Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. júní 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að taka nýtt mál, al­menn­ings­samn­ing­ur á Ís­landi, - boð um þátt­töku í vinnu­stofu, á dagskrá sem verð­ur mál nr. 10.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sókn um lóð­ina Skar­hóla­braut 3 og fyr­ir­spurn varð­andi Sunnukrika 9202205566

    Erindi ÍSBAND, dags. 17.05.2022, þar sem sótt er um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3 til frekari uppbyggingar á framtíðarhúsnæði félagsins. Þá er óskað upplýsinga um möguleika á úthlutun lóðarinnar Sunnukrika 9.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela starf­andi bæj­ar­stjóra og lög­manni Mos­fells­bæj­ar að ræða við máls­hefjend­ur um er­ind­ið.

  • 2. Áskor­un stjórn­ar Fé­lags at­vinnu­rek­enda til sveit­ar­fé­laga202206013

    Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa nán­ari ákvörð­un um álagn­ingar­pró­sentu til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar árs­ins 2023 í sam­ræmi við mál­efna­samn­ing meiri­hlut­ans.

    Bók­un B, S og C lista:
    Fyr­ir ligg­ur að fast­eigna­mat í Mos­fells­bæ hef­ur hækkað gríð­ar­lega mik­ið milli ára vegna ástands­ins á fast­eigna­mark­aði.

    Í mál­efna­samn­ingi Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Við­reisn­ar er kveð­ið á um að álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda skuli lækk­að­ar til að koma til móts við hækk­un fast­eigna­mats. Ákvörð­un um álagn­ingar­pró­sentu verð­ur tekin við gerð fjár­hags­áætl­un­ar.

  • 3. Kvísl­ar­skóli - fram­kvæmd­ir 2022202203832

    Veittar verða upplýsingar um stöðu framkvæmda.

    Á fund­inn mættu Sylgja Dögg Sig­ur­jóns­dótt­ir, frá EFLU, Linda Udengård, fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs, og Ósk­ar Gísli Sveins­son, deild­ar­stjóri á um­hverf­is­sviði, og fóru yfir stöðu fram­kvæmda við Kvísl­ar­skóla.

    • 4. Krafa um við­ur­kenn­ingu á rétti til íbúð­arein­inga og_eða and­virð­is íbúð­arein­inga202205304

      Krafa landeiganda í Helgafelli á viðurkenningu á rétti til íbúðareininga og/eða andvirðis íbúðareininga. Máli frestað á síðasta fundi.

      Halla Karen Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi vík­ur sæti í mál­inu vegna van­hæf­is og tek­ur Aldís Stef­áns­dótt­ir sæti í mál­inu í henn­ar stað. Lovísa Jóns­dótt­ir, vara­formað­ur tók við stjórn fund­ar­ins.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að hafna kröf­unni m.a. með vís­an til þess að Mos­fells­bær er ekki skuld­bund­inn af sam­komu­lag­inu sem kraf­an bygg­ir á. Þá er vísað til þess að fyr­ir hér­aðs­dómi er til um­fjöll­un­ar dóms­mál er lýt­ur að stöðu þess sam­komu­lags sem kraf­an er byggð á.

    • 5. Hraðastaða­veg­ur Mos­fells­bær202206047

      Erindi Guðmundar Hreinssonar varðandi Hraðastaðaveg, dags. 01.06.2022.

      Frestað vegna tíma­skorts.

      • 6. Vinnu­skóli og sum­arstörf sum­ar­ið 2022202206016

        Lagt er til að öll börn sem sækja um í Vinnuskóla Mosfellsbæjar verði boðin vinna sumarið 2022. Þá er lagt til að öllum ungmennum 16 ára og eldri sem sóttu um sumarstarf innan umsóknarfrests verði boðið sumarstarf.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu ann­ars veg­ar um að öll­um börn­um sem sækja um í Vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar sum­ar­ið 2022 verði boð­in vinna. Hins veg­ar að ung­menn­um 16 ára og eldri sem sóttu um sum­arstarf inn­an um­sókn­ar­frests verði boð­ið sum­arstarf með sama vinnu­tíma­bil og jafn­aldr­ar þeirra. Jafn­framt er sam­þykkt að fela fjár­mála­stjóra að út­búa við­auka við fjár­hags­áætlun vegna máls­ins.

        Gestir
        • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
        • 7. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

          Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram til samþykktar.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um við­auka 3 við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 sem fel­ur ann­ars veg­ar í sér að fjár­fest­inga­áætlun Eigna­sjóðs vegna Kvísl­ar­skóla hækk­ar úr 52 m.kr. í 160 m.kr. Hins veg­ar að deild "06270 Vinnu­skóli" hækk­ar um 31.684.379. Breyt­ing­arn­ar verða fjár­magn­að­ar með lækk­un á hand­bæru fé.

          Gestir
          • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
          • 8. Áform um breyt­ingu á kosn­inga­lög­um202205641

            Erindi Landskjörstjórnar þar sem vakin er athyli á því að í samráðsgátt stjórnvalda eru til kynningar áform um breytingar á kosningalögum. Frestur til að senda ábendingar og athugasemdir er til 1. júlí nk.

            Frestað vegna tíma­skorts.

          • 9. Til­laga bæj­ar­full­trúa D-lista varð­andi álagn­ingu fast­eigna­gjalda á íbúð­ar- og at­vinnu­hús­næði fyr­ir árið 2023202206083

            Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að vegna mikilla hækkana á nýútgefnu fasteignamati hækki álagning á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ fyrir árið 2023 ekki umfram vísitölu.

            Frestað vegna tíma­skorts.

            • 10. Al­menn­ings­sam­göng­ur á Ís­landi - Boð um þát­töku í vinnu­stofu202206188

              Erindi innviðaráðuneytis þar sem boðin er þátttaka í vinnustofu starfshóps sem vinnur að smíði frumvarps um heildarlög um almenningssamgöngur sem fram fer 15. júní nk.

              Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela starf­andi bæj­ar­stjóra að til­nefna að­ila til að sækja vinnu­stof­una.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.