28. júlí 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022202203832
Ósk um heimild til að ganga að tilboði Terra ehf um færanlegar kennslustofur við Kvíslarskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Terra ehf. um færanlegar kennslustofur við Kvíslarskóla. Umhverfissviði er veitt heimild til undirritunar samning á grundvelli tilboðs frá Terra ehf. að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna séu uppfyllt. Í samræmi við 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur skv. 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 5 á deild „31205 Varmárskóli/Kvíslarskóli - fasteign“ sem nemur samtals 52 m.kr. Breytingin verði fjármögnuð með hækkun skammtímaskulda.
Gestir
- Pétur Lockton
3. Hugur og Heilsa, lýðheilsuverkefni fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.202207290
Tillaga bæjarfulltrúa D-listans í Mosfellsbæ um að tilraunaverkefnið Hugur og Heilsa, lýðheilsunámskeið fyrir 60 ára og eldri íbúa í Mosfellsbæ verði framlengt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að kalla eftir mati á framkvæmd tilraunaverkefnisins og á þeim grunni móta tillögur til bæjarráðs um framtíðar skipan lýðheilsuverkefna fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.