12. maí 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um afnota af landspildu norðan Lundar202204552
Erindi Laufskála fasteignafélags ehf. þar sem óskað er kaupa eða leigu til langs tíma á 1.4 ha landspildu norðan lands Lundar.
Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi M-lista, vék af fundi vegna vanhæfis.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
2. Útisvið í Álafosskvos201905330
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út jarðvegs- og uppsteypuframkvæmdir á útisviði í Álafosskvos. Sviðið verður staðsett fyrir framan áhorfendabrekkur.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út jarðvegs- og uppsteypuframkvæmdir á útisviði í Álafosskvos í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
3. Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við leikvöll við Merkjateig og Stórateig202108207
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lögð fram til kynningar.
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna leikvallar við Merkjateig lagður fram til kynningar.
4. Merkjateigur 4 - ósk um stækkun lóðar202104019
Lagt er fyrir bæjarráð á taka afstöðu til varakröfu málshefjanda um stækkun lóðar um 5 metra til suðvesturs.
Bæjarráð synjar með þremur atkvæðum ósk málshefjanda um stækkun lóðar Merkjateigs 4 um 5 metra til suðvestur inn á leikvöllinn við Merkjateig í samræmi við varakröfu í erindi, enda skerði slík breyting gæði leikvallarins verulega og möguleikar almennings á nýtingu svæðisins minnka til muna. Bæjarráð vísar málinu að öðru leyti til úrlausnar umhverfissviðs varðandi staðsetningu á girðingu milli leikvallar og lóðar Merkjateigs 4.
6. Krafa um NPA þjónustu202011017
Dómur Hæstaréttar varðandi NPA þjónustu lagður fram til kynningar.
Niðurstaða dóms Hæstaréttar í málinu kynnt.
7. Stofnframlög til kaupa eða bygginga á almennum íbúðum202203612
Umsókn Bjargs leigufélags um stofnframlög lögð fyrir til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að Bjargi íbúðarfélagi verði veitt stofnframlag fyrir árið 2022 fyrir byggingu allt að 26 íbúða. Samþykkja þarf viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna framangreinds, sem til afgreiðslu er síðar á fundinum.
8. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2022 lagður fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum viðauka 2 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 sem felur í sér að tekjur Eignasjóðs, A hluta, af gatnagerðargjöldum hækka um 132 m.kr. og eignfært stofnframlag félagslegra íbúða, B hluta, hækka um 132 m.kr. Breytingin hefur ekki áhrif á handbært fé samantekins A og B hluta.
9. Rýnihópar Gallup vegna þjónustu við aldraða og á sviði skipulagsmála og könnun á þjónustu við fatlað fólk.202201442
Samantekt um helstu umbótaaðgerðir á sviði þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2021 og niðurstöður frekari rannsókna Gallup í lok árs 2021.
Mosfellsbær nýtur þeirrar stöðu að vera yfir landsmeðaltali í könnunum Gallup á umliðnum árum í meirihluta þeirra þjónustuþátta sem kannaðir hafa verið. Fyrirliggjandi gögn hafa verið nýtt til að þróa umbætur á þjónustunni þar sem umbóta er þörf og á sér sífellt stað skilvirkt samtal við íbúa um þróun og útfærslu þjónustu sveitarfélagsins á því vaxtarskeiði sem nú stendur. Bæjarráð þakkar fyrir kynningu samantektar á viðbrögðum stjórnenda og starfsfólks við þeim gögnum sem aflað hefur verið og felur framkvæmdastjórum sviða að kynna samantektina í fræðslunefnd, fjölskyldunefnd og skipulagsnefnd og vinna áfram að umbótum á grunni þeirra gagna sem aflað hefur verið.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
10. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum í þágu barna - beiðni um umsögn202205031
Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum í þágu barna. Umsagnarfrestur til 16. maí nk.
Lagt fram.
11. Frumvarp til laga um sorgarleyfi - beiðni um umsögn202205048
Frumvarp til laga um sorgarleyfi. Umsagnarfrestur til 16. maí nk.
Lagt fram.