28. október 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stefna Mosfellsbæjar um forvarnir gegn einelti, áreitni og vanlíðan á vinnustað.201712169
Tillaga um breytingu á stefnu og viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar um einelti og áreitni er lýtur að skilgreiningum og boðleiðum varðandi tilkynningar. Erindi frestað frá síðasta fundi.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ leggur ríka áherslu á að markmiðum stefnum bæjarins fylgi ávallt mælanleg markmið. Hvað stefnu um forvarnir gegn einelti, áreitni og vanlíðan á vinnustað varðar skiptir miklu að farið sé að lögum nr. 46/1980 um aðbúnað og hollustuhætti. Lögð er áhersla á að við mótun þessarar stefnu verði leitað til viðkomandi stofnana sem fara með málaflokkinn lögum samkvæmt og fagaðila áður en lokadrög verði lögð fram.Bókun V- og D-lista
Stefna Mosfellsbæjar í málaflokknum um einelti og áreitni er faglega unnin.
Það má segja að Mosfellsbær sé í farabroddi í mannauðsmálum sveitarfélaga svo eftir hefur verið tekið af öðrum sveitarfélögum. Nágrannasveitarfélög, hafa í gegnum tíðina, leitað eftir umræðu og ábendingum um þau atriði sem eru tiltekin í stefnum Mosfellsbæjar og hafa oftar en ekki, tekið mið af þeirri faglegu vinnu sem unnin hefur verið í sveitarfélaginu.Mosfellsbær mótaði fyrst sína stefnu í mannauðsmálum árið 2009 og hefur hún verið rýnd nokkrum sinnum síðan þá. Mannauðsstefnan var síðast rýnd og uppfærð í kjölfar starfsdags Mosfellsbæjar sem haldinn var 18. ágúst 2016, þar sem yfir 500 manns töku þátt. Í kjölfarið var endurskoðuð mannauðsstefna samþykkt í bæjarráði á fundi nr. 1454 þann 20. ágúst 2020 þar sem starfsmannahandbók sveitarfélagsins var jafnframt lögð fyrir til kynningar.
Allar stefnur Mosfellsbæjar eru unnar út frá þeim lögum og reglum sem um málaflokkana gilda. Reglubundið er farið í rýni á stefnum sveitarfélagsins til að meta hvort lagarammi hafi tekið breytingum eða þörf sé á að aðlaga stefnuna vegna breytinga á starfstengdum þáttum sem og þeim sem lúta að öryggi og velferð starfsmanna. Þær tillögur sem mannauðstjóri leggur hér til til breytinga er hluti af reglubundnu verklagi og er til komin að beiðni forstöðumanna þar sem ósk þeirra var að móta skýrari boðleiðir til að tilkynna slík mál.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi breytingar á stefnu um áreitni, einelti, ofbeldi, hótanir eða samskiptavandi á vinnustað og nýtt verklag við tilkynningar. Jafnframt að uppfærð stefna verði birt og kynnt stofnunum Mosfellsbæjar.
2. Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022202110146
Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022 - kostnaðaráætlun samstarfsverkefna fyrir fjárhagsáætlanagerð. Þarfnast afgreiðslu fyrir 1. nóvember 2021.
Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar kynnti málið. Bæjarráð samþykkti með þremur atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að veita umsöng um málið að viku liðinni.
3. Fjárhagsáætlun skíðasvæða 2022202110392
Frá Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins - fjárhagsáætlun skíðasvæðanna fyrir árið 2022.
Bæjarráð samþykkir með þrem atkvæðum að vísa erindinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
4. Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2022202110384
Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2022 lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem fram fer 10. nóvember næstkomandi.
Gestir
- Pétur J. Lockton
6. Jöfunarsjóður - drög að breytingu á reglugerð nr. 1088-2012202110132
Umbeðin umsögn fjármálastjóra.
Umbeðin umsögn fjármálastjóra lögð fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að ekki verði send inn umsögn um breytinguna.
7. Ósk Rotaryklúbss Mosfellsbæjar að gerður verði formlegur samningur um land sem tekið var í fóstur202110323
Erindi Rotaryklúbbs Mosfellsbæjar með ósk um gerð samnings um land sem tekið var í fóstur fyrir 30 árum, dags. 06.10.2021
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfisstjóra og skipulagsfulltrúa.
8. Tilkynning um kæru ákvörðunar byggingafulltrúa vegna Leirutanga 10 til ÚUA202110356
Ákvörðun byggingarfulltrúa um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi við Leirutanga 10 kærð til ÚUA.
Lagt fram.
9. Alzheimersamtökin ósk um reglulegan styrk202110373
Erindi Alzheimer samtakanna þar sem sótt er um reglulegan styrk sem nemi 25-50% stöðugildi á ári.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
10. Deiliskipulagsbreyting II á Esjumelum - Kæra202008350
Bréf frá Umboðsmanni Alþingis þar sem tilkynnt er að ekki verði aðhafst frekar vegna kvörtunar um flutning malbikunarstöðvarinnar Höfða að Esjumelum þar sem Reykjavíkurborg sé hætt við að flytja malbikunarstöðina að Esjumelum.
Bókun M-lista
Það er fagnaðarefni að ekki bætist enn ein malbikunarstöðin við á Esjumela.***
Bréf Umboðsmanns Alþingis lagt fram til kynningar.