Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. september 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi til bæj­ar­ráðs vegna Skóg­ar­nes202208643

    Erindi Örnu Gerðar Bang fh. íbúa við Reykjaveg 57 þar sem kannaður er áhugi Mosfellsbæjar á að kaupa skógarreitinn Skógarnes, lnr. 123754.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­stjóra.

  • 2. Nýir körfu­bolta­vell­ir í Mos­fells­bæ202208649

    Nýir körfuboltavellir í Mosfellsbæ

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar for­stöðu­manns þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar og um­hverf­is­stjóra. Einn bæj­ar­full­trúi D lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

  • 3. Starfs­hóp­ur til að skoða og gera til­lög­ur til um­hverf­is- orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­isneyt­is­ins um nýt­ingu vindorku202208650

    Erindi starfshóps sem ætlað er að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytisins um nýtingu vindorku þar sem sveitarfélaginu er boðið að leggja fram sjónarmið.

    Er­ind­ið lagt fram og sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­fjöll­un­ar í skipu­lags­nefnd og um­hverf­is­nefnd.

  • 4. Kæra til ÚÚA vegna frá­gangs á svæði við Ástu-Sóllilju­götu 19-21202208722

    Kæra til ÚÚA vegna lóðarfrágangs við Ástu-Sólliljugötu 19-21.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að fara með hags­muni bæj­ar­ins í mál­inu.

    • 5. Synj­un þing­lýs­ing­ar­stjóra á leið­rétt­ingu þing­lýs­ing­ar borin und­ir hér­aðs­dóm202204145

      Úrskurður héraðsdóms í málinu lagður fram til kynningar.

      Halla Karen Kristjáns­dótt­ir vék sæti við um­fjöllun og af­greiðslu máls­ins vegna van­hæf­is. Aldís Stef­áns­dótt­ir vara­mað­ur tók sæti í mál­inu í henn­ar stað. Lovísa Jóns­dótt­ir tók við stjórn fund­ar­ins.

      ***
      Úr­skurð­ur­inn lagð­ur fram og kynnt­ur.

      ***
      Bók­un D og L lista:
      Full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Vina Mos­fells­bæj­ar í bæj­ar­ráði fagna af­ger­andi nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms í mál­inu.

      Þess­ar til­hæfu­lausu kröf­ur af hálfu mál­sækj­enda hafa gert það að verk­um að ekki hef­ur ver­ið hægt að út­hluta lóð­um í 5. áfanga Helga­fells­hverf­is í Mos­fells­bæ með til­heyr­andi töf­um og kostn­aði fyr­ir Mos­fells­bæ. Von­andi er mál að linni.

      Bók­un B, C og S lista:
      Meiri­hluti Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar fagn­ar nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms en furð­ar sig á bók­un Vina Mos­fells­bæj­ar og Sjálf­stæð­is­flokks­ins með til­liti til þess að það er rétt­ur hvers borg­ara í rétt­ar­ríki að sækja mál sitt fyr­ir dómi.

    • 6. Sam­komulag um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks- bók­un stjórn­ar202208758

      Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

    • 7. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

      Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2022.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um við­auka 6 við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022. Við­auk­inn fel­ur í sér að áætl­að­ur launa­kostn­að­ur hækk­ar um 67 m.kr. vegna áhrifa kjara­samn­inga. Breyt­ing­unni er mætt með hækk­un skamm­tíma­skulda.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
    • 8. Rekst­ur deilda janú­ar til júní 2022202208733

      Rekstrar- og fjárfestingayfirlit janúar til júní 2022 lagt fram til kynningar.

      Pét­ur J. Lockton fjár­mála­stjóri fór yfir yf­ir­lit yfir rekst­ur deilda janú­ar til júní 2022.

      ***
      Bók­un B, C og S lista:
      Það lá ljóst fyr­ir þeg­ar meiri­hluti Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar tók við í Mos­fells­bæ að sveit­ar­fé­lag­ið væri skuld­sett vegna fjár­fest­inga síð­ustu ára og örs vaxt­ar sveit­ar­fé­lags­ins. Árs­hluta­upp­gjör­ið sýn­ir hversu mik­il áhrif breytt­ar ytri að­stæð­ur hafa á rekstr­ar um­hverfi bæj­ar­ins til hins verra.

      Til þess að sveit­ar­fé­lag­ið sé bet­ur í stakk búið til að þess að takast á við svona sveifl­ur er mik­il­vægt að að styrkja tekju­stofna sveit­ar­fé­lags­ins og mun­um við leggja mikla áherslu á það.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.