Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. október 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
 • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Dals­garð­ur ósk um nið­ur­fell­inu bygg­ing­ar­gjalda202012350

  Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um niðurfellingu byggingargjalda Dalsgarðs ehf. Máli frestað frá síðasta fundi.

  Bæj­ar­ráð synj­ar er­ind­inu með þrem­ur at­kvæð­um. Gatna­gerð­ar­gjöld eru skatt­ur og sveit­ar­fé­lag­inu ber að leggja slíkt gjald á fast­eign­ir í þétt­býli. Fyr­ir­hug­uð bygg­ing nýt­ur 50% af­slátt­ar af gatna­gerð­ar­gjaldi skv. gjaldskrá Mos­fells­bæj­ar um gatna­gerð­ar­gjöld þar sem um hús til land­bún­að­ar­af­nota er að ræða. Jafn­framt er bygg­ing­ar­full­trúa fal­ið að ræða nán­ar við máls­hefj­anda um fyr­ir­komulag upp­bygg­ing­ar­inn­ar.

 • 2. Um­sókn um styrk vegna bíla­stæð­is við Mos­fell202108678

  Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Lágafellssóknar. Máli frestað frá síðasta fundi.

  Stefán Ómar Jóns­son vék af fundi und­ir um­ræð­unni vegna van­hæf­is.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með tveim­ur at­kvæð­um að í fjár­hags­áætlun árs­ins 2022 verði veitt 3.5 m.kr. fram­lagi til að lag­færa eldri bíla­stæði við Mos­fells vegna notk­un­ar þeirra fyr­ir göngu­leið­ir upp Mos­fell, fram­kvæmd sem Mos­fells­bær ann­ist.

 • 3. Sjálf­bær íbúð­ar­hús202106126

  Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Blue Rock og Green Rock um vistvæn hús. Máli frestað frá síðasta fundi.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að kanna nán­ar hvort að til stað­ar sé skipu­lagt land sem hentað geti fyr­ir vist­væn hús sem tækt er til deili­skipu­lags. Jafn­framt er sam­þykkt að fela skipu­lags­full­trúa að und­ir­búa til­lögu um hvar unnt sé að skipu­leggja lóð­ir eða hverfi fyr­ir vist­væn hús í yf­ir­stand­andi vinnu við gerð nýs að­al­skipu­lags. Leiði nið­ur­staða fram­an­greindr­ar vinnu í ljós að unnt sé að koma fyr­ir svæði fyr­ir vist­væn hús verði þeim út­hlutað í sam­ræmi við út­hlut­un­ar­regl­ur vegna bygg­ing­ar­lóða í Mos­fells­bæ.

 • 4. Hamra­borg - deili­skipu­lag201810282

  Viðauki við samkomulag um uppbyggingu á lóðum við Hamraborg lagður fram til samþykktar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með tveim­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi við­auka við sam­komulag vegna upp­bygg­ing­ar á lóð­um við Hamra­borg. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­rita við­auk­ann fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar. Bæj­ar­full­trúi L-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

 • 5. Ósk um nið­ur­fell­ingu gatna­gerð­ar­gjalda vegna bygg­ing­ar milli­lofts í hús­næð­inu Bugðufljóti 9202109105

  Umbeðin umsögn lögð fram til kynningar.

  Bæj­ar­ráð frest­ar af­greiðslu máls­ins til næsta fund­ar.

  • 6. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

   Fjárfestingaáætlun 2022 lögð fram.

   Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri, fór yfir drög að áætlun um eign­færð­ar fjár­fest­ing­ar fyr­ir árið 2022.

   • 7. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2021202101210

    Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1506. fundi að taka tvö lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga:
    1. Lang­tíma­lán kr. 745.000.000, með loka­gjald­daga þann 5. apríl 2034, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2110_72 sem bæj­ar­ráð hef­ur kynnt sér.

    2. Lang­tíma­lán kr. 55.000.000, með loka­gjald­daga þann 5. nóv­em­ber 2055, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2110_73 sem bæj­ar­ráð hef­ur kynnt sér.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­un­um (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­um sín­um og fram­lög­um til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði
    sveit­ar­fé­laga.

    Er lán­tak­an er til fjár­mögn­un­ar á fram­kvæmd­um og fjár­fest­ing­um árs­ins og end­ur­fjármögn­un­ar af­borg­ana lána.

    Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­inga við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­tök­um þess­um, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

    • 8. Stuðn­ing­ur vegna inn­leið­ing­ar heims­mark­mið­anna í sveit­ar­fé­lög­um202110004

     Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi stuðning við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, dags. 17.09.2021.

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær sæki um þátt­töku í verk­efn­inu og til­nefn­ir Bjarka Bjarna­son, for­seta bæj­ar­stjórn­ar og Tóm­as G. Gíslason, um­hverf­is­stjóra, til að taka ábyrgð á inn­leið­ingu verk­efn­is­ins hjá Mos­fells­bæ.

    • 9. Ósk Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar um við­ræð­ur til að kynna hug­mynd­ir og fram­tíð­ar­sýn fyr­ir Hlíða­völl202109643

     Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar þar sem óskað er viðræðna til að kynna hugmyndir og framtíðarsýn Hlíðavallar, dags. 23. september 2021.

     Frestað vegna tíma­skorts.

     • 10. Um­sagn­ar­beiðni vegna nýs rekstr­ar­leyf­is-gist­ing í fl. II - Hraðastaða­veg­ur 11202109596

      Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir gistingu í II. fl. við Hraðastaðaveg 11.

      Frestað vegna tíma­skorts.

      • 11. Ákvörð­un um greiðslu gatna­gerð­ar­gjalda á Lauga­bóli kærð til sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is202012241

       Úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 28. september 2021 lagður fram til kynningar. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að rétt hafi verið að innheimta gatnagerðargjald af uppbyggingunni og kröfu um ógildingu hafnað. Ráðuneytið bendir þó á að kærandi hefði átt að fá helmingsafslátt af gjaldinu skv. gjaldskránni og þeim tilmælum beint til Mosfellsbæjar að endurgreiða það sem oftekið var. Þá er vísað frá öllum kröfum tengdum aðal- og deiliskipulagi.

       Frestað vegna tíma­skorts.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:02