23. nóvember 2021 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) formaður
- Björk Ingadóttir varaformaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
- Samsidanith Chan áheyrnarfulltrúi
- Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir ritari
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Útilistaverk á Kjarnatorgi202106053
Lögð fram tillaga um fjármögnun útilistaverks með framlagi úr Lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar.
Lögð fram tillaga forstöðumanns bókasafns og menningarmála um að útilistaverk Elísabetar Hugrúnar Georgsdóttur verði reist á Kjarnatorgi og að því fé sem liggur í lista- og menningarsjóði, alls 2,6 m.kr. verði varið til smíði verksins í ár. Jafnframt er lagt til að bæjarráð undirbúi tillögu um að allt að 13,5 m.kr. verði varið til þess að ljúka við smíði og uppsetningu verksins í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.
Samþykkt með þremur atkvæðum.Bókun M-lista:
Verkefnið er of kostnaðarsamt. Í skýrslu Línuhönnunar, sem gerð var fyrir Vegagerðina 2005 og varðar hönnun hringtorga, kemur eftirfarandi fram: „Almennt er ekki æskilegt að hafa steina og listaverk í miðeyju hringtorga, sérstaklega ekki á hringtorgum á stofnvegum, þar sem steinar og listaverk geta skapað árekstrarhættu.“. Þrátt fyrir að Þverholt, Bjarkarholt og Háholt séu ekki stofnvegir er engu að síður til staðar árekstraráhætta sé sett listaverk á mitt hringtorgið, þ.e. svokallað Kjarnatorg. Í ákveðnum skilyrðum gæti það beinlínis skyggt bæði á akandi- sem og gangandi umferð á fjölförnum vegamótum í miðbæ Mosfellsbæjar. Þessa er getið með fullri virðingu fyrir þeim listamanni (arkitekt í þessu tilviki) sem hér á í hlut.Bókun D-og V-lista:
Ekki er um stofnveg að ræða í þessu tilfelli. Í menningarstefnu Mosfellsbæjar 2020-2024 kemur fram að vægi listar í opinberu rými skuli vera aukið með því að fjölga umhverfislistaverkum á lykilsvæðum í bænum, jafnt grónum sem nýbyggðum, og er þessi tillaga liður í því.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 fyrir menningarmál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 10. nóvember
lögð fram og rædd. Auður Halldórsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnti.3. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2021202109321
Lagðar fram og ræddar umsóknir um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021. Nefndin felur forstöðumanni bókasafns og menningarmála að rita minnisblað þar sem lagt er til við bæjarstjórn hverjir eru útnefndir til að hljóta þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021.