7. október 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Dalsgarður ósk um niðurfellinu byggingargjalda202012350
Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um niðurfellingu byggingargjalda Dalsgarðs ehf. Máli frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð synjar erindinu með þremur atkvæðum. Gatnagerðargjöld eru skattur og sveitarfélaginu ber að leggja slíkt gjald á fasteignir í þéttbýli. Fyrirhuguð bygging nýtur 50% afsláttar af gatnagerðargjaldi skv. gjaldskrá Mosfellsbæjar um gatnagerðargjöld þar sem um hús til landbúnaðarafnota er að ræða. Jafnframt er byggingarfulltrúa falið að ræða nánar við málshefjanda um fyrirkomulag uppbyggingarinnar.
2. Umsókn um styrk vegna bílastæðis við Mosfell202108678
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Lágafellssóknar. Máli frestað frá síðasta fundi.
Stefán Ómar Jónsson vék af fundi undir umræðunni vegna vanhæfis.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að í fjárhagsáætlun ársins 2022 verði veitt 3.5 m.kr. framlagi til að lagfæra eldri bílastæði við Mosfells vegna notkunar þeirra fyrir gönguleiðir upp Mosfell, framkvæmd sem Mosfellsbær annist.
3. Sjálfbær íbúðarhús202106126
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Blue Rock og Green Rock um vistvæn hús. Máli frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að kanna nánar hvort að til staðar sé skipulagt land sem hentað geti fyrir vistvæn hús sem tækt er til deiliskipulags. Jafnframt er samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að undirbúa tillögu um hvar unnt sé að skipuleggja lóðir eða hverfi fyrir vistvæn hús í yfirstandandi vinnu við gerð nýs aðalskipulags. Leiði niðurstaða framangreindrar vinnu í ljós að unnt sé að koma fyrir svæði fyrir vistvæn hús verði þeim úthlutað í samræmi við úthlutunarreglur vegna byggingarlóða í Mosfellsbæ.
4. Hamraborg - deiliskipulag201810282
Viðauki við samkomulag um uppbyggingu á lóðum við Hamraborg lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við samkomulag vegna uppbyggingar á lóðum við Hamraborg. Bæjarstjóra er falið að undirrita viðaukann fyrir hönd Mosfellsbæjar. Bæjarfulltrúi L-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
5. Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingar millilofts í húsnæðinu Bugðufljóti 9202109105
Umbeðin umsögn lögð fram til kynningar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
6. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Fjárfestingaáætlun 2022 lögð fram.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, fór yfir drög að áætlun um eignfærðar fjárfestingar fyrir árið 2022.
7. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2021202101210
Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1506. fundi að taka tvö lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga:
1. Langtímalán kr. 745.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2110_72 sem bæjarráð hefur kynnt sér.2. Langtímalán kr. 55.000.000, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2110_73 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar lánunum (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga.
Er lántakan er til fjármögnunar á framkvæmdum og fjárfestingum ársins og endurfjármögnunar afborgana lána.Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántökum þessum, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
8. Stuðningur vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum202110004
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi stuðning við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, dags. 17.09.2021.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að Mosfellsbær sæki um þátttöku í verkefninu og tilnefnir Bjarka Bjarnason, forseta bæjarstjórnar og Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóra, til að taka ábyrgð á innleiðingu verkefnisins hjá Mosfellsbæ.
9. Ósk Golfklúbbs Mosfellsbæjar um viðræður til að kynna hugmyndir og framtíðarsýn fyrir Hlíðavöll202109643
Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar þar sem óskað er viðræðna til að kynna hugmyndir og framtíðarsýn Hlíðavallar, dags. 23. september 2021.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis-gisting í fl. II - Hraðastaðavegur 11202109596
Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir gistingu í II. fl. við Hraðastaðaveg 11.
Frestað vegna tímaskorts.
11. Ákvörðun um greiðslu gatnagerðargjalda á Laugabóli kærð til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis202012241
Úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 28. september 2021 lagður fram til kynningar. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að rétt hafi verið að innheimta gatnagerðargjald af uppbyggingunni og kröfu um ógildingu hafnað. Ráðuneytið bendir þó á að kærandi hefði átt að fá helmingsafslátt af gjaldinu skv. gjaldskránni og þeim tilmælum beint til Mosfellsbæjar að endurgreiða það sem oftekið var. Þá er vísað frá öllum kröfum tengdum aðal- og deiliskipulagi.
Frestað vegna tímaskorts.