24. nóvember 2021 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) 1. varabæjarfulltrúi
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varaforseti
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1512202111018F
Fundargerð 1512. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 794. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Beiðni Strætó bs. um að samþykkt verði einföld ábyrgð og veðsetning tekna til tryggingar lánasamninga 202111294
Erindi Strætó bs. þar sem þess er ósk að samþykkt verði einföld ábyrgð, veðsetning tekna til tryggingar ábyrgðar og umboð til að undirrita lán Lánasjóðs sveitarfélaga og Arion banka til Strætó bs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1512. fundar bæjarráðs samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn samþykkt afgreiðslunnar.
1.2. Hlégarður - Framtíðarsýn, Nýframkvæmd 202011420
Minnisblað umhverfissviðs vegna framkvæmda við Hlégarð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1512. fundar bæjarráðs samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1511202111010F
Fundargerð 1511. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 794. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Verkefni vegna innleiðingar hringrásakerfis 202111048
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.11.2021, varðandi verkefni sem tengjast gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem taka gildi 1. janúar 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1511. fundar bæjarráðs samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Rekstur deilda janúar til september 202111114
Rekstrar og fjárfestingayfirlit janúar til september 2021 lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1511. fundar bæjarráðs samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Eignasjóður, innri leiga og viðhald eigna 202111151
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, varðandi eignasjóð, innri leigu og viðhald eigna, dags. 08.11.2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista
Í samræmi við 1. mgr. 108. gr. a í lögum um ársreikninga nr. 3/2006 leggur bæjarstjórn Mosfellsbæjar til að komið verði á laggirnar endurskoðunarnefnd fyrir bæjarfélagið í samræmi við framangreind lög.Fram kom frávísunartillaga sem var samþykkt með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
Bókun M-lista
Afstaða bæjarfulltrúa M-lista er að endurskoðunarnefndir eru mikilvægar og gegna þær því hlutverki að tryggja áreiðanleika og óhæði endurskoðunar. Eitt af meginmarkmiðum með starfsemi nefnda af þessum toga er að draga úr hættu á fjármálamisferli og efla traust á fjárhagsupplýsingum. Mosfellsbær er með útgefin skráð skuldabréf á markaði og sé horft til þess ber bæjarfélaginu skylda að hafa starfandi endurskoðunarnefnd sé litið til laga um ársreikning nr. 3/2006 ásamt síðari breytingum. Tilurð endurskoðunarnefnda felur í sér góða stjórnarhætti. Mosfellsbær fellur undir einingu tengda almannahagsmunum í skilningi framangreindra laga og engar undanþáguheimildir frá starfrækslu endurskoðunarnefndar eru fyrir sveitarfélög, sem eru með skráð skuldabréf á markaði, hvorki í íslenskum lögum né ESB-rétti. Því er mikilvægt að Mosfellsbær uppfylli þetta ákvæði laga um ársreikninga nr. 3/2006.Bókun V- og D-lista
Ástæða frávísunartillögu og samþykkt hennar er sú að hér er lögð fram tillaga af fulltrúa Miðflokksins sem er í engu samræmi við efni málsins sem hér er til umfjöllunar. Heiti málsins er Eignasjóður, innri leiga og viðhald eigna. Tillagan er hinsvegar um stofnun endurskoðunarnefndar sem er allt annað mál og enginn bæjarfulltrúi undirbúinn að fjalla um. Því er sérkennilegt að hér sé lögð fram bókun sem fjallar um það efnisatriði sem ekki er á dagskrá fundarins.
En hvað varðar bókun fulltrúa M-lista um stofnun endurskoðunarnefndar þá er um það að segja að það hefur alls ekki verið litið svo á að sveitarfélögum bæri að skipa sérstakar endurskoðunarnefndir. Framkvæmdin hefur allar götur verið sú að bæjar/byggðaráð sveitarfélaganna fari með hlutverk endurskoðunarnefndar. Sveitarfélög ráða sína löggiltu endurskoðendur sem endurskoða reikninga bæjarins og skila sérstökum endurskoðunaráætlunum til bæjar/byggðaráða sem er grundvöllur endurskoðunarinnar. Það er álit endurskoðenda bæjarins að þetta sé hið eðlilega fyrirkomulag og er það stutt af áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga. Enda hefur engin athugasemd um stofnun sérstakrar endurskoðundarnefndar komið fram í almennri endurskoðun bæjarins eða sérstakri stjórnsýsluendurskoðun sem framkvæmd er á hverju áriBókun fulltrúar C-, L- og S-lista
Bókun fulltrúa M-lista er í engu samræmi við efni fundarins. Tillaga sem sett var fram á þessum bæjarstjórnarfundi var vísað frá vegna þess að hún var ekki á dagskrá fundarins. Tillaga sú var sett fram á þessum bæjarstjórnarfundi án fyrirvara og án þess að bæjarfulltrúar haft haft tíma til þess að afla nauðsynlegra gagna eða haft tækifæri til þess að kynna sér málið. Það er grundvallaratriði að bæjarfulltrúar hafi tíma til þess að setja sig inn í þau mál sem fyrir liggja og að tillögu fylgi gögn sem hægt er að kynna sér fyrirfram. Það var ekki svo í þessu tilfelli.Afgreiðsla 1511. fundar bæjarráðs samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn samþykkt.
2.4. Þjónusta við fötluð börn í Mosfellsbæ og foreldra fatlaðra barna 202111149
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um þjónustu við fötluð börn í Mosfellsbæ og foreldra fatlaðra barna, dags. 08.11.2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1511. fundar bæjarráðs samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Lýðræðis- og mannréttindanefnd - 23202110025F
Fundargerð 23. fundar lýðræðis- og mannréttindanefnd lögð fram til afgreiðslu á 794. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Lýðheilsu- og forvarnastefna 201904174
Kynning á drögum að lýðheilsu- og forvarnastefnu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar lýðræðis- og mannréttindanefnd samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 398202111020F
Fundargerð 398. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 794. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Starfsáætlanir skóla 2021-2022 202110378
Kynningar á starfsáætlunum leikskóla
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 398. fundar fræðslunefndar samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025 202105196
Kynning á fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2022
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 398. fundar fræðslunefndar samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Upplýsingar til fræðslunefndar vegna Covid19 202008828
Kynning á starfsemi skóla í kjölfar nýrrar reglugerðar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 398. fundar fræðslunefndar samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 34202110009F
Fundargerð 34. fundar menningar- og nýsköpunarnefnd lögð fram til afgreiðslu á 794. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Menningarviðburðir á aðventu 2021 og þrettándinn 2022 202110126
Rætt um dagsetningu Þrettándahátíðarhalda í Mosfellsbæ 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 34. fundar menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2021 202109321
Úrvinnsla umsókna um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 34. fundar menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 554202111012F
Fundargerð 554. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 794. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025 202105196
Kynnt er samantekt á helstu verkefnum skipulagsmála á umhverfissviði Mosfellsbæjar í tengslum við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022 til 2025.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 554. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Arnartangi 50 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110041
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Jóhannesi Þórðarsyni, f.h. húseiganda, fyrir viðbyggingu og útlitsbreytingu húss að Arnartanga 50 í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 454. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 554. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Bugðufljót 17 - deiliskipulagsbreyting 202111060
Borist hefur erindi frá, KRark, f.h. lóðarhafa, dags. 02.11.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bugðufljót 17.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 554. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi í Grímsnes- og Grafningshreppi - aðalskipulagsbreyting 202111229
Borist hefur erindi frá Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 09.11.2021, með ósk um umsögn vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Í breytingunni felst ný skilgreining iðnaðarsvæðis á Folaldahálsi fyrir gufuaflsvirkjun.
Athugasemdafrestur er til og með 17.12.2021.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 554. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Ný Fossvallarrétt í landi Kópavogs - framkvæmdaleyfi til umsagnar 202111211
Borist hefur erindi frá Auði Dagnýju Kristinsdóttur skipulagsfulltrúa Kópavogsbæjar, dags. 05.11.2021, með ósk um umsögn vegna framkvæmdarleyfis fyrir nýja Fossvallarrétt innan afréttar Seltjarnarneshrepps hins forna í landi Kópavogs.
Leyfið er grenndarkynnt í samræmi við 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 554. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalÓsk eftir umsögn MosfellsbæjarFylgiskjalKortamynd af FossavallaréttFylgiskjalBeiðni um framkvæmdaleyfi - sent á Skipulagssvið KópFylgiskjalBréf til skipulagsfulltrúa KópavogsFylgiskjalBréf Skipulagsstofnunar til KópavogsbæjarFylgiskjalBréf Forsætisráðuneytis til KópavogsbæjarFylgiskjalBréf Heilbrigðiseftirlitsins til KópavogsbæjarFylgiskjalBréf Umhverfisstofnunar til KópavogsbæjarFylgiskjalBréf Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar til KópavogsbæjarFylgiskjalBréf Landsnets til Kópavogsbæjar
6.6. Nýtt leiðanet Strætó 202110048
Starfsfólk Strætó bs. kynna hugmyndir að nýju leiðaneti almenningssamgangna í Mosfellsbæ. Kynningin er hluti samráðs um bætt leiðanet fyrir Borgarlínu-, stofn- og almennar leiðir. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar er jafnframt umferðarnefnd sveitarfélagsins.
Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svava Skúladóttir kynntu áætlun með fjarfundarbúnaði.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 554. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 454 202111016F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 554. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Almenn erindi
7. Útsvarsprósenta 2022202111262
Tillaga að útsvarsprósentu 2022.
Bókun Samfylkingarinnar við ákvörðun útsvars 2022.
Meirihluti Vinstri grænna og sjálfstæðismanna leggur nú til, 6. árið í röð, að útsvarsprósentan verði 14.48% , það er 0,04 prósentustigum lægri en heimild er til og það þrátt fyrir mikla óvissu í framvindu efnahagsmála og hallarekstur bæjarsjóðs á síðasta ári. Þessi lækkun þýðir 24 milljóna króna lækkun útsvarstekna fyrir bæjarsjóð á árinu 2022 og verður þá upphæðin orðin um 70 milljónir á síðustu þremur árum. Fjárhagslegur ávinningur einstakra útsvarsgreiðenda hvað varðar aukið ráðstöfunarfé er mjög lítill og dugar fólki með meðaltekjur vart fyrir kaffibolla á bensínstöð. Þessar 24 milljónir sem meirihluti VG og D lista telja ekki þörf á inn í rekstur bæjarins á árinu 2022 mætti, að mati Samfylkingarinnar þó nýta í ýmis brýn verkefni á vegum Mosfellsbæjar s.s. aukna sérfræðiþjónustu og stuðning innan skólakerfisins, aukinn kraft í umhverfis- og loftslagsmálum eða til að hækka stuðning við þá sem höllustum fæti standa í okkar samfélagi, svo einhver dæmi séu nefnd. Einnig virkar það ekki sannfærandi þegar sveitarfélög átelja ríkisvaldið, og það með réttu, að láta ekki fjármuni fylgja þeim verkefnum sem flutt eru til þeirra frá ríkinu að á sama tíma séu sveitafélögin ekki að fullnýta þá tekjustofna sem þau þó hafa heimildir til. Fulltrúi Samfylkingarinnar greiðir atkvæði gegn því að fullnýta ekki tekjustofn útsvars enda er sú ákvörðun öll á ábyrgð meirihluta VG og sjálfstæðismanna og hefur ekki verið rædd við fulltrúa í minnihluta í aðdraganda ákvörðunarinnar. Ólafur Ingi Óskarsson bæjarfulltrúi S-listaBókun M-lista
Fulltrúi M-lista áréttar að hámark útsvar almennt er 14,52% og lágmark 12,44%. Hér ákvarðar meirihluti V- og D-lista útsvarsprósentuna 14,48% sem er lægra en hámarkið en líkur eru á að með hagræðingu og færri gæluverkefnum mætti lækka útsvarið enn frekar.Tillaga er gerð um að útsvarshlutfall Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 verði óbreytt, 14,48% af útsvarsstofni. Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum. Fulltrúar C- og M-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Fulltrúi S-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni
8. Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar - breytingar202002306
Lagt er til að við samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar verði bætt ákvæði sem heimilar þátttöku í fundum með rafrænum hætti. Síðari umræða.
Breytingar á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, nr. 238/2014 með síðari breytingum, samþykktar með níu atkvæðum. Breytingarnar fela í sér að við samþykktirnar verði bætt ákvæði sem heimilar þátttöku í fundum bæjarstjórnar og fastanefndar með rafrænum hætti.
9. Ákvarðanir um fjarfundi sem fela í sér tímabundin frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga202003310
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu um heimild til þátttöku í fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og annarra fastanefnda með rafrænum hætti og víkja þannig frá skilyrðum 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að bæjarfulltrúum og nefndarmönnum verði heimilt að taka þátt í fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með rafrænum hætti og víkja þannig frá skilyrðum í 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarstjórn samþykkir að fundargerðir verði lesnar upp í lok fundar og staðfestar með rafrænni undirskrift, sbr. c-liður 8. gr. leiðbeininga um ritun fundargerða sveitarstjórn nr. 1181/2021, sbr. og 7. gr. leiðbeininga um fjarfundi sveitarstjórna nr. 1182/2021.
Samþykkt þessi er gerð með vísan til auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga nr. 1273/2021.
Samþykkt þessi gildir til 31. janúar 2022.
Fundargerðir til kynningar
10. Notendaráð fatlaðs fólks - 15202111004F
Fundargerð 15. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 794. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Beiðni til notendaráðs um umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi 202111083
Beiðni til notendaráðs um umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi tekin til umræðu
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 15. fundar notendaráðs fatlaðs fólks samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10.2. Reglur um akstursþjónutu fatlaðs fólks 2020 202012101
Drög að reglum Mosfellsbæjar um akstursþjónustu fatlaðs fólks lagðar fyrir til umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 15. fundar notendaráðs fatlaðs fólks samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10.3. Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu í Mosfellsbæ 202003246
Drög að reglum um stoðþjónustu lagðar fyrir
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 15. fundar notendaráðs fatlaðs fólks samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10.4. Lengri viðvera fatlaðra grunn- og framhaldsskólanema 202106342
Nýtt frístundaúrræði í Mosfellsbæ fyrir fötluð börn 10-20 ára lagt fram til kynningar. Máli vísað til notendaráðs frá bæjarráði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 15. fundar notendaráðs fatlaðs fólks samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 454202111016F
Fundargerð 454. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 794. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
11.1. Arnartangi 50 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110041
Guðmundur Orri Arnarson sækir um leyfi til að byggja úr timbri og gleri við raðhús á lóðinni Arnartangi nr. 50 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 25,2 m², 71,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 454. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 794. fundi bæjarstjórnar.
11.2. Miðdalsland L 225237 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa 202108116
Kári Ólafsson leggur fram fyrirspurn þess efnis hvort koma megi fyrir geymsluaðstöðu á lóðinni Miðdalsland L225237.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 454. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 794. fundi bæjarstjórnar.
11.3. Reykjahvoll 4B - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110105
Kali ehf. Bröttuhlíð 25 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 4b, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 251,2 m², bílgeymsla 45,2 m², 1.007,2 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 454. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 794. fundi bæjarstjórnar.
11.4. Stórikriki 59-61, umsókn um byggingarleyfi. 202006489
Pallar og menn ehf. Markholti 17 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Litlikriki nr. 59-61, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir lóð nr. 59 : Íbúð 208,3 m², bílgeymsla 32,4 m², 674,62 m³.
Stærðir lóð nr. 61 : Íbúð 211,8 m², bílgeymsla 38,5 m², 762,92 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 454. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 794. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 531. fundar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu202111194
Fundargerð 531. fundar samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 531. fundar samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 794. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 347. fundar Strætó202111289
Fundargerð 347. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 347. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 794. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.