11. mars 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) áheyrnarfulltrúi
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Reynir Matthíasson (RM) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir (KDÞ) umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Heiða Ágústsdóttir Garðyrkjustjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umhverfis- og loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ202301124
Kynning fyrir nefndir og íbúakönnun vegna umhverfis- og loftslagsstefnu lögð fyrir umhverfisnefnd til ákvörðunartöku.
Umhverfisnefnd samþykkir íbúakönnun og kynningu fyrir nefndir Mosfellsbæjar á umhverfis- og loftslagsstefnu og felur umhverfissviði að ljúka útfærslu hennar í samstarfi við skrifstofu umbóta og þróunar í samræmi við umræður á fundi.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.2. Grenndarstöðvar í Mosfellsbæ202302133
Michele Rebora vék af fundi kl 8:25.Staða framkvæmda við grenndarstöðvar í Mosfellsbæ kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Staða á framkvæmdum grenndarstöðva lögð fram til kynningar.
3. Ársskýrsla vegna urðunarstaðar í Álfsnesi 2024202503153
Ársskýrsla vegna urðunarstaðar í Álfsnesi 2024 lögð fyrir umhverfisnefnd til kynningar.
Skýrsla varðandi árangur við úrgangsstjórnun urðunarstaðar í Álfsnesi árið 2024 lögð fram til kynningar.