Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. maí 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sókn um af­nota af land­spildu norð­an Lund­ar202204552

    Erindi Laufskála fasteignafélags ehf. þar sem óskað er kaupa eða leigu til langs tíma á 1.4 ha landspildu norðan lands Lundar.

    Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son, bæj­ar­full­trúi M-lista, vék af fundi vegna van­hæf­is.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 2. Útis­við í Ála­fosskvos201905330

    Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út jarðvegs- og uppsteypuframkvæmdir á útisviði í Álafosskvos. Sviðið verður staðsett fyrir framan áhorfendabrekkur.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út jarð­vegs- og upp­steypu­fram­kvæmd­ir á úti­sviði í Ála­fosskvos í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

  • 3. Kæra til Úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála vegna fram­kvæmda við leik­völl við Merkja­teig og Stóra­teig202108207

    Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lögð fram til kynningar.

    Úr­skurð­ur úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála vegna leik­vall­ar við Merkja­teig lagð­ur fram til kynn­ing­ar.

  • 4. Merkja­teig­ur 4 - ósk um stækk­un lóð­ar202104019

    Lagt er fyrir bæjarráð á taka afstöðu til varakröfu málshefjanda um stækkun lóðar um 5 metra til suðvesturs.

    Bæj­ar­ráð synj­ar með þrem­ur at­kvæð­um ósk máls­hefj­anda um stækk­un lóð­ar Merkja­teigs 4 um 5 metra til suð­vest­ur inn á leik­völl­inn við Merkja­teig í sam­ræmi við vara­kröfu í er­indi, enda skerði slík breyt­ing gæði leik­vall­ar­ins veru­lega og mögu­leik­ar al­menn­ings á nýt­ingu svæð­is­ins minnka til muna. Bæj­ar­ráð vís­ar mál­inu að öðru leyti til úr­lausn­ar um­hverf­is­sviðs varð­andi stað­setn­ingu á girð­ingu milli leik­vall­ar og lóð­ar Merkja­teigs 4.

  • 5. Breytt skipu­lag barna­vernd­ar202112014

    Frestun á gildistöku barnaverndarlaga hvað snýr að barnaverndarþjónustu og umdæmisráðum barnaverndar til 1. janúar 2023 kynnt.

    Bæj­ar­ráð er upp­lýst um að gild­istaka ákvæða barna­vernd­ar­laga um barna­vernd­ar­þjón­ustu og um­dæm­is­ráð frest­ist og komi til fram­kvæmda 1. janú­ar 2023.

  • 6. Krafa um NPA þjón­ustu202011017

    Dómur Hæstaréttar varðandi NPA þjónustu lagður fram til kynningar.

    Nið­ur­staða dóms Hæsta­rétt­ar í mál­inu kynnt.

  • 7. Stofn­fram­lög til kaupa eða bygg­inga á al­menn­um íbúð­um202203612

    Umsókn Bjargs leigufélags um stofnframlög lögð fyrir til afgreiðslu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að Bjargi íbúð­ar­fé­lagi verði veitt stofn­fram­lag fyr­ir árið 2022 fyr­ir bygg­ingu allt að 26 íbúða. Sam­þykkja þarf við­auka við fjár­hags­áætlun árs­ins vegna fram­an­greinds, sem til af­greiðslu er síð­ar á fund­in­um.

  • 8. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

    Viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2022 lagður fram til afgreiðslu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um við­auka 2 við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 sem fel­ur í sér að tekj­ur Eigna­sjóðs, A hluta, af gatna­gerð­ar­gjöld­um hækka um 132 m.kr. og eign­fært stofn­fram­lag fé­lags­legra íbúða, B hluta, hækka um 132 m.kr. Breyt­ing­in hef­ur ekki áhrif á hand­bært fé sam­an­tek­ins A og B hluta.

  • 9. Rýni­hóp­ar Gallup vegna þjón­ustu við aldr­aða og á sviði skipu­lags­mála og könn­un á þjón­ustu við fatlað fólk.202201442

    Samantekt um helstu umbótaaðgerðir á sviði þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2021 og niðurstöður frekari rannsókna Gallup í lok árs 2021.

    Mos­fells­bær nýt­ur þeirr­ar stöðu að vera yfir lands­með­al­tali í könn­un­um Gallup á umliðn­um árum í meiri­hluta þeirra þjón­ustu­þátta sem kann­að­ir hafa ver­ið. Fyr­ir­liggj­andi gögn hafa ver­ið nýtt til að þróa um­bæt­ur á þjón­ust­unni þar sem um­bóta er þörf og á sér sí­fellt stað skil­virkt sam­tal við íbúa um þró­un og út­færslu þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins á því vaxt­ar­skeiði sem nú stend­ur. Bæj­ar­ráð þakk­ar fyr­ir kynn­ingu sam­an­tekt­ar á við­brögð­um stjórn­enda og starfs­fólks við þeim gögn­um sem aflað hef­ur ver­ið og fel­ur fram­kvæmda­stjór­um sviða að kynna sam­an­tekt­ina í fræðslu­nefnd, fjöl­skyldu­nefnd og skipu­lags­nefnd og vinna áfram að um­bót­um á grunni þeirra gagna sem aflað hef­ur ver­ið.

    Gestir
    • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
    • 10. Frum­varp til laga um breyt­ing­ar á ýms­um lög­um í þágu barna - beiðni um um­sögn202205031

      Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum í þágu barna. Umsagnarfrestur til 16. maí nk.

      Lagt fram.

    • 11. Frum­varp til laga um sorg­ar­leyfi - beiðni um um­sögn202205048

      Frumvarp til laga um sorgarleyfi. Umsagnarfrestur til 16. maí nk.

      Lagt fram.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45