29. apríl 2025 kl. 16:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Sævar Birgisson (SB) formaður
- Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
- Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Rúnar Már Jónatansson (RMJ) aðalmaður
- Guðfinna Birta Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar
Fundargerð ritaði
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir Skrifstofustjóri umbóta og þróunar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Kynning á nýrri umhverfis- og loftlagsstefnu Mosfellsbæjar. Heiða Ágústsdóttir garðyrkjustjóri kynnir fyrstu drög stefnunnar.
Nefndin þakkar Heiðu Ágústdóttur verkefnastjóra garðyrkju hjá Mosfellsbæ fyrir kynningu á drögum að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar og lýðræðislega ferlinu í kringum vinnuna við stefnuna.
2. Nýsköpunarstyrkur Mosfellsbæjar202405027
Kynning frá Hildi Margrétardóttur og Ívari Sigurðssyni sem hlutu nýsköpunarstyrk Mosfellsbæjar 2024 fyrir verkefni þeirra: Náttúrumeðferðarúrræði fyrir ungmenni sem eiga við fjölþættan vanda að stríða.
Nefndin þakkar þeim Hildi Margrétardóttur og Ívari Sigurðssyni fyrir kynningu á framgangi á verkefninu „Náttúrumeðferðarúrræði fyrir ungmenni sem eiga við fjölþættan vanda að stríða“ sem hlaut nýsköpunarstyrk Mosfellsbæjar árið 2024.
3. Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins - verkefni Mosfellsbæjar202312146
Tillaga um uppfærslu á verkefnum Mosfellsbæjar í Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir með 4 atkvæðum uppfærslu á verkefnum Mosfellsbæjar í Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2025.
Fundargerðir til kynningar
4. Fundargerð 24. fundar stjórnar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins202504254
Fundargerð 24. fundar stjórnar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 22. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
5. Fundargerð 25. fundar stjórnar Markaðsstofu höfuðbrogarsvæðisins202504255
Fundargerð 25. fundar stjórnar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 22. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
6. Fundargerð 26. fundar stjórnar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins202504256
Fundargerð 26. fundar stjórnar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 22. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar.