1. september 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi til bæjarráðs vegna Skógarnes202208643
Erindi Örnu Gerðar Bang fh. íbúa við Reykjaveg 57 þar sem kannaður er áhugi Mosfellsbæjar á að kaupa skógarreitinn Skógarnes, lnr. 123754.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfisstjóra.
2. Nýir körfuboltavellir í Mosfellsbæ202208649
Nýir körfuboltavellir í Mosfellsbæ
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar og umhverfisstjóra. Einn bæjarfulltrúi D lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
3. Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisneytisins um nýtingu vindorku202208650
Erindi starfshóps sem ætlað er að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytisins um nýtingu vindorku þar sem sveitarfélaginu er boðið að leggja fram sjónarmið.
Erindið lagt fram og samþykkt með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
4. Kæra til ÚÚA vegna frágangs á svæði við Ástu-Sólliljugötu 19-21202208722
Kæra til ÚÚA vegna lóðarfrágangs við Ástu-Sólliljugötu 19-21.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að fara með hagsmuni bæjarins í málinu.
5. Synjun þinglýsingarstjóra á leiðréttingu þinglýsingar borin undir héraðsdóm202204145
Úrskurður héraðsdóms í málinu lagður fram til kynningar.
Halla Karen Kristjánsdóttir vék sæti við umfjöllun og afgreiðslu málsins vegna vanhæfis. Aldís Stefánsdóttir varamaður tók sæti í málinu í hennar stað. Lovísa Jónsdóttir tók við stjórn fundarins.
***
Úrskurðurinn lagður fram og kynntur.***
Bókun D og L lista:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vina Mosfellsbæjar í bæjarráði fagna afgerandi niðurstöðu héraðsdóms í málinu.Þessar tilhæfulausu kröfur af hálfu málsækjenda hafa gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að úthluta lóðum í 5. áfanga Helgafellshverfis í Mosfellsbæ með tilheyrandi töfum og kostnaði fyrir Mosfellsbæ. Vonandi er mál að linni.
Bókun B, C og S lista:
Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar fagnar niðurstöðu héraðsdóms en furðar sig á bókun Vina Mosfellsbæjar og Sjálfstæðisflokksins með tilliti til þess að það er réttur hvers borgara í réttarríki að sækja mál sitt fyrir dómi.6. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks- bókun stjórnar202208758
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2022.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 6 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022. Viðaukinn felur í sér að áætlaður launakostnaður hækkar um 67 m.kr. vegna áhrifa kjarasamninga. Breytingunni er mætt með hækkun skammtímaskulda.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
8. Rekstur deilda janúar til júní 2022202208733
Rekstrar- og fjárfestingayfirlit janúar til júní 2022 lagt fram til kynningar.
Pétur J. Lockton fjármálastjóri fór yfir yfirlit yfir rekstur deilda janúar til júní 2022.
***
Bókun B, C og S lista:
Það lá ljóst fyrir þegar meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar tók við í Mosfellsbæ að sveitarfélagið væri skuldsett vegna fjárfestinga síðustu ára og örs vaxtar sveitarfélagsins. Árshlutauppgjörið sýnir hversu mikil áhrif breyttar ytri aðstæður hafa á rekstrar umhverfi bæjarins til hins verra.Til þess að sveitarfélagið sé betur í stakk búið til að þess að takast á við svona sveiflur er mikilvægt að að styrkja tekjustofna sveitarfélagsins og munum við leggja mikla áherslu á það.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri