23. desember 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) 1. varabæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi frá SSH varðandi áfanga- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins202110277
Erindi frá SSH, dags. 10.12.2021,samstarfssamning um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Samningsdrög um samstarfið lögð fram til umræðu, afgreiðslu og staðfestingar. Óskað er tilnefningar tveggja kjörinna fulltrúa í stefnuráð, sbr. grein 2.3 í drögum að samstarfssamningi. Máli frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að taka þátt í samstarfsvettvangi um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög. Bæjarstjóra er falið að undirrita samstarfssamninginn fyrir hönd Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tilnefna Ásgeir Sveinsson, bæjarfulltrúa D-lista og Valdimar Birgisson, bæjarfulltrúa C-lista í stefnuráð.
2. Breyting á heilbrigðiseftirlitssvæðum202002130
Samþykktir fyrir sameiginlegt heilbrigðiseftirlit fyrir Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi samþykkt fyrir sameinað Heilbrigðiseftirlit fyrir Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes sem taki til starfa 1. janúar 2022.
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Erindi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varðandi fjárhagsáætlun eftirlitsins vegna ársins 2022 sem taka mun til nýs sameinaðs heilbrigðiseftirlits auk gjaldskrár fyrir hundahald lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrár sameinaðs heilbrigðiseftirlits og hundaeftirlit.
4. Erindi vegna leigusamnings Gunnars Dungal við Mosfellsbæ201510094
Drög að samkomulagi við Gunnar Dungal um framsal á landspildu lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag við Gunnar Dungal varðandi framsal á landspildu. Bæjarstjóra er falið að undirrita samkomulagið.
5. Alzheimersamtökin ósk um reglulegan styrk202110373
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um reglulegan rekstrarstyrk Alzheimersamtakanna lögð fram.
Bæjarráð synjar með þremur atkvæðum beiðni um reglulegan rekstrarstyrk til Alzheimersamstakanna. Bent er á að samtökin geta sótt um styrk til fjölskyldunefndar vegna ársins 2022.
6. Ósk um viðræður vegna skila á vegum sem féllu úr tölu þjóðvega við setningu vegalaga202109325
Lagt fram svarbréf Vegagerðar vegna skila Hafravatnsvegar ásamt drögum að svarbréfi Mosfellsbæjar.
Svarbréf Vegagerðarinnar vegna skilavega lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að senda Vegagerðinni svarbréf í samræmi við fyrirliggjandi drög.
Bókun bæjarráðs:
Bæjarráð mótmælir afstöðu Vegagerðarinnar um skilavegi sem fram kemur í bréfi Vegagerðarinnar frá 6. desember 2021. Afstöðu Mosfellsbæjar er lýst í svarbréfi Mosfellsbæjar.Bæjarráð mótmælir einhliða ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Vegagerðarinnar að hætta að þjónusta skilavegi frá og með 1. janúar 2022 án þess að fyrir liggi samkomulag milli aðila um afhendingu veganna, greiðslu kostnaðar við að koma þeim í viðunandi horf og ákvörðun um rekstrarfé. Minnt er á bókun fjárlaganefndar Alþingis við afgreiðslu fjárlaga en þar kemur fram að samkomulag þurfi að nást um þrjú atriði: 1) hvaða vegir falla undir samkomulagið, 2) ástand veganna þegar umráðaskipti eiga sér stað og 3) hvaða aðili sér um veghald veganna. Meirihluti fjárlaganefndar beinir því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að leysa úr þessum málum svo að vegir sem falla undir það að vera skilavegir verði þjónustaðir frá og með 1. janúar nk.
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir það sjónarmið að vegfarendur eigi ekki að gjalda þess að vegir séu ekki mokaðir eða hirtir vegna einhliða ákvarðana ríkisvaldsins um að hætta allri þjónustu frá 1. janúar 2022.