Mál númer 202301124
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga að fyrirkomulagi vinnu við gerð umhverfis- og loftslagsstefnu fyrir Mosfellsbæ til afgreiðslu
Afgreiðsla 236. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #821
Umræða um gerð loftslagsstefnu fyrir Mosfellsbæ, í samræmi við ákvörðun 234. fundar umhverfisnefndar um gerð loftslagsstefnu samhliða endurskoðun á núgildandi umhverfisstefnu bæjarins.
Afgreiðsla 235. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 821. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. febrúar 2023
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #235
Umræða um gerð loftslagsstefnu fyrir Mosfellsbæ, í samræmi við ákvörðun 234. fundar umhverfisnefndar um gerð loftslagsstefnu samhliða endurskoðun á núgildandi umhverfisstefnu bæjarins.
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að vinna minnisblað með tillögu að útfærslu vinnu við gerð umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Umræða um gerð loftslagsstefnu fyrir Mosfellsbæ
Afgreiðsla 234. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. janúar 2023
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #234
Umræða um gerð loftslagsstefnu fyrir Mosfellsbæ
Umhverfisnefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð loftslagsstefnu fyrir starfsemi og rekstur Mosfellsbæjar skv. lögum um loftslagmál nr. 70/2012, samhliða þeirri vinnu verði farið í endurskoðun gildandi umhverfisstefnu.
Í grunninn verði byggt á þeirri góðu vinnu sem liggur að baki Umhverfisstefnu Mosfellsbæjar 2019-2030 sem nú er í gildi og þegar vinnunni líkur verði til samofin umhverfis- og loftslagsstefna.
Samþykkt með fimm atkvæðum.