12. nóvember 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) áheyrnarfulltrúi
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir (KDÞ) umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Heiða Ágústsdóttir Garðyrkjustjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028202401260
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 lögð fyrir umhverfisnefnd
Lagt fram til kynningar og rætt.
Bókun fulltrúa L lista:
Í málefnasamningi meirihlutans er lögð áhersla á að fagnefndir komi að gerð og undirbúningi fjárhagsáætlunar. Vinir Mosfellsbæjar eru sammála um mikilvægi þess. Nú er kjörtímabilið hálfnað en aðkoma fagnefnda er enn óbreytt frá því sem áður hefur tíðkast og koma drög að fjárhagsáætlun komandi árs fyrst inn á borð Umhverfisnefndar til kynningar að lokinni fyrri umræðu í bæjarstjórn.2. Eigendasamkomulag Sorpu um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi202309272
Lögð er fyrir umhverfisnefnd fundargerð 6. fundar verkefnastjórnar urðunarstaðar í Álfsnesi
Lagt fram til kynningar og rætt.
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að fara þess á leit að Sorpa upplýsi fyrirfram um fyrirhugaðar framkvæmdir sem haft geti í för með sér lyktarmengun.3. Stækkun og breytingar á Hlíðavelli - aðal- og deiliskipulag austurhluta202408291
Skipulagsfulltrúi mætir á fundinn og kynnir skipulagslýsingu fyrir stækkun Hlíðavallar
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að útbúa umsögn um stækkun Hlíðarvallar í samræmi við umræður.
Gestir
- Kristinn Pálsson
4. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Kynning á stöðu vinnu við umhverfis- og loftslagsstefnu fyrir Mosfellsbæ
Fyrirhugaður er vinnufundur um áframhaldandi vinnu við Umhverfis- og Loftslagsstefnu Mosfellsbæjar í lok mánaðar.