3. desember 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Lögð eru fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 fyrir helstu verkefni skipulagsmála á umhverfissviði Mosfellsbæjar frá fyrri umræðu bæjarstjórnar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs fór yfir drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025.
2. Helgafellshverfi 6. áfangi - nýtt deiliskipulag202101267
Skipulagsnefnd samþykkti á 552. fundi sínum að kynna skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag 6. áfanga Helgafellshverfis. Umsagnafrestur var frá 28.10.2021 til og með 28.11.2021. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 04.11.2021, Skipulagsstofnun, dags. 16.11.2021, Veðurstofu Íslands, dags. 19.11.2021, Umhverfisstofnun, dags. 19.11.2021, Landsneti, dags. 24.11.2021 og Vegagerðinni, dags. 28.11.2021. Umsagnir og athugasemdir kynntar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa er falin áframhaldandi vinnsla málsins.
- FylgiskjalTilkynning - 6. áfangi Helgafellshverfis skipulagslýsing - Umsagnafrestur er til 28. nóvember 2021.pdfFylgiskjalAuglýsing - 6. áfangi Helgafellshverfis Skipulagslýsing _ Mosfellsbær.pdfFylgiskjalUmsögn Landsnets.pdfFylgiskjalUmsögn Vegagerðarinnar.pdfFylgiskjalUmsögn Veðurstofu Íslands.pdfFylgiskjalUmsögn Umhverfisstofnunar.pdfFylgiskjalUmsögn Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjalUmsögn Minjastofnunar.pdf
3. Bjarkarholt - Eir - breyting á deiliskipulagi202008039
Lögð eru fram til kynningar samskipti og afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dags. 11.11.2021 og 22.11.2021, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Bjarkarholt 4 og 5, auk bréfs skipulagsfulltrúa, dags. 15.11.2021 Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa vegna afgreiðslu skipulagsins.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir að leggja minnisblað skipulagsfulltrúa fram sem rökstuðning með gildistöku skipulagsbreytingarinnar. Mosfellsbær mun því í samræmi við rök annast gildistöku skipulagsins með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Leirvogstunguhverfi - endurskoðun deiliskipulags202106088
Hjálögð er samantekt og greining umsagna og athugasemda deiliskipulagsbreytingar fyrir Leirvogstunguhverfi í samræmi við afgreiðslu á 552. fundi nefndarinnar. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa vegna málsins.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa er falin áframhaldandi vinnsla málsins og endurbætur á tillögur í samræmi við minnisblað.
5. Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Langatanga að Þverholti - gatnagerð og framkvæmdaleyfi202111386
Borist hefur erindi frá Vegagerðinni, dags. 22.11.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunar á Vesturlandsvegi frá Langatanga að Þverholti. Breikka á þversnið vegar og bæta miðdeili milli akreina. Gera á einnig nýja frárein sem tengist Sunnukrika, í samræmi við gögn.
Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grunni gildandi deiliskipulags.
6. Plæging rafstrengja í landi L123707, Úr Leirvogstungulandi - framkvæmdaleyfi202111492
Borist hefur erindi frá Verkís, f.h. Veitna ohf., dags. 18.11.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu rafstrengja frá Skálafelli að Hrísbrú í samræmi við gögn.
Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grunni aðalskipulags Mosfellsbæjar.
7. Miðdalur L213970 - ósk um gerð deiliskipulags201711111
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulag frístundasvæðis á landi L213970. Lýsing skipulagsins var kynnt frá 11.09.2019 til og með 02.10.2019.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan skuli auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Brekkukot L123724 - ósk um skiptingu lóðar202111372
Borist hefur erindi frá Snorra Gíslasyni, dags. 19.11.2021, með ósk um uppskiptingu lóðar Brekkukots L123724. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd heimilar uppskiptingu lands í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til úrvinnslu á umhverfissviði.
9. Reykjahvoll 29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202111059
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Baldri Ólafi Svavarssyni, dags. 02.11.2021, fyrir einbýli að Reykjahvoli 29. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 456. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem teikningar voru ekki í samræmi við skipulag. Meðfylgjandi er erindi lóðarhafa, dags. 25.11.2021, til nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir óveruleg frávik deiliskipulags um stærð húsa í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga málsaðila sýnir inngrip í hönnun vegna aðstæðna á lóð sem og að bygging er undir meðalstærð húsa í hverfinu.
Jón Pétursson fulltrúi M-Lista Miðflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.10. Þverholt 19 - bílaplan201910467
Lögð er fram til kynningar umsögn Umhverfissviðs Mosfellsbæjar vegna erindis Þroskahjálpar, dags. 30.10.2019, í samræmi við afgreiðslu á 501. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir framgang erindis og vísar því til frekari úrvinnslu á Umhverfissviði vegna undirbúnings uppdrátta og deiliskipulagsbreytingar.
11. Fundadagskrá 2022202110424
Lögð eru fram til kynningar drög að fundardagskrá skipulagsnefndar fyrir árið 2022.
Lagt fram og kynnt.
Fundargerðir til staðfestingar
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 455202111025F
Fundargerð lög fram til kynningar.
Fundargerð lög fram til kynningar.
12.1. Álafossvegur 27 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202108666
Álafossbrekkan ehf. Álafossvegi 31 sækir um leyfi til breytinga á innra skipulagi og skráningu íbúðarhúsnæðis á lóðinni Álafossvegur nr. 27 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
12.2. Liljugata 8-12- Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111007
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni Liljugata nr. 8-12, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hús nr. 8: Íbúð 190,5 m², 666,8 m³.
Stærðir hús nr. 10: Íbúð 189,9 m², 664,7 m³.
Stærðir hús nr. 12: Íbúð 189,8 m², 664,3 m³.Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
12.3. Úr Miðdalslandi 125202 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105253
Kristján Vídalín Óskarsson Akurholti 3 sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús á lóðinni Lynghólsvegur nr. 15, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 200,2 m², 905,24 m³.Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 456202111034F
Fundargerð lög fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.1. Álafossvegur 31 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202108667
Álafossbrekkan ehf. Álafossvegi 31 sækir um leyfi til breytinga á innra skipulagi og skráningu íbúðarhúsnæðis á lóðinni Álafossvegur nr. 31 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
13.2. Bugðufljót 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107027
Bugðufljót 15 ehf. Bugðufljóti 11 sækir um leyfi til að byggja úr límtré og yl-einingum atvinnuhúsnæði á einni hæð með 16 eignarhlutum á lóðinni Bugðufljót nr. 15, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 1.819,0 m², 14.000,4 m³.Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
13.3. Laxatunga 125 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110503
Þór Theódórsson Laxatungu 6 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Laxatunga nr. 125, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 206,1 m², bílgeymsla 36,9 m², 786,4 m³.Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
13.4. Úr Miðdalslandi 125374 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202109549
Stefán Stefánsson Garðastræti 16 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa og farga geymslu á lóðinni Úr Miðdalslandi, landeignarnúmer L125374, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Geymsla -5,8 m², -15,74 m³.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
13.5. Úr Miðdalslandi 125374 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202109550
Stefán Stefánsson Garðastræti 16 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús og bílgeymslu á lóðinni Úr Miðdalslandi, landeignarnúmer L125374, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Íbúð 123,6 m², 330,6 m³. Bílgeymsla 52,0 m², 160,4 m³.Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
13.6. Reykjahvoll 29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111059
Skjaldargjá ehf. Rauðarárstíg 42 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 29, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 225,4 m², bílgeymsla 30,2 m², 815,1 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.