23. september 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á tekjulágum heimilum202007154
Drög að reglum um íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilum fyrir haustönn 2021 lagðar fyrir til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagðar reglur Mosfellsbæjar um íþrótta- og tómstundastyrki til barna á tekjulágum heimilum fyrir haustönn 2021.
2. Endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa í Mosfellsbæ202109418
Tillaga um vinnu við endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa í Mosfellsbæ.
Bókun M-lista
Það er gott að setja sér siðareglur. Í siðuðum samfélögum eru það lög í landinu sem eru hinar eiginlegu siðareglur. Það að Mosfellsbær hafi á sínum tíma þurft að setja sér siðareglur, sbr. gildandi siðareglur frá 2010, segir sögu um þörfina. Hins vegar eru engin viðurlög við siðareglum. Mikilvægt að allir bæjarfulltrúar, nefndarmenn og áheyrnarfulltrúar taki þarna þátt í mótum reglnanna enda allir kjörnir til sinna starfa fyrir Mosfellsbæ.Fyrir bæjarbúum í Mosfellsbæ mætti telja það ekki til neins að fara að endurskoða siðareglur eða búa til nýjar sé ekki farið eftir þeim sem í gildi eru. Mikilvægt er að eiga samtalið og leita leiða til endurnýjunar. Rétt væri að fá óháðann aðila til verksins og sé kjörnum fulltrúum til ráðgjafar. Umboðsvandi er vel þekktur og það er vandi sem mikilvægt er að tilgreindur sé sérstaklega sé ætlun bæjarstjórnar að setja kjörnum fulltrúum nýjar siðareglur hér í Mosfellsbæ.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að hefja endurskoðun á siðareglum kjörinna fulltrúa sem unnin verði í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði.
3. Bréf Vegagerðarinnar varðandi ósk um viðræður vegna skilavega, dags. 07.09.2021202109325
Í bréfinu er farið fram á að Mosfellsbær tilnefni tengilið til að taka þátt í viðræðum og undirbúningi að því að Mosfellsbær taki yfir veghald á Hafravatnsvegi, vegi nr. 431-01, að uppfylltum skilyrðum varðandi viðhaldsástand.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tilnefna Jóhönnu B. Hansen, framkvæmdastjóra umhverfissviðs, sem tengilið Mosfellbæjar vegna verkefnisins. Jafnframt er bæjarstjóra falið að fylgja eftir kröfu gagnvart ríkinu um fjármögnun vegna framtíðarrekstrar við veghaldið.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Drög að áætlun skatttekna ársins 2022 og íbúaspá áranna 2022-2025 lögð fram til kynningar.
Drög að áætlun skatttekna ársins 2022 og íbúaspá áranna 2022-2022 lögð fram til kynningar.
Gestir
- Pétur J. Lockton