Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. ágúst 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Að Suð­ur Reykj­um, deili­skipu­lag fyr­ir stækk­un ali­fugla­bús201405114

    Verkefnislýsing fyrir gerð deiliskipulags var send Skipulagsstofnun og heilbrigðiseftirliti til umsagnar 16. júlí 2014 og jafnframt auglýst til kynningar. Borist hefur meðfylgjandi umsögn Skipulagsstofnunar dagsett 24. júlí 2014.

    Frestað, þar sem ekki ligg­ur fyr­ir um­sögn heil­brigðis­eft­ir­lits.

    • 2. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um fjög­urra ára sam­göngu­áætlun201404252

      Bæjarráð samþykkti 30.4.2014 að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og að umsögnin skyldi kynnt í skipulagsnefnd.

      Um­sögn­in lögð fram og kynnt.

      • 3. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og skóla­hverfi í Mos­fells­bæ201301573

        Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um glærukynningu á hugmynd um Miðbæjarskóla sem lögð var fram á 370. fundi.

        Um­ræð­ur, af­greiðslu frestað.

        • 4. Breyt­ing á deili­skipu­lagi urð­un­ar­stað­ar í Álfs­nesi201407165

          Reykjavíkurborg tilkynnir með bréfi dags. 28. júlí 2014 að auglýst hafi verið til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi urðunarstaðar á Álfsnesi. Athugasemdafrestur er til 25. ágúst 2014.

          Skipu­lags­full­trúa fal­ið að semja drög að at­huga­semd varð­andi sjón­ræn áhrif og gróð­ur­setn­ingu á svæð­inu.

          • 5. Varmár­bakk­ar, um­sókn um stækk­un fé­lags­heim­il­is201311028

            Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir stækkun félagsheimilisins Harðarbóls til vesturs og afmörkun lóðar fyrir það, var auglýst 2. júní 2014 með athugasemdafresti t.o.m. 14. júlí 2014. Engin athugasemd barst.

            Nefnd­in sam­þykk­ir skipu­lags­breyt­ing­una sam­kvæmt 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­tök­una.

            • 6. Uglugata 48-50, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201407038

              Lagt fram bréf frá Stefáni Hallssyni hjá SH hönnun ehf. dags. 7. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar ákvæði um bílgeymslur í skipulagsskilmálum, en það er skilningur bréfritara að ákvæðið þýði að bílgeymslur séu heimilar en ekki sé skylt að gera ráð fyrir þeim.

              Nefnd­in bend­ir á að sam­kvæmt grein 2.1.4 á bls. 11 í skipu­lags­skil­mál­un­um er það ein­ung­is í til­viki R-, T- og K-hús­gerða sem bygg­ing bíl­geymslna er ein­ung­is heim­il en ekki skylda. Þetta á því ekki við um hús­ið Uglugata 48-50 sem er af F-hús­gerð. Orðalag upp­hafs­setn­ing­ar sérá­kvæð­is fyr­ir hús­gerð F2-n á bls. 24 er ekki rök­semd fyr­ir því að bygg­ing bíl­geymslna sé ein­ung­is heim­il, því að sérá­kvæði fyr­ir að­r­ar hús­gerð­ir þar sem ekki leik­ur vafi á því að bíl­geymsl­ur séu skylda (s.s. ein­býl­is- og par­hús), hefjast á sama orða­lagi ("Inn­an bygg­ing­ar­reits er heim­ilt ..."). Nefnd­in fellst því ekki á skiln­ing bréf­rit­ara.

              • 7. Ósk Örnu Guð­munds­dótt­ur um breyt­ingu á nafn­gift lands nr. 125359 í fast­eigna­skrá201407121

                Arna S Guðmundsdóttir óskar í tölvupósti dags. 18. júlí 2014 eftir því að nafni sumarbústaðarlands hennar verði breytt í Urðarsel í fasteignaskrá.

                Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd við að skrán­ingu lands­ins verði breytt.

                • 8. Fyr­ir­spurn um tíma­bundna stað­setn­ingu mat­sölu­vagns201408624

                  Baldur Rafnsson f.h. Bongó slf. óskar í tölvupósti 7.8.2014 eftir leyfi til að staðsetja og reka matsöluvagn á einhverjum af tilgreindum stöðum í bænum síðustu helgina í ágúst. Meðfylgjandi er starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

                  Nefnd­in sam­þykk­ir að veita um­beð­ið leyfi, enda verði vagn­inn stað­sett­ur í sam­ráði við um­sjón­ar­að­ila bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar og bygg­ing­ar­full­trúa. Bygg­ing­ar­full­trúa er falin frek­ari um­sýsla máls­ins.

                  • 9. Við Hafra­vatn, lnr. 125606, Fyr­ir­spurn um bygg­ingu húss í stað sum­ar­bú­stað­ar sem brann201408626

                    Björn Kristjánsson og María Ásmundsdóttir spyrjast með tölvupósti 14.08.2014 fyrir um möguleika á að byggja nýtt hús skv. meðfylgjandi lýsingu og gögnum í stað húss sem áður var á landinu en eyðilagðist í bruna um s.l. áramót.

                    Með vís­an í ákvæði að­al­skipu­lags og ný­leg for­dæmi lýs­ir nefnd­in sig já­kvæða fyr­ir því að leyft verði að und­an­geng­inni grennd­arkynn­ingu að reisa frí­stunda­hús á lóð­inni allt að 90 m2 að sam­an­lögð­um gólf­fleti, enda verði lagð­ar fram með um­sókn teikn­ing­ar sem upp­fylla ákvæði bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar. Að öðru leyti tek­ur nefnd­in ekki af­stöðu til fram­lagðra gagna.

                    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

                    • 10. Er­indi Lága­fells­bygg­inga varð­andi deili­skipu­lag Lága­fells201407125

                      Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar um erindi Lágafellsbygginga ehf dags. 14. júlí 2014, þar sem óskað er formlega eftir því að taka upp viðræður og hefja vinnu við deiliskipulag á landi Lágafells.

                      Um­ræð­ur, skipu­lags­full­trúa fal­ið að taka sam­an upp­lýs­ing­ar um lóð­ir á ný­bygg­inga­svæð­um.

                      • 11. Er­indi Ice­land Excursi­ons varð­andi deili­skipu­lag í Mos­fells­dal201407126

                        Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar um erindi Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar f.h. Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 21. júlí 2014, þar sem óskað er formlega eftir viðræðum og samstarfi við Mosfellsbæ um gerð deiliskipulags á tveimur spildum í landi Æsustaða.

                        Frestað.

                        Fundargerðir til kynningar

                        • 12. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 3201406002F

                          Lögð fram fundargerð 3. afgreiðslufundar.

                          Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

                          • 13. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 4201407013F

                            Fundargerð 4. afgreiðslufundar lögð fram.

                            Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

                            • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 248201407004F

                              Lögð fram fundargerð 248. afgreiðslufundar.

                              Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

                              • 14.1. Gerplustræti 18, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201407003

                                Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Bakki Þver­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja hús nr. 18 við Gerplustræti, þriggja hæða, 8 íbúða fjöleigna­hús úr stein­steypu á lóð­inni nr. 16 - 24 við Gerplustræti sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                Stærð : 1. hæð 296,7 m2, 2. hæð 260,4 m2, 3. hæð 260,4 m2, sam­tals 2404,6 m3.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Lagt fram til kynn­ing­ar.

                              • 14.2. Litlikriki 37,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201406287

                                Ósk­ar Jó­hann Sig­urðs­son Litlakrika 45 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka, breyta út­liti og innra fyr­ir­komu­lagi íbúð­ar­húss úr stein­steypu að Litlakrika 37 sam­kvæmt fram­lögð­um upp­drátt­um.
                                Stækk­un húss: 1. hæð 5,5 m2, 2. hæð 10,1 m2, sam­tals 8,6 m3.
                                Stærð­ir húss eft­ir breyt­ingu. 1. hæð 221,3 m2, 2. hæð íbúð­ar­rými 173,6 m2, bíl­geymsla 47,9 m2, sam­tals 1377,2 m3.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Lagt fram til kynn­ing­ar.

                              • 14.3. Skóla­braut 6-10,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201406317

                                Þor­geir Þor­geirs­son fh. Mos­fells­bæj­ar sæk­ir um leyfi til að reisa tvær fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur og tengi­bygg­ingu úr timbri skráð­ar mats­hluti 07 norð-vest­an við Varmár­skóla á lóð­inni nr. 6 - 10 við Skóla­braut sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                Stærð mats­hluta 07: Tengi­bygg­ing 22,1 m2, kennslu­stofa 01, 79,2 m2, kennslu­stofa 02, 62,7 m2,
                                sam­tals 551,9 m3.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Lagt fram til kynn­ing­ar.

                              • 14.4. Reykja­dal­ur, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201407058

                                Styrkt­ar­fé­lag lam­aðra og fatl­aðra Háa­leit­is­braut 11 - 13 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að reisa lista­verk úr stein­steypu og stáli á lóð sinni í Reykaj­dal sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Lagt fram til kynn­ing­ar.

                              • 15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 249201407009F

                                Lögð fram fundargerð 249. afgreiðslufundar.

                                Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

                                • 15.1. Há­holt 14,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201407072

                                  Pizza Pizza ehf Lóu­hól­um 6 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að setja upp loftræstirör fyr­ir Pizza Pizza í hús­inu nr. 14 við Há­holt í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                  Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki eig­enda húss­ins.

                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                  Lagt fram til kynn­ing­ar.

                                • 15.2. Laxa­tunga 171, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201406324

                                  Ein­ar B Hró­bjarts­son Friggj­ar­brunni 11 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja einn­ar hæð­ar ein­býl­is­hús og bíl­geymslu úr stein­steypu á lóð­inni nr. 171 við Laxa­tungu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                  Stærð: Íbúð­ar­rými 240,6 m2, bíl­geymsla 48,4 m2, sam­tals 1164,4 m3.

                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                  Lagt fram til kynn­ing­ar.

                                • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 250201408009F

                                  Lögð fram fundargerð 250. afgreiðslufundar

                                  Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar

                                  • 16.1. Innri Mið­dal­ur 125198, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201404309

                                    Bald­ur Bald­urs­son Suð­ur­hlíð 38B Reykja­vík sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ingu og að stækka sum­ar­bú­stað­inn í Innri Mið­dal sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                    Stærð bú­stað­ar 200,9 m2, 645,5 m3.

                                    Niðurstaða þessa fundar:

                                    Lagt fram til kynn­ing­ar.

                                  • 16.2. Lág­holt 2b, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201402117

                                    Hrönn Ólína Jör­unds­dótt­ir Lág­holti 2B sæk­ir um leyfi til að breyta út­liti og innra fyr­ir­komu­lagi húss­ins nr. 2B við Lág­holt í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Um er að ræða glugga­breyt­ing­ar og að breyta bíl­geymslu í geymslu, þvotta­hús og íbúð­ar­her­bergi.
                                    Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                                    Niðurstaða þessa fundar:

                                    Lagt fram til kynn­ing­ar.

                                  • 16.3. Snæfríð­argata 20, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201407134

                                    Álft­árós ehf Flesju­kór 1 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu einn­ar hæð­ar ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 20 við Snæfríð­ar­götu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                    Stærð : Íbúð 334,1 m2, bíl­geymsla 40,9 m2, sam­tals 1471,5 m3.

                                    Niðurstaða þessa fundar:

                                    Lagt fram til kynn­ing­ar.

                                  • 16.4. Tungu­veg­ur - und­ir­göng und­ir Skóla­braut, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201407097

                                    Mos­fells­bær sæk­ir um leyfi til að byggja steypt und­ir­göng und­ir Skóla­braut í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                                    Niðurstaða þessa fundar:

                                    Lagt fram til kynn­ing­ar.

                                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.