Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. mars 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kæra nr. 173-2024 til ÚUA vegna Suð­ur-Reykjalands L125425202412187

    Lögð er fram til kynningar niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 173-2024. Kærð synjun stjórnsýslu Mosfellsbæjar á endurtekinni umfjöllun máls. Kærumálinu var vísað frá úrskurðarnefndinni þar sem erindið hafði ekki hlotið efnislega umfjöllun.

    Lagt fram og kynnt.

  • 2. Í Suð­ur-Reykjalandi L125425 - ósk um deili­skipu­lags­gerð202503419

    Borist hefur erindi frá landeigendum L125425 í Suður-Reykjalandi, dags. 23.10.2024, með ósk um að deiliskipuleggja landið í samræmi við gögn. Hjálögð er skipulagslýsing til kynningar og afgreiðslu.

    Með vís­an í af­greiðsl­ur og rök­stuðn­ing nefnd­ar­inn­ar á fund­um 500 og 592 um sam­hljóða er­indi, mál­efni og deili­skipu­lag lands L125425, synj­ar skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um ósk máls­að­ila um deili­skipu­lags­gerð á grund­velli 38. gr skipu­lagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki ligg­ur fyr­ir áætlun um upp­bygg­ingu eða fram­kvæmd nauð­syn­legra inn­viða.

  • 3. Efsta­land 1 - ósk um aðal- og deili­skipu­lags­breyt­ingu202408423

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreyting að Efstalandi 1, til samræmis við afgreiðslu á 622. og 625. fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að kynna og aug­lýsa til um­sagn­ar og at­huga­semda skipu­lags­lýs­ingu deili­skipu­lags í sam­ræmi við 30. og 40 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 4. L123664 úr landi Hraðastaða við Helga­dals­veg - Nýtt deili­skipu­lag202502537

    Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. landeigenda, dags. 03.03.2025, með ósk um deiliskipulagsgerð fyrir L123664 við Hraðastaðaveg. Markmið deiliskipulagsins er uppskipting lands í samræmi við heimildir aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 fyrir á landnotkunarreit ÍB/L214 í þéttbýli Mosfellsdals.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að unn­in verði deili­skipu­lags­breyt­ing skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 í sam­ræmi við 1. gr. 43. gr. sömu laga. Með vís­an í 3. gr. reglu­gerð­ar um merki fast­eigna nr. 160/2024 ger­ir Mos­fells­bær kröfu um að gerð­ur sé full­nægj­andi hnit­sett­ur upp­drátt­ur og merkjalýs­ing af landa­merkj­um fyr­ir land­eigna­skrá. Skipu­lags­nefnd vís­ar til mik­il­væg­is þess að huga að kvöð­um um göngu­leið­ir.

  • 5. Helga­dals­land L123662 Marka­læk­ur - deili­skipu­lag202503489

    Borist hefur erindi frá Hlyni Axelssyni, f.h. landeigenda, dags. 18.03.2025, með ósk um deiliskipulagsgerð L123662 við Helgadalsveg. Markmið deiliskipulagsins er uppbygging íveruhúss á lóðinni í samræmi við heimildir aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 fyrir á landnotkunarreit ÍB/L214 í þéttbýli Mosfellsdals.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að unn­in verði deili­skipu­lags­breyt­ing skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 í sam­ræmi við 1. gr. 43. gr. sömu laga. Með vís­an í 3. gr. reglu­gerð­ar um merki fast­eigna nr. 160/2024 ger­ir Mos­fells­bær kröfu um að gerð­ur sé full­nægj­andi hnit­sett­ur upp­drátt­ur og merkjalýs­ing af landa­merkj­um fyr­ir land­eigna­skrá.

    Helga Jó­hann­es­dótt­ir full­trúi D-lista sjálf­stæð­is­flokks vík­ur af fundi kl. 8:11.
  • 6. Óskot L123738 - ósk um að­al­skipu­lags­breyt­ingu202503539

    Borist hefur erindi frá Sigurbjörgu Ósk Áskelsdóttur skipulagsráðgjafa Landlínu ehf., f.h. landeigenda að jörðinni Óskoti L123738, með ósk um aðalskipulagsbreytingu landsins. Tillagan gerir ráð fyrir að breyta 62,9 ha að óbyggðu landi norðan Langavatns í frístundabyggð.

    Með vís­an í af­greiðslu og rök­stuðn­ing nefnd­ar­inn­ar á fundi 577 um sam­bæri­leg er­indi, mál­efni og skipu­lag nýrra frí­stunda­byggða, synj­ar skipu­lags­nefnd með fjór­um at­kvæð­um ósk um að­al­skipu­lags­breyt­ingu lands. Skipu­lags­nefnd vís­ar í óbreytt ákvæði og markmið gild­andi að­al­skipu­lags og frumdrög nýs að­al­skipu­lags um frí­stunda­byggð­ir. Fjöldi frí­stunda­svæða eru enn óbyggð eða í skipu­lags­ferli. Tal­ið er að upp­bygg­ing mik­ill­ar og þéttr­ar frí­stunda­byggð­ar stang­ist á við svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Höf­uð­borg­ar­svæð­ið 2040. Ná­lægð um­ræddra frí­stunda­svæða við þétt­býl­is- og vaxt­ar­mörk höf­uð­borg­ar­inn­ar og Mos­fells­bæj­ar eru mik­il. Vaxta­mörk­um er ætlað að draga skýr mörk milli þétt­býl­is og dreif­býl­is sem stuðl­ar þann­ig að sjálf­bærri byggð inn­an mark­anna og varð­veislu nátt­úru­svæði utan þeirra.

  • 7. Sunnukriki 5 - ósk um skipu­lags­breyt­ingu202503499

    Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni arkitekt, f.h. Sunnukrika 5 ehf. lóðarhafa að Sunnukrika 5, með ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu lóðar er varðar byggingarmagn, fjölda íbúða og bílakjallara, í samræmi við bréf.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa og formanni skipu­lags­nefnd­ar að funda með lóð­ar­hafa og hönn­uð­um hans.

  • 8. Breyt­ing á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 - Frek­ari upp­bygg­ing­ar­mögu­leik­ar í Grafar­vogi og öðr­um borg­ar­hlut­um202410202

    Lögð er fram til kynningar breytingartillaga á vinnslustigi á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna uppbyggingarmöguleika í Grafarvogi og öðrum borgarhlutum. Áhersla er á uppbyggingarmöguleika á smærri vannýttum svæðum innan hverfanna, sem eru í eigu borgarinnar, ekki síst þar sem svigrúm er til fjölgunar nemenda í núverandi grunnskólabyggingum. Markmiðið er að mæta brýnni þörf á húsnæðismarkaði, stuðla að fjölbreyttara framboði húsnæðis, betri nýtingu innviða og sjálfbærari borgarþróun með íbúðauppbyggingu á landi borgarinnar. Tillögurnar taka til alls 12 svæða og reita og gætu svæði sem ætluð eru undir íbúðarbyggð í Grafarvogi stækkað um 6,4 ha. Athugasemdafrestur vinnslutillögu er til og með 11.04.2025.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við fyr­ir­liggj­andi gögn.

  • 9. Um­hverf­is- og lofts­lags­stefna fyr­ir Mos­fells­bæ202301124

    Kynning á nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar. Heiða Ágústsdóttir garðyrkjustjóri kynnir fyrstu drög stefnunnar.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd þakk­ar Heiðu Ág­ústs­dótt­ur kynn­ing­una og fagn­ar um leið vinnu við um­hverf­is- og lofts­lags­stefnu sveit­ar­fé­lags­ins.

Fundargerðir til kynningar

  • 10. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 91202503016F

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Lagt fram

    • 10.1. Korputún 7-11 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1 202502405

      Lögð er fram til kynn­ing­ar og um­fjöll­un­ar skipu­lags­full­trúa bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn, að­al­upp­drætt­ir og lóða­hönn­un að Korpu­túni 7-11. Til sam­ræm­is við ákvæði í kafla 3.3. í deili­skipu­lagi Korpu­túns, vist­væns at­vinnukjarna í Blikastaðalandi, veit­ir skipu­lags­full­trúi um­sögn fyr­ir út­gáfu leyfa. Sótt er um leyfi fyr­ir 11.088,9 m2 stál­grind­ar versl­un­ar- og lag­er­hús­næði um 16,5 m á hæð. Hjá­lögð er skoð­un­ar­skýrsla skipu­lags­full­trúa, um­sagn­ir og at­huga­semd­ir hönn­un­ar til sam­ræm­is við ákvæði deili­skipu­lags­ins.

    • 10.2. Fossa­tunga 28 og 33 - Deili­skipu­lags­breyt­ing 202501589

      Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 624. fundi sín­um að kynna og aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Fossa­tungu 28 og 33 í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an og gögn voru kynnt á vef Mos­fells­bæj­ar www.mos.is, í Skipu­lags­gátt­inni, í Mos­fell­ingi og með kynn­ing­ar­bréf­um til aðliggj­andi hag­að­ila og hús­eig­enda. Um­sagna­frest­ur var frá 06.02.2025 til og með 07.03.2025.
      Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

    • 10.3. Lyng­hóls­veg­ur 21 L125365 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202409250

      Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 624. fundi sín­um að kynna og aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir frí­stunda­svæði 526-F að Lyng­hóls­vegi 17-23, breyt­ing er snert­ir að­eins fast­eign Lyng­hóls­veg­ar 21, sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an og gögn voru kynnt á vef Mos­fells­bæj­ar www.mos.is, í Skipu­lags­gátt­inni, í Mos­fell­ingi og með kynn­ing­ar­bréf­um til aðliggj­andi hag­að­ila og hús­eig­enda. Um­sagna­frest­ur var frá 06.02.2025 til og með 07.03.2025.
      Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

    • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 543202503032F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Lagt fram

      • 11.1. Flugu­mýri 10-12 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202407268

        Vélsmiðj­an Orri ehf. sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Flugu­mýri nr. 10-12 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

      • 11.2. Hafra­vatns­veg­ur 64 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202502517

        Móa­hvamm­ur ehf.Við­arrima 13 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri einn­ar hæð­ar frí­stunda­hús á lóð­inni Hafra­vatns­veg­ur nr. 64 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: 130,0 m², 378,1, m³.

      • 11.3. Skála­hlíð 35 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202302425

        Fag­mót ehf. Lauf­brekku 3 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Skála­hlíð nr. 35 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

      • 11.4. Úugata 62 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202410697

        Aron Geir Eggerts­son Urriða­holts­stræti 34 Garða­bæ sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Úugata nr. 62 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér breytta úr­færslu þaks. Stækk­un 24,3 m³.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 9:02