10. nóvember 2021 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 2. varabæjarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Eftirfarandi afbrigði samþykkt í upphafi fundar: Samþykkt með níu atkvæðum að fella málið kosningar í nefndir og ráð út af dagskrá fundarins. Samþykkt með níu atkvæðum að taka málið, samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar - breytingar, á dagskrá fundarins sem dagskrárlið nr. 6.
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Fyrri umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptasviðs, Pétur Jens Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
***
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar til fyrri umræðu á 1509. fundi sínum 28. október 2021.Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar þökkuðu starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir til starfsmanna.
***
Tillögur bæjarfulltrúa Önnu Sigríðar Guðnadóttur bæjarfulltrúa S-lista við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2022-2025: Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að á árinu 2022 hefji bæjarstjórn formlega fundi með stjórnum hverfafélaga sem starfa í bænum. Þá bjóði bærinn aðstoð sína við að stofna slík samtök þar sem þau hafa ekki þegar verið stofnuð, í samræmi við lið 2.a. i og ii í Lýðræðisstefnu bæjarins. Fundað yrði a.m.k. árlega með hverri stjórn. Þá auglýsi bæjarstjórn almenna fundi í hverfum bæjarins a.m.k. árlega þar sem sérstaklega yrðu tekin fyrir málefni sem tengjast viðkomandi hverfi og brenna á íbúum.
Tillögunni verði vísað til Lýðræðis- og mannréttindanefndar með drögum að fjárhagsáætlun til umræðu og afgreiðslu.***
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar ásamt tillögu bæjarfulltrúa S-lista til síðari umræðu sem verði 8. desember 2021.
Fundargerðir til staðfestingar
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1509202110029F
Fundargerð 1509. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 793. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Stefna Mosfellsbæjar um forvarnir gegn einelti, áreitni og vanlíðan á vinnustað. 201712169
Tillaga um breytingu á stefnu og viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar um einelti og áreitni er lýtur að skilgreiningum og boðleiðum varðandi tilkynningar. Erindi frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1509. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022 202110146
Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022 - kostnaðaráætlun samstarfsverkefna fyrir fjárhagsáætlanagerð. Þarfnast afgreiðslu fyrir 1. nóvember 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1509. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Fjárhagsáætlun skíðasvæða 2022 202110392
Frá Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins - fjárhagsáætlun skíðasvæðanna fyrir árið 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1509. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2022 202110384
Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2022 lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1509. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025 202105196
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1509. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Jöfunarsjóður - drög að breytingu á reglugerð nr. 1088-2012 202110132
Umbeðin umsögn fjármálastjóra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1509. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Ósk Rotaryklúbss Mosfellsbæjar að gerður verði formlegur samningur um land sem tekið var í fóstur 202110323
Erindi Rotaryklúbbs Mosfellsbæjar með ósk um gerð samnings um land sem tekið var í fóstur fyrir 30 árum, dags. 06.10.2021
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1509. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Tilkynning um kæru ákvörðunar byggingafulltrúa vegna Leirutanga 10 til ÚUA 202110356
Ákvörðun byggingarfulltrúa um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi við Leirutanga 10 kærð til ÚUA.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1509. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.9. Alzheimersamtökin ósk um reglulegan styrk 202110373
Erindi Alzheimer samtakanna þar sem sótt er um reglulegan styrk sem nemi 25-50% stöðugildi á ári.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1509. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.10. Deiliskipulagsbreyting II á Esjumelum - Kæra 202008350
Bréf frá Umboðsmanni Alþingis þar sem tilkynnt er að ekki verði aðhafst frekar vegna kvörtunar um flutning malbikunarstöðvarinnar Höfða að Esjumelum þar sem Reykjavíkurborg sé hætt við að flytja malbikunarstöðina að Esjumelum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1509. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerð
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1510202110036F
Fundargerð 1510. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 793. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Ósk um viðræður vegna skila á vegum sem féllu úr tölu þjóðvega við setningu vegalaga 202109325
Drög að erindi til Vegagerðarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1510. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Erindi frá SSH vegna áfanga- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins 202110277
Tillaga um milliskref vegna áfanga- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1510. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022 202110146
Umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar og verkefnastjóra skjalavörslu og rafrænnar þjónustu um samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga á árinu 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1510. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 397202111001F
Fundargerð 397. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 793. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Menntastefna Mosfellsbæjar 201902331
Kynning á framkvæmd
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar fræðslunefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Starfsáætlanir skóla 2021-2022 202110378
Kynning á starfsáætlun grunnskóla fyrir skólaárið 2021-2022
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar fræðslunefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Upplýsingar til fræðslunefndar vegna Covid19 202008828
Upplýsingar um áhrif Covid19 á leik- og grunnskóla
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar fræðslunefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 553202111005F
Fundargerð 553. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 799. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Bjarkarholt 11-19 - uppbygging 202109448
Lögð eru fram til kynningar skipulagsnefndar drög að aðaluppdráttum og útlitsmyndir fjölbýlishúsanna Bjarkarholts 17 og 19, í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðbæjarins.
Gögnin eru unnin af Guðjóni Magnússyni arkitekt hjá Arkform.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 553. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Reiðstígur við Skiphól - ósk um framkvæmdaleyfi 202110425
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 553. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Brúarfljót 5 - deiliskipulagsbreyting 202111063
Borist hefur erindi frá Sveinbirni Jónssyni, f.h. Tungumela ehf. lóðarhafa að Brúarljóti 5, dags. 02.11.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna innkeyrslna lóðarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 553. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Stórikriki 59-61, umsókn um byggingarleyfi. 202006489
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Pallar og menn ehf vegna nýbyggingar parhúss við Stórakrika 59-61. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 453. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæða deiliskipulagsins.
Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 553. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Aðalskipulag Reykjavíkur - Endurskoðun um blandaða byggð til 2040 202010203
Borist hefur bréf frá Reykjavíkurborg, dags. 28.10.2021, vegna staðfestingu á samþykktri aðalskipulagsbreytingu Reykjavíkur 2040. Meðfylgjandi eru svör við athugasemdum Mosfellsbæjar frá 16.08.2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 553. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.6. Kæra til ÚUA vegna ákvörðunar byggingafulltrúa vegna Leirutanga 10 202110356
Lögð er fram til kynningar kæra í máli nr. 159/2021 til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) vegna samþykktar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar á byggingaráformum fyrir Leirutanga 10.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 553. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 451 202110010F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 553. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 452 202110028F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 553. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 453 202111006F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 553. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Almenn erindi
6. Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar -breytingar202002306
Lagt er til að við samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar verði bætt ákvæði sem heimilar þátttöku í fundum með rafrænum hætti.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum tillögu um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar nr. 238/2014 með síðari breytingum, er lýtur að heimild til þátttöku í fundum með rafrænum hætti.
7. Óskað tilnefninga í skólanefnd Framhaldsskólans í Mosfellsbæ202111026
Ósk um tilnefningu í skólanefnd Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Svar óskast sem fyrst.
Fram kom eftirfarandi tilnefning tveggja fulltrúa og tveggja til vara í skólanefnd Framhaldsskólans í Mosfellsbæ: Sigríður Johnsen og Anna Sigríður Guðnadóttir, sem aðalmenn og Harpa Lilja Júníusdóttir og Sveinn Óskar Sigurðsson sem varamenn. Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast hún því samþykkt.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 452202110028F
Fundargerð 452. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 793. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Desjamýri 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202108131
HDE ehf. Þórðarsveig 20 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr límtré og PIR samlokueiningum atvinnuhúsnæði með 22 eignarhlutum á lóðinni Desjamýri nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 1.799,4 m², 7054,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 452. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 793. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Laxatunga 131 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202109411
Nýbyggingar og viðhald ehf. Kvíslartungu 33 sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum samlokueiningum einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Laxatunga nr. 131, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 199,7 m², bílgeymsla 37,2 m², 794,7 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 452. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 793. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Í Miðdalsl 125323 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202109051
Margrét Sæberg Þórðardóttir sækir um leyfi til niðurrifs og förgunar geymslu á frístundalóð Í Miðdalslandi, landnúmer 125323. Fyrir liggur tímabundið starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 452. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 793. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Fyrirspurn vegna hækkun bílskúrs við Suðurá (landnr. 123758) 202110133
Þröstur Sigurðsson Suðurá - fyrispurn vegna hækkunar þaks vélageymslu samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 452. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 793. fundi bæjarstjórnar.
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 453202111006F
Fundargerð 453. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 793. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Leirvogstunga 39 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202109627
Hallur Birgisson Rjúpnasölum 14 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með auka íbúð og innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Leirvogstunga nr. 39, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 389,7 m², bílgeymsla 41,4 m², 1.406,1 m³.Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 453. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 793. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Liljugata 19-25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110140
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu fjögurra íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni Liljugata nr. 19-25, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hús nr. 19: Íbúð 106,7 m², 368,1 m³.
Stærðir hús nr. 21: Íbúð 106,7 m², 368,1 m³.
Stærðir hús nr. 23: Íbúð 106,7 m², 368,1 m³.
Stærðir hús nr. 25: Íbúð 106,7 m², 368,1 m³.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 453. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 793. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Stórikriki 59-61, umsókn um byggingarleyfi. 202006489
Pallar og menn ehf. Markholti 17 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Litlikriki nr. 59-61, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir lóð nr. 59 : Íbúð 208,3 m², bílgeymsla 32,4 m², 674,62 m³.
Stærðir lóð nr. 61 : Íbúð 211,8 m², bílgeymsla 38,5 m², 762,92 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 453. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 793. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 346. fundar Strætó202111016
Fundargerð 346. fundar Strætó ásamt fylgigögnum
Fundargerð 346. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 793. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
11. Fundargerð 35. eigindafundar Sorpu202111009
Fundargerð 35. eigendafundar Sorpu bs
Fundargerð 35. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 793. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
12. Fundargerð 901. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga202111068
Fundargerð 901. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitafélaga.
Fundargerð 901. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitafélaga lögð fram til kynningar á 793. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 902. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga202111044
Fundargerð 902. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitafélaga
Fundargerð 902. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitafélaga lögð fram til kynningar á 793. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 459. fundar Sorpu202111110
Fundargerð 459. fundar Sorpu bs.
Fundargerð 459. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 793. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.