19. nóvember 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Kynnt er samantekt á helstu verkefnum skipulagsmála á umhverfissviði Mosfellsbæjar í tengslum við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022 til 2025.
Málinu frestað.
2. Arnartangi 50 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202110041
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Jóhannesi Þórðarsyni, f.h. húseiganda, fyrir viðbyggingu og útlitsbreytingu húss að Arnartanga 50 í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 454. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
3. Bugðufljót 17 - deiliskipulagsbreyting202111060
Borist hefur erindi frá, KRark, f.h. lóðarhafa, dags. 02.11.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bugðufljót 17.
Ósk um deiliskipulagsbreytingu synjað.
4. Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi í Grímsnes- og Grafningshreppi - aðalskipulagsbreyting202111229
Borist hefur erindi frá Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 09.11.2021, með ósk um umsögn vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Í breytingunni felst ný skilgreining iðnaðarsvæðis á Folaldahálsi fyrir gufuaflsvirkjun. Athugasemdafrestur er til og með 17.12.2021.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við kynnta aðalskipulagsbreytingu.
5. Ný Fossvallarrétt í landi Kópavogs - framkvæmdaleyfi til umsagnar202111211
Borist hefur erindi frá Auði Dagnýju Kristinsdóttur skipulagsfulltrúa Kópavogsbæjar, dags. 05.11.2021, með ósk um umsögn vegna framkvæmdarleyfis fyrir nýja Fossvallarrétt innan afréttar Seltjarnarneshrepps hins forna í landi Kópavogs. Leyfið er grenndarkynnt í samræmi við 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Í samræmi við umsögn Mosfellsbæjar um sama mál árið 2014, gerir skipulagsnefnd ekki athugasemdir við áform og útgáfu framkvæmdarleyfis fyrir nýja fjárrétt norðan Suðurlandsvegar.
- FylgiskjalÓsk eftir umsögn Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalKortamynd af Fossavallarétt.pdfFylgiskjalBeiðni um framkvæmdaleyfi - sent á Skipulagssvið Kóp.pdfFylgiskjalBréf til skipulagsfulltrúa Kópavogs.pdfFylgiskjalBréf Skipulagsstofnunar til Kópavogsbæjar.pdfFylgiskjalBréf Forsætisráðuneytis til Kópavogsbæjar.pdfFylgiskjalBréf Heilbrigðiseftirlitsins til Kópavogsbæjar.pdfFylgiskjalBréf Umhverfisstofnunar til Kópavogsbæjar.pdfFylgiskjalBréf Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar til Kópavogsbæjar.pdfFylgiskjalBréf Landsnets til Kópavogsbæjar.pdf
6. Nýtt leiðanet Strætó202110048
Starfsfólk Strætó bs. kynna hugmyndir að nýju leiðaneti almenningssamgangna í Mosfellsbæ. Kynningin er hluti samráðs um bætt leiðanet fyrir Borgarlínu-, stofn- og almennar leiðir. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar er jafnframt umferðarnefnd sveitarfélagsins. Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svava Skúladóttir kynntu áætlun með fjarfundarbúnaði.
Kynning og umræður
Gestir
- Ragnheiður Einarsdóttir
- Sólrún Svava Skúladóttir
Fundargerðir til staðfestingar
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 454202111016F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
7.1. Arnartangi 50 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110041
Guðmundur Orri Arnarson sækir um leyfi til að byggja úr timbri og gleri við raðhús á lóðinni Arnartangi nr. 50 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 25,2 m², 71,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.2. Miðdalsland L 225237 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa 202108116
Kári Ólafsson leggur fram fyrirspurn þess efnis hvort koma megi fyrir geymsluaðstöðu á lóðinni Miðdalsland L225237.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.3. Reykjahvoll 4B - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110105
Kali ehf. Bröttuhlíð 25 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 4b, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 251,2 m², bílgeymsla 45,2 m², 1.007,2 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.4. Stórikriki 59-61, umsókn um byggingarleyfi. 202006489
Pallar og menn ehf. Markholti 17 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Litlikriki nr. 59-61, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir lóð nr. 59 : Íbúð 208,3 m², bílgeymsla 32,4 m², 674,62 m³.
Stærðir lóð nr. 61 : Íbúð 211,8 m², bílgeymsla 38,5 m², 762,92 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.