9. apríl 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Reynir Matthíasson (RM) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Heiða Ágústsdóttir Garðyrkjustjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Grenndarstöðvar í Mosfellsbæ202302133
Lagt er fram til kynningar minnisblað garðyrkjustjóra og leiðtoga umhverfis- og framkvæmda, dags. 26.02.2024 varðandi staðsetningar grenndarstöðva vegna vinnu við deiliskipulag ásamt bókun skipulagsnefndar vegna sama minnisblaðs.
Lagt fram til kynningar. Tekið verður tillit til umferðaröryggis við útfærslu grenndarstöðvum.
2. Leikvellir í Mosfellsbæ202404026
Tillaga unnin af garðyrkjustjóra Mosfellsbæjar lögð fram til umhverfisnefndar vegna leikvalla í Mosfellsbæjar.
Umhverfisnefnd tekur undir tillögu garðyrkjustjóra um úttekt á leikvöllum bæjarins.
3. Samsetning úrgangs og magntölur frá Sorpu202404027
Lagt fram til kynningar samsetning úrgangs og magntölur frá Sorpu fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd vill hrósa íbúum Mosfellsbæjar fyrir góðan árangur í flokkun.
4. Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2024202404074
Umhverfisnefnd skoðar hvaða breytingar nefndin vill gera á fyrirkomulagi umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar.
Nefndin skoðaði fyrirkomulag umhverfisviðurkenninga og lagði til nokkrar áherslu breytingar.
5. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Farið yfir tímasetningu og fyrirkomulag vinnufundar vegna vinnu við uppfærslu á umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar.
Stefnt er að vinnufundi umhverfisnefndar þann 7.maí n.k. þar sem farið verður í nánari vinnu með ráðgjafa.