7. febrúar 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) áheyrnarfulltrúi
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Umræða um gerð loftslagsstefnu fyrir Mosfellsbæ, í samræmi við ákvörðun 234. fundar umhverfisnefndar um gerð loftslagsstefnu samhliða endurskoðun á núgildandi umhverfisstefnu bæjarins.
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að vinna minnisblað með tillögu að útfærslu vinnu við gerð umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar.
2. Gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ201912163
Lögð fram til kynningar lokadrög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið við Varmárósa. Óskað er eftir umsögn umhverfisnefndar áður en drögin fara í opið athugasemdaferli hjá Umhverfisstofnun.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við lokadrög stjórnunar- og verndaráætlunar Varmárósa og þakkar Umhverfisstofnun fyrir gott samstarf.
3. Endurskoðun umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar 2023202302035
Endurskoðun á fyrirkomulagi umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að vinna tillögur um áframhaldandi verklag umhverfisviðurkenninga.
4. Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar200811187
Lögð fram stöðuskýrsla verkefnisstjóra stikaðra gönguleiða. Ævar Aðalsteinsson verkefnastjóri og fulltrúi Mosverja kemur á fundinn.
Ævar Aðalsteinsson verkefnastjóri Skátafélagsins Mosverja kynnti verkefnið stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd þakkar Ævari fyrir góða kynningu og lýsir ánægju sinni með verkefnið.Gestir
- Ævar Aðalsteinsson