8. október 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) áheyrnarfulltrúi
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Reynir Matthíasson (RM) aðalmaður
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Dóra Lind Pálmarsdóttir Leiðtogi umhverfis og framkvæmda
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Niðurstöður samráðs við nemendur FMOS lagðar fram til kynningar. Umhverfisnefnd upplýst um stöðuna á samráði við grunnskólanemendur.
Lagt fram til kynningar og rætt. Önnur vinnustofa umhverfisnefndar með ráðgjöfum KPMG verður haldin 29.október n.k.
2. Beitarhólf í Mosfellsbæ202409522
Úttekt á ástandi beitarhólfa í Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar og rætt.
3. Hávaðakortlagning vegna umferðar fyrir 2022202408301
Kynning á hávaðakortlagningu Vegagerðarinnar og Mosfellsbæ kynnt. Fulltrúar frá Eflu verkfræðistofu fara yfir samvinnuverkefnið og niðurstöður kortlagningarinnar.
Lagt fram til kynningar og rætt. Umhverfisnefnd þakkar Guðrúnu og Margréti fyrir góða kynningu. Starfsfólk umhverfissviðs heldur áfram vinnu við aðgerðaráætlun í samstarfi við Eflu.
Gestir
- Margrét Aðalsteinsdóttir
- Guðrún Jónsdóttir
4. Niðurstöður vegna vöktunar og saurgerlamælinga í yfirborðsvatni og strandsjó202308840
Heilbrigðiseftirlitið kemur og kynnir niðurstöður sýnataka í ám og sjó í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd þakkar Sigrúnu Hrönn fyrir góða kynningu. Umhverfisnefnd óskar í framhaldi eftir kynningu frá Mos Veitum varðandi mótvægisaðgerðir þeirra.
ÁS og ÓI véku af fundi kl 8.30.
Gestir
- Sigrún Hrönn Halldórsdóttir