25. mars 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) varamaður
- Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Guðjón Svansson leiðtogi í íþrótta- og lýðheilsumála
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson Sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Styrkir til efnilegra ungmenna 2025.202502269
Umræður og afgreiðsla á styrkveitingum Mosfellsbæjar til efnilegra ungmenna á árinu 2025.
Alls bárust 14 fullgildar umsóknir í ár innan settra tímamarka. Allir umsækjendur eru vel að styrknum komnir og Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar öllum umsækjendum fyrir þeirra umsóknir. Íþrótta- og tómstundanefnd hefur ákveðið að eftirfarandi ungmenni hljóti styrk sumarið 2025 til að stunda sína tómstund- eða íþrótt. Fullan styrk fá Auður Bergrún Snorradóttir, Ævar Smári Gunnarsson, Eva Kristinsdóttir, Dagur Hrafn Helgason, Arnór Orri Atlason og Úlfur Tobiasson Helmer. Hálfan styrk fá Baldur Þorkelsson og Logi Geirsson.
2. Uppbygging þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá.202311403
Kynning á samþykkt bæjarráðs um næstu skref varðandi uppbyggingu þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá sem jafnframt var vísað til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs fyrir kynninguna.
3. Heitur pottur með ramp fyrir hreyfihamlaða202411616
Kynning á stöðu vinnu við undirbúning smíði heits pottar með aðgengi fyrir hreyfihamlaða í Lágafellslaug.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs fyrir kynninguna.
4. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Kynning á drögum að umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Heiðu Ágústsdóttur garðyrkjustjóra fyrir góða kynningu.
Gestir
- Heiða Ágústsdóttir