Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. september 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Ice­land Excursi­ons varð­andi deili­skipu­lag í Mos­fells­dal201407126

    Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar um erindi Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar f.h. Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 21. júlí 2014, þar sem óskað er formlega eftir viðræðum og samstarfi við Mosfellsbæ um gerð deiliskipulags á tveimur spildum í landi Æsustaða. Frestað á 371. fundi.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur formanni og emb­ætt­is­mönn­um að ræða við um­sækj­end­ur.

    • 2. Merkja­teig­ur 8, fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi201405373

      Stefán Þórisson sækir um leyfi til að byggja við húsið nr. 8 við Merkjateig viðbyggingu úr steinsteypu, byggingu yfir stiga milli hæða. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til meðferðar skipulagsnefndar með vísan í 44. grein skipulagslaga.

      Nefnd­in sam­þykk­ir að grennd­arkynna um­sókn­ina fyr­ir hús­eig­end­um Merkja­teigs 6 og Stóra­teigs 3.

      • 3. Að Suð­ur Reykj­um, deili­skipu­lag fyr­ir stækk­un ali­fugla­bús201405114

        Framhald umræðu á síðasta fundi. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits og athugasemdir íbúa að Reykjabyggð 15.

        Nefnd­in heim­il­ar land­eig­anda, Reykja­bú­inu ehf., að láta gera til­lögu að deili­skipu­lagi í sam­ræmi við verk­efn­is­lýs­ing­una.
        Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara bréf­rit­ur­um.
        Kristín Páls­dótt­ir vék af fundi und­ir þess­um lið.

        • 4. Ell­iða­kots­land/Brú, end­ur­bygg­ing sum­ar­bú­stað­ar.201406295

          Umsókn um byggingu frístundahúss í stað sumarbústaðar sem brann fyrr á árinu var grenndarkynnt 23. júlí 2014 með athugasemdafresti til 21. ágúst 2014. Meðfylgjandi athugasemd dags. 8. ágúst 3014 barst frá eigendum landsins.

          Skipu­lags­nefnd frest­ar af­greiðslu máls­ins og ósk­ar eft­ir um­sögn bæj­ar­rit­ara.

          • 5. Greni­byggð 23-27, er­indi lóð­ar­eig­enda um breyt­ingu á lóð­ar­mörk­um2014082081

            Eigendur lóða nr. 23-27 við Grenibyggð óska í sameiningu eftir því að lóðarmörkum milli lóðanna verði breytt formlega í samræmi við meðfylgjandi afstöðumyndir til þess horfs sem þau hafa í raun haft alla tíð og sátt hefur verið um.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir er­ind­ið.

            • 6. Uglugata 48-50, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201407038

              Tekið fyrir að nýju erindi sem nefndin afgreiddi á síðasta fundi varðandi túlkun á ákvæðum um bílgeymslur í skipulagsskilmálum, þar sem umsækjandi hefur óskað eftir því að nefndin taki málið upp aftur og endurskoði fyrri ákvörðun.

              Skipu­lags­nefnd frest­ar af­greiðslu máls­ins.
              Dóra Lind vék af fundi.

              • 7. Laxa­tunga 105-127, til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi2014082082

                Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir umhverfissvið.

                Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að aug­lýsa til­lög­una skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

                • 8. Kvísl­artunga 27-29 og 47-49, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi.2014082080

                  Rúnar Þór Haraldsson spyrst í tölvupósti 27. ágúst 2014 fyrir um það hvort fallist yrði á þær breytingar að ofangreind parhús verði einnar hæðar í stað tveggja.

                  Um­ræð­ur um mál­ið, frestað.

                  • 9. Hlíð­ar­tún 2,Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201407163

                    Umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun á bílskúr og sólskála. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til meðferðar skipulagsnefndar með vísan í 44. gr. skipulagslaga.

                    Nefnd­in sam­þykk­ir að falla frá grennd­arkynn­ingu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga, þar sem um­sótt­ar fram­kvæmd­ir varða ekki hags­muni ann­arra en um­sækj­and­ans sjálfs.

                    • 10. Er­indi íbúa um að Ála­foss­vegi verði breytt í botn­langa­götu201311251

                      Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerir grein fyrir stöðu málsins.

                      Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir að skipu­lags­ráð­gjafi skoði nán­ar mögu­leg­ar lausn­ir á um­ferð­ar­mál­um svæð­is­ins.

                      • 11. Reykja­hvoll 20-30, breyt­ing­ar á aðal- og deili­skipu­lagi2014082083

                        Lagðar fram til kynningar tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi, sem lúta að færslu lóða og reiðleiðar til austurs.

                        Frestað.

                        Fundargerðir til kynningar

                        • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 251201408019F

                          Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

                          Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

                          • 12.1. Gerplustræti 13-15, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201405141

                            Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Hrund Ark­ar­holti 19 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja tvö 8 íbúða, fjög­urra hæða fjöleigna­hús og bíla­kjall­ara úr for­steypt­um ein­ing­um og stein­steypu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                            Stærð húss nr 13: Kjall­ari 109,1 m2, 1, hæð 272,0 m2, 2. hæð 284,4 m2, 3. hæð 284,4 m2, 4. hæð 284,4 m2, sam­tals 3587,1 m3.
                            Stærð húss nr. 15: Kjall­ari 109,1 m2, 1, hæð 272,0 m2, 2. hæð 284,4 m2, 3. hæð 284,4 m2, 4. hæð 284,4 m2, sam­tals 3587,1 m3.
                            Bíla­kjall­ari 577,7 m2, 1699,9 m3.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

                          • 12.2. Hamra­brekk­ur 24, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201408575

                            Reyn­ir F Grét­ars­son Kalda­seli 19 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri að­stöðu­hús fyr­ir vænt­an­legt frí­stunda­hús og trjá­rækt á lóð­inni nr. 24 við Hamra­brekk­ur í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stærð að­stöðu­húss 26,2 m2, 74,1 m3.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

                          • 12.3. Hlíð­ar­tún 2,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201407163

                            Pét­ur R. Sveins­son Hlíð­ar­túni 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr stein­steypu bíl­skúr húss­ins nr. 2 við Hlíð­ar­tún og byggja sól­skála úr timbri og gleri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stækk­un bíl­skúrs 14,7 m2, 43,6 m3.
                            Stærð sól­skála 12,1 m2, 34,0 m3.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.