2. september 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Iceland Excursions varðandi deiliskipulag í Mosfellsdal201407126
Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar um erindi Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar f.h. Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 21. júlí 2014, þar sem óskað er formlega eftir viðræðum og samstarfi við Mosfellsbæ um gerð deiliskipulags á tveimur spildum í landi Æsustaða. Frestað á 371. fundi.
Skipulagsnefnd felur formanni og embættismönnum að ræða við umsækjendur.
2. Merkjateigur 8, fyrirspurn um byggingarleyfi201405373
Stefán Þórisson sækir um leyfi til að byggja við húsið nr. 8 við Merkjateig viðbyggingu úr steinsteypu, byggingu yfir stiga milli hæða. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til meðferðar skipulagsnefndar með vísan í 44. grein skipulagslaga.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir húseigendum Merkjateigs 6 og Stórateigs 3.
3. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Framhald umræðu á síðasta fundi. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits og athugasemdir íbúa að Reykjabyggð 15.
Nefndin heimilar landeiganda, Reykjabúinu ehf., að láta gera tillögu að deiliskipulagi í samræmi við verkefnislýsinguna.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara bréfriturum.
Kristín Pálsdóttir vék af fundi undir þessum lið.4. Elliðakotsland/Brú, endurbygging sumarbústaðar.201406295
Umsókn um byggingu frístundahúss í stað sumarbústaðar sem brann fyrr á árinu var grenndarkynnt 23. júlí 2014 með athugasemdafresti til 21. ágúst 2014. Meðfylgjandi athugasemd dags. 8. ágúst 3014 barst frá eigendum landsins.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir umsögn bæjarritara.
5. Grenibyggð 23-27, erindi lóðareigenda um breytingu á lóðarmörkum2014082081
Eigendur lóða nr. 23-27 við Grenibyggð óska í sameiningu eftir því að lóðarmörkum milli lóðanna verði breytt formlega í samræmi við meðfylgjandi afstöðumyndir til þess horfs sem þau hafa í raun haft alla tíð og sátt hefur verið um.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
6. Uglugata 48-50, umsókn um byggingarleyfi201407038
Tekið fyrir að nýju erindi sem nefndin afgreiddi á síðasta fundi varðandi túlkun á ákvæðum um bílgeymslur í skipulagsskilmálum, þar sem umsækjandi hefur óskað eftir því að nefndin taki málið upp aftur og endurskoði fyrri ákvörðun.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.
Dóra Lind vék af fundi.7. Laxatunga 105-127, tillaga að breytingu á deiliskipulagi2014082082
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir umhverfissvið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
8. Kvíslartunga 27-29 og 47-49, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi.2014082080
Rúnar Þór Haraldsson spyrst í tölvupósti 27. ágúst 2014 fyrir um það hvort fallist yrði á þær breytingar að ofangreind parhús verði einnar hæðar í stað tveggja.
Umræður um málið, frestað.
9. Hlíðartún 2,Umsókn um byggingarleyfi201407163
Umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun á bílskúr og sólskála. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til meðferðar skipulagsnefndar með vísan í 44. gr. skipulagslaga.
Nefndin samþykkir að falla frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, þar sem umsóttar framkvæmdir varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans sjálfs.
10. Erindi íbúa um að Álafossvegi verði breytt í botnlangagötu201311251
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerir grein fyrir stöðu málsins.
Skipulagsnefnd óskar eftir að skipulagsráðgjafi skoði nánar mögulegar lausnir á umferðarmálum svæðisins.
11. Reykjahvoll 20-30, breytingar á aðal- og deiliskipulagi2014082083
Lagðar fram til kynningar tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi, sem lúta að færslu lóða og reiðleiðar til austurs.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 251201408019F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.1. Gerplustræti 13-15, umsókn um byggingarleyfi 201405141
Byggingarfélagið Hrund Arkarholti 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja tvö 8 íbúða, fjögurra hæða fjöleignahús og bílakjallara úr forsteyptum einingum og steinsteypu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð húss nr 13: Kjallari 109,1 m2, 1, hæð 272,0 m2, 2. hæð 284,4 m2, 3. hæð 284,4 m2, 4. hæð 284,4 m2, samtals 3587,1 m3.
Stærð húss nr. 15: Kjallari 109,1 m2, 1, hæð 272,0 m2, 2. hæð 284,4 m2, 3. hæð 284,4 m2, 4. hæð 284,4 m2, samtals 3587,1 m3.
Bílakjallari 577,7 m2, 1699,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.2. Hamrabrekkur 24, umsókn um byggingarleyfi 201408575
Reynir F Grétarsson Kaldaseli 19 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri aðstöðuhús fyrir væntanlegt frístundahús og trjárækt á lóðinni nr. 24 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn.
Stærð aðstöðuhúss 26,2 m2, 74,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.3. Hlíðartún 2,umsókn um byggingarleyfi 201407163
Pétur R. Sveinsson Hlíðartúni 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu bílskúr hússins nr. 2 við Hlíðartún og byggja sólskála úr timbri og gleri í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun bílskúrs 14,7 m2, 43,6 m3.
Stærð sólskála 12,1 m2, 34,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerðin lögð fram til kynningar.