15. júní 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) Forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) 1. varabæjarfulltrúi
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1537202206001F
Fundargerð 1537. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 807. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Umsókn um lóðina Skarhólabraut 3 og fyrirspurn varðandi Sunnukrika 9 202205566
Erindi ÍSBAND, dags. 17.05.2022, þar sem sótt er um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3 til frekari uppbyggingar á framtíðarhúsnæði félagsins. Þá er óskað upplýsinga um möguleika á úthlutun lóðarinnar Sunnukrika 9.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1537. fundar bæjarráðs samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
1.2. Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga 202206013
Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1537. fundar bæjarráðs samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
1.3. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022 202203832
Veittar verða upplýsingar um stöðu framkvæmda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1537. fundar bæjarráðs samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
1.4. Krafa um viðurkenningu á rétti til íbúðareininga og_eða andvirðis íbúðareininga 202205304
Krafa landeiganda í Helgafelli á viðurkenningu á rétti til íbúðareininga og/eða andvirðis íbúðareininga. Máli frestað á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Halla Karen Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi B-lista, víkur sæti í málinu vegna vanhæfis.
***
Afgreiðsla 1537. fundar bæjarráðs samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með tíu atkvæðum.
- Fylgiskjalfskj 1 Kröfubréf dags. 13.5.2022.pdfFylgiskjalfskj. 2-4.pdfFylgiskjalfskj 5 Aðalskipulag - greinargerðFylgiskjalfskj 5 Aðalskipulag greinagerð - forsendurFylgiskjalfskj 6rammaskipulag_helgafellshverfis_2005[50].pdfFylgiskjalfskj. 7 - Fasteignir_skjal_R-013165_2005.pdfFylgiskjalfskj 8 DeiliskipulagFylgiskjalfskj 9 Breyting á aðalskipulagi.pdfFylgiskjalfskj 10 helgafell 2.pdfFylgiskjalfskj 10 Hlutdeild Helgafells.pdfFylgiskjalRE: B.T. Bæjarstjórnar. Krafa um viðurkenningu á rétti til íbúðareininga og/eða andvirðis íbúðareininga.pdf
1.5. Hraðastaðavegur Mosfellsbær 202206047
Erindi Guðmundar Hreinssonar varðandi Hraðastaðaveg, dags. 01.06.2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1537. fundar bæjarráðs samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
1.6. Vinnuskóli og sumarstörf sumarið 2022 202206016
Lagt er til að öll börn sem sækja um í Vinnuskóla Mosfellsbæjar verði boðin vinna sumarið 2022. Þá er lagt til að öllum ungmennum 16 ára og eldri sem sóttu um sumarstarf innan umsóknarfrests verði boðið sumarstarf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1537. fundar bæjarráðs samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
1.7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025 202105196
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1537. fundar bæjarráðs samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
1.8. Áform um breytingu á kosningalögum 202205641
Erindi Landskjörstjórnar þar sem vakin er athyli á því að í samráðsgátt stjórnvalda eru til kynningar áform um breytingar á kosningalögum. Frestur til að senda ábendingar og athugasemdir er til 1. júlí nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1537. fundar bæjarráðs samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
1.9. Tillaga bæjarfulltrúa D-lista varðandi álagningu fasteignagjalda á íbúðar- og atvinnuhúsnæði fyrir árið 2023 202206083
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að vegna mikilla hækkana á nýútgefnu fasteignamati hækki álagning á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ fyrir árið 2023 ekki umfram vísitölu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1537. fundar bæjarráðs samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
1.10. Almenningssamgöngur á Íslandi - Boð um þáttöku í vinnustofu 202206188
Erindi innviðaráðuneytis þar sem boðin er þátttaka í vinnustofu starfshóps sem vinnur að smíði frumvarps um heildarlög um almenningssamgöngur sem fram fer 15. júní nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1537. fundar bæjarráðs samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
2. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 567202206003F
Fundargerð 567. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 807. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Fundadagskrá 2022 202110424
Lögð verður fram til kynningar starfsáætlun skipulagsnefndar út árið 2022. Skipulagsfulltrúi fer yfir helstu yfirstandandi skipulagsverkefni auk annarra verka sem eru í undirbúningi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
2.2. Breyting á aðalskipulagi - Dalland 123625 201811119
Lögð er fram til afgreiðslu breyting á aðalskipulagi fyrir Dalland í Miðdal þar sem óbyggðu landi er breytt í landbúnaðarland.
Hjálögð er minjaskráning landsins og umsögn Minjastofnunar Íslands um hana og skipulagið dags. 07.06.2022.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
2.3. Kæra til ÚUA vegna ákvörðunar byggingafulltrúa vegna Leirutanga 10 202110356
Lögð er fram til kynningar niðurstaða í kærumáli nr. 159/2021, vegna samþykktar byggingarfulltrúa á byggingaráformum fyrir Leirutanga 10, dags. 22.09.2021. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar.
Hjálögð er kæra auk athugasemda Mosfellsbæjar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
2.4. Íþróttamiðstöð við Varmá - deiliskipulagsbreyting 202206051
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breyting á deiliskipulagi fyrir íþróttamiðstöðina við Varmá. Breytingin byggir á að auka leyfilegt byggingarmagn nýrrar þjónustubyggingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
2.5. Suðurlandsvegur innan Mosfellsbæjar og Kópavogs - sameiginlegt deiliskipulag 202205199
Lögð eru fram til kynningar drög að sameiginlegu deiliskipulagi Kópavogs og Mosfellsbæjar vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá Geitháls við Hólmsá að Lögbergsbrekku við Lækjarhlíð. Stærsti hluti skipulagsins tilheyrir Kópavogsbæ. Gögn eru unnin af Eflu verkfræðistofu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
2.6. Leirutangi 13A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205045
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Jónu Magneu Magnúsdóttur, fyrir stækkun á húsi við Leirutanga 13A. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 473. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Hjálagt er skriflegt samþykki annarra húseigenda 13A og 13B.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
2.7. Nýi Skerjafjörður- Reykjavíkurborg- breyting á deiliskipulagi 202205017
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 29.4.2022, vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Nýja Skerjafjörð.
Athugasemdafrestur er frá 27.04.2022 til og með 13.06.2022.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
2.8. Rýnihópar Gallup vegna þjónustu við aldraða, fatlaða og á sviði skipulagsmála 202201442
Samantekt um helstu umbótaaðgerðir á sviði þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2021 og niðurstöður frekari rannsókna Gallup í lok árs 2021.
Málinu er vísað til kynningar nefndarinnar af 1535. fundi bæjarráðs. Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar og staðgengill bæjarstjóra, kynnir gögn og niðurstöður.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
2.9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 469 202204032F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
2.10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 470 202205010F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
2.11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 471 202205014F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
2.12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 472 202205019F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
2.13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 473 202205031F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 473202205031F
Fundargerð 473. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Arnartangi 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011385
Arnar Þór Björgvinsson heimili sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri ásamt breytingum innra skipulags einbýlishúss á lóðinni Arnartangi nr. 18, í samræmi við framlögð gögn. Byggingaráform voru grendarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 23.04.2021 til 25.06.2021, engar athugasemdir bárust. Stækkun: Íbúð og bílgeymsla 52,1 m², 169,4 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 473. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar.
3.2. Leirutangi 13A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205045
Jóna Magnea Magnúsdóttir Hansen sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús sólskála úr steinsteypu, timbri og gleri á lóðinni Leirutangi nr. 13A, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Sólskáli 13,2 m², 35,5 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 473. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar.
3.3. Stóriteigur 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202204084
Sveinn Óskar Sigurðsson Stórateig 20 sækir um leyfi til breytinga frárennsliskerfis og lagningu nýrra drenlagna á lóðinni Stóriteigur nr.20-26, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 473. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar.
4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 474202206006F
Fundargerð 474. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Bjargslundur 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105064
Tekkk ehf. Oddagötu 1 Akureyri sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Bjargslundur nr. 6, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Íbúð 6A: Íbúð 172,3 m², bílgeymsla 28,0 m², 562,75 m³.
Íbúð 6B: Íbúð 172,3 m², bílgeymsla 28,0 m², 562,75 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 474. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar.
4.2. Bjargslundur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105063
Tekkk ehf. Oddagötu 1 Akureyri sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Bjargslundur nr. 8, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Íbúð 8A: Íbúð 172,3 m², bílgeymsla 28,0 m², 562,75 m³.
Íbúð 8B: Íbúð 172,3 m², bílgeymsla 28,0 m², 562,75 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 474. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar.
4.3. Gerplustræti 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205225
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu íþróttahús á lóðinni Gerplustræti nr. 14, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 781,3 m², 5.718,8 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 474. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar.
4.4. Laut-Dælustöðvarvegur 4B, Umsókn um byggingarleyfi. 201806286
Bjarni Össurarson og Sigrún Þorgeirsdóttir, Suðurgötu 35 Reykjavík, sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Lindarbyggð nr. 30, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 474. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar.
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 475202206009F
Fundargerð 475. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Huldugata 1 - 13 Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206048
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum sjö íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni Huldugata nr. 1-13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Huldugata nr. 1: Íbúð 118,5 m², 402,9 m³.
Huldugata nr. 3: Íbúð 116,1 m², 394,7 m³.
Huldugata nr. 5: Íbúð 116,1 m², 394,7 m³.
Huldugata nr. 7: Íbúð 116,1 m², 394,7 m³.
Huldugata nr. 9: Íbúð 116,1 m², 394,7 m³.
Huldugata nr. 11: Íbúð 116,1 m², 394,7 m³.
Huldugata nr. 13: Íbúð 118,5 m², 402,9 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 475. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar.
6. Fundargerð 240. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202206250
Fundargerð 240. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 240. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
7. Fundargerð 356. fundar Strætó bs202205621
Fundargerð 356. fundar Strætó bs lögð fram til kynningar.
Fundargerð 356. fundar Strætó bs lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
8. Fundargerð 241. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202206251
Fundargerð 241. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 241. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
9. Fundargerð 4. fundar heilbrigðisnefndar202205631
Fundargerð 4. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 4. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 807. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.