11. júní 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Reynir Matthíasson (RM) áheyrnarfulltrúi
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Umhverfisnefnd hélt vinnufund þriðjudaginn 4.júní frá kl. 07-09. Lagðar fram glærur frá vinnufundi. Umhverfisnefnd þarf að ákveða tímasetningu vinnufundar haustsins ásamt því hvernig íbúasamráði verður háttað.
Umræða um vinnu við nýja umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar. Umhverfissviði falið að vinna málið áfram.
2. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Lögð fram gögn til kynningar frá SSH varðandi kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins.
Kynning og yfirferð á gögnum SSH um tillögur um aðgerðir í loftslagsmálum og samantekt á kolefnisspori höfuðborgarsvæðisins.
3. Loftgæðamælanet fyrir höfuðborgarsvæðið202104236
ReSource kemur og heldur kynningu á niðurstöðum tilraunaverkefnis varðandi loftgæðamæla í Mosfellsbæ.
Kynning af hálfu fulltrúa ReSource um niðurstöður mælinga frá Airly í samanburði við fasta mæla Umhverfisstofnunar. Upplýst var að skýrsla um mæliniðurstöður Airly í Mosfellsbæ muni verða gefin út í næstu viku.
Gestir
- Lilja Þorsteinsdóttir
- Brian Barr