Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. júlí 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Kvísl­ar­skóli - fram­kvæmd­ir 2022202203832

  Ósk um heimild til að ganga að tilboði Terra ehf um færanlegar kennslustofur við Kvíslarskóla.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga við Terra ehf. um færanlegar kennslustofur við Kvíslarskóla. Um­hverf­is­sviði er veitt heim­ild til und­ir­rit­un­ar samn­ing á grund­velli til­boðs frá Terra ehf. að því gefnu að öll skil­yrði út­boðs­gagna séu upp­fyllt. Í sam­ræmi við 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða fimm daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur skv. 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

  • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

   Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um við­auka 5 á deild „31205 Varmár­skóli/Kvísl­ar­skóli - fast­eign“ sem nem­ur sam­tals 52 m.kr. Breyt­ing­in verði fjár­mögn­uð með hækk­un skamm­tíma­skulda.

   Gestir
   • Pétur Lockton
   • 3. Hug­ur og Heilsa, lýð­heilsu­verk­efni fyr­ir eldri borg­ara í Mos­fells­bæ.202207290

    Tillaga bæjarfulltrúa D-listans í Mosfellsbæ um að tilraunaverkefnið Hugur og Heilsa, lýðheilsunámskeið fyrir 60 ára og eldri íbúa í Mosfellsbæ verði framlengt.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að kalla eft­ir mati á fram­kvæmd til­rauna­verk­efn­is­ins og á þeim grunni móta til­lög­ur til bæj­ar­ráðs um fram­tíð­ar skip­an lýð­heilsu­verk­efna fyr­ir eldri borg­ara í Mos­fells­bæ.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30