10. desember 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) áheyrnarfulltrúi
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Reynir Matthíasson (RM) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fundadagatal 2025202411328
Lögð fram áætlun um tímasetningar funda umhverfisnefndar árið 2025
Tillaga að fundardagskrá fyrir árið 2025 lögð fyrir og samþykkt.
2. Eigendasamkomulag Sorpu um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi202309272
Lögð fyrir umhverfisnefnd framvinduskýrslu 2, kynningargögn og fundargerðir verkefnisstjórnar um urðunarstað í Álfsnesi
Umhverfisnefnd þakkar fyrir upplýsingar um framvindu á urðunarstaðnum Álfsnesi og óskar jafnframt eftir frekari upplýsingum í samræmi við umræður á nefndarfundi.
3. Grenndarstöðvar í Mosfellsbæ202302133
Kynning á stöðu framkvæmda og undirbúnings nýrra grenndarstöðva í Mosfellsbæ
Lagt fram til kynningar og rætt.
4. Samstarfshópur um vinnu við viðbót stjórnunar- og verndaráætlunar Álafoss202402546
Kynning á stöðu samkomulags um stjórnunar- og verndaráætlun
Samningur um umsjón og rekstur náttúruvættisins Álafoss lagður fyrir. Umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi með fjórum atkvæðum.
5. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Lögð fyrir umhverfisnefnd drög að tímaáætlun fyrir vinnu við umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar árið 2025. Kynning á mögulegu fyrirkomulagi íbúakönnunar.
Tímaáætlun við vinnu umhverfis- og loftslagsáætlunar lögð fyrir til kynningar. Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir framlagningu spurningakönnunar sem kynnt var á fundinum og felur umhverfissviði að halda áfram vinnu málsins.
Gestir
- Sif Sturludóttir