15. maí 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áhættugreining á fjárfestingu og rekstri Mosfellsbæjar202406020
Niðurstaða áhættugreiningar KPMG á fjárfestingum og rekstri Mosfellsbæjar lögð fram.
Niðurstaða áhættugreiningar á fjárfestingum og rekstri Mosfellsbæjar til næstu 10 ára lögð fram og kynnt. Bæjarráð þakkar fulltrúum KPMG, bæjarstjóra og þeim starfsmönnum Mosfellsbæjar sem komu að verkefninu kærlega fyrir afar greinargott yfirlit sem mun gagnast sveitarfélaginu mjög vel í þeim verkefnum sem eru framundan. Í áhættugreiningunni kemur fram mikilvægi þess að vanda vel til verka þegar kemur að stórum uppbyggingarverkefnum og gæta þess að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins í hvívetna.
2. Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag2020081051
Kynning á aðgerðaáætlun stýrihóps um barnvænt sveitarfélag.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða aðgerðaáætlun stýrihóps barnvæns sveitarfélags.
Bæjarráð þakkar jafnframt Hugrúnu Ósk Ólafsdóttur, umsjónarmanni BVS fyrir skýra og vel framsetta aðgerðaáætlun.
Gestir
- Hugrún Ósk Ólafsdóttir, umsjónarmaður BVS
3. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlögð drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar 2025-2035 og felur umhverfissviði áframhaldandi úrvinnslu aðgerðaáætlunar.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
4. Úugata 1 - Þroskahjálp202505285
Erindi Þroskahjálpar þar sem óskað er eftir 4% viðbótarstofnframlagi frá Mosfellsbæ vegna byggingar búsetukjarna að Úugötu 1 um leið og þess er óskað að umrædd lóð verði minnkuð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum beiðni Húsbyggingarsjóðs Þroskahjálpar um 4% viðbótarframlag af upprunalegu stofnverði eða kr. 9.764.550 vegna búsetukjarna við Úugötu 1.
Jafnframt heimilar bæjarráð Þroskahjálp að skila hluta lóðarinnar eða ca. 900m2 gegn því að Mosfellsbær taki að sér allan frágang að lóðarmörkum.
Bæjarráð felur jafnframt fjármála- og áhættustýringarsviði að að meta hvort gera þurfi viðauka við fjárfestingaáætlun sem nemur 9,8 m.kr. til þess að mæta þessum ófyrirséða kostnaði.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
5. Grenndarstöðvar í Mosfellsbæ202302133
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að setja niður tvær grenndarstöðvar, við Skálatún og Vefarastræti.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að setja niður tvær nýjar grenndarstöðvar við Skálahlíð og Vefarastræti í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
6. Ráðning skólastjóra Kvíslarskóla202503432
Tillaga um ráðningu skólastjóra Kvíslarskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ráða Heimi Eyvindarson sem skólastjóra Kvíslarskóla samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Bæjarráð óskar Heimi til hamingju og býður hann velkominn til starfa. Þá þakkar bæjarráð Þórhildi Elfarsdóttur fráfarandi skólastjóra fyrir farsæl störf að skólamálum í Mosfellsbæ undanfarin 24 ár.
Gestir
- Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
7. Sumarstörf 2025202505488
Kynning á fyrirkomulagi og stöðu Vinnuskólans sumarið 2025.
Bæjarráð þakkar Eddu Davíðsdóttur, tómstundafulltrúa Mosfellsbæjar fyrir greinargóða kynningu á fyrirkomulagi og stöðu Vinnuskólans sumarið 2025.
Gestir
- Edda Davíðsdóttir, tómstunda- og forvarnarfulltrúi
8. Beiðni knattspyrnudeildar UMFA um notkun á Brúarlandi202504050
Beiðni knattspyrnudeildar UMFA um notkun á Brúarlandi tekin fyrir. Málinu vísað til bæjarráðs frá velferðarnefnd til umfjöllunar.
Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum beiðni UMFA um áfengissölu í Brúarlandi þar sem slíkt fellur ekki að hugmyndafræði Brúarlands um að húsið sé nýtt til virkni og velferðar.
9. Tjaldhóll, Hraðarstaðir 6 - umsóknarbeiðni vegna rekstrarleyfis202407259
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu umsagnarbeiðni vegna umsóknar Tjaldhóls ehf. um rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaða í flokki II - C Minna gistiheimili.
Með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við útgáfu leyfis fyrir gistingu í flokki II-C, í samræmi við umsókn Tjaldhóls ehf., kt. 2504622719.
10. Sameiginleg vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu202002266
Uppfærð fjárhagsáætlun samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu árið 2025.
Lagt fram og kynnt.
11. Framlög til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks 2025-2026202504486
Erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á breytingum á starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árin 2025-2026.
Lagt fram og kynnt.
12. Ársfundur Náttúruhamfaratrygginga Íslands 2025202504236
Boð á ársfund Náttúruhamfaratrygginga Íslands 22. maí nk.
Lagt fram og kynnt.
13. Skógar og lýðheilsa202504422
Ályktun frá Skógfræðingafélagi Íslands.
Lagt fram og kynnt.
14. Opið bréf til sveitarstjórna um skaðsemi vindorkuvera á Íslandi202504522
Opið bréf til sveitarstjórna um skaðsemi vindorkuvera á Íslandi.
Lagt fram og kynnt.