29. janúar 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD) fræðslusvið
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Gyða Vigfúsdóttir fræðslusvið
- Jóhanna S Hermannsdóttir fræðslusvið
- Kolbrún Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlanir á fræðslusviði201301464
Lagðar fram starfsáætlanir leikskóla.
Starfsáætlanir leikskólanna Hlíðar, Hlaðhamra, Reykjakots og Huldubergs lagðar fram.
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með framlaðgar áætlanir.
2. Erindi mennta- og menningarmálaráðuneytis varðandi úttekt á leikskólanum Hlíð201102180
Lögð fram gögn um mat á leikskólanum Hlið, yfirlit yfir umbótaáætlanir sem settar voru fram í kjölfar þess. Hér fylgir einnig bréf ráðuneytis um að matsverkefninu sé lokið af hálfu ráðuneytis.
Lagt fram.
3. Breytingar á samþykkt um niðurgreiðslu á vistunarkostnaði201301541
Lagðar fram tillögur að breytingum á systkinaafslætti, breytingum á Samþykkt um vistunarkostnað barna og breytingum á þjónustusamningi við dagforeldra.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar breytingar á Samþykkt um systkinaafslátt hjá Mosfellsbæ, Samþykkt vegna niðurgreiðslu á vistunarkostnaði barna og reglur um upphaf greiðslna til dagforeldra eins og þær koma fram í þjónustusamningi við dagforeldra.
4. Þróun nemendafjölda til 2012 og áætlun fram til 2018.201301573
Lögð fram gögn um þróun nemendafjölda í leik- og grunnskólum fram til ársins 2012 og áætun um þróunina fram til 2018, byggð á íbúaspá fjárhagsáætlunar 2013.
Gögnin lögð fram. Umræðu um fjölgun barna í Mosfellsbæ verður fram haldið á næsta fundi.
5. Verkefna- og tímaáætlun fræðslunefndar 2013201301465
Lögð fram drög að starfsáætlun fræðslunefndar 2013 sem byggir á samantekt um ábyrgð og skyldur nefndarinnar.
Áætlun lögð fram og gerð tillaga að breytingu. Nefndin lýsir yfir ánægju með áætlunina.