12. febrúar 2014 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Karl Tómasson Forseti
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1152201401020F
Fundargerð 1152. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 620. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Hjólreiðastígur í miðbæ 201304311
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda í verkinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1152. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.2. Erindi Snorraverkefnisins varðandi stuðning sumarið 2014 201311079
Erindi Snorraverkefnisins þar sem óskað er eftir stuðningi að upphæð kr. 100 þúsund sumarið 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1152. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.3. Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga 201310270
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi boðuð verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga og ósk Velferðarráðuneytisins að stjórn SHS komi að gerð nýs samnings. Tillaga að ályktun bæjarráðs fylgir með.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1152. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.4. Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis 201310334
Á 358. fundi sínum vísaði Skipulagsnefnd kostnaðarþátttöku lóðarhafa vegna áformaðra breytinga á deiliskipulagi til umfjöllunar bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1152. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.5. Gasgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi - Beiðni um umsögn 201401049
Umsögn um framkvæmd nýrrar jarð- og gasasgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1152. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
1.6. Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi styrkbeiðni uppgræðslu á Mosfellsheiði 201401160
Umsögn umhverfissviðs um erindi Landgræðslu ríkisins varðandi 200 þúsund króna styrkbeiðni uppgræðslu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils lögð fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1152. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.7. Form fylgiskjala á fundargátt 201401373
Form fylgiskjala á fundargátt, umræða að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1152. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.8. Reykjahvoll - gatnagerð 201312026
Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað eftir opnun útboðs á gatnagerð Reykjahvols.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1152. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1153201402001F
Fundargerð 1153. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 620. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Stækkun Leirvogstunguskóla 201401191
Niðurstaða verðkönnunar vegna flutnings á lausum stofum að Leirvogstungu lögð fyrir bæjarráð
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1153. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.2. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2014 201401243
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða sölu skuldabréfa í skuldabréfaflokknum MOS 13 1.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1153. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra að ganga frá útgáfu og sölu úr skuldabréfaflokknum "MOS 13 1" fyrir allt að 500 mkr. að nafnverði, samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.3. Erindi Þroskahjálpar varðandi snjóbræðslu að Þverholti 19 201401593
Erindi Þroskahjálpar varðandi snjóbræðslu að Þverholti 19, en núverandi snjóbræðsla gagnast ekki sem skildi eftir að aðkomu að húsinu var breytt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1153. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.4. Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015 201401608
Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015 og í því sambandi er óskað eftir tillögum sveitarfélagsins ef einhverjar eru.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1153. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.5. Framkvæmdir 2013-2014 201401635
Um er að ræða kynningu á helstu framkvæmdum á vegum Mosfellsbæjar 2013-2014. Framkvæmdastjóri umhverfissviðs mætir á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1153. fundar bæjarráðs lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
2.6. Erindi Fannars Pálssonar varðandi skráningu lögheimilis að Grund við Lerkibyggð 201402026
Erindi Fannars Pálssonar varðandi skráningu lögheimilis fjölskyldu sinnar að Grund við Lerkibyggð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1153. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.7. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna battavallar við skólalóð 201401629
Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna battavallar við skólalóð þar sem m.a. er óskar eftir hita í battavöllin o.fl.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1153. fundar bæjarráðs samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 290201401018F
Fundargerð 290. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 620. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ 201301573
Fyrir fundinum liggja niðurstöður síðasta fundar þar sem fulltrúar foreldrafélaga, skólaráða og stjórnenda leik- og grunnskóla mættu á fundinn með ábendingar við drög að tillögum um uppbyggingu skólamannvirkja.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga S-lista Samfylkingar.$line$Geri það að tillögu minni að bæjarstjórn boði fulltrúa foreldrafélaga leik- og grunnskóla og fræðslunefnd á fund bæjarstjórnar þegar tillaga fræðslunefndar um skólamannvirki verður tekin fyrir. $line$Það verði gert með það í huga að þessir fulltrúar geti kynnt afstöðu sína til tillagnanna og átt samtal við bæjarstjórn um málið áður en bókun fræðslunefndar verður afgreidd.$line$$line$Jónas Sigurðssson.$line$$line$$line$Tillaga fulltrúa D- og V lista.$line$Boðað verði til sérstaks fundar með fulltrúum foreldrafélaga, skólaráða, skólastjórnendum og fræðslunefnd miðvikudaginn 19. febrúar nk. kl. 16:30.$line$$line$Í ljósi framkominnar tillögu meirihlutans dregur bæjarfulltrúi Samfylkingar ofangreinda tillögu sína til baka.$line$$line$Tillaga fulltrúa D- og V lista borin upp og hún samþykkt með sjö atkvæðum.$line$$line$$line$Bókun frá bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Í 20. gr. laga um grunnskóla er kveðið á um að að sveitarfélög skuli hafa samráð við skólasamfélagið við undirbúning skólamannvirkja, það ferli sem meirihlutinn hefur undanfarið verið að hrósa sér af og sagt vera einstakt jafnvel á heimsvísu er lögbundin skylda sveitarfélagsins og með öllu óskiljanlegt að þeir skuli blása samráðið af eins og fram kom á síðasta bæjarstjórnarfundi undir mótmælum minnihlutans.$line$Íbúahreyfingin lítur ekki svo á að rökstudd gagnrýni foreldrafélaganna sé misskilnigur líkt og kom fram hjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á síðast bæjarstjórnarfundi og harmar að bæjarstjóri skuli lýsa því yfir í tvígang á sama fundi að enginn ágreiningur væri um málið á milli foreldrafélags Leirvogstungu og bæjaryfirvalda sem er og var ósatt.$line$Íbúahreyfingin mótmælir harðlega að skólayfirvöld í Lágafellsskóla og Reykjakoti beiti valdi sínu gegn eðlilegum skoðanaskiptum um málefni skólanna s.s. Með því að banna foreldrafélagi Reykjakots að henga upp undirskriftalista á tilkynningatöflu forledrafélagsins og að banna kennurum að skrifa undir undirskriftalista er varðar skólann á vinnutíma. $line$Íbúahreyfingin krefst þess að íbúar fái að koma aftur að málinu til þess að forða bænum frá þeim skaða sem vanhæfni meirihlutans hefur komið því í.$line$$line$Jón Jósef Bjarnason.$line$$line$$line$Bókun. $line$Meirihluti V- og D lista vísar fullyrðingum Íbúahreyfingarinnar alfarið á bug.$line$$line$$line$Afgreiðsla 290. fundar fræðslunefndar að öðru leyti lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 359201401021F
Fundargerð 359. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 620. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
4.1. 1. - 3. áfangi Helgafellshverfis, tillögur Hamla 1 ehf. um breytingar á deiliskipulagi 201312044
Þessu máli hefur verið skipt upp í fjögur framhaldsmál, sem eru til umfjöllunar hér næst á eftir. Upphaflega málið er haft með hér í dagskránni svo að nefndarmenn geti flett upp eldri fylgiskjölum með því á fundargáttinni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar samþykkt lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
4.2. Helgafellshverfi, 2. áfangi - breyting á deiliskipulagi v. Efstaland 201401638
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
4.3. Helgafellshverfi 3. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Uglugötu 201401639
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
4.4. Helgafellshverfi 3. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Sölkugötu 201401640
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
4.5. Helgafellshverfi 1. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Vefarastræti 201401642
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar samþykkt lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
4.6. Uglugata 24-30, fyrirspurn um fjölgun íbúða 201401122
Gerð grein fyrir viðræðum við umsækjanda, og lögð fram endurskoðuð tillaga hans þar sem gert er ráð fyrir byggingu bílskúra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.7. Gerplustræti 13-23, fyrirspurn um færslu byggingarreita o.fl. 201401436
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar spyrjast fyrir um það hvort fallist yrði á að færa byggingarreiti húsanna fjær götu, færa bílastæði af lóð niður í bílageymslu og breyta innkeyrslum í bílageymslur skv. meðf. teikningum. Frestað á 358. fundi, nú lagður fram nýr tillöguuppdráttur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
4.8. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs 201311089
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var kynnt fyrir lóðarhöfum og íbúum á fundi 7. janúar 2014, sbr. ákvörðun nefndarinnar á 355. fundi. Frestað á 358. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
4.9. Mælingar lögreglu á umferðarhraða í Mosfellsbæ 2008-2013. 201401020
Lögð fram samantekt (tafla) um mælingar lögreglunnar á umferðarhraða á ýmsum stöðum í bænum á árunum 2008-2013 og minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Frestað á 358. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
4.10. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir fisflug norðan Hafravatns 201401102
Samúel Alexandersson spyrst með tölvupósti 2. janúar 2014 fyrir um möguleika á því að koma upp aðstöðu fyrir fisflugsiðkendur á lóð úr landi Þormóðsdals undir hlíðum Hafrafells. Frestað á 358. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
4.11. Erindi íbúa um að Álafossvegi verði breytt í botnlangagötu 201311251
Lagðar fram umsagnir skipulagshöfunda og umhverfissviðs, sem skipulagsnefnd óskaði eftir á 355. fundi sínum. Frestað á 358. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
4.12. Leirvogstunga, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi 201305195
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi á lóðum við Voga-, Laxa- og Leirvogstungu var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 23. desember 2013 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2014. Enn hefur engin athugasemd borist.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
4.13. Álafossvegur 23, umsókn um byggingarleyfi 201401574
Byggingarfulltrúi vísar umsókn um að byggja anddyri á austurhlið Álafossvegar 23 til umsagnar skipulagsnefndar, þar sem erindið felur í sér frávik frá deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
4.14. Erindi eigenda sex lóða við Reykjahvol um skipulagsbreytingu 201305136
Lagt fram nýtt erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt fylgigögnum, dagsett 31. janúar 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
5. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 178201402002F
Fundargerð 178. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 620. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
5.1. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ 201401534
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að skipaður verði starfshópur undir forystu bæjarstjóra til undirbúnings byggingar fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ. Auk bæjarstjóra skal bæjarráð tilnefna þrjá fulltrúa til setu í starfshópnum og skulu þeir vera aðal- eða varabæjarfulltrúar. Ungmennafélagið Afturelding skal tilnefna einn fulltrúa.
Áður en bæjarráð skipar starfshópinn skal málið kynnt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 178. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.2. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá 201202172
Á fundinn mætir Jóhanna B. Hanssen framkvæmdastjóri umhverfissviðs og gerir grein fyrir stöðu byggingar nýs íþróttahúss við Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Óska eftir yfirlliti og gögnum um það samráð sem haft hefur verið við Aftureldingu vegna þessarar framkvæmdar bæði hvað varðar undirbúning hennar í upphafi sem og við framvindu málsins.$line$$line$Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingar.$line$$line$$line$Afgreiðsla 178. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
5.3. Erindi um rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá 201310253
Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 178. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Erindi UMFÍ varðandi áskorun til íþrótta- og sveitarfélaga 201311176
Erindi UMFÍ þar sem skorað er á íþrótta- og sveitarfélög að hvetja iðkendur til þess að ganga, hjóla eða taka strætó til og frá skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 178. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.5. Reglur um frístundagreiðslur í Mosfellsbæ 200909840
Lagðar fram tillögur að uppfærðum reglum um frístundagreiðslur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 178. fundar íþrótta-og tómstundanefndar varðandi uppfærðar reglur um frístundagreiðslur. Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum framlögð drög að uppfærðum reglum um frístundagreiðslur.
Fundargerðir til kynningar
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 240201401024F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerð 240. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 620. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Álafossvegur 23, umsókn um byggingarleyfi 201401574
Húsfélagið Álafossvegi 23 sækir um leyfi til að byggja anddyri úr timbri og steinsteypu við austurhlið hússins nr. 23 við Álafossveg samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Stærð viðbyggingar 22.7 m2, 65,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 240. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 620. fundi bæjarstjórnar.
6.2. Kvíslartunga 52, umsókn um byggingarleyfi 201401257
Stálbindingar Drekavöllum 26 Hafnarfirði sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar einbýlishús með sambygðum bílskúr á lóðinni nr. 52 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Stærð: Íbúðarhluti 185,9 m2, bílskúr 39,1 m2
samtals 770,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 240. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 620. fundi bæjarstjórnar.
6.3. Litlikriki 76, umsókn um byggingarleyfi 201401469
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum á og við húsið nr. 76 við Litlakrika 76 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 240. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 620. fundi bæjarstjórnar.
6.4. Laxatunga 70, umsókn um byggingarleyfi 201401622
Lára Gunnarsdóttir fh. Mosfellsbæjar sækir um leyfi til að flytja / reisa tvær færanlegar kennslustofur og tengibyggingar úr timbri á lóðinni nr. 70 við Laxatungu sunnan við núverandi mannvirki.
Stærð tengibyggingar mhl. 08, 40,2 m2, 126,2 m3, tengibygging mhl. 10, 27,3 m2, 83,0 m3,
kennslustofa mhl. 09, 81,0 m2, 292,8 m3,
kennslustofa mhl. 11, 81,0 m2, 292,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 240. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 620. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 128. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201401565
.
Fundargerð 128. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 27. janúar 2014 lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 331. fundar Sorpu bs.201402019
.
Fundargerð 331. fundar Sorpu bs. frá 3. febrúar 2014 lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 399. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201402037
.
Fundargerð 399. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 3. febrúar 2014 lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 4. eigendafundar Sorpu bs.201402036
.
Fundargerð 4. eigendafundar Sorpu bs. frá 2. febrúar 2014 lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 812. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201402045
.
Fundargerð 812. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. janúar 2014 lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.