Mál númer 201405114
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Á 420. fundi skipulagsnefndar voru lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma. Nefndin samþykkti framlagða tillögu að svörum við athugasemdum og fól skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið. Tillaga var send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun hefur komið með athugasemdir og varða þær missamræmi í deiliskipulagsuppdrátti og umhverfisskýrslu. Skipulagsstofnun hefur frestað afgreiðslu málsins þar til brugðist hefur verið við athugsemdum.
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #424
Á 420. fundi skipulagsnefndar voru lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma. Nefndin samþykkti framlagða tillögu að svörum við athugasemdum og fól skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið. Tillaga var send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun hefur komið með athugasemdir og varða þær missamræmi í deiliskipulagsuppdrátti og umhverfisskýrslu. Skipulagsstofnun hefur frestað afgreiðslu málsins þar til brugðist hefur verið við athugsemdum.
Borist hefur uppfærður uppdráttur þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa falið að senda uppfærðan uppdrátt til Skipulagsstofnunar.
- 28. september 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #679
Á 419. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að vísa athugasemdum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og lögmanni bæjarins, sem leggi fram tillögu að svörum á næsta fundi.
Afgreiðsla 420. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 679. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. september 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #420
Á 419. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að vísa athugasemdum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og lögmanni bæjarins, sem leggi fram tillögu að svörum á næsta fundi.
Lögð fram drög að svörum frá skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanni. Nefndin samþykkir framlagða tillögu að svörum og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
- Fylgiskjalbréf til skipulagsnefndar, dags. 19.8.2016 (undirritað).pdfFylgiskjalbréf til skipulagsnefndar, dags. 4.5.2016 (final undirritað).pdfFylgiskjalUmhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 170 (1082016) - Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús.pdfFylgiskjalAthugasemdir Hagalindar við tillögu að deiliskipulagi alifuglabús að Suður Reykjum.pdf
- 14. september 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #678
Á 416. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og breytingum á umfjöllun um umhverfisáhrif. Jafnframt var samþykkt að tillagan skyldi kynnt fyrir umhverfsnefnd. Tillagan var auglýst frá 8.júlí til og með 19.ágúst 2016. Ein athugasemd barst, einnig barst athugasemd frá fulltrúa M-lista í umhverfisnefnd.
Afgreiðsla 419. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 678. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. september 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #419
Á 416. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og breytingum á umfjöllun um umhverfisáhrif. Jafnframt var samþykkt að tillagan skyldi kynnt fyrir umhverfsnefnd. Tillagan var auglýst frá 8.júlí til og með 19.ágúst 2016. Ein athugasemd barst, einnig barst athugasemd frá fulltrúa M-lista í umhverfisnefnd.
Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar skipulagsfulltrúa og lögmanns bæjarins, sem leggi fram tillögu að svörum á næsta fundi.
- 17. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #676
Á 416. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og breytingum á umfjöllun um umhverfisáhrif. Jafnframt var samþykkt að tillagan skyldi kynnt fyrir umhverfsnefnd.
Afgreiðsla 170. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 676. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. ágúst 2016
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #170
Á 416. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og breytingum á umfjöllun um umhverfisáhrif. Jafnframt var samþykkt að tillagan skyldi kynnt fyrir umhverfsnefnd.
Endurauglýst tillaga að deiliskipulagi alifuglabús að Suður Reykjum lögð fyrir umhverfisnefnd til kynningar.Umræður um málið.
Bókun fulltrúa M-lista
Fulltrúi M-lista gerir athugasemd við það að alifuglabúið fái leyfi til að ala allt að 15.000 fugla. Það er aukning um 50%. Ef af því verður þá þarf að skoða meðhöndlun úrgangs o.fl. upp á nýtt. - 6. júlí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #675
Tillaga að deiliskipulagi tekin fyrir að nýju, sbr. bókanir á 413. og 415. fundi. Lögð fram tillaga að umhverfisskýrslu og breytingum á umfjöllun um umhverfisáhrif í deiliskipulagstillögunni.
Afgreiðsla 416. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 675. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. júní 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #416
Tillaga að deiliskipulagi tekin fyrir að nýju, sbr. bókanir á 413. og 415. fundi. Lögð fram tillaga að umhverfisskýrslu og breytingum á umfjöllun um umhverfisáhrif í deiliskipulagstillögunni.
Nefndin samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga, með breyttum kafla um umhverfisáhrif og ásamt umhverfisskýrslu skv. lögum nr. 105/2006, þó með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Skipulagsfulltrúa er falið að tilkynna þeim sem gerðu athugasemdir um þessa niðurstöðu og jafnframt verði deiliskipulagstillagan kynnt fyrir umhverfisnefnd.
- 22. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #674
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 413. fundi. Lögð fram fyrirspurn skipulagsfulltrúa í tölvupósti til Skipulagsstofnunar vegna framkominna athugasemda, og svar Skipulagsstofnunar.
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. júní 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #415
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 413. fundi. Lögð fram fyrirspurn skipulagsfulltrúa í tölvupósti til Skipulagsstofnunar vegna framkominna athugasemda, og svar Skipulagsstofnunar.
Nefndin felur formanni og skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda.
- 25. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #672
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 23. mars 2016 með athugasemdafresti til 4. maí 2016. Athugasemdir bárust frá lögmannsstofunni Lagahvoli f.h. Hagalindar ehf og frá Bergrós Þorgrímsdóttur, auk ábendinga frá Veitum ohf.
Afgreiðsla 413. fundar skipulagsnefnd samþykkt á 672. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. maí 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #413
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 23. mars 2016 með athugasemdafresti til 4. maí 2016. Athugasemdir bárust frá lögmannsstofunni Lagahvoli f.h. Hagalindar ehf og frá Bergrós Þorgrímsdóttur, auk ábendinga frá Veitum ohf.
Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar skipulagsfulltrúa og lögmanns bæjarins, sem leggi tillögu að svörum fyrir næsta fund.
- 16. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #667
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi, sem nefndin samþykkti á 406. fundi að auglýsa skv. 41. gr. skipulagslaga. Á fundi Bæjarstjórnar 2.3.2016 var málinu vísað aftur til skipulagsnefndar.
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. mars 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #408
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi, sem nefndin samþykkti á 406. fundi að auglýsa skv. 41. gr. skipulagslaga. Á fundi Bæjarstjórnar 2.3.2016 var málinu vísað aftur til skipulagsnefndar.
Nefndin samþykkir að falla frá tillögu um færslu Varmár og stofnlögn fráveitu meðfram ánni. Í staðinn verði skilgreind kvöð um lagnir sunnan/vestan núverandi húsa, þar sem nú liggur hitaveituæð gegnum lóðina, og tillagan auglýst svo breytt.
- 2. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #666
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi, sem kynnt var á íbúafundi 2. febrúar 2016. Einnig lögð fram afgreiðsla umhverfisnefndar og umsögn um tillöguna frá 11. febrúar 2016.
Framkominn dagskrártillaga um að málinu verði vísað aftur til skipulagsnefndar er samþykkt með níu atkvæðum.
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Skipulagsnefnd vísaði á fundi sínum 26. janúar 2016 tillögu að deiliskipulagi alifuglabús á Suður-Reykjum til umsagnar umhverfisnefndar, jafnframt því að samþykkja að tillagan yrði kynnt á íbúafundi.
Afgreiðsla 166. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. febrúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #406
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi, sem kynnt var á íbúafundi 2. febrúar 2016. Einnig lögð fram afgreiðsla umhverfisnefndar og umsögn um tillöguna frá 11. febrúar 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga og jafnframt send umsagnaraðilum, þ.e. Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og Veiðimálastofnun.
- 11. febrúar 2016
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #166
Skipulagsnefnd vísaði á fundi sínum 26. janúar 2016 tillögu að deiliskipulagi alifuglabús á Suður-Reykjum til umsagnar umhverfisnefndar, jafnframt því að samþykkja að tillagan yrði kynnt á íbúafundi.
Farið var í gegnum fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu vegna alifuglabús að Suður-Reykjum og kynningu sem haldin var í Listasal þann 2. febrúar síðastliðinn. Umræður um málið.
Umhverfisnefnd samþykkir umsögn um deiliskipulagstillögu vegna alifuglabús að Suður-Reykjum. Umsögnin fylgir erindinu.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Það er mjög jákvætt að á alifuglabú við Suður ? Reyki er hugað að velferð fuglana með því að stækka húsnæðið til að bæta aðstöðu þeirra.
En til þess að geta gert sér almennilega grein fyrir umhverfisáhrif fyrirhugaðra framkvæmda fer fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í umhverfisnefnd þess á leit að deiliskipulagstillaga um alifuglabú við Suður-Reyki verði send Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Umhverfisstofnun og Veiðimálastofnun til umsagnar áður en umhverfisnefnd afgreiðir umsögn sína um skipulagið.
Íbúahreyfingin gerir ennfremur verulegar athugasemdir við að haldinn hafi verið kynningarfundur með íbúum um skipulagið áður en ofangreindar umsagnir lágu fyrir. Íbúahreyfingin telur brýnt að halda annan kynningarfund þar sem fagaðilar lýsa mögulegum áhrifum starfseminnar á líf íbúa og umhverfisáhrifum þess að hnika til farvegi Varmár sem er á náttúruminjaskrá.Fulltrúar D- og V-lista benda á að fulltrúi M-lista í nefndinni samþykkti á fundinum umsögn nefndarinnar um deiliskipulagstillöguna og lýsti ánægju sinni yfir henni þannig að bókun fulltrúans er því í mótsögn við það. Tillagan um deiliskipulag á Suður-Reykjum fylgir ákveðnu, lögbundnu ferli sem bæjaryfirvöld fylgja í hvívetna.
- 3. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #664
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi unnin af Bjarna Snæbjörnssyni arkitekt fyrir Reykjabúið, sbr. áður samþykkta og kynnta skipulagslýsingu.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir verulegar athugasemdir við hvernig Mosfellsbær hefur staðið að undirbúningi deiliskipulags vegna alifuglabús við Suður Reyki. Nú er búið að halda kynningarfund með íbúum um skipulagið áður en fyrir liggur það sem mestu máli skiptir fyrir íbúana en það eru umsagnir til þess bærra aðila um umhverfisáhrif framkvæmdanna og þá starfsemi sem verður í húsunum.
Íbúahreyfingin telur það ekki þjóna hagsmunum íbúa að halda kynningarfund án þess að þessar mikilvægu upplýsingar liggi fyrir. Það að Mosfellsbær haldi fund einungis til uppfylla lagaskyldu er ekki í anda lýðræðisstefnu. Sú stjórnsýsla að halda kynningarfund áður en mál, sem snýst að auki svo mjög um náttúruvernd, er borið undir umhverfisnefnd er afleit og ekki í anda náttúruverndarlaga en það sýnir svo ekki verður um villst þá stöðu sem náttúruvernd hefur í Mosfellsbæ.Bókun fulltrúa V- og D- lista
Við vísum málflutningi fulltrúa Íbúahreyfingarinnar á bug og fullyrðum að hér sé um faglegt ferli að ræða sem er í fullu samræmi við lög og til þess fallið að auka gegnsæi og tryggja aðkomu íbúa að málum eins fljótt og auðið er og þannig í anda laga og lýðræðis.Afgreiðsla 404. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 664. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 26. janúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #404
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi unnin af Bjarna Snæbjörnssyni arkitekt fyrir Reykjabúið, sbr. áður samþykkta og kynnta skipulagslýsingu.
Nefndin vísar tillögunni til umsagnar umhverfisnefndar og samþykkir að boðað verði til íbúafundar 2. febrúar nk. til kynningar á tillögunni í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi dags. 30.12.2015, unnin af Bjarna Snæbjörnssyni arkitekt fyrir Reykjabúið, og yfirlýsing lóðarhafa íbúðarlóðar varðandi lóðarmörk.
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 12. janúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #403
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi dags. 30.12.2015, unnin af Bjarna Snæbjörnssyni arkitekt fyrir Reykjabúið, og yfirlýsing lóðarhafa íbúðarlóðar varðandi lóðarmörk.
Umræður, afgreiðslu frestað.
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Lagðt fram bréf umhverfisráðuneytis dags. 12.12.2014 til Reykjabús ehf., þar sem veitt er undanþága frá reglu um 200m fjarlægð alifuglabúsins frá annarri byggð.
Afgreiðsla 381. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.$line$$line$Bæjarstjórn áréttar að hér er um að ræða undanþágu Ráðuneytisins fyrir 500 metra reglu, en ekki 200 m eins og misritaðist í fundagerð skipulagsnefndar.
- 20. janúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #381
Lagðt fram bréf umhverfisráðuneytis dags. 12.12.2014 til Reykjabús ehf., þar sem veitt er undanþága frá reglu um 200m fjarlægð alifuglabúsins frá annarri byggð.
Lagt fram
- 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Lagður fram undirskriftalisti, sem barst eftir fund nr. 372 þar sem fjallað var um væntanlegt deiliskipulag, með mótmælum gegn áformaðri uppbyggingu að Suður Reykjum.
Afgreiðsla 373. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 635. fundi bæjarstjórnar.
- 16. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #373
Lagður fram undirskriftalisti, sem barst eftir fund nr. 372 þar sem fjallað var um væntanlegt deiliskipulag, með mótmælum gegn áformaðri uppbyggingu að Suður Reykjum.
Umræður um málið, lagt fram til kynningar.
Skipulagsnefnd stefnir að því að haldinn verði kynningarfundur með íbúum þegar tillaga að deiliskipulagi liggur fyrir. - 10. september 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
Framhald umræðu á síðasta fundi. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits og athugasemdir íbúa að Reykjabyggð 15.
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #372
Framhald umræðu á síðasta fundi. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits og athugasemdir íbúa að Reykjabyggð 15.
Nefndin heimilar landeiganda, Reykjabúinu ehf., að láta gera tillögu að deiliskipulagi í samræmi við verkefnislýsinguna.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara bréfriturum.
Kristín Pálsdóttir vék af fundi undir þessum lið. - 27. ágúst 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #633
Verkefnislýsing fyrir gerð deiliskipulags var send Skipulagsstofnun og heilbrigðiseftirliti til umsagnar 16. júlí 2014 og jafnframt auglýst til kynningar. Borist hefur meðfylgjandi umsögn Skipulagsstofnunar dagsett 24. júlí 2014.
Afgreiðsla 371. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 633. fundi bæjarstjórnar.
- 19. ágúst 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #371
Verkefnislýsing fyrir gerð deiliskipulags var send Skipulagsstofnun og heilbrigðiseftirliti til umsagnar 16. júlí 2014 og jafnframt auglýst til kynningar. Borist hefur meðfylgjandi umsögn Skipulagsstofnunar dagsett 24. júlí 2014.
Frestað, þar sem ekki liggur fyrir umsögn heilbrigðiseftirlits.
- 10. júlí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1172
Tekin fyrir að nýju verkefnislýsing fyrir gerð deiliskipulags fyrir alifuglabú. Einnig lögð fram umsögn umhverfisnefndar, sbr. bókun á 368. fundi. (Ath: setja umsögnina inn sem fylgiskjal).
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 2. júlí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #631
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir gerð deiliskipulags sem hefði það að markmiði að hægt verði að stækka og endurbæta aðstöðu alifuglabús Reykjabúsins. Vísað til umhverfisnefndar til umsagnar af skipulagsnefnd, sem jafnframt samþykkti að stefna að sameiginlegri heimsókn beggja nefnda til búsins.
Afgreiðsla 151. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 631. fundi bæjarstjórnar.
- 1. júlí 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #370
Tekin fyrir að nýju verkefnislýsing fyrir gerð deiliskipulags fyrir alifuglabú. Einnig lögð fram umsögn umhverfisnefndar, sbr. bókun á 368. fundi. (Ath: setja umsögnina inn sem fylgiskjal).
Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna til umsagnar og kynningar og stefnt verði að sameiginlegri heimsókn umhverfisnefndar og skipulagsnefndar í Reykjabúið á haustdögum.
- 26. júní 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #151
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir gerð deiliskipulags sem hefði það að markmiði að hægt verði að stækka og endurbæta aðstöðu alifuglabús Reykjabúsins. Vísað til umhverfisnefndar til umsagnar af skipulagsnefnd, sem jafnframt samþykkti að stefna að sameiginlegri heimsókn beggja nefnda til búsins.
Umhverfisnefnd er jákvæð gagnvart fyrirhugaðri uppbyggingu svo fremi sem hugað verði að umhverfismálum, ennfremur þarf að taka tillit til ofanvatns- og fráveitumála.
- 21. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #627
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir gerð deiliskipulags sem hefði það að markmiði að hægt verði að stækka og endurbæta aðstöðu alifuglabús Reykjabúsins.
Afgreiðsla 368. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 627. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 13. maí 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #368
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir gerð deiliskipulags sem hefði það að markmiði að hægt verði að stækka og endurbæta aðstöðu alifuglabús Reykjabúsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda lýsinguna til umsagnar umhverfisnefndar. Jafnframt verði stefnt að sameiginlegri heimsókn skipulagsnefndar og umhverfisnefndar til umsækjanda til að kynna sér fyrirhuguð uppbyggingaráform.