Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. september 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Íþrótta- og tóm­stunda­styrk­ir til barna á tekju­lág­um heim­il­um202007154

    Drög að reglum um íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilum fyrir haustönn 2021 lagðar fyrir til samþykktar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fram­lagð­ar regl­ur Mos­fells­bæj­ar um íþrótta- og tóm­stunda­styrki til barna á tekju­lág­um heim­il­um fyr­ir haustönn 2021.

  • 2. End­ur­skoð­un siða­reglna kjör­inna full­trúa í Mos­fells­bæ202109418

    Tillaga um vinnu við endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa í Mosfellsbæ.

    Bók­un M-lista
    Það er gott að setja sér siða­regl­ur. Í sið­uð­um sam­fé­lög­um eru það lög í land­inu sem eru hinar eig­in­legu siða­regl­ur. Það að Mos­fells­bær hafi á sín­um tíma þurft að setja sér siða­regl­ur, sbr. gild­andi siða­regl­ur frá 2010, seg­ir sögu um þörf­ina. Hins veg­ar eru eng­in við­ur­lög við siða­regl­um. Mik­il­vægt að all­ir bæj­ar­full­trú­ar, nefnd­ar­menn og áheyrn­ar­full­trú­ar taki þarna þátt í mót­um regln­anna enda all­ir kjörn­ir til sinna starfa fyr­ir Mos­fells­bæ.

    Fyr­ir bæj­ar­bú­um í Mos­fells­bæ mætti telja það ekki til neins að fara að end­ur­skoða siða­regl­ur eða búa til nýj­ar sé ekki far­ið eft­ir þeim sem í gildi eru. Mik­il­vægt er að eiga sam­tal­ið og leita leiða til end­ur­nýj­un­ar. Rétt væri að fá óháð­ann að­ila til verks­ins og sé kjörn­um full­trú­um til ráð­gjaf­ar. Um­boðsvandi er vel þekkt­ur og það er vandi sem mik­il­vægt er að til­greind­ur sé sér­stak­lega sé ætlun bæj­ar­stjórn­ar að setja kjörn­um full­trú­um nýj­ar siða­regl­ur hér í Mos­fells­bæ.

    ***

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að hefja end­ur­skoð­un á siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem unn­in verði í sam­ræmi við til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði.

    • 3. Bréf Vega­gerð­ar­inn­ar varð­andi ósk um við­ræð­ur vegna skila­vega, dags. 07.09.2021202109325

      Í bréfinu er farið fram á að Mosfellsbær tilnefni tengilið til að taka þátt í viðræðum og undirbúningi að því að Mosfellsbær taki yfir veghald á Hafravatnsvegi, vegi nr. 431-01, að uppfylltum skilyrðum varðandi viðhaldsástand.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að til­nefna Jó­hönnu B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs, sem tengilið Mos­fell­bæj­ar vegna verk­efn­is­ins. Jafn­framt er bæj­ar­stjóra fal­ið að fylgja eft­ir kröfu gagn­vart rík­inu um fjár­mögn­un vegna fram­tíð­ar­rekstr­ar við veg­hald­ið.

    • 4. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

      Drög að áætlun skatttekna ársins 2022 og íbúaspá áranna 2022-2025 lögð fram til kynningar.

      Drög að áætlun skatt­tekna árs­ins 2022 og íbúa­spá ár­anna 2022-2022 lögð fram til kynn­ing­ar.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30