særð sól­stofu: 12,1 m2, 34,0 m3,
                        Stækk­un bíl­skúrs: 14,7 m2, 43,6 m3.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram til kynn­ing­ar.

                      • 10.4. Litlikriki 37, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201409213

                        Ósk­ar J Sig­urðs­son Litlakrika 45 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta útitröpp­um, fyr­ir­komu­lagi og glugg­um á neðri hæð húss­ins nr. 37 við Litlakrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                        Stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram til kynn­ing­ar.

                      • 10.5. Varmár­bakk­ar, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi, stækk­un fé­lags­heim­il­is 201311028

                        Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð­ur Varmár­bökk­um Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri fé­lags­heim­il­ið Harð­ar­ból sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                        Stækk­un húss 115,5 m2 399,0 m3.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram til kynn­ing­ar.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.