19. ágúst 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Verkefnislýsing fyrir gerð deiliskipulags var send Skipulagsstofnun og heilbrigðiseftirliti til umsagnar 16. júlí 2014 og jafnframt auglýst til kynningar. Borist hefur meðfylgjandi umsögn Skipulagsstofnunar dagsett 24. júlí 2014.
Frestað, þar sem ekki liggur fyrir umsögn heilbrigðiseftirlits.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun201404252
Bæjarráð samþykkti 30.4.2014 að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og að umsögnin skyldi kynnt í skipulagsnefnd.
Umsögnin lögð fram og kynnt.
3. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ201301573
Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um glærukynningu á hugmynd um Miðbæjarskóla sem lögð var fram á 370. fundi.
Umræður, afgreiðslu frestað.
4. Breyting á deiliskipulagi urðunarstaðar í Álfsnesi201407165
Reykjavíkurborg tilkynnir með bréfi dags. 28. júlí 2014 að auglýst hafi verið til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi urðunarstaðar á Álfsnesi. Athugasemdafrestur er til 25. ágúst 2014.
Skipulagsfulltrúa falið að semja drög að athugasemd varðandi sjónræn áhrif og gróðursetningu á svæðinu.
5. Varmárbakkar, umsókn um stækkun félagsheimilis201311028
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir stækkun félagsheimilisins Harðarbóls til vesturs og afmörkun lóðar fyrir það, var auglýst 2. júní 2014 með athugasemdafresti t.o.m. 14. júlí 2014. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir skipulagsbreytinguna samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuna.
6. Uglugata 48-50, umsókn um byggingarleyfi201407038
Lagt fram bréf frá Stefáni Hallssyni hjá SH hönnun ehf. dags. 7. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar ákvæði um bílgeymslur í skipulagsskilmálum, en það er skilningur bréfritara að ákvæðið þýði að bílgeymslur séu heimilar en ekki sé skylt að gera ráð fyrir þeim.
Nefndin bendir á að samkvæmt grein 2.1.4 á bls. 11 í skipulagsskilmálunum er það einungis í tilviki R-, T- og K-húsgerða sem bygging bílgeymslna er einungis heimil en ekki skylda. Þetta á því ekki við um húsið Uglugata 48-50 sem er af F-húsgerð. Orðalag upphafssetningar sérákvæðis fyrir húsgerð F2-n á bls. 24 er ekki röksemd fyrir því að bygging bílgeymslna sé einungis heimil, því að sérákvæði fyrir aðrar húsgerðir þar sem ekki leikur vafi á því að bílgeymslur séu skylda (s.s. einbýlis- og parhús), hefjast á sama orðalagi ("Innan byggingarreits er heimilt ..."). Nefndin fellst því ekki á skilning bréfritara.
7. Ósk Örnu Guðmundsdóttur um breytingu á nafngift lands nr. 125359 í fasteignaskrá201407121
Arna S Guðmundsdóttir óskar í tölvupósti dags. 18. júlí 2014 eftir því að nafni sumarbústaðarlands hennar verði breytt í Urðarsel í fasteignaskrá.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að skráningu landsins verði breytt.
8. Fyrirspurn um tímabundna staðsetningu matsöluvagns201408624
Baldur Rafnsson f.h. Bongó slf. óskar í tölvupósti 7.8.2014 eftir leyfi til að staðsetja og reka matsöluvagn á einhverjum af tilgreindum stöðum í bænum síðustu helgina í ágúst. Meðfylgjandi er starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
Nefndin samþykkir að veita umbeðið leyfi, enda verði vagninn staðsettur í samráði við umsjónaraðila bæjarhátíðarinnar og byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa er falin frekari umsýsla málsins.
9. Við Hafravatn, lnr. 125606, Fyrirspurn um byggingu húss í stað sumarbústaðar sem brann201408626
Björn Kristjánsson og María Ásmundsdóttir spyrjast með tölvupósti 14.08.2014 fyrir um möguleika á að byggja nýtt hús skv. meðfylgjandi lýsingu og gögnum í stað húss sem áður var á landinu en eyðilagðist í bruna um s.l. áramót.
Með vísan í ákvæði aðalskipulags og nýleg fordæmi lýsir nefndin sig jákvæða fyrir því að leyft verði að undangenginni grenndarkynningu að reisa frístundahús á lóðinni allt að 90 m2 að samanlögðum gólffleti, enda verði lagðar fram með umsókn teikningar sem uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar. Að öðru leyti tekur nefndin ekki afstöðu til framlagðra gagna.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
10. Erindi Lágafellsbygginga varðandi deiliskipulag Lágafells201407125
Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar um erindi Lágafellsbygginga ehf dags. 14. júlí 2014, þar sem óskað er formlega eftir því að taka upp viðræður og hefja vinnu við deiliskipulag á landi Lágafells.
Umræður, skipulagsfulltrúa falið að taka saman upplýsingar um lóðir á nýbyggingasvæðum.
11. Erindi Iceland Excursions varðandi deiliskipulag í Mosfellsdal201407126
Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar um erindi Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar f.h. Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 21. júlí 2014, þar sem óskað er formlega eftir viðræðum og samstarfi við Mosfellsbæ um gerð deiliskipulags á tveimur spildum í landi Æsustaða.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
12. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 3201406002F
Lögð fram fundargerð 3. afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 4201407013F
Fundargerð 4. afgreiðslufundar lögð fram.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 248201407004F
Lögð fram fundargerð 248. afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14.1. Gerplustræti 18, umsókn um byggingarleyfi 201407003
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja hús nr. 18 við Gerplustræti, þriggja hæða, 8 íbúða fjöleignahús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16 - 24 við Gerplustræti samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð : 1. hæð 296,7 m2, 2. hæð 260,4 m2, 3. hæð 260,4 m2, samtals 2404,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
14.2. Litlikriki 37,umsókn um byggingarleyfi 201406287
Óskar Jóhann Sigurðsson Litlakrika 45 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka, breyta útliti og innra fyrirkomulagi íbúðarhúss úr steinsteypu að Litlakrika 37 samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Stækkun húss: 1. hæð 5,5 m2, 2. hæð 10,1 m2, samtals 8,6 m3.
Stærðir húss eftir breytingu. 1. hæð 221,3 m2, 2. hæð íbúðarrými 173,6 m2, bílgeymsla 47,9 m2, samtals 1377,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
14.3. Skólabraut 6-10,umsókn um byggingarleyfi 201406317
Þorgeir Þorgeirsson fh. Mosfellsbæjar sækir um leyfi til að reisa tvær færanlegar kennslustofur og tengibyggingu úr timbri skráðar matshluti 07 norð-vestan við Varmárskóla á lóðinni nr. 6 - 10 við Skólabraut samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð matshluta 07: Tengibygging 22,1 m2, kennslustofa 01, 79,2 m2, kennslustofa 02, 62,7 m2,
samtals 551,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
14.4. Reykjadalur, umsókn um byggingarleyfi 201407058
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Háaleitisbraut 11 - 13 Reykjavík sækir um leyfi til að reisa listaverk úr steinsteypu og stáli á lóð sinni í Reykajdal samkvæmt framlögðum gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 249201407009F
Lögð fram fundargerð 249. afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.1. Háholt 14,umsókn um byggingarleyfi 201407072
Pizza Pizza ehf Lóuhólum 6 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp loftræstirör fyrir Pizza Pizza í húsinu nr. 14 við Háholt í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda hússins.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
15.2. Laxatunga 171, umsókn um byggingarleyfi 201406324
Einar B Hróbjartsson Friggjarbrunni 11 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja einnar hæðar einbýlishús og bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr. 171 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: Íbúðarrými 240,6 m2, bílgeymsla 48,4 m2, samtals 1164,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 250201408009F
Lögð fram fundargerð 250. afgreiðslufundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar
16.1. Innri Miðdalur 125198, umsókn um byggingarleyfi 201404309
Baldur Baldursson Suðurhlíð 38B Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingu og að stækka sumarbústaðinn í Innri Miðdal samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð bústaðar 200,9 m2, 645,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
16.2. Lágholt 2b, umsókn um byggingarleyfi 201402117
Hrönn Ólína Jörundsdóttir Lágholti 2B sækir um leyfi til að breyta útliti og innra fyrirkomulagi hússins nr. 2B við Lágholt í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða gluggabreytingar og að breyta bílgeymslu í geymslu, þvottahús og íbúðarherbergi.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
16.3. Snæfríðargata 20, umsókn um byggingarleyfi 201407134
Álftárós ehf Flesjukór 1 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 20 við Snæfríðargötu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð : Íbúð 334,1 m2, bílgeymsla 40,9 m2, samtals 1471,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
16.4. Tunguvegur - undirgöng undir Skólabraut, umsókn um byggingarleyfi 201407097
Mosfellsbær sækir um leyfi til að byggja steypt undirgöng undir Skólabraut í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.