Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. desember 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Lóð í Skóg­ar­bring­um, fnr. 233-1600202111427

    Erindi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem þess er óskað að lóði í Skógarbringum fastanr. 233-1600, landnúmer 125566.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær leysi til sín lóð­ina í Skóg­ar­bring­um fast­anr. 233-1600, land­núm­er 125566 á fast­eigna­mats­verði.

  • 2. Ósk Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar um við­ræð­ur um fram­tíð­ar­sýn Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar fyr­ir Hlíða­völl202109643

    Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn umhverfissviðs um erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar um stærra landsvæði.

    Um­beð­in um­sögn um­hverf­is­sviðs um er­indi Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar lögð fram til kynn­ing­ar.

    • 3. Sam­keppni um mið­bæj­ar­garð202111439

      Lögð fyrir bæjarráð tilaga um tilhögun hugmyndasamkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að efnt verði til hug­mynda­sam­keppni um mið­bæj­ar­garð við Bjark­ar­holt. Jafn­framt er fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs veitt heim­ild til þess að ganga frá sam­komu­lagi Mos­fells­bæj­ar við Mið­stöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs um ut­an­um­hald hug­mynda­sam­keppni um mið­bæj­ar­garð. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að skipa Harald Sverris­son, bæj­ar­stjóra, og Guð­mund Hreins­son í fimm manna dóm­nefnd. Jafn­framt munu þrír hönn­un­ar­mennt­að­ir fag­að­il­ar, sitja í dóm­nefnd­inni, skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar auk tveggja fag­að­ila sem Mið­stöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs til­nefn­ir.

    • 4. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

      Uppfærðar gjaldskrár 2022 lagðar fram til kynningar. Yfirlit yfir álagningarforsendur fasteignagjalda auk uppfærðra reglna um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega lagðar fram til kynningar.

      Upp­færð­ar gjald­skrár 2022 lagð­ar fram til kynn­ing­ar. Yf­ir­lit yfir álagn­ing­ar­for­send­ur fast­eigna­gjalda auk upp­færðra reglna um af­slátt af fast­eigna­gjöld­um til tekju­lágra elli-og ör­orku­líf­eyr­is­þega jafn­framt lagð­ar fram til kynn­ing­ar.

      • 5. Orkugarð­ur - hug­mynd­ir að upp­bygg­ingu í Reykja­hverfi202101213

        Tillaga um gerð viljayfirlýsingar milli Mosfellsbæjar og Veitna um Orkugarð í Reykjahverfi.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að vinna að og und­ir­rita fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar vilja­yf­ir­lýs­ingu milli Mos­fells­bæj­ar og Veitna ohf. um Orku­garð í Reykja­hverfi í sam­ræmi við til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði. Bæj­ar­ráð vís­ar mál­inu enn­frem­ur til kynn­ing­ar í menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd og um­hverf­is­nefnd. Jafn­framt er sam­þykkt að skipu­lags­nefnd verði fal­ið að vinna að nán­ari út­færslu og deili­skipu­lagi fyr­ir Orku­garð.

        • 6. Plæg­ing raf­strengja í landi L123707, Úr Leir­vogstungulandi - fram­kvæmda­leyfi202111492

          Erindi Verkís ehf., f.h. Veitna, þar sem óskað er heimildar til að leggja rafstreng í landi Mosfellsbæjar, Úr Leirvogstungulandi, L123707.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila Veit­um ohf. að leggja streng um land Úr Leir­vogstungulandi, L123707 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi sam­komulag, með fyr­ir­vara um já­kvæða af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­rita sam­komu­lag­ið fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar að feng­inni já­kvæðri af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar.

        • 7. End­ur­skoð­un­ar­nefnd sbr. lög um árs­reikn­inga nr. 3/2006.202111511

          Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, endurskoðunarnefnd sbr. lög um ársreikninga nr. 3/2006, dags. 29.11.2021.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að vinna um­sögn til bæja­ráðs um það hvort sveit­ar­fé­lag­inu beri að hafa starf­andi end­ur­skoð­un­ar­nefnd.

          ***

          Bók­un M-lista:
          Þakka ber áhuga­verð­ar um­ræð­ur um mál­ið. Full­trúi M-lista tel­ur mik­il­vægt að bæj­ar­yf­ir­völd í Mos­fells­bæ hefji und­ir­bún­ing á því að gera drög að sam­þykkt­um fyr­ir end­ur­skoð­un­ar­nefnd í sam­ræmi við lög nr. 3/2006 um árs­reikn­inga. Sam­hliða því væri rétt að gera drög að til­svar­andi starfs­regl­um nefnd­ar­inn­ar og skipa í þá nefnd. Eng­ar und­an­tekn­ing­ar eru í lög­um gagn­vart sveit­ar­fé­lög­um sem eru með bréf á mark­aði. Einn­ig er til­koma slíkr­ar nefnd­ar talin falla að góð­um stjórn­ar­hátt­um.

          Gestir
          • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55