26. maí 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Ýr Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) áheyrnarfulltrúi
- Gyða Vigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
- Þorbjörg María Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Ólafía Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Skóla ehf. varðandi rekstur heilsuleikskóla í Mosfellsbæ201502145
Upplýsingar um stöðu mála.
Fræðslunefnd upplýst um stöðu viðræðna. Ekki er þörf á viðbótar leikskólaplássum fyrir næsta skólaár og verður Skólum ehf. svarað bréflega.
2. Hvatning um menntun leikskólakennara201505231
Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla
Fræðslunefnd tekur undir hvatningu Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu menntunar meðal starfsmanna í leikskólum bæjarins og felur fræðsluskrifstofu að leggja mat á mögulegar leiðir til að hækka menntunarstigið í samvinnu við leikskólastjórnendur og kynna fyrir nefndinni.
3. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ201301573
Yfirlit yfir framkvæmdir sumarið 2015
Kynntar áætlaðar framkvæmdir Eignarsjóðs við grunnskóla, skólalóðir og nýframkvæmdir, sumarið 2015.
4. Mat á innleiðingu leik- og grunnskólalaga frá 2008201505183
Lagt fram til upplýsinga
Lagt fram mat menntamálaráðuneytisins á innleiðingu leik- og grunnskólalaga frá 2008.
5. Rannsóknarverkefni í leikskólum201505190
Drög að samningi RannUng við sveitarfélögin í Kraganum um rannsóknarverkefni í leikskólum
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að Mosfellsbær taki þátt í þessu verkefni.
6. Ungt fólk og grunnskólar-Hagir og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ 2015201505054
Niðurstöður könnunar á högum og líðan nemenda í 5. -7. bekk grunnskóla Mosfellsbæjar.
Fræðslunefnd felur Skólaskrifstofu að kynna niðurstöður skýrslunnar fyrir skólafólki sem annist frekari kynningu innan skólasamfélagsins.
7. Vímuefnanotkun ungs fólks í Mosfellsbæ201503347
Kynning á niðurstöðum vímuefnanotkunar ungs fólks í Mosfellsbæ.
Fræðslunefnd felur Skólaskrifstofu að kynna niðurstöður skýrslunnar fyrir skólafólki sem annist frekari kynningu innan skólasamfélagsins.
8. Heilsueflandi samfélag201208024
Ólöf Sívertsen frá Heilsuvin ehf kemur og kynnir stöðu og markmið verkefnisins.
Ólöf Sívertsen mætti á fudninn og kynnti áfangaskýrslu um heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ.