Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. desember 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
 • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) 1. varabæjarfulltrúi
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Er­indi frá SSH varð­andi áfanga- og mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202110277

  Erindi frá SSH, dags. 10.12.2021,samstarfssamning um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Samningsdrög um samstarfið lögð fram til umræðu, afgreiðslu og staðfestingar. Óskað er tilnefningar tveggja kjörinna fulltrúa í stefnuráð, sbr. grein 2.3 í drögum að samstarfssamningi. Máli frestað frá síðasta fundi.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að taka þátt í sam­starfs­vett­vangi um áfanga­stað­inn höf­uð­borg­ar­svæð­ið í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi samn­ings­drög. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­rita sam­starfs­samn­ing­inn fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að til­nefna Ás­geir Sveins­son, bæj­ar­full­trúa D-lista og Valdi­mar Birg­is­son, bæj­ar­full­trúa C-lista í stefnuráð.

 • 2. Breyt­ing á heil­brigðis­eft­ir­lits­svæð­um202002130

  Samþykktir fyrir sameiginlegt heilbrigðiseftirlit fyrir Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes lagðar fram til samþykktar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi sam­þykkt fyr­ir sam­ein­að Heil­brigðis­eft­ir­lit fyr­ir Kópa­vog, Hafn­ar­fjörð, Garða­bæ, Mos­fells­bæ og Seltjarn­ar­nes sem taki til starfa 1. janú­ar 2022.

  • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

   Erindi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varðandi fjárhagsáætlun eftirlitsins vegna ársins 2022 sem taka mun til nýs sameinaðs heilbrigðiseftirlits auk gjaldskrár fyrir hundahald lagt fram til samþykktar.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi gjald­skrár sam­ein­aðs heil­brigðis­eft­ir­lits og hunda­eft­ir­lit.

  • 4. Er­indi vegna leigu­samn­ings Gunn­ars Dung­al við Mos­fells­bæ201510094

   Drög að samkomulagi við Gunnar Dungal um framsal á landspildu lagt fram til samþykktar.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi sam­komulag við Gunn­ar Dung­al varð­andi framsal á land­spildu. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­rita sam­komu­lag­ið.

   • 5. Alzheimer­sam­tökin ósk um reglu­leg­an styrk202110373

    Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um reglulegan rekstrarstyrk Alzheimersamtakanna lögð fram.

    Bæj­ar­ráð synj­ar með þrem­ur at­kvæð­um beiðni um reglu­leg­an rekstr­ar­styrk til Alzheimer­sam­stak­anna. Bent er á að sam­tökin geta sótt um styrk til fjöl­skyldu­nefnd­ar vegna árs­ins 2022.

   • 6. Ósk um við­ræð­ur vegna skila á veg­um sem féllu úr tölu þjóð­vega við setn­ingu vegalaga202109325

    Lagt fram svarbréf Vegagerðar vegna skila Hafravatnsvegar ásamt drögum að svarbréfi Mosfellsbæjar.

    Svar­bréf Vega­gerð­ar­inn­ar vegna skila­vega lagt fram til kynn­ing­ar. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að senda Vega­gerð­inni svar­bréf í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög.

    Bók­un bæj­ar­ráðs:
    Bæj­ar­ráð mót­mæl­ir af­stöðu Vega­gerð­ar­inn­ar um skila­vegi sem fram kem­ur í bréfi Vega­gerð­ar­inn­ar frá 6. des­em­ber 2021. Af­stöðu Mos­fells­bæj­ar er lýst í svar­bréfi Mos­fells­bæj­ar.

    Bæj­ar­ráð mót­mæl­ir ein­hliða ákvörð­un sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is og Vega­gerð­ar­inn­ar að hætta að þjón­usta skila­vegi frá og með 1. janú­ar 2022 án þess að fyr­ir liggi sam­komulag milli að­ila um af­hend­ingu veg­anna, greiðslu kostn­að­ar við að koma þeim í við­un­andi horf og ákvörð­un um rekstr­arfé. Minnt er á bók­un fjár­laga­nefnd­ar Al­þing­is við af­greiðslu fjár­laga en þar kem­ur fram að sam­komulag þurfi að nást um þrjú at­riði: 1) hvaða veg­ir falla und­ir sam­komu­lag­ið, 2) ástand veg­anna þeg­ar um­ráða­skipti eiga sér stað og 3) hvaða að­ili sér um veg­hald veg­anna. Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar bein­ir því til sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins að leysa úr þess­um mál­um svo að veg­ir sem falla und­ir það að vera skila­veg­ir verði þjón­u­stað­ir frá og með 1. janú­ar nk.
    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar tek­ur und­ir það sjón­ar­mið að veg­far­end­ur eigi ekki að gjalda þess að veg­ir séu ekki mok­að­ir eða hirt­ir vegna ein­hliða ákvarð­ana rík­is­valds­ins um að hætta allri þjón­ustu frá 1. janú­ar 2022.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:09