Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. apríl 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Frítt í Strætó fyr­ir ung­menni í 6. og 7. bekk grunn­skóla Mosells­bæj­ar202204340

    Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um að frítt verði í Strætó fyrir ungmenni í 6. og 7. bekk grunnskóla Mosfellsbæjar. Máli frestað frá síðasta fundi.

    Bæj­ar­ráð hafn­ar til­lög­unni með tveim­ur at­kvæð­um þar sem ekki er gert ráð fyr­ir henni í fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2022. Áheyrn­ar­full­trú­an­um er bent á að ræða og eft­ir at­vik­um leggja fram slíka til­lögu við fram­lagn­ingu fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2023. Bæj­ar­full­trúi L-lista greiddi at­kvæði gegn af­greiðsl­unni.

    ****

    Bók­un M-lista
    Full­trú­ar D- og V-lista höfn­uðu því að senda mál­ið til fjár­mála­sviðs til um­sagn­ar og tóku ekki til greina að taka til af­greiðslu til­lögu þess efn­is frá M-lista.

  • 2. End­ur­gjalds­laus­ar skóla­mál­tíð­ir fyr­ir 1., 2. og 3. bekk grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar202204339

    Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um endurgjaldslausar máltíðir í hádegi fyrir börn í 1., 2. og 3. bekk. Máli frestað frá síðasta fundi.

    Bæj­ar­ráð hafn­ar er­ind­inu með tveim­ur at­kvæð­um þar sem ekki er gert ráð fyr­ir henni í fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2022. Áheyrn­ar­full­trú­an­um er bent á að ræða og eft­ir at­vik­um leggja fram slíka til­lögu við fram­lagn­ingu fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2023. Bæj­ar­full­trúi L-lista sat hjá við af­greiðsl­una.

    ***

    Bók­un M-lista
    Full­trú­ar D-lista höfn­uðu að senda mál­ið fyrst til fjár­mála­sviðs til um­sagn­ar og í kjöl­far­ið í fjár­hags­áætl­un­ar­gerð og tóku ekki til greina að taka til af­greiðslu til­lögu þess efn­is með þess­um hætti.

  • 3. Sam­keppni um mið­bæj­ar­garð202111439

    Lögð fyrir bæjarráð tillaga um framlengingu samkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt í Mosfellsbæ. Máli frestað frá síðasta fundi.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að sam­keppni um mið­bæj­ar­garð verði enduraug­lýst og frest­ur til að skila til­lög­um fram­lengd­ur til 15. sept­em­ber 2022 í sam­ræmi við til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði.

  • 4. Vinna við þró­un skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar byggð­ar í Blikastaðalandi202004164

    Mál rætt sem trúnaðarmál í bæjarráði en trúnaði af afgreiðslu verður aflétt á fundi bæjarstjórnar 4. maí 2022.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar.

    ***

    Bók­un bæj­ar­full­trúa M-lista:
    Verk­efn­ið sem hér um ræð­ir er áhuga­vert og viða­mik­ið. Hér er um að ræða sam­starfs­samn­ing milli Blikastaða ehf og Mos­fells­bæj­ar. Full­trúi M-lista hef­ur bent á nokkra viða­mikla þætti, sbr. efni er­ind­is sem full­trú­inn sendi og fylg­ir með gögn­um und­ir þess­um dag­skrárlið. Ber þar hæst gerð­ar­dómsákvæði 19. grein­ar sam­starfs­samn­ings­ins og ákvæði 1. og 2. mgr. 66. gr. sveita­stjórn­ar­laga nr. 138/2011. Lögð er áhersla á að í stað gerð­ar­dóms væri val­ið að leita til ís­lenskra dóm­stóla komi til ágrein­ings milli að­ila. Sam­hliða er bent á að í ákvæði 2. mgr. 66. gr. sveita­stjórn­ar­laga er lögð áhersla á að óháð­ur að­ili sé feng­inn til að meta kostn­að­ar­áætlun og efni samn­ings­ins út frá áhættu sem kann að felast í ferl­inu, efni samn­ings­ins og þeim skuld­bind­ing­um Mos­fells­bæj­ar sem í hon­um felast.

    Bók­un bæj­ar­full­trúa L-lista:
    Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að vísa mál­inu til bæj­ar­stjórn­ar í trausti þess að um­beð­in lög­fræði­álit varð­andi 66. grein og það at­riði hvort Mos­fells­bær get­ir far­ið út úr samn­ingn­um að skað­lausu eins og kom­ið hef­ur fram á fund­in­um að sé raun­in.

    Gestir
    • Valdimar Birgisson
    • Þröstur Sigurðsson
  • 5. At­vinnusvæði í landi Blikastaða201805153

    Samkomulag við Reiti - þróun ehf. um uppbyggingu á atvinnusvæði í Blikastaðalandi lagt fram til samþykktar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi sam­komulag við Reiti - þró­un ehf. um upp­bygg­ingu at­vinnusvæð­is á Blikastaðalandi og fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita sam­komu­lag­ið.

  • 6. Íþróttamið­stöð að Varmá - Þjón­ustu­bygg­ing, Ný­fram­kvæmd202201171

    Ósk um heimild til útboðs á fullnaðarfrágangi þjónustubyggingar Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að boð­in verði út jarð­vinna, upp­steypa og fulln­að­ar­frá­gang­ur á fyr­ir­hug­aðri Þjón­ustu­bygg­ingu við Íþróttamið­stöð­ina að Varmá.

    • 7. Er­indi um­hverf­is­ráðu­neyt­is - ábend­ing vegna reglu­gerð­ar um Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar202203362

      Lögð fyrir bæjarráð tillaga að uppfærðri reglugerð um Hitaveitu Mosfellsbæjar.

      Frestað vegna tíma­skorts.

    • 8. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

      Viðauki I við fjárhagsáætlun ársins 2022.

      Frestað vegna tíma­skorts.

      • 9. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ-stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra201812038

        Samstarfssamningur um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra í Mosfellsbæ lagður fram til samþykktar.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi sam­starfs­samn­ing um stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra og fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita samn­ing­inn.

        Bæj­ar­ráð fagn­ar brýnni stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra.

        • 10. Beiðni um mat á lóð - Reykja­braut lnr. 1249412018084515

          Samkomulag um framsal á lóð til Mosfellsbæjar lagt fram til samþykktar.

          Máli frestað vegna tíma­skorts.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:06