28. apríl 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frítt í Strætó fyrir ungmenni í 6. og 7. bekk grunnskóla Mosellsbæjar202204340
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um að frítt verði í Strætó fyrir ungmenni í 6. og 7. bekk grunnskóla Mosfellsbæjar. Máli frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022. Áheyrnarfulltrúanum er bent á að ræða og eftir atvikum leggja fram slíka tillögu við framlagningu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Bæjarfulltrúi L-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.
****
Bókun M-lista
Fulltrúar D- og V-lista höfnuðu því að senda málið til fjármálasviðs til umsagnar og tóku ekki til greina að taka til afgreiðslu tillögu þess efnis frá M-lista.2. Endurgjaldslausar skólamáltíðir fyrir 1., 2. og 3. bekk grunnskóla Mosfellsbæjar202204339
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um endurgjaldslausar máltíðir í hádegi fyrir börn í 1., 2. og 3. bekk. Máli frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð hafnar erindinu með tveimur atkvæðum þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022. Áheyrnarfulltrúanum er bent á að ræða og eftir atvikum leggja fram slíka tillögu við framlagningu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Bæjarfulltrúi L-lista sat hjá við afgreiðsluna.
***
Bókun M-lista
Fulltrúar D-lista höfnuðu að senda málið fyrst til fjármálasviðs til umsagnar og í kjölfarið í fjárhagsáætlunargerð og tóku ekki til greina að taka til afgreiðslu tillögu þess efnis með þessum hætti.3. Samkeppni um miðbæjargarð202111439
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um framlengingu samkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt í Mosfellsbæ. Máli frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að samkeppni um miðbæjargarð verði endurauglýst og frestur til að skila tillögum framlengdur til 15. september 2022 í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði.
4. Vinna við þróun skipulags- og uppbyggingar byggðar í Blikastaðalandi202004164
Mál rætt sem trúnaðarmál í bæjarráði en trúnaði af afgreiðslu verður aflétt á fundi bæjarstjórnar 4. maí 2022.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
***
Bókun bæjarfulltrúa M-lista:
Verkefnið sem hér um ræðir er áhugavert og viðamikið. Hér er um að ræða samstarfssamning milli Blikastaða ehf og Mosfellsbæjar. Fulltrúi M-lista hefur bent á nokkra viðamikla þætti, sbr. efni erindis sem fulltrúinn sendi og fylgir með gögnum undir þessum dagskrárlið. Ber þar hæst gerðardómsákvæði 19. greinar samstarfssamningsins og ákvæði 1. og 2. mgr. 66. gr. sveitastjórnarlaga nr. 138/2011. Lögð er áhersla á að í stað gerðardóms væri valið að leita til íslenskra dómstóla komi til ágreinings milli aðila. Samhliða er bent á að í ákvæði 2. mgr. 66. gr. sveitastjórnarlaga er lögð áhersla á að óháður aðili sé fenginn til að meta kostnaðaráætlun og efni samningsins út frá áhættu sem kann að felast í ferlinu, efni samningsins og þeim skuldbindingum Mosfellsbæjar sem í honum felast.Bókun bæjarfulltrúa L-lista:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar samþykkir að vísa málinu til bæjarstjórnar í trausti þess að umbeðin lögfræðiálit varðandi 66. grein og það atriði hvort Mosfellsbær getir farið út úr samningnum að skaðlausu eins og komið hefur fram á fundinum að sé raunin.Gestir
- Valdimar Birgisson
- Þröstur Sigurðsson
- FylgiskjalSamstarfssamningur - Blikastaðaland - undirritað eintak.pdfFylgiskjalSamkomulag um skipulag og uppbyggingu íbúðasvæðis í landi Blikastaða.pdfFylgiskjalFskj. 1 Forsögn að rammaskipulagi maí 2019.pdfFylgiskjalFskj. 1 samantekt á forsögn að rammaskipulagi fyrir rýni Mosfellsbæjar september 2020.pdfFylgiskjalFskj. 2 Minnisblad vegna óskar Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar- skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.pdfFylgiskjalFskj. 3 Niðurstaða vinnu stýrihóps og rýnihópa vegna óskar Landeyjar um þróunar- skipulags- og uppbyggingu vegna Blika.pdfFylgiskjalYfirlit yfir viðauka og kvaðir í samningi.pdfFylgiskjalMinnisblað - upplýsingar vegna samnings.pdfFylgiskjal20220427-fyrirspurn SÓS.pdfFylgiskjal20220504-blikastadirehf-mosfellsb-samstarfssamningur-sveinnoskarsigurdsson2.pdf
5. Atvinnusvæði í landi Blikastaða201805153
Samkomulag við Reiti - þróun ehf. um uppbyggingu á atvinnusvæði í Blikastaðalandi lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag við Reiti - þróun ehf. um uppbyggingu atvinnusvæðis á Blikastaðalandi og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.
6. Íþróttamiðstöð að Varmá - Þjónustubygging, Nýframkvæmd202201171
Ósk um heimild til útboðs á fullnaðarfrágangi þjónustubyggingar Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að boðin verði út jarðvinna, uppsteypa og fullnaðarfrágangur á fyrirhugaðri Þjónustubyggingu við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
7. Erindi umhverfisráðuneytis - ábending vegna reglugerðar um Hitaveitu Mosfellsbæjar202203362
Lögð fyrir bæjarráð tillaga að uppfærðri reglugerð um Hitaveitu Mosfellsbæjar.
Frestað vegna tímaskorts.
8. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Viðauki I við fjárhagsáætlun ársins 2022.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ-stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra201812038
Samstarfssamningur um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra í Mosfellsbæ lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi samstarfssamning um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
Bæjarráð fagnar brýnni stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra.
10. Beiðni um mat á lóð - Reykjabraut lnr. 1249412018084515
Samkomulag um framsal á lóð til Mosfellsbæjar lagt fram til samþykktar.
Máli frestað vegna tímaskorts.