Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. maí 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Sam­þykki á kvöð vegna lagn­ing­ar Skála­fells­línu202101482

    Erindi Direkta lögfræðiþjónustu þar sem óskað er heimildar Mosfellsbæjar til að setja niður og reka smádreifistöðvar á landinu Minna Mosfell, sem er í eigu Mosfellsbæjar, og grafa þar niður jarðstrengi.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

    • 2. Er­indi Direkta lög­fræði­þjón­ustu, fh. Veitna, varð­andi Mið­dals­línu, dags. 21. maí 2021.202105275

      Erindi Direkta lögfræðiþjónustu, fh. Veitna, varðandi Miðdalslínu. Er þess óskað að leyfi verði veitt fyrir lagningu strengs inn á land Sólheima og Sólheimakotslands, sem eru í eigu Mosfellsbæjar. Einnig er gert ráð fyrir smádreifistöð í Sólheimakotslandi.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

      • 3. Beiðni um upp­lýs­ing­ar um gjald­skrár vatns­veitna202105223

        Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi gjaldskrár vatnsveitna, dags. 7. maí 2021. Í bréfinu, sem sent er til allra sveitarfélaga, er farið fram á að gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga verði yfirfarnar og ráðuneytið upplýst um niðurstöðu málsins.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til fjár­mála­stjóra og fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar og af­greiðslu. Bæj­ar­ráð fái afrit af svari Mos­fells­bæj­ar þeg­ar það hef­ur ver­ið sent.

      • 4. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

        Dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun 2022 til 2025 lögð fram.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að hefja vinnu við fjár­hags­áætlun 2022-2025 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi dagskrá.

      • 5. Ráðn­ing skóla­stjóra Varmár­skóla 2021202103140

        Tillaga að ráðningu skólastjóra Varmárskóla.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að Jóna Bene­dikts­dótt­ir verði ráð­in skóla­stjóri við Varmár­skóla frá og með 1. ág­úst 2021. Jafn­framt sam­þykkt að ráðn­ing­in verði kynnt fyr­ir fræðslu­nefnd.

        Gestir
        • Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
        • 6. Þings­álykt­un um nýja vel­ferð­ar­stefnu fyr­ir aldr­aða - beiðni um um­sögn202105222

          Þingsályktun um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða - beiðni um umsögn fyrir 2. júní nk.

          Lagt fram.

        • 7. Þings­álykt­un um að­gerð­ir til að auka fram­boð og neyslu grænkera­fæð­is - beiðni um um­sögn202105202

          Þingsályktun um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis - beiðni um umsögn fyrir 26. maí nk.

          Lagt fram.

        • 8. Þings­álykt­un um end­ur­skoð­un á laga- og reglu­gerð­ar­um­hverfi sjókvía­eld­is - beiðni um um­sögn202105221

          Þingsályktun um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis - beiðni um umsögn fyrir 26. maí nk.

          Lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:21