Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. nóvember 2021 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) 1. varabæjarfulltrúi
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varaforseti
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Fundargerð

  • 1. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1512202111018F

    Fund­ar­gerð 1512. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 1.1. Beiðni Strætó bs. um að sam­þykkt verði ein­föld ábyrgð og veð­setn­ing tekna til trygg­ing­ar lána­samn­inga 202111294

      Er­indi Strætó bs. þar sem þess er ósk að sam­þykkt verði ein­föld ábyrgð, veð­setn­ing tekna til trygg­ing­ar ábyrgð­ar og um­boð til að und­ir­rita lán Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga og Ari­on banka til Strætó bs.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1512. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista greiddi at­kvæði gegn sam­þykkt af­greiðsl­unn­ar.

    • 1.2. Hlé­garð­ur - Fram­tíð­ar­sýn, Ný­fram­kvæmd 202011420

      Minn­is­blað um­hverf­is­sviðs vegna fram­kvæmda við Hlé­garð.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1512. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1511202111010F

      Fund­ar­gerð 1511. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 2.1. Verk­efni vegna inn­leið­ing­ar hringrása­kerf­is 202111048

        Er­indi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, dags. 02.11.2021, varð­andi verk­efni sem tengjast gildis­töku laga­breyt­inga um hringrás­ar­hag­kerfi sem taka gildi 1. janú­ar 2023.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1511. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 2.2. Rekst­ur deilda janú­ar til sept­em­ber 202111114

        Rekstr­ar og fjár­fest­inga­yf­ir­lit janú­ar til sept­em­ber 2021 lagt fram.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1511. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 2.3. Eigna­sjóð­ur, innri leiga og við­hald eigna 202111151

        Er­indi Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar, bæj­ar­full­trúa M-lista, varð­andi eigna­sjóð, innri leigu og við­hald eigna, dags. 08.11.2021.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Til­laga M-lista
        Í sam­ræmi við 1. mgr. 108. gr. a í lög­um um árs­reikn­inga nr. 3/2006 legg­ur bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar til að kom­ið verði á lagg­irn­ar end­ur­skoð­un­ar­nefnd fyr­ir bæj­ar­fé­lag­ið í sam­ræmi við fram­an­greind lög.

        Fram kom frá­vís­un­ar­til­laga sem var sam­þykkt með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa M-lista.

        Bók­un M-lista
        Af­staða bæj­ar­full­trúa M-lista er að end­ur­skoð­un­ar­nefnd­ir eru mik­il­væg­ar og gegna þær því hlut­verki að tryggja áreið­an­leika og óhæði end­ur­skoð­un­ar. Eitt af meg­in­mark­mið­um með starf­semi nefnda af þess­um toga er að draga úr hættu á fjár­mála­m­is­ferli og efla traust á fjár­hags­upp­lýs­ing­um. Mos­fells­bær er með út­gef­in skráð skulda­bréf á mark­aði og sé horft til þess ber bæj­ar­fé­lag­inu skylda að hafa starf­andi end­ur­skoð­un­ar­nefnd sé lit­ið til laga um árs­reikn­ing nr. 3/2006 ásamt síð­ari breyt­ing­um. Til­urð end­ur­skoð­un­ar­nefnda fel­ur í sér góða stjórn­ar­hætti. Mos­fells­bær fell­ur und­ir ein­ingu tengda al­manna­hags­mun­um í skiln­ingi fram­an­greindra laga og eng­ar und­an­þágu­heim­ild­ir frá starf­rækslu end­ur­skoð­un­ar­nefnd­ar eru fyr­ir sveit­ar­fé­lög, sem eru með skráð skulda­bréf á mark­aði, hvorki í ís­lensk­um lög­um né ESB-rétti. Því er mik­il­vægt að Mos­fells­bær upp­fylli þetta ákvæði laga um árs­reikn­inga nr. 3/2006.

        Bók­un V- og D-lista
        Ástæða frá­vís­un­ar­til­lögu og sam­þykkt henn­ar er sú að hér er lögð fram til­laga af full­trúa Mið­flokks­ins sem er í engu sam­ræmi við efni máls­ins sem hér er til um­fjöll­un­ar. Heiti máls­ins er Eigna­sjóð­ur, innri leiga og við­hald eigna. Til­lag­an er hins­veg­ar um stofn­un end­ur­skoð­un­ar­nefnd­ar sem er allt ann­að mál og eng­inn bæj­ar­full­trúi und­ir­bú­inn að fjalla um. Því er sér­kenni­legt að hér sé lögð fram bók­un sem fjall­ar um það efn­is­at­riði sem ekki er á dagskrá fund­ar­ins.
        En hvað varð­ar bók­un full­trúa M-lista um stofn­un end­ur­skoð­un­ar­nefnd­ar þá er um það að segja að það hef­ur alls ekki ver­ið lit­ið svo á að sveit­ar­fé­lög­um bæri að skipa sér­stak­ar end­ur­skoð­un­ar­nefnd­ir. Fram­kvæmd­in hef­ur all­ar göt­ur ver­ið sú að bæj­ar/byggðaráð sveit­ar­fé­lag­anna fari með hlut­verk end­ur­skoð­un­ar­nefnd­ar. Sveit­ar­fé­lög ráða sína lög­giltu end­ur­skoð­end­ur sem end­ur­skoða reikn­inga bæj­ar­ins og skila sér­stök­um end­ur­skoð­un­ar­áætl­un­um til bæj­ar/byggða­ráða sem er grund­völl­ur end­ur­skoð­un­ar­inn­ar. Það er álit end­ur­skoð­enda bæj­ar­ins að þetta sé hið eðli­lega fyr­ir­komulag og er það stutt af áliti Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Enda hef­ur eng­in at­huga­semd um stofn­un sér­stakr­ar end­ur­skoðund­ar­nefnd­ar kom­ið fram í al­mennri end­ur­skoð­un bæj­ar­ins eða sér­stakri stjórn­sýslu­end­ur­skoð­un sem fram­kvæmd er á hverju ári

        Bók­un full­trú­ar C-, L- og S-lista
        Bók­un full­trúa M-lista er í engu sam­ræmi við efni fund­ar­ins. Til­laga sem sett var fram á þess­um bæj­ar­stjórn­ar­fundi var vísað frá vegna þess að hún var ekki á dagskrá fund­ar­ins. Til­laga sú var sett fram á þess­um bæj­ar­stjórn­ar­fundi án fyr­ir­vara og án þess að bæj­ar­full­trú­ar haft haft tíma til þess að afla nauð­syn­legra gagna eða haft tæki­færi til þess að kynna sér mál­ið. Það er grund­vall­ar­at­riði að bæj­ar­full­trú­ar hafi tíma til þess að setja sig inn í þau mál sem fyr­ir liggja og að til­lögu fylgi gögn sem hægt er að kynna sér fyr­ir­fram. Það var ekki svo í þessu til­felli.

        Af­greiðsla 1511. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista greiddi at­kvæði gegn sam­þykkt.

      • 2.4. Þjón­usta við fötluð börn í Mos­fells­bæ og for­eldra fatl­aðra barna 202111149

        Er­indi Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar, bæj­ar­full­trúa M-lista, um þjón­ustu við fötluð börn í Mos­fells­bæ og for­eldra fatl­aðra barna, dags. 08.11.2021.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1511. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3. Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd - 23202110025F

        Fund­ar­gerð 23. fund­ar lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd lögð fram til af­greiðslu á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 4. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 398202111020F

          Fund­ar­gerð 398. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 5. Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd - 34202110009F

            Fund­ar­gerð 34. fund­ar menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd lögð fram til af­greiðslu á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 5.1. Menn­ing­ar­við­burð­ir á að­ventu 2021 og þrett­ánd­inn 2022 202110126

              Rætt um dag­setn­ingu Þrett­ánda­há­tíð­ar­halda í Mos­fells­bæ 2022.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 34. fund­ar menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd sam­þykkt á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.2. Þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar 2021 202109321

              Úr­vinnsla um­sókna um þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar 2021.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 34. fund­ar menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd sam­þykkt á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 554202111012F

              Fund­ar­gerð 554. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

              Almenn erindi

              • 7. Út­svars­pró­senta 2022202111262

                Tillaga að útsvarsprósentu 2022.

                Bók­un Sam­fylk­ing­ar­inn­ar við ákvörð­un út­svars 2022.
                Meiri­hluti Vinstri grænna og sjálf­stæð­is­manna legg­ur nú til, 6. árið í röð, að út­svars­pró­sent­an verði 14.48% , það er 0,04 pró­sentu­stig­um lægri en heim­ild er til og það þrátt fyr­ir mikla óvissu í fram­vindu efna­hags­mála og halla­rekst­ur bæj­ar­sjóðs á síð­asta ári. Þessi lækk­un þýð­ir 24 millj­óna króna lækk­un út­svar­stekna fyr­ir bæj­ar­sjóð á ár­inu 2022 og verð­ur þá upp­hæð­in orð­in um 70 millj­ón­ir á síð­ustu þrem­ur árum. Fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur ein­stakra út­svars­greið­enda hvað varð­ar auk­ið ráð­stöf­un­ar­fé er mjög lít­ill og dug­ar fólki með með­al­tekj­ur vart fyr­ir kaffi­bolla á bens­ín­stöð. Þess­ar 24 millj­ón­ir sem meiri­hluti VG og D lista telja ekki þörf á inn í rekst­ur bæj­ar­ins á ár­inu 2022 mætti, að mati Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þó nýta í ýmis brýn verk­efni á veg­um Mos­fells­bæj­ar s.s. aukna sér­fræði­þjón­ustu og stuðn­ing inn­an skóla­kerf­is­ins, auk­inn kraft í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um eða til að hækka stuðn­ing við þá sem höllust­um fæti standa í okk­ar sam­fé­lagi, svo ein­hver dæmi séu nefnd. Einn­ig virk­ar það ekki sann­fær­andi þeg­ar sveit­ar­fé­lög átelja rík­is­vald­ið, og það með réttu, að láta ekki fjár­muni fylgja þeim verk­efn­um sem flutt eru til þeirra frá rík­inu að á sama tíma séu sveita­fé­lög­in ekki að full­nýta þá tekju­stofna sem þau þó hafa heim­ild­ir til. Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar greið­ir at­kvæði gegn því að full­nýta ekki tekju­stofn út­svars enda er sú ákvörð­un öll á ábyrgð meiri­hluta VG og sjálf­stæð­is­manna og hef­ur ekki ver­ið rædd við full­trúa í minni­hluta í að­drag­anda ákvörð­un­ar­inn­ar. Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son bæj­ar­full­trúi S-lista

                Bók­un M-lista
                Full­trúi M-lista árétt­ar að hámark út­svar al­mennt er 14,52% og lág­mark 12,44%. Hér ákvarð­ar meiri­hluti V- og D-lista út­svars­pró­sent­una 14,48% sem er lægra en há­mark­ið en lík­ur eru á að með hag­ræð­ingu og færri gælu­verk­efn­um mætti lækka út­svar­ið enn frek­ar.

                Til­laga er gerð um að út­svars­hlut­fall Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2021 verði óbreytt, 14,48% af út­svars­stofni. Til­lag­an var sam­þykkt með sex at­kvæð­um. Full­trú­ar C- og M-lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una. Full­trúi S-lista greiddi at­kvæði gegn til­lög­unni

              • 8. Sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar - breyt­ing­ar202002306

                Lagt er til að við samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar verði bætt ákvæði sem heimilar þátttöku í fundum með rafrænum hætti. Síðari umræða.

                Breyt­ing­ar á sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar, nr. 238/2014 með síð­ari breyt­ing­um, sam­þykkt­ar með níu at­kvæð­um. Breyt­ing­arn­ar fela í sér að við sam­þykkt­irn­ar verði bætt ákvæði sem heim­il­ar þátt­töku í fund­um bæj­ar­stjórn­ar og fasta­nefnd­ar með ra­f­ræn­um hætti.

              • 9. Ákvarð­an­ir um fjar­fundi sem fela í sér tíma­bund­in frá­vik frá ákvæð­um sveit­ar­stjórn­ar­laga202003310

                Lagt er til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu um heimild til þátttöku í fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og annarra fastanefnda með rafrænum hætti og víkja þannig frá skilyrðum 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga.

                Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir með níu at­kvæð­um að bæj­ar­full­trú­um og nefnd­ar­mönn­um verði heim­ilt að taka þátt í fund­um bæj­ar­stjórn­ar, bæj­ar­ráðs og ann­arra fasta­nefnda sveit­ar­fé­lags­ins með ra­f­ræn­um hætti og víkja þann­ig frá skil­yrð­um í 2. mgr. 19. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.

                Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir að fund­ar­gerð­ir verði lesn­ar upp í lok fund­ar og stað­fest­ar með ra­f­rænni und­ir­skrift, sbr. c-lið­ur 8. gr. leið­bein­inga um rit­un fund­ar­gerða sveit­ar­stjórn nr. 1181/2021, sbr. og 7. gr. leið­bein­inga um fjar­fundi sveit­ar­stjórna nr. 1182/2021.

                Sam­þykkt þessi er gerð með vís­an til aug­lýs­ing­ar um ákvörð­un sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra til að tryggja starf­hæfi sveit­ar­stjórna og auð­velda ákvarð­ana­töku við stjórn sveit­ar­fé­laga nr. 1273/2021.

                Sam­þykkt þessi gild­ir til 31. janú­ar 2022.

                Fundargerðir til kynningar

                • 10. Not­endaráð fatl­aðs fólks - 15202111004F

                  Fund­ar­gerð 15. fund­ar not­enda­ráðs fatl­aðs fólks lögð fram til kynn­ing­ar á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                  • 10.1. Beiðni til not­enda­ráðs um um­sögn vegna um­sókn­ar um starfs­leyfi 202111083

                    Beiðni til not­enda­ráðs um um­sögn vegna um­sókn­ar um starfs­leyfi tekin til um­ræðu

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 15. fund­ar not­enda­ráðs fatl­aðs fólks sam­þykkt á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                  • 10.2. Regl­ur um akst­urs­þjónutu fatl­aðs fólks 2020 202012101

                    Drög að regl­um Mos­fells­bæj­ar um akst­urs­þjón­ustu fatl­aðs fólks lagð­ar fyr­ir til um­ræðu.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 15. fund­ar not­enda­ráðs fatl­aðs fólks sam­þykkt á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                  • 10.3. Regl­ur um stuðn­ings- og stoð­þjón­ustu í Mos­fells­bæ 202003246

                    Drög að regl­um um stoð­þjón­ustu lagð­ar fyr­ir

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 15. fund­ar not­enda­ráðs fatl­aðs fólks sam­þykkt á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                  • 10.4. Lengri við­vera fatl­aðra grunn- og fram­halds­skóla­nema 202106342

                    Nýtt frí­stunda­úr­ræði í Mos­fells­bæ fyr­ir fötluð börn 10-20 ára lagt fram til kynn­ing­ar. Máli vísað til not­enda­ráðs frá bæj­ar­ráði.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 15. fund­ar not­enda­ráðs fatl­aðs fólks sam­þykkt á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                  • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 454202111016F

                    Fund­ar­gerð 454. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                    • 11.1. Arn­ar­tangi 50 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202110041

                      Guð­mund­ur Orri Arn­ar­son sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri og gleri við rað­hús á lóð­inni Arn­ar­tangi nr. 50 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 25,2 m², 71,6 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 454. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 11.2. Mið­dals­land L 225237 - Fyr­ir­spurn til bygg­ing­ar­full­trúa 202108116

                      Kári Ólafs­son legg­ur fram fyr­ir­spurn þess efn­is hvort koma megi fyr­ir geymslu­að­stöðu á lóð­inni Mið­dals­land L225237.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 454. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 11.3. Reykja­hvoll 4B - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202110105

                      Kali ehf. Bröttu­hlíð 25 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 4b, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                      Stærð­ir: Íbúð 251,2 m², bíl­geymsla 45,2 m², 1.007,2 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 454. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 11.4. Stórikriki 59-61, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 202006489

                      Pall­ar og menn ehf. Mark­holti 17 sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Litlikriki nr. 59-61, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                      Stærð­ir lóð nr. 59 : Íbúð 208,3 m², bíl­geymsla 32,4 m², 674,62 m³.
                      Stærð­ir lóð nr. 61 : Íbúð 211,8 m², bíl­geymsla 38,5 m², 762,92 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 454. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 12. Fund­ar­gerð 531. fund­ar Sam­taka sveita­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202111194

                      Fundargerð 531. fundar samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

                      Fund­ar­gerð 531. fund­ar sam­taka sveita­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

                    • 13. Fund­ar­gerð 347. fund­ar Strætó202111289

                      Fundargerð 347. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.

                      Fund­ar­gerð 347. fund­ar Strætó bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30