29. september 2021 kl. 16:37,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Valdimar Birgisson (VBi) bæjarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) bæjarfulltrúi
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) bæjarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) bæjarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varaforseti
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Í upphafi fundar var samþykkt með níu atkvæðum að taka dagskrármálið, kosningar í nefndir og ráð, á dagskrá fundarins sem verður dagskrárliður nr. 6.
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1503202109016F
Fundargerð 1503. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 790. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Loftgæðamælanet fyrir höfuðborgarsvæðið 202104236
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um að ganga til samninga við Resource International um uppsetningu loftgæðamælakerfis í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1503. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Samgöngustígur & varmárræsi, Ævintýragarði - Nýframkvæmdir 201810370
Óskað er heimildar bæjarráðs Mosfellsbæjar til þess að undirrita meðfylgjandi samstarfssamning við Vegagerðina vegna 2. áfanga samgöngustígs í Ævintýragarði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1503. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar 202109083
Umbeðin umsögn lögmanns Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1503. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2021 202101210
tillaga um árlega framlengingu lánasamnings við Arion banka.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1503. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun 202109356
Verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun kynntar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1503. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 202005420
Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1503. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1504202109021F
Fundargerð 1504. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 790. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á tekjulágum heimilum 202007154
Drög að reglum um íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilum fyrir haustönn 2021 lagðar fyrir til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1504. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa í Mosfellsbæ 202109418
Tillaga um vinnu við endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1504. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Bréf Vegagerðarinnar varðandi ósk um viðræður vegna skilavega, dags. 07.09.2021 202109325
Í bréfinu er farið fram á að Mosfellsbær tilnefni tengilið til að taka þátt í viðræðum og undirbúningi að því að Mosfellsbær taki yfir veghald á Hafravatnsvegi, vegi nr. 431-01, að uppfylltum skilyrðum varðandi viðhaldsástand.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1504. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025 202105196
Drög að áætlun skatttekna ársins 2022 og íbúaspá áranna 2022-2025 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1504. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 33202109014F
Fundargerð 33. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 790. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2021 202109321
Rætt um fyrirkomulag og áherslur þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 33. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Útilistaverk á Kjarnatorgi 202106053
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála gerir grein fyrir stöðu mála.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 33. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 248202109025F
Fundargerð 248. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 790. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Lýðheilsu- og forvarnastefna 201904174
Lýðheilsu- og forvarnarstefna Mosfellsbæjar lokadrög kynnt
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 248. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Starfsskýrsla félagsmiðstöðva og ungmennahúss 2021 202109445
félagsmiðstöðvar og ungmennahús 2021
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 248. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Sumar 2021 - vinnuskóli og sumarnámskeið 202109444
Starfsskýrsla Vinnuskóla fyrir sumarið 2021
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 248. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Ársyfirlit íþróttamiðstöðva 202109482
Ársyfirlit Íþróttamiðstöðva
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 248. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 550202109024F
Fundargerð 550. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 790. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Helgafellshverfi 5. áfangi - aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag 201811024
Lögð eru fram til kynningar drög að skipulagi og greinargerð fyrir nýtt íbúðahverfi 5. áfanga í Helgafelli.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 550. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Bjarkarholt - Eir - breyting á deiliskipulagi 202008039
Lögð eru fram til kynningar drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðir að Bjarkarholti 1, 2 og 3 í samræmi við gögn sem kynnt voru á 521. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 550. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Bjarkarholt 11-19 - deiliskipulagsbreyting 202109448
Borist hefur tillaga frá Guðjóni Magnússyni, f.h. framkvæmdafélagsins Arnarhvolls, vegna uppbyggingar á fjölbýli að Bjarkarholti 11-19. Óskað er eftir breytingu á byggingarmassa og fjölgun íbúða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 550. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn samþykkt.
5.4. Desjamýri 11-13 - breyting á deiliskipulagi 202109370
Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá Trípólí arkitektum, f.h. lóðarhafa Desjamýri 11 og 13, vegna tilfærslu byggingarreita innan lóðar. Hjálagðar eru undirskriftir nærliggjandi lóðarhafa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 550. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Uglugata 40-46 - deiliskipulagsbreyting 202103039
Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá Atla Jóhanni Guðbjörnssyni, f.h. lóðarhafa Uglugötu 40-46, í samræmi við samþykkt á 536. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 550. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.6. Víðir í Hrísbrúarland - ósk um nafnabreytingu 202109329
Borist hefur erindi frá Reyni Hólm, dags. 12.09.2021, með ósk um nafnabreytingu fasteignar úr „Víðir í Hrísbrúarland“ í „Víðir“.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 550. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.7. Efri hluti Skálafellslínu meðfram Hrafnhólavegi - umsókn um framkvæmdaleyfi 202109439
Borist hefur erindi frá Verkís, f.h. Veitna ohf., dags. 17.09.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu 11 kV rafstrengs á um 3,6 km leið meðfram Hrafnhólavegi og heimreiðum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 550. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.8. Búrfellsland í Þormóðsdal - rannsóknarborun eftir gulli 202108139
Borist hefur bréf frá Þórdísi Björk Sigurbjörnsdóttur, f.h. Iceland Resources ehf., dags. 18.09.2021, með vísan í bókun á 549. fundi nefndarinnar. Meðfylgjandi eru upplýsingar og hnit vegna rannsóknarborana eftir gulli í Þormóðsdal og samningar og leyfi frá Orkustofnun og Ríkiseignum sem Mosfellsbær leitaðist eftir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 550. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 448 202109015F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 550. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Almenn erindi
6. Kosning í nefndir og ráð201806075
Ósk Sjálfstæðisflokks um breytingar á skipan umhverfisnefndar og lýðræðis- og mannréttindanefndar.
Tillaga er um eftirfarandi breytingar á umhverfisnefnd: Lagt er til að Örn Jónasson varamaður verði aðalmaður D-lista í umhverfisnefnd í stað Unnars Karls Jónssonar. Jafnframt er tillaga um að Hugrún Elfarsdóttir verði nýr varamaður í umhverfisnefnd. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Tillaga er um eftirfarandi breytingu á lýðræðis- og mannréttindanefnd. Lagt er til að Bylgja Bára Bragadóttir verði aðalmaður D-lista í lýðræðis- og mannréttindanefnd í stað Unnar Sifjar Hjartardóttur. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 448202109015F
Fundargerð 448. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Dalland 123625 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202104064
B. Pálsson ehf. sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu viðbyggingu við mhl 01-02 geymsluhúsnæðis á lóðinni Dalland, landeignarnúmer 123625, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 55,4 m², 198,4 m³
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 448. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Gerplustræti 17-19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106093
Húsfélag Gerplustrætis 17-19 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Gerplustræti nr. 17-19 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 448. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Höfðaland 192752 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107264
Sigurður Kristján Blomsterberg Brekkutúni 15 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr timbri og steinsteypu frístundahús á lóðinni Höfðaland, landeignarnúmer L192752, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 32,3 m², 96,3 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 448. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar.
7.4. Umsókn um byggingarleyfi Ástu-sólliljugata 10-12 202108138
Húsfélag Ástu-Sólliljugötu 10-12 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 10-12, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 448. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar.
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 449202109023F
Fundargerð 449. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Umsókn um byggingarleyfi Ástu-Sólliljugata 2-4 202108136
Húsfélag Ástu-Sólliljugötu 2-4sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 2-4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Umsókn um byggingarleyfi Ástu-Sólliljugata 6-8 202108137
Húsfélag Ástu-Sólliljugötu 6-8 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 6-8, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Brattahlíð 24-30 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106095
Búkki ehf. Suðurhúsum 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 4 raðhús, þar af tvö með innbyggðri bílgeymslu, á lóðinni Brattahlíð nr. 24-30 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Hús nr. 24: Íbúð 102,9 m², bílgeymsla 24,2 m², 333,3 m³.
Hús nr. 26: Íbúð 129,3 m², 347,4 m³.
Hús nr. 28: Íbúð 129,3 m², 347,4 m³.
Hús nr. 30: Íbúð 102,2 m², bílgeymsla 23,8 m², 331,5 m³Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Byggðarholt 35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105010
Sigríður Hjartardóttir Byggðarholti 35 sækir um leyfi til að byggja við eldra hús sólstofu og geymslu úr timbri og gleri á lóðinni Byggðarholt nr. 35, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Íbúð 29,6 m², 85,2 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar.
8.5. Fossatunga 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202108997
Helgi Gíslason Vatnsendabletti 721 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Fossatunga nr. 21-23, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Fossatunga 21: Íbúð 198,9 m², bílgeymsla 37,8 m², 855,02 m³.
Fossatunga 23: Íbúð 198,9 m², bílgeymsla 37,8 m², 855,02 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar.
8.6. Leirutangi 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202009193
Ásgrímur H Helgason Leirutanga 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að hækka rishæð húss á lóðinni Leirutangi nr. 10 og innrétta þar íbúðarrými í samræmi við framlögð gögn. Skipulagsnenfnd samþykkti á fundi nr. 549, að undangenginni grenndarkynningu aðaluppdrátta með útgáfudagsetningu 5.05.2021, að heimila byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum. Stærðir eftir breytingu: Íbúð 204,9 m², bílgeymsla 39,2 m², 917,28 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar.
8.7. Reykjavegur 62, Umsókn um byggingarleyfi. 201912152
Ármann Benediktsson Laxatungu 195 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjavegur nr. 62, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar.
8.8. Reykjavegur 64, Umsókn um byggingarleyfi. 201912153
Ármann Benediktsson Laxatungu 195 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjavegur nr. 64, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 63. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis202109490
Fundargerð 63. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar.
Fundargerð 63. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
10. Fundargerð 229. fundar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu202109361
Fundargerð 229. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 229. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. lögð fram til kynningar á 790. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.