Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. september 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
  • Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) áheyrnarfulltrúi
  • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
  • Reynir Matthíasson (RM) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) umhverfissvið
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Dóra Lind Pálmarsdóttir Leiðtogi umhverfis og framkvæmda


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­ferðarör­ygg­is­áætlun Mos­fells­bæj­ar - End­ur­skoð­un202202287

    Drög að umferðaröryggisáætlun lögð fram til kynningar. Skipulagsnefnd samþykkti þann 14.júní á 613. fundi að fela ráðgjöfum og umhverfissviði áframhaldandi vinnu máls og klára aðgerðaráætlun.

    Drög að upp­færðri um­ferðarör­ygg­is­áætlun Mos­fells­bæj­ar lögð fram til kynn­ing­ar. Um­ræða um skýrsl­una.

  • 2. Eig­enda­sam­komulag Sorpu um með­höndl­un úr­gangs í Álfs­nesi202309272

    Fundargerð verkefnastjórnar urðunar á Álfsnesi lögð fram til kynningar.

    Gögn um hug­mynda­sam­keppni um frá­g­ang og fram­tíð­ar­nýt­ingu urð­un­ar­stað­ar í Álfs­nesi lögð fram til kynn­ing­ar. Enn­frem­ur kynnt­ar gróð­ur­setn­ing­ar í Álfs­nesi sem Sorpa réðst í síð­ast­lið­ið sum­ar. Um­hverf­is­nefnd ósk­ar eft­ir upp­lýs­ing­um frá Sorpu um magn­töl­ur allra úr­gangs­flokka og sam­an­burð þeirra milli ára.

  • 3. Sunda­braut - matsáætlun202309521

    Kynning á stöðu umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar frá Vegagerðinni.

    Helga Jóna Jón­as­dótt­ir verk­efna­stjóri Sunda­braut­ar hjá Vega­gerð­inni mætti og kynnti stöðu vinnu við Sunda­braut frá Sæ­braut að Kjal­ar­nesi.Um­ræð­ur um fram­kvæmd Sunda­braut­ar, þró­un um­ferð­ar og um­hverf­is­þætti í tengsl­um við fram­kvæmd­ina svo sem áhrif á Leir­vog­inn. Stefnt er að því að um­hverf­is­mats­skýrsla liggi fyr­ir til kynn­ing­ar síð­ar á ár­inu.

    Gestir
    • Helga Jóna Jónasdóttir
  • 4. Um­hverf­is- og lofts­lags­stefna fyr­ir Mos­fells­bæ202301124

    Ráðgjafar KPMG koma og halda kynningu um stöðuna á vinnu við umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar.

    Helena Óla­dótt­ir og Hall­gerð­ur Ragn­ars­dótt­ir ráð­gjaf­ar KPMG mættu til fund­ar­ins og kynntu stöðu við vinnu um­hverf­is- og lofts­lags­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Sam­ráð um gerð um­hverf­is- og lofts­lags­stefnu við ung­menni í FMOS og í grunn­skól­um bæj­ar­ins er haf­ið.

    Gestir
    • Helena Óladóttir og Hallgerður Ragnarsdóttir
  • 5. Reið­leið­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ör­ygg­is­upp­lif­un knapa202408413

    Skýrsla um öryggisupplifun knapa á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

    Skýrsla um ör­ygg­is­upp­lif­un knapa lögð fram til kynn­ing­ar. Um­ræð­ur.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00