15. desember 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga202212186
Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026 lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
2. Ósk um úthlutun lóða fyrir leiguíbúðir Bjargs og aðlögun skipulagsskilmála202211183
Umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og lögmanns Mosfellsbæjar lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa þeim hluta málsins sem lýtur að breytingu á skipulagi til skipulagsnefndar.
3. Krafa um endurgreiðslu byggingaréttargjalds202110364
Niðurstaða héraðsdóms lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
4. Kæra til ÚÚA vegna frágangs á svæði við Ástu-Sólliljugötu 19-21202208722
Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
5. 5. áfangi Helgafellshverfis - úthlutun lóða202212063
Upplýsingar um lóðir sem fyrirhugað er að úthluta í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Upplýsingar og umræða um þær lóðir sem fyrirhugað er að úthluta í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Gestir
- Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
6. Jarðborun Iceland Resoures ehf. eftir gulli í Þormóðsdal - starfsleyfi í auglýsingu til umsagnar202211318
Tillaga að umsögn til Heilbrigðiseftirlits vegna umsóknar Iceland Resources ehf. um starfsleyfi fyrir jarðboranir í Þormóðsdal.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að senda umsögn til Heilbrigðiseftirlits í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og önnur viðeigandi gögn.
Gestir
- Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Viðauki 7 - vegna framlaga til Strætó bs. og Skálatúns.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 7 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022. Viðaukinn felur í sér að framlög til Strætó bs. hækka um kr. 28.324.643, framlög til Skálatúns hækka um kr. 164.236.000, tekjur frá Jöfnunarsjóði hækka um kr. 91.000.000 og áætlaðar tekjur af útsvari hækka um kr. 101.560.643. Breytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu eða fjármögnun.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
8. Rekstur deilda janúar til september 2022202212145
Minnisblað fjármáladeildar um rekstur A og B hluta janúar til september 2022.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, fór yfir yfirlit yfir rekstur A og B hluta janúar til september 2022.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri