14. september 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) Forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) 2. varaforseti
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) 1. varabæjarfulltrúi
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1547202208036F
Fundargerð 1547. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 811. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Erindi til bæjarráðs vegna Skógarnes 202208643
Erindi Örnu Gerðar Bang fh. íbúa við Reykjaveg 57 þar sem kannaður er áhugi Mosfellsbæjar á að kaupa skógarreitinn Skógarnes, lnr. 123754.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1547. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.2. Nýir körfuboltavellir í Mosfellsbæ 202208649
Nýir körfuboltavellir í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1547. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisneytisins um nýtingu vindorku 202208650
Erindi starfshóps sem ætlað er að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytisins um nýtingu vindorku þar sem sveitarfélaginu er boðið að leggja fram sjónarmið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1547. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Kæra til ÚÚA vegna frágangs á svæði við Ástu-Sólliljugötu 19-21 202208722
Kæra til ÚÚA vegna lóðarfrágangs við Ástu-Sólliljugötu 19-21.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1547. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.5. Synjun þinglýsingarstjóra á leiðréttingu þinglýsingar borin undir héraðsdóm 202204145
Úrskurður héraðsdóms í málinu lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Halla Karen Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi vék sæti við umfjöllun og afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.
***
Afgreiðsla 1547. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.1.6. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks- bókun stjórnar 202208758
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1547. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025 202105196
Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1547. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.8. Rekstur deilda janúar til júní 2022 202208733
Rekstrar- og fjárfestingayfirlit janúar til júní 2022 lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun bæjarfulltrúa D lista:
Árshlutareikningur Mosfellsbæjar fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2022 sýna að almennur rekstur gekk vel og var í samræmi við þau markmið um þjónustu við íbúa sem sett voru.Skatttekjur fyrstu 6 mánuði ársins eru hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og það endurspeglar áframhaldandi hraðari viðsnúning atvinnulífsins í kjölfar heimsfaraldursins. Kostnaður er í takti við áætlanir með litlum frávikum.
Rekstur málaflokka gekk vel og er í góðu samræmi við fjárhagsáætlun. Þá var áfram mikið framkvæmt á tímabilinu og þá sérstaklega í viðhaldi og endurbótum fasteigna sveitarfélagsins.
Há verðbólga gerir það að verkum að útkoma fyrstu 6 mánaða ársins er lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna aukins fjármagnskostnaðar.
Íbúum í Mosfellsbæ fjölgar áfram en traustur daglegur rekstur og sterk fjárhagsstaða þrátt fyrir tímabundin ytri áföll gera samfélaginu kleift að veita íbúum góða þjónustu sem hefur verið að aukast og mun gera áfram. Framkvæmdir á vegum Mosfellsbæjar hafa á undanförnum árum verið miklar og mun sú þróun halda áfram enda sveitarfélagið í vexti.Þrátt fyrir meiri halla vegna verðbólgu er fjárhagsstaða Mosfellsbæjar sterk og er það vegna góðrar og ábyrgrar fármálastjórnunar mörg undanfarin ár. Það er mikilvægast í því efnahagsástandi sem nú ríkir að nýr meirihluti og reyndar bæjarstjórn öll haldi áfram vandaðri og ábyrgri fjármálastjórn svo áfram verði hægt að bæta okkar þjónustu enn frekar ásamt því að halda áfram uppbyggingu á innviðum í takt við fjölgun bæjarbúa.
Mikilvæg er áframhaldandi góð samvinna starfsfólks og kjörinna fulltrúa svo markmið náist og vonandi næst að brýna alla til áframhaldandi góðra verka á næstu misserum.
Bókun bæjarfulltrúa B, C og S lista:
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 var gert ráð fyrir rekstrarafgangi upp á rúmar 200 m.kr. en niðurstaða fyrstu 6 mánaða var halli upp á tæpan milljarð. Það er því alveg ljóst að niðurstaða er verulega langt frá áætlun bæjarins sem er mjög miður. Frávikin skýrast ekki einungis af utanaðkomandi ástæðum eins og hárri verðbólgu þó svo að hún vegi vissulega þungt. Niðurstaðan sýnir okkur að sveigjanleiki í rekstri bæjarins er ekki nægjanlegur til þess að takast á við áskoranir eins og umfangsmiklar en nauðsynlegar umbætur á Kvíslarskóla.Verðbætur vegna aukinnar verðbólgu á árinu aukast verulega enda Mosfellsbær með næst hæsta skuldahlutfallið af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu árið 2021 eða 134%, sem í krónum talið var 1.391.595 kr. á íbúa. Gjaldfærður kostnaður vegna reiknaðra verðbóta af langtímalánum á fyrstu 6 mánuðum ársins er 466 m.kr. hærri en gert var ráð fyrir. Því miður er ekki útlit fyrir annað en að verðbólgan haldist há það sem eftir lifir árs þannig að ljóst er að árið 2022 er þungt í rekstri bæjarfélagsins.
Bókun bæjarfulltrúa D lista:
Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er sterk þrátt fyrir niðurstöður fyrstu sex mánaða ársins. Aukinn halli er fyrst og fremst vegna utanaðkomandi ástæðna auk aukinnar skuldasöfnunar m.a. vegna tekjufalls í kjölfar heimsfaraldursins 2020 og 2021. Í Mosfellsbæ sem er ört stækkandi sveitarfélag hafa verið framkvæmdir upp á u.þ.b. tvo til þrjá milljarða árlega undanfarin ár m.a. í uppbyggingu innviða og viðhaldi fasteigna sveitarfélagsins. Hluti af þeim kostnaði hefur komið með aukinni lántöku auk fjármagns úr eigin rekstri sveitarfélagsins. Það er því eðlilegt að skuldir sveitarfélagsins hafi aukist tímabundið en langtíma fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir að skuldir verði greiddar hratt niður á næstu árum.***
Afgreiðsla 1547. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1548202209001F
Fundargerð 1548. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 811. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Skráning á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa 202208680
Skráningarblað fyrir skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar, sbr. reglur þar um, lagt fram til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1548. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Vogatunga 59 - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir rekstur gististaðar 202208701
Beiðni um umsögn um rekstrarleyfis Igloo ehf. fyrir rekstur gististaðar í flokki II-C minna gistiheimili að Vogatungu 59.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1548. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Umsókn um tengingu fyrir heitt vatn 202207068
Erindi tiltekinna frístundahúsa í Helgadal þar sem óskað er aðgangs að heitu vatni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1548. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Erindi FaMos varðandi álagningu fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis fyrir árið 2023 202209073
Erindi FaMos varðandi afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis fyrir árið 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1548. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Erindi frá SSH varðandi áfanga- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins 202110277
Kynning á rekstrargreiningu KPMG vegna áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins sem unnin var fyrir ráðgjafahóp um áfangastaðastofu.
Fulltrúar frá SSH og KPMG koma til fundarins og kynna rekstrargreininguna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1548. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Samþykktir um hundahald 202208842
Erindi HEF, Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, þar sem lagðar eru fram til umfjöllunar og samþykktar nýjar samþykktir um hundahald.
Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins, kemur og kynnir samþykktirnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1548. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Lýðræðis- og mannréttindanefnd - 28202208035F
Fundargerð 28. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar lögð fram til afgreiðslu á 811. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2022 202206381
Drög að dagskrá jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2022 202208736
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Drög að starfsáætlun atvinnu- og nýsköpunarnefndar. 202208735
Drög að starfsáætlun atvinnu- og nýsköpunarnefndar lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 258202208034F
Fundargerð 258. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 811. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Heimsókn Íþrótta- og tómstundanefndar til íþrótta- og tómstundafélaga haust 2022 202208734
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem gerður hefur verið samningur við varðandi barna og unglingastarf.
1.september
kl.16:30 - Hestamannafélagið Hörður, Harðarból
kl.17:45 - Björgunarsveitin Kyndill, Völuteigur
kl.18:30 - Golfklúbbur Mosfellsbæjar, Golfskálinn KletturNiðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 258. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Lýðræðis- og mannréttindanefnd - 29202209002F
Fundargerð 29. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar lögð fram til afgreiðslu á 811. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2022 202206381
Drög að dagskrá jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2022 202208736
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 409202209004F
Fundargerð 409. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 811. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Fjöldi barna í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar 2022-23 202209019
Lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 409. fundar fræðslunefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.2. Skólaþjónusta 2021 - 22 202209076
Yfirlit frá fræðslu- og frístundasviði um skólaþjónustu Mosfellsbæjar, skólaárið 2021-22. Lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 409. fundar fræðslunefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.3. Starfsáætlanir leikskóla 2022 - 2023 202209075
Starfsáætlun Huldubergs lögð fram til kynningar og staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 409. fundar fræðslunefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.4. Starfsáætlun fræðslunefndar 2022 - 2026 202208560
Lokadrög að starfsáætlun fræðslunefndar 2022 - 2023 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 409. fundar fræðslunefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.5. Ytra mat á grunnskólum - Lágafellsskóli 201511031
Bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneyti - eftirfylgd með úttekt á Lágafellsskóla, lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 409. fundar fræðslunefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 259202209005F
Fundargerð 259. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 811. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Heimsókn Íþrótta- og tómstundanefndar til íþrótta- og tómstundafélaga haust 2022 202208734
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem gerður hefur verið samningur við varðandi barna og unglingastarf.
8 september
16:30 Mótomos, Vallarhús Tungumelum
17:45 Skátafafélagið Mosverjar, ÁlafosskvosNiðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 259. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 571202208038F
Fundargerð 571. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 811. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Bjarkarholt 32-34 - uppbygging 202208559
Í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðbæjarins eru lagðar fram til kynningar og umsagnar útlitsteikningar af Bjarkarholti 32-34, áður Bjarkarholt 4-5.
Erindinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 571. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.2. Völuteigur 31 - stækkun á húsi 202201306
Lagt er fram umbeðið minnsiblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 570. fundi nefndarinnar. Auk þess eru meðfylgjandi viðbótargögn og teikningar málsaðila.
Hjálagt er upprunalegt erindi um stækkun athafnarhúsnæðis að Völuteig 31 og ósk um aukið nýtingarhlutfall lóðar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 571. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.3. Litlikriki 37- ósk um auka fastanúmer 202208217
Lagt er fram umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 570. fundi nefndarinnar.
Hjálagt er upprunalegt erindi um auka fastanúmer einbýlis að Litlakrika 37.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 571. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.4. Reykjahvoll 30-38 - reiðgata 202103601
Lagt er fram til kynningar skipulagsnefndar, sem jafnframt er umferðarnefnd, minnisblað skipulagsfulltrúa og merkingaráætlun fyrir tímabundna tilfærsla reiðleiðar um Reykjahvoll vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar lóða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 571. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.5. Reykjahvoll 38 - ósk um undanþágu skipulagsskilmála 202208679
Erindi hefur borist frá Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur, lóðareiganda Reykjahvolls 38, dags. 24.08.2022, með ósk um frávik skipulagsskilmála um hámarkshæðir. Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna hús á þremur hæðum, 10,8 m.
Hjálagt er gildandi deiliskipulag.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 571. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.6. Brú yfir Víkingslæk - framkvæmdaleyfi 202208698
Borist hefur erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur OR, dags. 24.08.2022, með ósk um framkvæmdaleyfi til þess að fjarlægja brú við Víkingslæk í Helgadal og þar fyrri vegræsi sem yrði burðugra fyrir stærri ökutæki sem fara þurfa um veginn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 571. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.7. L125340 Í Miðdalsl - ósk um gerð deiliskipulags 202208818
Borist hefur erindi frá Karli Bernburg, dags. 30.08.2022, með undirritaði heimild landeigenda, með ósk um gerð deiliskipulags og uppskiptingu frístundalands L125340 í Miðdal. Óskað er eftir að gera 5 frístundalóðir úr 2,13 ha landi í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 571. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.8. Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytis um nýtingu vindorku 202208650
Borist hefur erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dags. 23.08.2022, til þess að kynna starfshóp sem ætlað er að skoða og gera tillögur um nýtingu vindorku þar sem sveitarfélaginu er boðið að leggja fram sjónarmið.
Erindinu var vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar og umhverfisnefndar á 1547. fundi bæjarráðs.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 571. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 479 202208028F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 571. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 480 202208033F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 571. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
9. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 30202208029F
Fundargerð 30. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 811. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Öldungaráð Mosfellsbæjar - samþykkt fyrir ráðið 202208707
Í samræmi við samþykkt 2. mgr. 2. gr. öldungaráðs kýs ráðið sér formann og varaformann.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 30. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 811. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
9.2. Heilsa og Hugur, lýðheilsuverkefni fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ. 202207290
Kynning á lýðheilsuverkefninu Heilsa og hugur fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 30. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 811. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
9.3. Starfsáætlun öldungaráðs 2022-2026 202208714
Rætt um störf og verkefni öldungaráðs á tímabilinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 30. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 811. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
9.4. Þjónusta til aldraðra íbúa Mosfellsbæjar - umræður öldungaráðs 202110122
Umfjöllun um opinn kynningarfund fyrir eldri borgara á þjónustu sem stendur þeim til boða í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 30. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 811. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 480202208033F
Fundargerð 480. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 811. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Akurholt 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202207015
Kristinn Þór Runólfsson Akurholti 5 sækir um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingu við núverandi einbýlishús á lóðinni Akurholt nr. 5 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun: 40,8 m², 118,3 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 480. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 811 fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
10.2. Hamrabrekkur 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208699
Júlíus Baldvin Helgason Langholtsvegi 67 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingu við núverandi frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 18 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 16,0 m², 53,4 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 480. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 811 fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
10.3. Vefarastræti 2-6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206344
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu leikskólabyggingu á tveimur hæðum ásamt útigeymslum á lóðinni Vefarastræti nr. 2-6, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 1.807,6 m², 7.438,7 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 480. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 811 fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
11. Fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202209028
Fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 811. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
12. Fundargerð 108. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202208832
Fundargerð 108. fundar svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 108. fundar svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 811. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 6. fundar heilbrigðisnefndar202208816
Fundargerð 6. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 6. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 811. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 38. eigendafundar Sorpu bs.202209175
Fundargerð 38. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 38. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 811. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
15. Fundargerð 37. eigendafundar Strætó bs.202209174
Fundargerð 37. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 37. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 811. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
16. Fundargerð 543. fundar stjórnar SSH202209148
Fundargerð 543. fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar.
Fundargerð 543. fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar á 811. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.