Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. febrúar 2014 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Fjalar Freyr Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
  • Óskar Grímur Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Elísabet S Valdimarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og skóla­hverfi í Mos­fells­bæ201301573

    Fyrir fundinum liggur samantekt um uppbyggingu skólamannvirkja, aðdragandi og forsendur.

    Lögð fram gögn frá for­eldra­fé­lagi Lága­fells­skóla, full­trúa­fundi for­eldra­fé­laga allra leik- og grunn­skóla í Mos­fells­bæ og full­trúa­ráði Huldu- og Höfða­bergs, auk sam­an­tekt­ar um upp­bygg­ing­ar skóla­mann­virkja í Mos­fells­bæ.

    Eft­ir­far­andi grein­ar­gerð og bók­un var lögð fram:

    Lögð er fram sam­an­tekt um upp­bygg­ingu skóla­mann­virkja í Mos­fells­bæ á næstu árum. Sam­an­tekt­in fjall­ar um það sam­ráðs­ferli sem far­ið hef­ur fram á veg­um fræðslu­nefnd­ar frá því fræðslu­nefnd sam­þykkti þann 12. fe­brú­ar 2013 að hefja bygg­ingu skóla á vest­ur­svæði og í Helga­fellslandi. Sam­an­tekt­in er að­gengi­leg á heima­síðu bæj­ar­ins.

    Fræðslu­nefnd hef­ur frá þeim tíma stað­ið fyr­ir tveim­ur skóla­þing­um, sam­an­tekt er í smíð­um þar sem tekin hafa ver­ið sam­an sjón­ar­mið nem­enda á aldr­in­um 2ja til 18 ára hvað varð­ar ein­kenni góðs skóla. Öll þessi gögn munu gagn­ast við þarf­agrein­ingu vegna bygg­ing­ar skóla­bygg­inga sem í vænd­um eru í Mos­fells­bæ á næstu árum. Und­an­far­ið miss­eri hef­ur sjón­um ver­ið beint að stað­setn­ingu skóla og úr­lausn varð­andi skóla­hús­næði Lága­fells­skóla og Varmár­skóla sem kem­ur til af fjölg­un nem­enda nú þeg­ar og í fram­tíð­inni. All­ar þær sam­ræð­ur, sam­ráð og sam­tal sem átt hef­ur sér stað í þessu ferli við skóla­sam­fé­lag­ið á þing­um og fund­um skipta miklu fyr­ir ákvarð­ana­töku sveit­ar­fé­lags­ins og leiða að von­um til betri ákvarð­ana sem rík­ir meiri sátt um.

    Fræðslu­nefnd lýs­ir yfir ánægju með þetta ferli og von­ast til að áfram­hald­andi sam­ráð leiði til enn frek­ari ávinn­ings fyr­ir börn og nem­end­ur í Mos­fells­bæ í formi betri og þró­aðri skóla­bygg­inga.

    Nið­ur­stöð­ur sem nú liggja fyr­ir bein­ast að ákvarð­ana­töku um skóla­hús­næði til lengri og skemmri tíma.

    Fræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að byggð­ar verði tvær nýj­ar fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur og þær sett­ar upp á skóla­lóð Varmár­skóla til að koma til móts við fjölg­un nem­enda í skól­an­um á næstu tveim­ur árum. Í fyrri áætl­un­um hef­ur kom­ið fram að hugs­an­lega þyrfti að fjölga stof­um á ár­inu 2015 og er þess­ari við­bót þá flýtt um ár.

    Fræðslu­nefnd legg­ur til að kann­að­ir verði mögu­leik­ar á að stækka Krika­skóla. Í því ferli verði jafn­framt könn­uð áhrif þess á tíma­setn­ing­ar á bygg­ingu Helga­fells­skóla.

    Fræðslu­nefnd legg­ur til að hafin verði bygg­ing nýs skóla­hús­næð­is við Æð­ar­höfða á svæði því sem stend­ur nærri Höfða­bergi í sam­ræmi við sam­an­tekt sem lögð var fram á fund­in­um. Skól­an­um er ætlað að vera skóla­hús­næði fyr­ir grunn­skóla­nem­end­ur en geti nýst sem leik­skóli í fram­tíð­inni. Stefnt er að því að skóla­hús­næði þetta nýt­ist fyr­ir leik­skóla­deild fyr­ir 5 ára börn og 1. og 2. bekk grunn­skóla næstu árin.

    Loks er lagt til að í sam­ræmi við fram­lagða sam­an­tekt verði fimm fær­an­leg­ar skóla­stof­ur á skóla­lóð Lága­fells­skóla færð­ar og sett­ar við hlið stof­anna sem nú mynda Höfða­berg og verða nýtt­ar fyr­ir hina nýju skóla­deild þar til haust­ið 2016.
    Fræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar að haf­inn verði und­ir­bún­ing­ur að nýj­um skóla sem rísa á í Helga­fellslandi í sam­ræmi við sam­an­tekt sem lögð var fram á fund­in­um. Und­ir­bún­ing­ur­inn skuli taka mið af upp­bygg­ingu og fjölg­un íbúa í Helga­fellslandi næstu miss­er­in. Jafn­framt verði skoð­að­ur enn frek­ar sá mögu­leiki að mið­skóli rísi við Sunnukrika og taki skoð­un­in mið af skipu­lags­leg­um, fjár­hags­leg­um og fag­leg­um for­send­um.

    Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

    Bók­un full­trúa S-lista og M-lista:

    Full­trúi Sam­fylk­ing­ar sit­ur hjá við af­greiðslu til­lagna meiri­hluta fræðslu­nefnd­ar um upp­bygg­ingu skóla­mann­virkja í bæn­um. Þær bráða­birgða­lausn­ir sem meiri­hlut­inn hyggst grípa til ætti að vinna í nán­ara sam­ráði við for­eldra­sam­fé­lag­ið en eins og fram hef­ur kom­ið í máli ým­issa um­sagnar­að­ila og birt­ist glöggt í álykt­un full­trúa­fund­ar for­eldra­fé­laga allra leik- og grunn­skóla í Mos­fells­bæ sem lögð var fram á fundi fræðslu­nefnd­ar í dag, þá hef­ur veru­lega skort á sam­ráð og sam­tal í þessu ferli sem einn­ig fór allt of seint af stað og er of skammt á veg kom­ið.

    Fram­tíð­ar­sýn á upp­bygg­ingu skóla­mann­virkja í Mos­fells­bæ er hvorki fugl né fisk­ur og legg­ur full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar áherslu á að sú lausn að reisa var­an­legt skóla­hús­næði mið­svæð­is í bæn­um verði skoð­uð mjög ít­ar­lega og í góðu sam­ráði við for­eldra­fé­lög­in sem fyrsta skref til fram­tíð­ar­lausn­ar. Skóla­bygg­ing á því svæði gæti tapp­að að yf­ir­full­um skól­um í bæn­um og síð­an þró­ast til fram­tíð­ar í takti við þarf­ir bæj­ar­ins m.a. þar til tíma­bært verð­ur að byggja var­an­legt skóla­hús­næði í ný­bygg­inga­hverf­um bæj­ar­ins.

    Bók­un meiri­hluta fræðslu­nefnd­ar:

    Meiri­hluti fræðslu­nefnd­ar ít­rek­ar eins og fram kem­ur í sam­þykkt meiri­hlut­ans á fræðslu­nefnd­ar­fund­in­um, þá hef­ur átt sér stað víð­tækt sam­ráð við for­eldra­fé­lög, skólaráð, skóla­stjórn­end­ur og starfs­menn í heilt ár. Eins og fram kem­ur í fyrri bók­un voru hald­in tvö skóla­þing þar sem all­ir bæj­ar­bú­ar gátu haft að­komu. Auk þess var ábend­inga­kerfi kom­ið upp á heima­síðu bæj­ar­ins þar sem all­ir bæj­ar­bú­ar gátu sagt skoð­an­ir sín­ar varð­andi þessa stefnu­mót­un og kom­ið at­huga­semd­um sín­um á fram­færi. Meiri­hluta fræðslu­nefnd­ar er það til efs að nokk­urt sveit­ar­fé­lag hafi við­haft slíkt sam­ráð í mál­um sem þess­um.

    Til­lög­ur meiri­hlut­ans byggjast á því að finna fram­tíð­ar­lausn­ir fyr­ir skólast­arf í bæj­ar­fé­lag­inu. Það geta seint tal­ist bráða­birgða­lausn­ir að hefja hönn­un og bygg­ingu á nýju skóla­hús­næði.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00