Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. nóvember 2021 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Sólveig Franklínsdóttir (SFr) formaður
  • Björk Ingadóttir varaformaður
  • Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
  • Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
  • Samsidanith Chan áheyrnarfulltrúi
  • Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Auður Halldórsdóttir ritari
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Útil­ista­verk á Kjarna­torgi202106053

    Lögð fram tillaga um fjármögnun útilistaverks með framlagi úr Lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar.

    Lögð fram til­laga for­stöðu­manns bóka­safns og menn­ing­ar­mála um að útil­ista­verk Elísa­bet­ar Hug­rún­ar Georgs­dótt­ur verði reist á Kjarna­torgi og að því fé sem ligg­ur í lista- og menn­ing­ar­sjóði, alls 2,6 m.kr. verði var­ið til smíði verks­ins í ár. Jafn­framt er lagt til að bæj­ar­ráð und­ir­búi til­lögu um að allt að 13,5 m.kr. verði var­ið til þess að ljúka við smíði og upp­setn­ingu verks­ins í fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2022.
    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

    Bók­un M-lista:
    Verk­efn­ið er of kostn­að­ar­samt. Í skýrslu Línu­hönn­un­ar, sem gerð var fyr­ir Vega­gerð­ina 2005 og varð­ar hönn­un hring­torga, kem­ur eft­ir­far­andi fram: „Al­mennt er ekki æski­legt að hafa steina og lista­verk í mið­eyju hring­torga, sér­stak­lega ekki á hring­torg­um á stofn­veg­um, þar sem stein­ar og lista­verk geta skap­að árekstr­ar­hættu.“. Þrátt fyr­ir að Þver­holt, Bjark­ar­holt og Há­holt séu ekki stofn­veg­ir er engu að síð­ur til stað­ar árekstr­aráhætta sé sett lista­verk á mitt hring­torg­ið, þ.e. svo­kallað Kjarnatorg. Í ákveðn­um skil­yrð­um gæti það bein­lín­is skyggt bæði á ak­andi- sem og gang­andi um­ferð á fjöl­förn­um vega­mót­um í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar. Þessa er get­ið með fullri virð­ingu fyr­ir þeim lista­manni (arki­tekt í þessu til­viki) sem hér á í hlut.

    Bók­un D-og V-lista:
    Ekki er um stofn­veg að ræða í þessu til­felli. Í menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar 2020-2024 kem­ur fram að vægi list­ar í op­in­beru rými skuli vera auk­ið með því að fjölga um­hverf­islista­verk­um á lyk­il­svæð­um í bæn­um, jafnt grón­um sem ný­byggð­um, og er þessi til­laga lið­ur í því.

      Kl. 17:00 vík­ur Arn­ar Jóns­son af fund­in­um.
    • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

      Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 fyrir menningarmál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar.

      Drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022-2025 frá fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar 10. nóv­em­ber
      lögð fram og rædd. Auð­ur Hall­dórs­dótt­ir for­stöðu­mað­ur bóka­safns og menn­ing­ar­mála kynnti.

    • 3. Þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar 2021202109321

      Lagð­ar fram og rædd­ar um­sókn­ir um Þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar 2021. Nefnd­in fel­ur for­stöðu­manni bóka­safns og menn­ing­ar­mála að rita minn­is­blað þar sem lagt er til við bæj­ar­stjórn hverj­ir eru út­nefnd­ir til að hljóta þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar 2021.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:56