24. apríl 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) 1. varabæjarfulltrúi
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) 1. varabæjarfulltrúi
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) 3. varabæjarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2023202401557
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2023 lagður fram til fyrri umræðu.
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2023 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætti Lilja Dögg Karlsdóttir endurskoðandi.
Bæjarstjóri hóf umræðuna, ræddi niðurstöður ársreiknings og þakkaði endurskoðanda og starfsfólki fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings. Þá fór Lilja Dögg endurskoðandi yfir helstu efnisatriði í drögum ársreiknings og endurskoðunarskýrslu vegna ársins 2023. Í kjölfarið fóru fram umræður og þökkuðu aðrir sem til máls tóku einnig endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings.
***
Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2023 til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar þann 8. maí 2024.- FylgiskjalÁrsreikningur 2023 Mosfellsbær - eftir bæjarráð 15.04.2024.pdfFylgiskjalSundurliðun ársreiknings 2023 Mosfellsbær.pdfFylgiskjalÁrsreikningur 2023 - kynning bæjarstjórn 24.04.2024.pdf
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1620202404010F
Fundargerð 1620. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 849. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs 202311062
Lagt er til að bæjarráð samþykki nýja samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1620. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Bugðufljót 15L - Umsögn um geymslustað ökutækja 202403161
Frá Samgöngustofu beiðni um umsögn vegna geymslustaðar fjögurra ökutækja að Bugðufljóti 15L.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1620. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Óbyggðar lóðir í eldri hverfum 202403830
Tillaga til bæjarráðs um skipulagsvinnu við lóðir í eldri hverfum svo þær verði úthlutunarhæfar. Tillaga um úthlutun lóðar við Hlíðatún.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1620. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Nýframkvæmd - Varmárskóli - Vörumóttaka og brunastigi 202312354
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í verðfyrirspurn vegna aðkomubyggingar og flóttaleiðar í Varmárskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1620. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Endurbætur leikskólalóða - Hlaðhamrar 202305228
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að framkvæma verðkönnun vegna endurbóta á lóð leikskólans Hlaðhamra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1620. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Íþróttamiðstöðin Varmá, umsagnarbeiðni vegna tímabundis álfengisleyfis - lokahóf Öldungamóts 202404110
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna lokahófs Öldungamóts í íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 11. maí nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1620. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1621202404018F
Fundargerð 1621. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 849. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2023 202401557
Ársreikningur Mosfellsbæjar vegna 2023 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2023 lagður fram til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1621. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1622202404023F
Fundargerð 1622. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 849. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Breyting á legu brauta á Hlíðavelli 202212133
Lögð fyrir bæjarráð tillaga að breytingu Hlíðavallar ásamt samkomulagi við GM um fyrsta áfanga framkvæmda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1622. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Varmárskóli - vesturálma - endurbætur 202404244
Lögð er fram til kynningar skýrsla EFLU um innivist vesturálmu Varmárskóla. Jafnframt er óskað heimildar bæjarráðs til að framkvæma verðfyrirspurn vegna 1. áfanga endurbóta í tengslum við rakamyndun í kjallara vesturálmu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1622. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Íþróttamiðstöðin að Varmá - endurbætur 2024 202404301
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í endurbætur á ytra byrði Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá í samræmi við fjárfestingaáætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1622. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.4. Kvíslarskóli lóðarfrágangur 202404259
Óskað er heimildar til útboðs á endurbótum á dreni og lóð Kvíslarskóla í samræmi við fjárfestingaáætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1622. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.5. Grenndarstöðvar í Mosfellsbæ 202302133
Lagt er til að bæjarráð heimili umhverfissviði að fara í verðfyrirspurn vegna framkvæmda við grenndarstöðvar í Bogatanga og Vogatungu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1622. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.6. Reglur Mosfellsbæjar um rafræna vöktun 202104247
Uppfærðar reglur um rafræna vöktun lagðar fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1622. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.7. Stofnframlög vegna Úugötu 10-12 202403796
Lagt er til að samþykkt verði stofnframlag til Bjargs íbúðafélags vegna byggingar 24 íbúða við Úugötu 10-12 í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1622. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.8. Aðalfundarboð 2024 - Betri samgöngur 202404125
Boð á aðalfund Betri samgangna ohf. sem fram fer 23. apríl nk. lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1622. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.9. Uppbygging að Varmá 202311403
Þarfagreining vegna þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá unnin af stýrihópi um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1622. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 247202404001F
Fundargerð 247. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 849. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Grenndarstöðvar í Mosfellsbæ 202302133
Lagt er fram til kynningar minnisblað garðyrkjustjóra og leiðtoga umhverfis- og framkvæmda, dags. 26.02.2024 varðandi staðsetningar grenndarstöðva vegna vinnu við deiliskipulag ásamt bókun skipulagsnefndar vegna sama minnisblaðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 247. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Leikvellir í Mosfellsbæ 202404026
Tillaga unnin af garðyrkjustjóra Mosfellsbæjar lögð fram til umhverfisnefndar vegna leikvalla í Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 247. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.3. Samsetning úrgangs og magntölur frá Sorpu 202404027
Lagt fram til kynningar samsetning úrgangs og magntölur frá Sorpu fyrir árið 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 247. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.4. Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2024 202404074
Umhverfisnefnd skoðar hvaða breytingar nefndin vill gera á fyrirkomulagi umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 247. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.5. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ 202301124
Farið yfir tímasetningu og fyrirkomulag vinnufundar vegna vinnu við uppfærslu á umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 247. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Menningar- og lýðræðisnefnd - 17202404008F
Fundargerð 17. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 849. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup 202402382
Niðurstöður könnunar um þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 17. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.2. Óformleg rými til sýningarhalds listamanna í Mosfellsbæ 202403195
Lagt fram minnisblað forstöðumanns bókasafns og menningarmála varðandi óformleg sýningarrými listamanna í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 17. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.3. Umsóknir um styrk vegna listviðburða og menningarmála 2024 202402125
Ósk aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Ascension MMXXIV sem haldin verður í Hlégarði 4.-6. júlí nk. um fyrirframgreiðslu styrks.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 17. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.4. Lista- og menningarsjóður. Endurskoðun á reglugerð 202404123
Drög að endurskoðaðri reglugerð Lista- og menningarsjóðs Mosfellsbæjar lögð fram til umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 17. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.5. Úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarmála. Endurskoðun á reglum 202404124
Drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarmála lögð fram til umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 17. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.6. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Endurskoðun á reglum 202404130
Drög að endurskoðuðum reglum um val á bæjarlistamanni Mosfellsbæjar lögð fram til umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 17. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 609202404011F
Fundargerð 609. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 849. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag 201612203
Skipulagsnefnd samþykkti á 605. fundi sínum að auglýsa og kynna nýtt deiliskipulag fyrir Flugumýri athafnasvæði og deiliskipulagsbreytingu fyrir Desjamýri. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða, mögulegar lóðastækkanir og fleira. Lóðastækkanir eru lagðar til sem möguleikar á lóðum að Flugumýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36 og tekur stærð mið af landfræðilegum aðstæðum og öðrum takmörkunum. Innfærðir eru nýir stígar, gönguleiðir, gangstéttir og gönguþveranir. Einnig var gerð deiliskipulagsbreyting fyrir deiliskipulag í Desjamýri þar sem skipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við nýtt deiliskipulag Flugumýrar.
Tillögurnar voru auglýstar og kynntar á vef sveitarfélagsins mos.is, í Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu. Athugasemdafrestur var frá 08.02.2024 til og með 25.03.2024.
Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 29.02.2024, Minjastofnun Íslands, dags. 07.03.2024 og Jóni Magnúsi Jónsssyni og Trausta Hjaltasyni, f.h. eigenda Flugumýrar 6, 8, 18, 20, 30 og 32, dags. 22.03.2024. Hjálagðar eru til kynningar umsagnir og athugasemdir.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.2. Helgadalsvegur 60 - deiliskipulagsbreyting 202306155
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn málsaðila, dags. 13.03.2024, vegna óskar um deiliskipulagsbreytingu fyrir Helgadalsveg 60, í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar. Áætlanir fela í sér að dreifa samþykktum byggingarheimildum frekar um landið og skilgreina gróðurreiti og gróðurhús, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.3. Úugata 2-4 - fyrirspurn og ósk um skipulagsbreytingu 202403173
Borist hefur erindi frá Vífli Björnssyni, f.h. lóðarhafa Úugötu 2-4; Ölmu íbúðafélagi hf., dags. 25.03.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Breytingin felur meðal annars í sér að fjölga íbúðum úr 12 í 14 í hvoru húsi, samtals 28 íbúðir. Að fækka bílastæðum og fella út kröfu um eitt bílastæði á íbúð í kjallara auk kröfu um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Að fjölbýlishúsin verði 2 hæðir auk kjallara og hámarksbyggingarmagn A-rýma verði 1650 m².
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.4. Káraleyni L125597 - fundur og ósk um aðalskipulagsbreytingu 202308686
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu erindi og ósk landeigenda að Káraleyni um aðalskipulagsbreytingu landsins L125597, úr opnu svæði til útivistar í íbúðarbyggð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.5. Álanesskógur - deiliskipulagsbreyting Álafosskvosar 202402385
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Álanesskóg við Álafosskvos og Varmá. Breytingin felur í sér stækkun á mörkum deiliskipulags Álafosskvosar um Álanesskóg. Markmiðið er að skilgreina frekar áætlanir og heimildir til framkvæmda, grisjunar og viðhalds skógarins í samræmi við kröfur Umhverfisstofnunar. Áætlað er að gera Álanesskóg að útivistarskógi með áningarstöðum og trjákurluðum stígum. Deiliskipulagsbreytingin er framsett með uppdrætti í skalanum 1:1000 og greinargerð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.6. Lóð fyrir lokahús milli Völu- og Víðiteigar - deiliskipulag 202402512
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir lokahús við Víðiteig. Deiliskipulagið felur í sér nýja 446 m² lóð fyrir lokahús vatnsveitunnar sem falla mun að landmótun og jarðvegsmön í samræmi við teikningar og gögn. Lóðin er staðsett milli athafnarsvæðis að Völuteig og íbúðarbyggðar Víðiteigar í Teigahverfi. Aðkoma verður um stíga frá Völuteig. Mannvirkið er ómannað með fjarvöktun og mun hýsa loka auk rafmagns- og tengiskápa. Deiliskipulagið er framsett með uppdrætti í skalanum 1:750 og greinargerð auk útlitsmynda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.7. Vogatunga 73 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202401283
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Ívari Haukssyni, f.h. Ottó Þorvaldssonar, vegna viðbyggingar einbýlishúss að Vogatungu 73. Um er að ræða leyfi til að byggja úr timbri, áli og gleri garðskála við hús á lóðinni, í samræmi við framlögð gögn. Stækkunin er 15 m². Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 516. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem umsókn samræmist ekki gildandi skipulagi og skilgreindum byggingarreitum. Hjálögð er samantekt og umsögn skipulagsfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.8. Langitangi 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202403884
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Gunnari Erni Sigurðssyni, f.h. Olís ehf., vegna nýbyggingar bílaþvottastöðvar við bensínstöðina að Langatanga 1. Þvottastöðin er einnar hæðar og stærð hennar 144 m². Áætlað er að bæta flæði umferðar og fjölga bílastæðum í samræmi við innsend gögn. Umsóknin er lögð fram til umfjöllunar skipulagsnefndar vegna óljósra ákvæða í gildandi deiliskipulagi Langatanga 1-5, staðfest 10.05.2006.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.9. Athafnasvæði sunnan Fossavegar við Tungumela - nýtt deiliskipulag 202404272
Borist hefur erindi frá Arkís arkitektum, f.h. MA9 ehf. landeiganda athafnasvæðis við Tungumela, dags. 08.04.2024, með ósk um heimild til að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag á landi L187788 í samræmi við gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 515 202403022F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 516 202403024F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 517 202403029F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 518 202404005F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 19202404019F
Fundargerð 19. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 849. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Lykiltölur 2024 202404149
Lykiltölur velferðarsviðs janúar - mars 2024 lagðar fyrir til kynningar og umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 19. fundar velferðarnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.2. Málefni fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu 202308750
Áfangaskýrsla I um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk lögð fyrir til kynningar og umræðu. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 19. fundar velferðarnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.3. Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum - tilraunaverkefni 202306162
Staða tilraunaverkefnis Gott að eldast lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 19. fundar velferðarnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.4. Ungt fólk 2023 202401300
Niðurstöður könnunar Rannsóknar og greiningar meðal nemenda í 5.-10. bekk í Mosfellsbæ sem fram fór í desember 2023 lagðar fram. Rannsóknin nær meðal annars til líðan barna, svefns, þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi, samveru við foreldra og vímuefnanotkunar. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 19. fundar velferðarnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.5. Ársreikningur 2023 202403820
Ársreikningur Áss styrktarfélags 2023 lagður fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 19. fundar velferðarnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.6. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1693 202404016F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 19. fundar velferðarnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
10. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 432202404021F
Fundargerð 432. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 849. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Endurnýjun skólalóða 202211340
Kynning á rýni fyrir endurnýjun skólalóðar Lágafellsskóla
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar fræðslunefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
10.2. Umsókn um heimakennslu 202403438
Umsókn um heimakennslu fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram til staðfestingar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar fræðslunefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
10.3. Tillaga B, C og S lista um hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ 202211093
Lagt fram yfirlit yfir framkvæmd hinsegin fræðslu í skólum Mosfellsbæjar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar fræðslunefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
10.4. Úthlutun leikskólaplássa 2024 202404370
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar fræðslunefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
10.5. Menntastefna Mosfellsbæjar 201902331
Heimasíða um Menntastefnu kynnt
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar fræðslunefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
7. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 13202404009F
Fundargerð 13. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 849. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 202311202
Bæjarstjórn vísar drögum að endurskoðun reglna um nýsköpunarstyrk til atvinnu- og nýsköpunarnefndar til nánari úrvinnslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 13. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Almenn erindi
11. Beiðni um lausn frá setu í bæjarstjórn og nefndum202404425
Beiðni Leifs Inga Eysteinssonar um lausn frá setu sem varamaður í bæjarstjórn auk setu í fræðslunefnd og menningar- og lýðræðisnefnd frá og með 18. maí 2024.
Leifur Ingi Eysteinsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.Bæjarstjórn samþykki með 10 atkvæðum fyrirliggjandi beiðni Leifs Inga Eysteinssonar um lausn frá setu sem varamaður í bæjarstjórn, aðalmaður í fræðslunefnd og varamaður menningar- og lýðræðisnefnd vegna fyrirhugaðs náms erlendis frá og með 18. maí 2024.
Forseti þakkaði Leifi Inga fyrir samstarfið og óskaði honum velfarnaðar í fyrirhuguðu námi fyrir hönd bæjarstjórnar.
12. Forsetakosningar 2024 - kjörstaður og fjöldi kjördeilda202402286
Tillaga um kjörstað og fjölda kjördeilda í kosningu til embættis forseta Íslands 1. júní nk.
Bæjarráð samþykkir með 11 atkvæðum að forsetakosningar þann 1. júní nk. fari fram í Lágafellsskóla í átta kjördeildum.
13. Forsetakosningar 2024 - kosning í undirkjörstjórnir202402286
Kosning aðila í undirkjörstjórnir vegna forsetakosninga sem fram fara 1. júní 2024.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að kjósa aðila í undirkjörstjórnir vegna forsetakosninga sem fram fara 1. júní 2024 í samræmi við fyrirliggjandi tilnefningar.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að veita bæjarráði umboð til að kjósa fulltrúa í undirkjörstjórnir komi til forfalla kjörinna fulltrúa, eftir því sem þörf krefur fram að kjördegi.
14. Hlégarður - umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis202404345
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis vegna sveitaballs í Hlégarði 27. apríl nk.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tímabundins tækifærisleyfis vegna sveitaballs í Hlégarði þann 27. apríl nk.
Fundargerðir til kynningar
15. Fundargerð 259. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.202404452
Fundargerð 259. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 849. fundi bæjarstjórnar.
16. Fundargerð 495. fundar stjórnar Sorpu202404269
Fundargerð 495. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 849. fundi bæjarstjórnar.
17. Fundargerð 496. fundar stjórnar Sorpu202404306
Fundargerð 496. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 849. fundi bæjarstjórnar.
18. Fundargerð 47. eigendafundar Sorpu bs.202404422
Fundargerð 47. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 849. fundi bæjarstjórnar.
19. Fundargerð 576. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202404423
Fundargerð 576. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 849. fundi bæjarstjórnar.
20. Fundargerð 126. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202404411
Fundargerð 126. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 849. fundi bæjarstjórnar.