27. maí 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samþykki á kvöð vegna lagningar Skálafellslínu202101482
Erindi Direkta lögfræðiþjónustu þar sem óskað er heimildar Mosfellsbæjar til að setja niður og reka smádreifistöðvar á landinu Minna Mosfell, sem er í eigu Mosfellsbæjar, og grafa þar niður jarðstrengi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
2. Erindi Direkta lögfræðiþjónustu, fh. Veitna, varðandi Miðdalslínu, dags. 21. maí 2021.202105275
Erindi Direkta lögfræðiþjónustu, fh. Veitna, varðandi Miðdalslínu. Er þess óskað að leyfi verði veitt fyrir lagningu strengs inn á land Sólheima og Sólheimakotslands, sem eru í eigu Mosfellsbæjar. Einnig er gert ráð fyrir smádreifistöð í Sólheimakotslandi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
3. Beiðni um upplýsingar um gjaldskrár vatnsveitna202105223
Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi gjaldskrár vatnsveitna, dags. 7. maí 2021. Í bréfinu, sem sent er til allra sveitarfélaga, er farið fram á að gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga verði yfirfarnar og ráðuneytið upplýst um niðurstöðu málsins.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til fjármálastjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og afgreiðslu. Bæjarráð fái afrit af svari Mosfellsbæjar þegar það hefur verið sent.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun 2022 til 2025 lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025 í samræmi við fyrirliggjandi dagskrá.
5. Ráðning skólastjóra Varmárskóla 2021202103140
Tillaga að ráðningu skólastjóra Varmárskóla.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að Jóna Benediktsdóttir verði ráðin skólastjóri við Varmárskóla frá og með 1. ágúst 2021. Jafnframt samþykkt að ráðningin verði kynnt fyrir fræðslunefnd.
Gestir
- Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
6. Þingsályktun um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða - beiðni um umsögn202105222
Þingsályktun um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða - beiðni um umsögn fyrir 2. júní nk.
Lagt fram.
7. Þingsályktun um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis - beiðni um umsögn202105202
Þingsályktun um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis - beiðni um umsögn fyrir 26. maí nk.
Lagt fram.
8. Þingsályktun um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis - beiðni um umsögn202105221
Þingsályktun um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis - beiðni um umsögn fyrir 26. maí nk.
Lagt fram.