Mál númer 202105196
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Viðauki 7 - vegna framlaga til Strætó bs. og Skálatúns.
Afgreiðsla 1561. fundar bæjarráðs samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. desember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1561
Viðauki 7 - vegna framlaga til Strætó bs. og Skálatúns.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 7 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022. Viðaukinn felur í sér að framlög til Strætó bs. hækka um kr. 28.324.643, framlög til Skálatúns hækka um kr. 164.236.000, tekjur frá Jöfnunarsjóði hækka um kr. 91.000.000 og áætlaðar tekjur af útsvari hækka um kr. 101.560.643. Breytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu eða fjármögnun.
- 14. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #811
Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2022.
Afgreiðsla 1547. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. september 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1547
Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2022.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 6 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022. Viðaukinn felur í sér að áætlaður launakostnaður hækkar um 67 m.kr. vegna áhrifa kjarasamninga. Breytingunni er mætt með hækkun skammtímaskulda.
- 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022
Afgreiðsla 1543. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
- 28. júlí 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1543
Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 5 á deild „31205 Varmárskóli/Kvíslarskóli - fasteign“ sem nemur samtals 52 m.kr. Breytingin verði fjármögnuð með hækkun skammtímaskulda.
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022 um byggðasamlög lagður fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1538. fundar bæjarráðs samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. júní 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1538
Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022 um byggðasamlög lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 4 um byggðasamlög, sbr. reglugerð nr. 230/2021. Viðaukinn felur í sér að rekstrarniðurstaða eykst um 9,5 kr., eignir aukast um 845 m.k.r., skuldir og eigið fé aukast um 845 m.kr., þar af eykst eigið fé um 442 m.kr., veltufé frá rekstri eykst um 57 m.kr., fjárfestingar aukast um 104 m.kr. og skammtímaskuldir og handbært fé hækka um 20 m.kr.
- 15. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #807
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1537. fundar bæjarráðs samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
- 9. júní 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1537
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 3 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 sem felur annars vegar í sér að fjárfestingaáætlun Eignasjóðs vegna Kvíslarskóla hækkar úr 52 m.kr. í 160 m.kr. Hins vegar að deild "06270 Vinnuskóli" hækkar um 31.684.379. Breytingarnar verða fjármagnaðar með lækkun á handbæru fé.
- 18. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #805
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2022 lagður fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1535. fundar bæjarráðs samþykkt á 805. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #805
Viðauki I við fjárhagsáætlun ársins 2022. Máli frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla 1534. fundar bæjarráðs samþykkt á 805. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. maí 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1535
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2022 lagður fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum viðauka 2 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 sem felur í sér að tekjur Eignasjóðs, A hluta, af gatnagerðargjöldum hækka um 132 m.kr. og eignfært stofnframlag félagslegra íbúða, B hluta, hækka um 132 m.kr. Breytingin hefur ekki áhrif á handbært fé samantekins A og B hluta.
- 5. maí 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1534
Viðauki I við fjárhagsáætlun ársins 2022. Máli frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum viðauka 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 sem felur í sér að fjárfestingaáætlun Eignasjóðs hækkar um 15.000.000.
- 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Viðauki I við fjárhagsáætlun ársins 2022.
Afgreiðsla 1533. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1533
Viðauki I við fjárhagsáætlun ársins 2022.
Frestað vegna tímaskorts.
- 12. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #796
Erindi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varðandi fjárhagsáætlun eftirlitsins vegna ársins 2022 sem taka mun til nýs sameinaðs heilbrigðiseftirlits auk gjaldskrár fyrir hundahald lagt fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1516. fundar bæjarráðs samþykkt á 796. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. desember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1516
Erindi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varðandi fjárhagsáætlun eftirlitsins vegna ársins 2022 sem taka mun til nýs sameinaðs heilbrigðiseftirlits auk gjaldskrár fyrir hundahald lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrár sameinaðs heilbrigðiseftirlits og hundaeftirlit.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Fjárhagsáætlun 2022 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 24. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Uppfærðar gjaldskrár 2022 lagðar fram til kynningar. Yfirlit yfir álagningarforsendur fasteignagjalda auk uppfærðra reglna um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega lagðar fram til kynningar.
Afgreiðsla 1513. fundar bæjarráðs samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Drög að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2022 kynnt fyrir ráðinu.
Afgreiðsla 27. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 795. fundi bæjarstjórnar.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 fyrir menningarmál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Afgreiðsla 35. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 fyrir umhverfismál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar
Afgreiðsla 223. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025. Síðari umræða.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri og Pétur Jens Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árin 2022 til 2025.
-------------------------------------------------------------
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 A og B hluta eru eftirfarandi:
Tekjur: 15.582 m.kr.
Gjöld: 13.925 m.kr.
Afskriftir: 554 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 886 m.kr.
Tekjuskattur: 14 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: 203 m.kr.
Eignir í árslok: 26.437 m.kr.
Eigið fé í árslok: 6.810 m.kr.
Fjárfestingarhreyfingar: 1.604 m.kr.-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2022 eru eftirfarandi:
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,203% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,095% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,316% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,095% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,540% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,095% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu, fyrsta dag hvers mánaðar frá 1. febrúar til og með 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar með eindaga 2. mars.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2022.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.
Reglur um fjárhagsaðstoð í Mosfellsbæ.
Reglur um tekjuviðmið vegna niðurgreiðslu leikskólagjalda-------------------------------------------------------------
Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 01.01.2022 voru samþykktar:
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga
Gjaldskrá Bókasafns Mosfellsbæjar
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála
Gjaldskrá sorphirðu
Gjaldskrá fráveitu
Gjaldskrá rotþróargjald, með fyrirvara um umsögn heilbrigðisnefndar
Gjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrá Hitaveitu
Gjaldskrá um hundahald, með fyrirvara um umsögn heilbrigðisnefndar
Gjaldskrár stuðningsfjölskyldna
Gjaldskrá frístundasels fatlaðra barna og ungmenna
Gjaldskrár daggæslu (dagforeldra) barna yngri og eldri en 13 mánaða
Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 01.08.2022 voru samþykktar:
Gjaldskrár leikskóla, bleyjugjald og sjálfstætt starfandi leikskóla
Gjaldskrár mötuneytis- og ávaxtabita í grunnskólum
Gjaldskrá í frístundaselum grunnskóla
Gjaldskrá viðbótarvistun í frístundaseli
Gjaldskrá Listaskóla - tónlistardeild
Gjaldskrá Listaskóli ? skólahljómsveit
Gjaldskrá frístundasels fatlaðra barna og ungmenna
Eftirfarandi gjaldskrár þar sem fjárhæðir hafa tekið breytingum í samræmi við efnisákvæði gjaldskrárinnar voru lagðar fram til kynningar.
Gjaldskrá stuðningsþjónustu
Gjaldskrá heimsendingar fæðis
Gjaldskrá námskeiðsgjalds í félagsstarfi aldraðra
Gjaldskrá þjónustugjalds í leiguíbúðum aldraðra
Gjaldskrár húsaleigu í félagslegum íbúðum og í íbúðum aldraðra
Gjaldskrár akstursþjónustu fatlaðs fólks og eldra fólks
Gjaldskrá húsaleigu í íbúðum aldraðraEftirfarandi gjaldskrár voru felldar úr gildi
Gjaldskrá húsnæðisfulltrúa
Gjaldskrá húsaleigu í þjónustuíbúðum fatlaðs fólks-------------------------------------------------------------
Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
-------------------------------------------------------------
1. Tillaga Önnu Sigríðar Guðnadóttur bæjarfulltrúa S-lista: Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að á árinu 2022 hefji bæjarstjórn formlega fundi með stjórnum hverfafélaga sem starfa í bænum. Þá bjóði bærinn aðstoð sína við að stofna slík samtök þar sem þau hafa ekki þegar verið stofnuð, í samræmi við lið 2.a. i og ii í Lýðræðisstefnu bæjarins. Fundað yrði a.m.k. árlega með hverri stjórn. Þá auglýsi bæjarstjórn almenna fundi í hverfum bæjarins a.m.k. árlega þar sem sérstaklega yrðu tekin fyrir málefni sem tengjast viðkomandi hverfi og brenna á íbúum. Tillögunni verði vísað til Lýðræðis- og mannréttindanefndar með drögum að fjárhagsáætlun til umræðu og afgreiðslu.
***
Bæjarstjóri leggur til að tillögu bæjarfulltrúa S-lista verði vísað til umfjöllunar og afgreiðslu lýðræðis- og mannréttindanefndar. Bæjarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að vísa tillögu bæjarfulltrúa S-lista til umfjöllunar og afgreiðslu lýðræðis- og mannréttindanefndar. Bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.-------------------------------------------------------------
2. Tillaga Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista: Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar leggur fram tillögu um breytingu á fjárfestingaráætlun fyrir A hluta bæjarsjóðs 2022. Inn komi nýr liður undir gatnagerð sem beri nafnið, Skammadalsvegur. Varið verði allt að 5 milljónum króna á árinu 2022 og eftir atvikum sömu upphæð hvert ár, á árunum 2023-2025. Fjárfestingaráætlun A hluta árið 2022 hækki þar með úr kr. 890 milljónum í kr. 885 milljónir. Þessari hækkun verði mætt með því að lækka áætlaðan rekstrarafgang ársins 2022 úr kr. 203 milljón í kr. 198 milljónir.
***
Tillagan var felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn þremur atkvæðum bæjarfulltrúa C-, L- og S- lista. Bæjarfulltrúi M- lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.-------------------------------------------------------------
Bókun D- og V-lista:
Fjárhagsáætlun ársins 2022 ber í senn merki aukinna efnahagslegra umsvifa eftir það högg sem heimsfaraldur kórónaveirunnar var og þeirrar viðspyrnu sem Mosfellsbær hefur náð með ráðdeild í rekstri. Ráðdeildin hefur beinst að því að tryggja óbreytta eða aukna þjónustu án þess að ganga of langt í lántöku. Þá endurspeglar áætlunin vel þá staðreynd að sveitarfélagið hefur burði til að mæta fjárhagslegum áföllum síðustu tveggja ára.- Áformað er að bæjarsjóður verði rekinn með 203 m.kr. afgangi á næsta ári.
- Gert er ráð fyrir afgangi af rekstrinum þrátt fyrir að lagt sé til að bæði leikskólagjöld og álagningarprósentur fasteignagjalda lækki.
- Veltufé frá rekstri verður jákvætt um 1.476 m.kr. eða 9,6% af heildartekjum.
- Framkvæmt verður fyrir um þrjá milljarða til að byggja upp innviði og efla samfélagið.
- Skuldir sem hlutfall af tekjum munu lækka og skuldaviðmiðið verður 100,8% af tekjum í árslok.
- Álagningarhlutfall útsvars verður 14,48% sem er undir leyfilegu hámarki.Á næsta ári munu álögur á íbúa og fyrirtæki ekki hækka að raungildi og lækka í nokkrum tilfellum. Að okkar mati hefur þjónusta við íbúa og viðskiptavini eflst jafnt og þétt og þar er sígandi lukka best. Unnið er að hönnun og byggingu nýs leikskóla í Helgafellshverfi til að mæta þörfum fyrir leikskólapláss í því barnmarga hverfi. Einnig er gert ráð fyrir að hafist verði handa við byggingu langþráðrar þjónustubyggingar við íþróttamiðstöðina að Varmá og byggingu íþróttahúss við Helgafellsskóla. Þetta eru dæmi um framkvæmdir sem haldast í hendur við ört stækkandi sveitarfélag. Allt er þetta gert til þess að mæta þörfum íbúa í nútíð og framtíð og á þátt í að auka lífsgæði og velferð þeirra.
Við viljum þakka starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir frábært starf í tengslum við að koma þessari fjárhagsáætlun saman. Nú sem fyrr leysti starfsfólk Mosfellsbæjar hverja þraut á grunni virðingar, jákvæðni, framsækni og umhyggju.***
Bókun S-lista:
Samfylkingin ítrekar þá afstöðu sem bæjarfulltrúar hennar hafa talað fyrir árum saman í bæjarstjórn Mosfellsbæjar að breytt verði vinnubrögðum við undirbúning fjárhagsáætlana og að fagnefndir komi fyrr að málum og á skipulagðari hátt. Í fjárhagsáætlun þeirri sem nú er afgreidd úr bæjarstjórn eftir seinni umræðu er að finna ýmis verkefni og þjónustu sem mikil eindrægni ríkir um í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Hins vegar er það svo að grunnurinn að fjárhagsáætluninni sem hér liggur fyrir er byggður á pólitískri stefnumótun og hugmyndafræði meirihluta D og V lista sem Samfylkingin hefur ekki tekið þátt í að móta. Þessi fjárhagsáætlun því er að fullu og öllu á ábyrgð Vinstri grænna og sjálfstæðismanna og samráð ekki haft við þá fulltrúa kjósenda sem sitja í minnihluta. Af þeim orsökum situr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2022-2025.***
Bókun L-lista vegna áætlaðra gatnagerðargjalda:
Í fjárfestingaráætlun fyrir 2022 er gert ráð fyrir 1.332 milljónum króna í tekjur af gatnagerðargjöldum. Á bak við þessa tekjuáætlun eru tekjur vegna nokkurra svæða s.s. í Helgafellslandi, við Sunnukrika, Hamraborg og Bjarkarholt. Vonandi fyrir bæjarsjóð gengur þessi tekjuáætlun eftir, en geri hún Það ekki er ljóst að áætluð 1.800 milljóna króna lántaka bæjarsjóðs á árinu 2022 þarf, að óbreyttu, að hækka sem nemur lægri tekjum af gatnagerðargjöldum.Bókun L-lista vegna álagningar fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði:
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar síðast liðin tvö ár hefur bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar flutt tillögur þess efnis að lækka álagningarstuðul fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að koma til móts við hækkanir fasteignamats sem hafa verið umtalsvert hærri undan farin nokkur ár en nemur almennum verðlagsbreytingum á milli ára.Tillögur bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar, sem lagðar voru fram m.a. eftir áeggjan félags atvinnurekenda og sveitarstjórnarráðuneytisins, og gengu út að að lækka álagningarstuðul meira en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna lagði til, hlutu ekki samþykki.
Eitthvað af áeggjan um lægri álagningarstuðul hefur þó skilað sér inn í þessa fjárhagsáætlun sem nú er til afgreiðslu þar sem komið meira til móts við gjaldendur fasteignaskatts af atvinnuhúsnæði en fyrri ár og af þeirri ástæðu flytur bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar ekki tillögu um breytingu/lækkun á álagningarstuðli vegna komandi árs 2022. Rétt er þó að minna á að raunhækkun fasteignamats á atvinnuhúsnæði undan farin nokkur ár er umtalsvert meiri en sem nemur þeirri mildum sem þó hefur átt sér stað.***
Bókun M-lista:
Fulltrúi M-lista bendir á að þessi fjárhagsáætlun er unnin með stefnu V- og D- lista í forgrunni. Þessir stjórnmálaflokkar hafa starfað lengi saman í Mosfellsbæ og skuldir vaxið umtalsvert. Þær nema nú um eða yfir 1,4 milljónum kr. á hvern íbúa.Skuldahlutfall nemur nú um eða yfir 132% og um 100,2% sé miðað við sérstaka reglugerð um skuldaviðmið sveitarfélaga. Þetta er of mikil skuldsetning sem dregur úr getu bæjarfélagsins til að standa undir skuldbindingum sínum. Þakkir eru færðar til þeirra sem lögðu vinnu í þessa áætlun. Fulltrúi M-lista er sáttur við fjölmargt sem unnið er í Mosfellsbæ en getur ómögulega stutt öll áform V- og D-lista. Því situr fulltrúi M-lista hjá.
***
Bókun C-lista:
Það er áhyggjuefni hversu skuldir Mosfellsbæjar hafa vaxið umfram fjölgun íbúa. Þótt það sé eðlilegt að skuldir aukist við fjölgun íbúa er ljóst að það verið ekki lengra gengið í þeim efnum.
Ýmislegt jákvætt er þó í þessari fjárhagsáætlun. Þannig styður Viðreisn lækkun á leikskólagjöldum. Og það er jákvætt að gert sé ráð fyrir afgangi í erfiðu árferði.Við teljum hins vegar að það mætti taka fastar á húsnæðisvandanum. Þannig er aftur ráðgert að bæta við einni félagslegri íbúð. Selja eina og bæta tveimur við. Nú þegar erum við í liði með Garðabæ og Seltjarnarnesi þegar kemur að takmörkuðu framboði af félagslegu húsnæði. Fjöldi á biðlista eftir félagslegu húsnæði hefur tvöfaldast frá árinu 2017.
Við í Viðreisn viljum kröftugt atvinnulíf og öfluga velferðarþjónustu. Húsnæðismál eru eitt helsta viðfangsefnið þegar kemur að velferð fjölskyldna og það er okkar hlutverk að finna lausn á því viðfangsefni. Þegar kemur að sveitarfélögum ætti verkefnið að vera að tryggja nægt framboð af félagslegu húsnæði og tryggja framboð af lóðum þannig að skortu á húsnæði keyri ekki verð á húsnæði upp.
Fulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2022.
-------------------------------------------------------------
Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2022-2025 upp í heild sinni. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa V- og D-lista. Aðrir bæjarfulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2022 í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 kynnt.
Afgreiðsla 313. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Lögð eru fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 fyrir helstu verkefni skipulagsmála á umhverfissviði Mosfellsbæjar frá fyrri umræðu bæjarstjórnar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 555. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Kynning á fjárhagsáætlun frístundasviðs 2022
Afgreiðsla 249. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. desember 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #555
Lögð eru fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 fyrir helstu verkefni skipulagsmála á umhverfissviði Mosfellsbæjar frá fyrri umræðu bæjarstjórnar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs fór yfir drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025.
- 2. desember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1513
Uppfærðar gjaldskrár 2022 lagðar fram til kynningar. Yfirlit yfir álagningarforsendur fasteignagjalda auk uppfærðra reglna um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega lagðar fram til kynningar.
Uppfærðar gjaldskrár 2022 lagðar fram til kynningar. Yfirlit yfir álagningarforsendur fasteignagjalda auk uppfærðra reglna um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulágra elli-og örorkulífeyrisþega jafnframt lagðar fram til kynningar.
- 25. nóvember 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #223
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 fyrir umhverfismál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs fór yfir drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 fyrir umhverfismál í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á mikilvægi umhverfismála og umhverfisstefnu Mosfellsbæjar. - 25. nóvember 2021
Lýðræðis- og mannréttindanefnd #24
Fjárhagsáætlun 2022 lögð fram til kynningar.
Fjárhagsáætlun 2022 lögð fram til kynningar.
- 25. nóvember 2021
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #249
Kynning á fjárhagsáætlun frístundasviðs 2022
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs kynnti drög að fjárhagsáætlun fræðslu-og frístundasviðs fyrir næsta ár.
- 24. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #794
Kynning á fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2022
Afgreiðsla 398. fundar fræðslunefndar samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #794
Kynnt er samantekt á helstu verkefnum skipulagsmála á umhverfissviði Mosfellsbæjar í tengslum við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022 til 2025.
Afgreiðsla 554. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2021
Menningar- og nýsköpunarnefnd #35
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 fyrir menningarmál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 10. nóvember
lögð fram og rædd. Auður Halldórsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnti. - 23. nóvember 2021
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #313
Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2022 í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 kynnt.
Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2022 kynnt og rædd.
- 22. nóvember 2021
Öldungaráð Mosfellsbæjar #27
Drög að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2022 kynnt fyrir ráðinu.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnti drög að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2022 fyrir ráðinu.
- 19. nóvember 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #554
Kynnt er samantekt á helstu verkefnum skipulagsmála á umhverfissviði Mosfellsbæjar í tengslum við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022 til 2025.
Málinu frestað.
- 17. nóvember 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #398
Kynning á fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2022
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs kynnti drög að fjárhagsáætlun sviðanna fyrir næsta ár.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2022-2025 til bæjarráðs 25.10.2021 - uppfærð 02.11.2021.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2022 kynning í bæjarstjórn fyrri umræða.pdf
- 10. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #793
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 lögð fram.
Afgreiðsla 1509. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #793
Fyrri umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptasviðs, Pétur Jens Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
***
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar til fyrri umræðu á 1509. fundi sínum 28. október 2021.Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar þökkuðu starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir til starfsmanna.
***
Tillögur bæjarfulltrúa Önnu Sigríðar Guðnadóttur bæjarfulltrúa S-lista við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2022-2025: Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að á árinu 2022 hefji bæjarstjórn formlega fundi með stjórnum hverfafélaga sem starfa í bænum. Þá bjóði bærinn aðstoð sína við að stofna slík samtök þar sem þau hafa ekki þegar verið stofnuð, í samræmi við lið 2.a. i og ii í Lýðræðisstefnu bæjarins. Fundað yrði a.m.k. árlega með hverri stjórn. Þá auglýsi bæjarstjórn almenna fundi í hverfum bæjarins a.m.k. árlega þar sem sérstaklega yrðu tekin fyrir málefni sem tengjast viðkomandi hverfi og brenna á íbúum.
Tillögunni verði vísað til Lýðræðis- og mannréttindanefndar með drögum að fjárhagsáætlun til umræðu og afgreiðslu.***
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar ásamt tillögu bæjarfulltrúa S-lista til síðari umræðu sem verði 8. desember 2021. - 28. október 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1509
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem fram fer 10. nóvember næstkomandi.
- 13. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #791
Fjárfestingaáætlun 2022 lögð fram.
Afgreiðsla 1506. fundar bæjarráðs samþykkt á 791. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. október 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1506
Fjárfestingaáætlun 2022 lögð fram.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, fór yfir drög að áætlun um eignfærðar fjárfestingar fyrir árið 2022.
- 29. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #790
Drög að áætlun skatttekna ársins 2022 og íbúaspá áranna 2022-2025 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1504. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1504
Drög að áætlun skatttekna ársins 2022 og íbúaspá áranna 2022-2025 lögð fram til kynningar.
Drög að áætlun skatttekna ársins 2022 og íbúaspá áranna 2022-2022 lögð fram til kynningar.
- 15. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #789
Dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 kynnt.
Afgreiðsla 1502. fundar bæjarráðs samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1502
Dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 kynnt.
Framlögð dagskrá vegna vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 lögð fram og kynnt. Bæjarráð samþykkir dagskránna með þremur atkvæðum.
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun 2022 til 2025 lögð fram.
Afgreiðsla 1491. fundar bæjarráðs samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. maí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1491
Dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun 2022 til 2025 lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025 í samræmi við fyrirliggjandi dagskrá.