Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. október 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Stefna Mos­fells­bæj­ar um for­varn­ir gegn einelti, áreitni og van­líð­an á vinnustað.201712169

  Tillaga um breytingu á stefnu og viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar um einelti og áreitni er lýtur að skilgreiningum og boðleiðum varðandi tilkynningar. Erindi frestað frá síðasta fundi.

  Bók­un M-lista
  Full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ legg­ur ríka áherslu á að mark­mið­um stefn­um bæj­ar­ins fylgi ávallt mæl­an­leg markmið. Hvað stefnu um for­varn­ir gegn einelti, áreitni og van­líð­an á vinnustað varð­ar skipt­ir miklu að far­ið sé að lög­um nr. 46/1980 um að­bún­að og holl­ustu­hætti. Lögð er áhersla á að við mót­un þess­ar­ar stefnu verði leitað til við­kom­andi stofn­ana sem fara með mála­flokk­inn lög­um sam­kvæmt og fag­að­ila áður en loka­drög verði lögð fram.

  Bók­un V- og D-lista
  Stefna Mos­fells­bæj­ar í mála­flokkn­um um einelti og áreitni er fag­lega unn­in.
  Það má segja að Mos­fells­bær sé í fara­broddi í mannauðs­mál­um sveit­ar­fé­laga svo eft­ir hef­ur ver­ið tek­ið af öðr­um sveit­ar­fé­lög­um. Ná­granna­sveit­ar­fé­lög, hafa í gegn­um tíð­ina, leitað eft­ir um­ræðu og ábend­ing­um um þau at­riði sem eru til­tekin í stefn­um Mos­fells­bæj­ar og hafa oft­ar en ekki, tek­ið mið af þeirri fag­legu vinnu sem unn­in hef­ur ver­ið í sveit­ar­fé­lag­inu.

  Mos­fells­bær mót­aði fyrst sína stefnu í mannauðs­mál­um árið 2009 og hef­ur hún ver­ið rýnd nokkr­um sinn­um síð­an þá. Mannauðs­stefn­an var síð­ast rýnd og upp­færð í kjöl­far starfs­dags Mos­fells­bæj­ar sem hald­inn var 18. ág­úst 2016, þar sem yfir 500 manns töku þátt. Í kjöl­far­ið var end­ur­skoð­uð mannauðs­stefna sam­þykkt í bæj­ar­ráði á fundi nr. 1454 þann 20. ág­úst 2020 þar sem starfs­manna­hand­bók sveit­ar­fé­lags­ins var jafn­framt lögð fyr­ir til kynn­ing­ar.

  All­ar stefn­ur Mos­fells­bæj­ar eru unn­ar út frá þeim lög­um og regl­um sem um mála­flokk­ana gilda. Reglu­bund­ið er far­ið í rýni á stefn­um sveit­ar­fé­lags­ins til að meta hvort lag­arammi hafi tek­ið breyt­ing­um eða þörf sé á að að­laga stefn­una vegna breyt­inga á starfstengd­um þátt­um sem og þeim sem lúta að ör­yggi og vel­ferð starfs­manna. Þær til­lög­ur sem mannauð­stjóri legg­ur hér til til breyt­inga er hluti af reglu­bundnu verklagi og er til komin að beiðni for­stöðu­manna þar sem ósk þeirra var að móta skýr­ari boð­leið­ir til að til­kynna slík mál.

  ***

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi breyt­ing­ar á stefnu um áreitni, einelti, of­beldi, hót­an­ir eða sam­skipta­vandi á vinnustað og nýtt verklag við til­kynn­ing­ar. Jafn­framt að upp­færð stefna verði birt og kynnt stofn­un­um Mos­fells­bæj­ar.

 • 2. Sam­st­arf í sta­f­rænni umbreyt­ingu sveit­ar­fé­laga 2022202110146

  Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022 - kostnaðaráætlun samstarfsverkefna fyrir fjárhagsáætlanagerð. Þarfnast afgreiðslu fyrir 1. nóvember 2021.

  Arn­ar Jóns­son, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar kynnti mál­ið. Bæj­ar­ráð sam­þykkti með þrem­ur at­kvæð­um að fela for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar að veita um­söng um mál­ið að viku lið­inni.

 • 3. Fjár­hags­áætlun skíða­svæða 2022202110392

  Frá Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins - fjárhagsáætlun skíðasvæðanna fyrir árið 2022.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til vinnu við gerð fjár­hags­áætl­un­ar.

 • 4. Gjaldskrá Slökkvi­liðs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2022202110384

  Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2022 lögð fram til samþykktar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fram­lagða gjaldskrá Slökkvi­liðs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

  • 5. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

   Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 lögð fram.

   Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætl­un­inni til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn sem fram fer 10. nóv­em­ber næst­kom­andi.

   Gestir
   • Pétur J. Lockton
   • 6. Jöf­un­ar­sjóð­ur - drög að breyt­ingu á reglu­gerð nr. 1088-2012202110132

    Umbeðin umsögn fjármálastjóra.

    Um­beð­in um­sögn fjár­mála­stjóra lögð fram til kynn­ing­ar. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að ekki verði send inn um­sögn um breyt­ing­una.

   • 7. Ósk Rot­ary­klúbss Mos­fells­bæj­ar að gerð­ur verði form­leg­ur samn­ing­ur um land sem tek­ið var í fóst­ur202110323

    Erindi Rotaryklúbbs Mosfellsbæjar með ósk um gerð samnings um land sem tekið var í fóstur fyrir 30 árum, dags. 06.10.2021

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­stjóra og skipu­lags­full­trúa.

   • 8. Til­kynn­ing um kæru ákvörð­un­ar bygg­inga­full­trúa vegna Leiru­tanga 10 til ÚUA202110356

    Ákvörðun byggingarfulltrúa um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi við Leirutanga 10 kærð til ÚUA.

    Lagt fram.

   • 9. Alzheimer­sam­tökin ósk um reglu­leg­an styrk202110373

    Erindi Alzheimer samtakanna þar sem sótt er um reglulegan styrk sem nemi 25-50% stöðugildi á ári.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

   • 10. Deili­skipu­lags­breyt­ing II á Esju­mel­um - Kæra202008350

    Bréf frá Umboðsmanni Alþingis þar sem tilkynnt er að ekki verði aðhafst frekar vegna kvörtunar um flutning malbikunarstöðvarinnar Höfða að Esjumelum þar sem Reykjavíkurborg sé hætt við að flytja malbikunarstöðina að Esjumelum.

    Bók­un M-lista
    Það er fagn­að­ar­efni að ekki bæt­ist enn ein mal­bik­un­ar­stöðin við á Esju­mela.

    ***

    Bréf Um­boðs­manns Al­þing­is lagt fram til kynn­ing­ar.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45