9. júní 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka nýtt mál, almenningssamningur á Íslandi, - boð um þátttöku í vinnustofu, á dagskrá sem verður mál nr. 10.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um lóðina Skarhólabraut 3 og fyrirspurn varðandi Sunnukrika 9202205566
Erindi ÍSBAND, dags. 17.05.2022, þar sem sótt er um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3 til frekari uppbyggingar á framtíðarhúsnæði félagsins. Þá er óskað upplýsinga um möguleika á úthlutun lóðarinnar Sunnukrika 9.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela starfandi bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að ræða við málshefjendur um erindið.
2. Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga202206013
Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa nánari ákvörðun um álagningarprósentu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2023 í samræmi við málefnasamning meirihlutans.
Bókun B, S og C lista:
Fyrir liggur að fasteignamat í Mosfellsbæ hefur hækkað gríðarlega mikið milli ára vegna ástandsins á fasteignamarkaði.Í málefnasamningi Framsóknar, Samfylkingarinnar og Viðreisnar er kveðið á um að álagningarprósentur fasteignagjalda skuli lækkaðar til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Ákvörðun um álagningarprósentu verður tekin við gerð fjárhagsáætlunar.
3. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022202203832
Veittar verða upplýsingar um stöðu framkvæmda.
Á fundinn mættu Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, frá EFLU, Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, og Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri á umhverfissviði, og fóru yfir stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
4. Krafa um viðurkenningu á rétti til íbúðareininga og_eða andvirðis íbúðareininga202205304
Krafa landeiganda í Helgafelli á viðurkenningu á rétti til íbúðareininga og/eða andvirðis íbúðareininga. Máli frestað á síðasta fundi.
Halla Karen Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi víkur sæti í málinu vegna vanhæfis og tekur Aldís Stefánsdóttir sæti í málinu í hennar stað. Lovísa Jónsdóttir, varaformaður tók við stjórn fundarins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að hafna kröfunni m.a. með vísan til þess að Mosfellsbær er ekki skuldbundinn af samkomulaginu sem krafan byggir á. Þá er vísað til þess að fyrir héraðsdómi er til umfjöllunar dómsmál er lýtur að stöðu þess samkomulags sem krafan er byggð á.
- Fylgiskjalfskj 1 Kröfubréf dags. 13.5.2022.pdfFylgiskjalfskj. 2-4.pdfFylgiskjalfskj 5 Aðalskipulag - greinargerð.pdfFylgiskjalfskj 5 Aðalskipulag greinagerð - forsendur.pdfFylgiskjalfskj 6rammaskipulag_helgafellshverfis_2005[50].pdfFylgiskjalfskj. 7 - Fasteignir_skjal_R-013165_2005.pdfFylgiskjalfskj 8 Deiliskipulag.pdfFylgiskjalfskj 9 Breyting á aðalskipulagi.pdfFylgiskjalfskj 10 helgafell 2.pdfFylgiskjalfskj 10 Hlutdeild Helgafells.pdfFylgiskjalRE: B.T. Bæjarstjórnar. Krafa um viðurkenningu á rétti til íbúðareininga og/eða andvirðis íbúðareininga.pdf
5. Hraðastaðavegur Mosfellsbær202206047
Erindi Guðmundar Hreinssonar varðandi Hraðastaðaveg, dags. 01.06.2022.
Frestað vegna tímaskorts.
6. Vinnuskóli og sumarstörf sumarið 2022202206016
Lagt er til að öll börn sem sækja um í Vinnuskóla Mosfellsbæjar verði boðin vinna sumarið 2022. Þá er lagt til að öllum ungmennum 16 ára og eldri sem sóttu um sumarstarf innan umsóknarfrests verði boðið sumarstarf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu annars vegar um að öllum börnum sem sækja um í Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2022 verði boðin vinna. Hins vegar að ungmennum 16 ára og eldri sem sóttu um sumarstarf innan umsóknarfrests verði boðið sumarstarf með sama vinnutímabil og jafnaldrar þeirra. Jafnframt er samþykkt að fela fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 3 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 sem felur annars vegar í sér að fjárfestingaáætlun Eignasjóðs vegna Kvíslarskóla hækkar úr 52 m.kr. í 160 m.kr. Hins vegar að deild "06270 Vinnuskóli" hækkar um 31.684.379. Breytingarnar verða fjármagnaðar með lækkun á handbæru fé.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
8. Áform um breytingu á kosningalögum202205641
Erindi Landskjörstjórnar þar sem vakin er athyli á því að í samráðsgátt stjórnvalda eru til kynningar áform um breytingar á kosningalögum. Frestur til að senda ábendingar og athugasemdir er til 1. júlí nk.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Tillaga bæjarfulltrúa D-lista varðandi álagningu fasteignagjalda á íbúðar- og atvinnuhúsnæði fyrir árið 2023202206083
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að vegna mikilla hækkana á nýútgefnu fasteignamati hækki álagning á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ fyrir árið 2023 ekki umfram vísitölu.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Almenningssamgöngur á Íslandi - Boð um þáttöku í vinnustofu202206188
Erindi innviðaráðuneytis þar sem boðin er þátttaka í vinnustofu starfshóps sem vinnur að smíði frumvarps um heildarlög um almenningssamgöngur sem fram fer 15. júní nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela starfandi bæjarstjóra að tilnefna aðila til að sækja vinnustofuna.