25. nóvember 2021 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Örn Jónasson (ÖJ) aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi202109427
Kynning á tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 fyrir starfssvæði fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til umsagnar umhverfissviðs og umhverfisnefndar, og umhverfisnefnd óskaði eftir ítarlegri kynningu á málinu. Fulltrúi Sorpu bs. kemur á fundinn og kynnir málið.
Fulltrúar verkefnastjórnar um svæðisáætlun kynntu tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við áætlunina en leggur áherslu á mikilvægi þessa málaflokks og áframhaldandi góða vinnu.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.Bókun fulltrúa L-lista:
Fulltrúi L-listans Vina Mosfellsbæjar í umhverfisnefnd bendir á að töluverð óvissa er nefnd í drögum að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 vegna áætlæðrar lokunar urðunarstaðar í Álfsnesi fyrir árslok 2023. Ljóst er að áætlun um að draga úr úrðun í Álfsnesi sem lögð var til í viðauka við eigendasamkomulagið vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi frá júlí 2020 hefur ekki gengið eftir og má þar nefna að í lok október 2021 hafði þegar verið tekið á móti yfir 83 þús. tonnum af úrgangi í urðun í stað þeirra 75 þús. tonna sem starfsleyfi urðunarstaðar heimilar fyrir allt árið, í samræmi við nefndan viðauka.
Kominn er tími á að kjörnir fulltrúar horfist í augu við raunveruleika og endurskoði fyrri áform um forgangsröðun aðgerða og ráðstöfun almannafés, með hagsmuni allra íbúa og rekstraraðila svæðisins að leiðarljósi. Leggja ætti því áherslu á að leysa meðhöndlun alls lífræns úrgangs ? til dæmis með stækkun GAJA og betrumbætur á flokkun í Móttöku- og flokkunarstöð - enda skýrt bann samkvæmt lögum við urðun hans í lok árs 2023.Gestir
- Páll Guðjónsson
- Teitur Gunnarsson
2. Friðlýsing Blikastaðakróar og Leiruvogs202105156
Lagt fram mat Náttúrufræðistofnunar Íslands um verndargildi Leiruvogs og Blikastaðakróar, ásamt innsendum athugasemdum við fyrirætlanir um friðlýsingu og svör Umhverfisstofnunar við athugsemdum.
Máli frestað vegna tímaskorts.
- FylgiskjalNÍ. Mat á verndargildi Blikastaðakróar og Leiruvogs 22.10.2021.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Umsögn um athugasemdir við áform.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Afmörkun eftir samráð.pdfFylgiskjalÁform um friðlýsingu Grafarvogs innan Gullinbrúar og Blikastaðakróar-Leiruvogs.pdfFylgiskjalBlikastaðakró_Leiruvogur. Minjastofnun.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Athugasemdir Skotvís.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Sigurjón Magnússon.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Vegagerðin.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur-Skerjafjörður. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðarkró-Leiruvogur. Hafró gerir ekki aths..pdfFylgiskjalFlugklúbbur_Staðsetning flugbrauta.pdfFylgiskjalFlugklúbbur_t-póstur.pdf
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 fyrir umhverfismál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs fór yfir drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 fyrir umhverfismál í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á mikilvægi umhverfismála og umhverfisstefnu Mosfellsbæjar.