12. mars 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Reynir Matthíasson (RM) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Dóra Lind Pálmarsdóttir Leiðtogi umhverfis og framkvæmda
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis202402302
Lagt fram til kynningar minnisblað frá matvælaráðuneyti vegna regluverks um búfjárbeit.
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði Mosfellsbæjar að kanna hvort til séu uppfærðar afréttarskrár í sveitarfélaginu sbr. ákvæði 6. gr. fjallskilalaga, til þess að ótvírætt sé hvaða svæði innan þeirra séu afréttir og hægt sé að beita ákvæðum fjallskilalaga sem til þeirra taka.
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði Mosfellsbæjar að yfirfara og eftir atvikum endurskoða fjallskilasamþykktir með skipulegum hætti, með það að markmiði að nota örugglega þau verkfæri sem eru í fjallskilalögum.
2. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Glærur umhverfissviðs um stöðu vinnu við nýja umhverfis- og loftslagsstefnu lagðar fram til kynningar.
Vinna að loftslagsstefnu kynnt og rædd.
Stefnt er að vinnufundi umhverfisnefndar vegna vinnu við umhverfis- og loftslagsstefnu Mosfellsbæjar um miðjan apríl.3. Stóri Plokkdagurinn202402549
Erindi frá ,,Plokk á Íslandi,, vegna Stóra Plokkdagsins 28.apríl næstkomandi lagt fram til kynningar.
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að ræða við fræðslusvið um mögulega þáttöku skóla Mosfellsbæjar í Plokkdeginum í samræmi við umræður á fundinum.
4. Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup202402382
Niðurstöður þjónustukönnunar Sveitarfélaganna lögð fram til kynningar. Markmið könnunar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Framkvæmdartími var 14.nóv '23 til 11.jan '24 og könnunin var unnin af Gallup.
Lagt fram til kynningar.
5. Leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ202305240
Ný samstarfsyfirlýsing HOPP og Mosfellsbæjar lögð fram fyrir árið 2024 en samstarfsyfirlýsing Mosfellsbæjar og HOPP fyrir árið 2023 rann út í október síðastliðnum. Samtals voru farnar um 31 þús ferðir í Mosfellsbæ á tímabilinu júní til október árið 2023 og undir 5% ferða fara úr eða enda svæði utan Mosfellsbæjar. Rafhlaupahjól HOPP voru notuð 95% innan bæjarmarka Mosfellsbæjar.
Fáar athugasemdir hafa borist frá íbúum vegna umgengni við HOPP rafhlaupahjólin og hefur HOPP náð í hjól sem hafa verið skilin eftir á óæskilegum stöðum. Aðgengi að deilihagkerfi og fjölbreyttum samgöngulausnum er lykilatriði í breytingu ferðavenja til sjálfbærari framtíðar ásamt styrkingu á samgönguinnviðum.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á örugga notkun rafhlaupahjóla.