10. september 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) áheyrnarfulltrúi
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Reynir Matthíasson (RM) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Dóra Lind Pálmarsdóttir Leiðtogi umhverfis og framkvæmda
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar - Endurskoðun202202287
Drög að umferðaröryggisáætlun lögð fram til kynningar. Skipulagsnefnd samþykkti þann 14.júní á 613. fundi að fela ráðgjöfum og umhverfissviði áframhaldandi vinnu máls og klára aðgerðaráætlun.
Drög að uppfærðri umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar. Umræða um skýrsluna.
2. Eigendasamkomulag Sorpu um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi202309272
Fundargerð verkefnastjórnar urðunar á Álfsnesi lögð fram til kynningar.
Gögn um hugmyndasamkeppni um frágang og framtíðarnýtingu urðunarstaðar í Álfsnesi lögð fram til kynningar. Ennfremur kynntar gróðursetningar í Álfsnesi sem Sorpa réðst í síðastliðið sumar. Umhverfisnefnd óskar eftir upplýsingum frá Sorpu um magntölur allra úrgangsflokka og samanburð þeirra milli ára.
3. Sundabraut - matsáætlun202309521
Kynning á stöðu umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar frá Vegagerðinni.
Helga Jóna Jónasdóttir verkefnastjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni mætti og kynnti stöðu vinnu við Sundabraut frá Sæbraut að Kjalarnesi.Umræður um framkvæmd Sundabrautar, þróun umferðar og umhverfisþætti í tengslum við framkvæmdina svo sem áhrif á Leirvoginn. Stefnt er að því að umhverfismatsskýrsla liggi fyrir til kynningar síðar á árinu.
Gestir
- Helga Jóna Jónasdóttir
4. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Ráðgjafar KPMG koma og halda kynningu um stöðuna á vinnu við umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar.
Helena Óladóttir og Hallgerður Ragnarsdóttir ráðgjafar KPMG mættu til fundarins og kynntu stöðu við vinnu umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar. Samráð um gerð umhverfis- og loftslagsstefnu við ungmenni í FMOS og í grunnskólum bæjarins er hafið.
Gestir
- Helena Óladóttir og Hallgerður Ragnarsdóttir
5. Reiðleiðir á höfuðborgarsvæðinu öryggisupplifun knapa202408413
Skýrsla um öryggisupplifun knapa á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Skýrsla um öryggisupplifun knapa lögð fram til kynningar. Umræður.